Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1971 Minning: Arnlaugur Ólafsson Dáinn 2. september 1971 Dáinn 3. september 1971. Amlaugur Ólafsson, sem í dag verður jarðsettur frá Fossvogs- kapellu, hafði fyllt 83 aldursár- ið, þegar harrn lézt og mun mörg um Reykvíkingum og ekki sizt Vesturbæingum að góðu kunn- ur, en í Vesturbænum mun hann hafa átt nær óslitið heima í um það bil 56 ár. Amlaugur var fæddur að Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi 8. ágúst 1888. Foreldrar hans voru þau hjónin Ólafur Jónsson ættaður úr Þykkvabæ i Rangár- vállasýslu og Guðfinna Guð- mundsdóttir frá Ásabæ í Flóa, en forfeður hennar bjuggu að Geldingaholti í Hreppum 1 nokkra ættliði. Arnlaugur var yngsta barn foreldra sinna og kveður nú þennan heim þeirra síðastur. Hin börnin voru þau Guðmundur, er lengi bjó í Aust- urhlíð, síðar í Tungu og síðast í Vogatungu við ’Reykjavík, lézt, 1947, Guðfinna búsett lengst af í Hafnarfirði, dáin 1964, og Guðrún gift Guðlaugi Helgasyni móðurbróður mínum, eh þau bjuggu allan sinn bú- Elsku litla dóttir okkar, Þorbjörg, andaðist í Landspítalanum mánudaginn 6. 9. 1971. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. 9. 1971 kl. 3 e.h. Hilmar Guðbjörnsson, Hjördís Guðmundsdóttir. Ingibergur Hannesson frá Hjálmholti, V estmannaey jum, verður jarðsunginn frá Landa- kirkju laugardaginn 11. sept- ember kl. 2 e.h. Börn, tengdaböm og aðrir ættingjar. Eiginkona min, móðir, tengda- móðir og amma, Þuríður Jónsdóttir, Dalbæ, verður jarðsett frá Fríkirkj- unrti í Hafnarfirði föstudag- inn 10. september ki. 2 e.h. Jóhannes Jónsson, synir, tengdadætur og barnabörn. skap í Hafnarfirði. Guðrún lézt síðastliðinn vetur. Amlaugur ólst upp í foreldra- húsum, fyrst að Gerðum, en fljót lega mun faðir hans hafa reist bæ að Brekku i Stokikseyrar- hreppi og bjuggu foreldrar hans þar, þar til þau fluttu tii Hafn- arfjarðar 1914 og bjuggu þar til dauðadags. Á uppvaxtarárum Arnlaugs var lifsbaráttan hörð og kjörin kröpp í sveitum Suðurlandsund- irlendisins, sem og víða annars staðar. Unglingar urðu snemma að fara að vinna fyrir sér utan heimilis og mun Amlaugur hafa m.a. farið til kaupavinnu á sumr in eftir að hann komst til þroska. Fyrri konu sinni kynntist hann uppi í Borgarfirði, Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Múlastöð- um í Flókadal. Þau giftu sig 1912 og stofnsettu heimili í Reykjavik, fyrst í Austurbæn- um, en 1915 fluttu þau í Mtinn en snotran bæ, sem nefndur var Akurgerði og stóð þar sem Melagötumar eru í dag. Þama bjuggu þau í nokkur ár, en ár- ið 1926 réðst Amlaugur í að byggja sér Ibúðarhús við Ljós- vallagötu. Þetta var eitt af fyrstu húsunum þar um slóðir og mikið í ráðizt á þeim tíma Þar bjuggu þau til ársins 1934, en þá byggði Arnlaugur enn og nú að Öldugötu 25, en þar hefur hann búið næstum óslitið síðan. Sumarið 1923, þegar þau hjón bjuggu í Atourgerði með 5 ung börn, urðu þau fyrir því áfalli, að taugaveiki kom upp á heim- ilinu og má nærri geta hve hræðilegt þetta var fyrir bam- marga fjölskyldu. Þessi vágest- ur barst inn á heimilið með að- toeyptri nýmjólk. Var Guðrún svo illa leikin af þessari veiki Jarðarför móður okkar, Kristínar Björnsdóttur, Eiðsvallagötu 20, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 13. september kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Stella Kjartansdóttir, Rafn Kjartansson. Þökkum t innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Helgu Pétursdóttur, Draghálsi. Vandamenn. Hjartkær systir okkar, systir KLOTHILDE, andaðist í St. Jósefsspítala 8. þessa mánaðar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, mánudaginn 13. september klukkan 10. St. Jósefssystur. Maðurinn minn, faðir, sonur og bróðir, EIRÍKUR HJÁLMARSSOIM, fyrrverandi skrifstofustjóri, Sólvallagötu 45, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, laugardaginn 11. sept. klukkan 10.30 fyrir hádegi. Hlff Erlendsdóttir, Jóna-María Eiríksdóttir, Jóna Kristinsdóttir og systur. að hún mun aldrei hafa beðið þess fullar bætur. Guðrún lézt árið 1943, tæplega 59 ára að aidri. Enda þótt Arnlaugur stundaði ými.s konar vinnu fyrst eítir að hann settist að í Reykjavík, með al annars byggingarvinmu, stóð hugur hans mjög til búsikapar. Eftir veitoindaáfallið mikla mun hann tæpast hafa getað hugsað sér að kaupa mjólk inn á heim- ilið. Við erfiðar aðstæður hafði hann að jafnaði 2 til 3 kýr í nokkur ár, fyrst í Akurgerði síð an á Ljósvallagötunn.i, og hirti um þær samhliða annarri vinnu. En um 1935 sneri hann sér að búsfcapnum eingöngu. Tók á leigu jörðina Haga vestan við Melana. Kom hann sér upp væn um kúastofni og nokkurri hænsnarækt. Mun Amlaugur hafa unað sérlega vel við þetta starf, enda nutu hans góðu hæfi leikar sín vel á þessurn vett- vangt, giögg.skygg.ni, reglusemi og umfram ailt ánægjan af að umgangast og meðhöndla skepn ur. Á þessum beztu árum ævi 1 sinnar stunduðu báðir bræðum- ir búsfcap í Reykjavik, Guð- mundur í Austurhlið, þar sem nú hefur risið íþróttaleikvang- urinn í Laugardal, og Amlaug- ur sem fyrr segir í Haga. Það varð beggja hlutskipti, eins og fj'ölda annarra bænda í og við Reykjavík undEuifarna áratugi, að verða nauðugir viljugir að hrökklast undan útþenslu borg- arinnar og hefur þetta oft á tíð- um reynzt þessum frumbyggjum þungur baggi að axla. Lokisins þegar tekizt hefur á skammri at hafnaævi að koma sér upp bú- stofni, rækta tún á erfiðu iandi og koma upp gripahúsum, þá er friðurinin úti, allt verður að víkja fyrir flóðbylgju steinsteyp unnar. Jafnvel fegursta vin, eins og uppræktaðir trjálundir, eru þurrkaðir út, steinsteypuna varðar ekki neitt um gróður, gripi né mannlegar tilfinning- ar. Arnlaugur var einn af þess- um bændum Reykjavíkur, sem smátt og smátt var þrengt að, og að lokum varð hann að gef- ast upp og „menningin" sigraði. Herinn sneiddi smátt og smátt af túnimu og byggði bragga, heyfengur dróst saman frá ári til árs, búskapur varð ekki stundaður lengur og nokkrum árum eftir að herinn yfirgaf tún in, reis þar upp íbúðar- og verk smiðjuhverfi. Og nú er framleitt Coca-Cola í Haga í stað mjólk- urinnar í búskapartíð Amlau gs. Eftir að Arnlaugur lét af bú- skap stundaði hanm ýmis komar störf við verkstjórm o.fl., aðal- lega hjá Agli Vilhjálmssyni. Síð an réðst hanm til Rafmagns- veitna ríkisims árið 1946 og starf aði þar til dauðadags. Hann var einkar traustur og góður starfs maður, sifellt leiðbeinandi og fræðandi hina yngri starfsbræð ur, enda leituðu margir trausts og halds hjá Arnlaugi, þegar eitthvað bjátaði á. Sem tfyrr segir missti Arnlaug ur konu sína árið 1943. Þeim varð 