Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1971 Leyniher inn sem storkar Bretum „Við erum aftur orðnir her- menn,“ segir IRA-foringinn Cahill, sem heldur í gamla hefð Q „Harðasti kjarni írska lýðveldishersins (IRA) hefur verið sigraður,“ sagði einn af yfirmönnum brezka hersins á Norður-írlandi fyrir nokkrum vikum. „Við höfum fellt um 50 haráttu- menn hreyfingarinnar, 70% stuðningsmanna þeirra hafa verið handteknir og lang- flestir leiðtoganna gerðir áhrifalausir.“ £ Tveimur klukkustund- um síðar hélt einn af for- ingjum IRA, Joe Cahill, fund með 50 blaðamönnum og sjónvarpsmönnum heint við nefið á brezku hermönn- unum, sem leituðu hans ákaft. Brezkir hermenn gengu hvað eftir annað fram hjá húsinu þar sem blaðamannafundurinn var haldinn meðan hann fór fram í aðeins 200 metra fjarlægð, en leyniskyttur IRA voru vel á verði. „Nærvera mín hrekur orð brezka yfirmannsins,“ sagði Cahill við blaðamennina. Hann fullyrti, að IRA gæti haldið áfram baráttunni þótt skot- færaskortur myndi gera vart við sig. Hann játaði, að IRA gæti ekki sigrað brezka her- inn í beinni orrustu, en sagði, að „skæruhernaði í borgum og bæjum yrði haldið áfram“. Nú orðið kannast allir við Joe Cahill. Hann situr í gæzlu- varðhaldi í New York og hefur verið bannað að ferðast um Bandaríkin og safna fé til kaupa á vopnum í baráttuna gegn brezka hernum. Hingað til hefur honum tekizt að komast hjá ótal tilraunum hersins og lögreglunnar til að hafa hendur í hári hans. Hann er líka venju- legur í útliti. Hann er maður hæglátur, sköllóttur, miðaldra maður og sjö barna faðir. • ÞROTLAUSBARATTA Cahill hefur þá bjargföstu sannfæringu að mögulegt sé að frelsa Norður-írland undan brezkri stjórn með vopnavaldi. Hann lítur á sig sem foringja í aldagamalli baráttu Ira fyrir þvi að losa sig undan öllum yfirráðum Breta. Hann er for- ingi herskáasta arms Irska lýð- veldishersins, „Provisionals". Hann hefur getað ferðazt að vild um kaþólsku héruðin á Norður-írlandi. Öll hús hafa staðið honum opin í Belfast þegar hann hefur vantað húsa- skjól. Eina menntunin, sem Cahill hefur hlotið síðan hann var 14 ára gamall, hefur verið i Irska lýðveldishernum. Hann gekk í lýðveldisherinn 16 ára og lærði að meðhöndla vopn og skot- færi. Hann hefur æ síðan verið trúi- hugsjón IRA um linnu- lausa baráttu við lögregluna og brezka hermenn. Tuttugu ára gamall var hann dæmdur til dauða ásamt fimm öðrum mönnum úr IRA fyrir morð á lögreglumanni. Dómi Cahills var breytt í 15 ára fangelsi, og honum var sleppt eftir 7x/2 ár. írski lýðveldisherinn hefur breytzt mikið á undanförnum 50 árum. Lýðveldisherinn er afsprengi sjálfboðaliðshers, „Irish Volunteers", sem var stofnaður í Dublin þegar bar- áttan fyrir heimastjórn harðn- aði á árunum fyrir fyrri heims- styrjöldina og mótmælendur settu eigin sjálfboðaliðsher á laggirnar. Lýðveldisherinn hóf stríð gegn Bretum árið 1919 undir forystu Michael Collins, sem hafði komið mikið við sögu páskauppreisnarinnar blóðugu þremur árum áður. Skipting Irlands skömmu síð- ar batt ekki enda á baráttu IRA. Þeir, sem vildu halda áfram baráttunni fyrir algeru írsku sjálfstæði, réðust gegn þeim, sem sættu sig við þá málamiðlunarlausn, sem samið var um. Hreyfingin var klofin og er það enn. Margir af leið- togum lýðveldishersins, þeirra á meðal Collins, voru felldir. Stofnun Irska lýðveldisins dró einnig vind úr seglum lýð- veldishersins, sem gat talsvert látið að sér kveða á árum síð- ari heimsstyrjaldarinnar þegar þrengt var að Bretum, meðal annars með samvinnu við Þjóð- verja. Smáhópar stuðnings- manna lýðveldishersins héldu þó ótrauðir áfram hryðjuverka- baráttu sinni, ekki aðeins á Norður-lrlandi heldur einnig í Englandi. En smátt og smátt dró úr hryðjuverkunum, og fyr- ir um það bil tíu árum virtist hreyfingin hafa lognazt út af. • NÝIR SIÐIR Árið 1956 skipulagði IRA mikla hryðjuverkabaráttu á Cahill í fangavi stinni í New Y'ork. Brezkir hermenn á verði eftir sprengjntilræði í byggingu í Bei- fast. I.ýðveldisherinn segist bera ábyrgð á langflestum sprengju- tilræðum. Norður-írlandi og stóð hún í um það bil sex ár. Fyrst fram- an af voru gerð mörg sprengju- tilræði, og leyniskyttur IRA voru athafnasamar. En smátt og smátt fækkaði hryðjuverk- unum. Cahill var einn þeirra, sem skipulagði þessa hryðju- verkabaráttu i upphafi. Hann gat þó ekki tekið virkan þátt í baráttunni nema skamma hríð, þvi hann var handtekinn 1957 samkvæmt lögum um handtökur án réttarhalda, sem aftur voru innleidd í síðasta mánuði. Hann sat í fangelsi i 4V2 ár. Cahill var siðasti IRA-maður- inn, sem var leystur úr haldi, þegar hryðjuverkabaráttunni var hætt. Hann komst að raun um það, þegar hann kom úr fangelsinu, að IRA hafði giatað fyrri baráttuanda. „Margir félagar IRA voru þeirrar skoð- unar, að það, sem nú vantaði, væri algerlega nýr hugsunar- gangur og nýjar aðferðir," sagði Cahill nýlega í leynivið- tali. Félagar IRA voru almennt þeirrar skoðunar, að lýðveldis- hernum hefði ekki orðið sér- lega mikið ágengt sem hersam- tökum. IRA gerði þess vegna eins konar bandalag við hóp komm- únista. „Félagar hreyfingarinn- ar vildu heldur skrafa um ráða- gerðir en berjast með vopn í höndunum," sagði Cahill í við- talinu. Joe Cahill leit á sig sem hermann og sneri baki við sam- tökunum, sem hann hafði bar- izt fyrir alla ævi. Hann hafði óbeit á formi hins nýja skipu- lags hreyfingarinnar og nýju marxistísku yfirbragði hennar. Hann gerðist: byggingaverka- maður og væri það sennilega enn þann dag í dag, ef ekki hefði komið til blóðugra átaka, sem færðu Norður-lrland á Framhald á bls. 20. LTng móðir í Belfast nieð 18 niánaða ganila dóttur sína hjá heimili sínu, sem eina nóftina varð fyrir skothríð brezkra hormanna og manna ór lýðveldishernum. Cahill (lengst t.v.) á blaðamannafundinum, sem var haldinn við nefið á hrezku her- mönnunum. Við hlið hans situr þingmaðurinn I’ailily Kennedy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.