8 barna auðið, en næst elzti drengur þeirra dó bam að aldr.i. Hin eru: Guðmundur, rektor Menntasikólans við Hamrahlið, gitftur Halldóru Ólafsdóttur og eiga þau þrjú böm. Sigríður kennslukona. Ólafur, slöiklkiviliðsstjóri í Hafn- arfirði, giftur Ruth Guðmunds- dóttur, eiga 4 böm. María gift Guðlaugi Þórðarsyni, eiga 5 böm og búa í Keflavík. Helgi, skipasmiður, giftur Ólinu Guð- laugsdóttur, eiga 4 börn og búa í Reykjavík. Elías, bitfvélavirki, giftur Gyðu Guðnadóttur, eiga 6 böm á lífi og búa á Hellu í Rangárvallasýslu. Yngst er Hanna, gift Bjarna Ólafssyni, námsstjóra, en þau eiga 4 börn. Amiaugur kvæntist aftur árið 1953 Jónu Friðsteinsdóttur, sem bjó honum hlýlegt heimili. Hún átti við mikla vanheiisu að stríða hin síðari ár og lézt eftir erfið og mikil veikindi árið 1967. Hér hefur lifsferili Amlaugs verið rakinn í stórum dráttum, en margt er þó ósagt, jatfnvel af veigamiklum þáttum í lífsferli hans. Hann átti því láni að fagna að hann var ávallt heilsu hraustur um ævina, alit til hins síðasta, og mun það oft hafa komið sér vel, þegar veikindi steðjuðu að heimilinu. Til marks um það hve em hann var, má nefna að hann notaði reiðhjól fram á síðasta aldursár sitt. Arn laugur var um margt óvenjuleg- ur persónuleiki. Skapmaður mun hann hafa verið, en svo gott vald hafði hann yfir þess- um annans óstýriláta eiginleika manna, að fáir einir vissu af honum og er ekki á allra færi að halda svo á. Amlaugiur var óvenju traustur startfsmaður, húsbóndahollur, samvizkusamur og traustur á hverju sem gekk. Hann var félagslyndur og ætt- rækinn með afbrigðum á sinn sérstæða hátt. Hann ástundaði hvorki félagssamtök né mann- fundi, enda þótt mér segi svo hugur um, að hann hefði getað niáð góðum tökum í ýmsum greinum á þeim vettvangi, ef svo hefði skipazt. Eftir að Arn- laugi gafst rýmri tími frá önn heimilisins, bömin voru upp- komin og búin undir lifið með verkkunnáttu og aðra menntun að veganesti, notaði hann hverja stund, sem gafst, til þess að heimsækja sjúka og gamal- menni svo að með einidiæmum var. Honum var afar létt að halda uppi samræðum við hvem sem var og nutu sjúkir og gamalmenni þess ekki hvað sízt. Hann var fróður vel og fylgdist vel með tímans rás og kunni því frá mörgu að segja. Það voru efcki eingöngu kunn- ingjar og vinir á sjiúkrahúsum og elliheimilum, sem nutu heim- sókna hans, það voru margir ut an þeirra, en ýmsir af þeim urðu að vinum eða kunningjum eftir þessar heimsóknir. Þær eru ómældar stundimar, sem hann stytti fjölda fólks á þenn- an hátt, með lestri úr blöðum og bókum, frásögnum og spjalli. Etoki vanrækti hann heldur börn sín eða þeirra heimili, önn ur skyldmenni eða kunningja. Hann var óþreytandi að heim- sækja þetta fólk og alls staðar var hann aufúsugestur. Þegar Ólafur bróðir minn kom heim til Islands í fyrra sum ar eftir 24ra ára dvöl eríeindis, var það elzti maðurinn í ætt- ingjahópnum, sem hóaði saman öllum frændsystkinunum og Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vinarhug og margvíslega hjálp við andlát og jarðarför RAGNARS EINARSSONAR, múrara frá Hvammstanga. Hjálmdis Guðmundsdóttir, Guðrún Daníelsdóttir. mökum þeirra, útvegaði lang- ferðabil, en síðan var ekið aust ur um sveitir, m.a. á æskuslóðir forfeðranna í yndislegu veðri1. Mikil og sönn ánægja rílkiti hjá öllum hópnum með þessa ein- stöku ferð, en ég læt ósagt að til hennar hefði verið stofnað, ef Amlaugs frænda hefði e'kki notið við. En svona var hann, þegar mannlífið var annars veg ar én náttúran hins vegar, óþreytandi. Að tferðast um land- ið og rifja upp og sjá með eigin glöggum augum það, sem hann hafði lesið og heyrt af vörum annarra, ræða við tfólk og fræð- ast, það voru stundir, sem gátfu honum Msfyilingu, enda ferðað- ist Amlaugur allmikið á efri ár um, eftir að tími gafst til tfrá brauðstriti dagsins. Að lokum vil ég þakka þér frændi minn fyrir allt, sem þú varst mér og mínu heimili ásamt systkinum minum. Guðjón Guðnumdsson. ÞAÐ era rúmlega fjögur ár síð- an ég kynntist Amlaugi Ólafs- syni. Hann var þá nýlega orðinn ekkjumaður öðru sinni og bauð okkur hjónunum, sonarsyni sin- um og nafna og mér, að hefja fyrirhugaðan hjúskap inni á sínu heimili. Ég veit ekki, hvort okkur tókst nokkum tima að þakka honum nægilega fyrir það, hve hann auðgaði hjónaband okkar þessi tvö samvistarár á Öldugötunni. Þar á ég ekki við peningalega auðgun, þó svo hann hlúði vissu- lega að okkur á þann hátt lika. Ég á við, hversu samvistir við hann kenndu okkur og veittu okkur mikla ánægju. Ekki man ég nokkum tíma eftir honum I þungu eða slæmu skapi. Hann var sífellt með bros á vör og hlýtt handtak. Hann bauð mér strax að kalla sig afa og reynd- ist mér alla tið sem slikur. Amlaugur var engan veginn venjulegur gamall maður. Og það er í rauninni rangt að segja að hann hafi verið gamall maður. Árin voru að visu orðin mörg og hárin á höfði hans voru hvít, en hann afi minn var svo sannar- lega yngri í anda og hughraust- ari en margir jafnaldrar minir. Og ég hefi sjaldan séð eins ung- legt og röskt göngulag og hans. Hann hafði alltaf nóg að starfa. Er vinnu lauk á daginn, kom hann heim, bjó sér til graut og borðaði. Stuttu síðar lagði hann af stað vestur á Elliheimili og las þar fyrir vlstmennina eða spjaUaði við þá. Við brostum oft að því að sumt gamla fólkið, sem hann heimsótti skyldi vera tEilsvert yngra en hann sjálfur. Við hjónin nutum áranna með afa í ríkum mæU. Vissulega er það rétt, að á yngri ámm eru vinir og kunningjar margir og við vorum ekki mikið fyrir kyrr- setur, en miklu fátækara hefði lif okkar orðið, ef við hefðum ekki búið með honum. Það er því ekki furða þótt tárin hrynji ótt og titt, er ég geri mér ljóst, að við eigum ekki eftir að búa aftur með afa, er heim kemur. Það er ekki ætlun min að rekja æviferii Arnlaugs Ólafs- sonar. Þótt hann segði okkur oft frá æsku sinni og sérstaklega móður sinni, eru aðrir kunnugri ævi hans. En ég get samt ekki orða bundizt, er við kveðjum hann. Hann skilur eftir hjá mér mynd af einstökum manni, trú- sterkum, óeigingjörrium og ást- úðlegum. Slíka mynd er aldrei unnt að þakka til fulls. Kaupmannahöfn, 6. sept 1971. Anna Kristjánsdóttir. Hiinin 2. september lézt Am- laugur Ólafsson í Landakots- spítala rúmlega áttræður að aldri. Hann var Ámesingur að ætt og dvaldist á yngri árum bæði í Árnessýslu og í Borgar- firði, en fluttist svo til Reykja- víkur og bjö þar upp frá þvl Annars mun ég ekki rekja ævi- artiði hans hér, til þess brest- ur mig kunnáttu um margt. Ég hef verið málkunnugur Arnlauigi ,um margra áratuga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.