Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1971 Mál arasveinar Tveir málarasveínar óskast. Upplýsingar í síma 40627 eftir klukkan 7 á kvöldin. Sigurður íngólfsson, málarameistari. Tilboð óskast í fólksbifreiðar og sex saeta Píck-up, er verða sýndar að Grens- ásvegi 9, miðvikudaginn 15. september klukkan 12—3. Tilboðin opnuð í skrifstofu vorri klukkan 5. Sölunefnd vamarliðseigna. Auglýsing um bifreiðastöður í Hafnarfirði Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og samkvæmt 'heimi'ld í 66. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 eru hér með settar eftirfarandi reglur um stöður bifreiða í Hafnarfjarðarbæ: 1. Bifreiðastöður eru bannaðar austan megin á Öldu- götu frá Lækjargötu að Selvogsgötu og báðum meg- in á sömu götu frá Selvogsgötu að Reykjanesbraut. 2. Bifreiðastöður eru bannaðar vestan megin á Hverfis- götu. 3. Bífreiðastöður eru bannaðar fyrir enda póshússins milli Strandgötu og Fjarðargötu. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. 3. september 1971. EINAR INGIMUNDARSON. VORUM AÐ FÁ NÝJA SENDINCU AF ENSKUM HAUST- OC VETRARKJÓLUM -K -X * * * GLÆSILECT ÚRVAL AF FALLECUM KJÓLAEFNUM KJÖRCARÐUR VEFNAÐARVÓRUDEILD — Leyniherinn Framh. af bls. 12 barm borgarastyrjaldar í ágúst 1969. Blóðug átök urðu milli kaþólskra og mótmælenda í Belfast, Londonderry og nokkr- um öðrum bæjum Norður-lr- lands. Þessar óeirðir voru for- leikur átakanna, sem nú standa sem hæst. En það var ekki IRA, sem þeim kom af stað, heldur ný og herská mannréttinda- hreyfing undir forystu Bema- Bókhaldsvinna Öska eftir vel launuðu starfi við handfært bókhald. Er vanur dagfærslum (journal) og viðskiptabók. Svör óskast send Morgunblaðinu fyrir 15. september, merkt: „Bókari — 5919". Atvinnurekendur Ungur maður, sem starfar hjá flugfélagi, óskar eftir framtíðar- starfi hjá fyrirtæki staðsettu á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Verzlunarmenntun fyrir hendi, svo og reynsla í almennum við- skiptum, þar með töldum erlendum sem innlendum bréfaskriftum. THboð, sem tilgreini starfssvið, vinnutíma og hugsanleg laun, berist afgr. Mbl., merkt: „Ábyrgð — 5856" fyrir 16. þ. m. óskast frá 1. 10. í nágrenni Borgarspítalans. Uppl. gefnar í skrifstofutíma í síma 81200. Borgarspítalinn. Trésmiðir og ófaglœrðir menn óskast. — Framtíðaratvinna. Timburverzlunin Völundur hf., Klapparstíg 1, sími 18430. Lögtaks úrskurður Eftir kröfu bæjarritarans í Keflavík úrskurðast hér með löktak fyrir ógreiddum útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteignagjöld- um árið 1971 til bæjarsjóðs Keflavíkur. Lögtökin verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa hafi þau ekki verið greidd fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Keflavík, 8. september 1971, JÓN EYSTEINSSON e.u. cru þessar þriggja herbergja íbúðir í húsi sem er i smiðum að Kársnesbraut 77. ibúðimar seljast fokheldar, herbergi, geymsla og bílskúr á jarðhæð fylgja hverri ibúð. Mjög gott útsýni. — Upplýsingar á staðnum. GESTUR PÁLSSON, SIGURÐUR ÓLAFSSON. dette Devlin. IRA greip hins vegar tækifærið og notaði ástandið sér til framdráttar. • KLOFNIN GUB Á ársfundi IRA í desember 1969 klofnaði lýðveldisherinn. Cahill og aðrir fylgismenn bar- áttu lýðveldishersins í sinni gömlu og upprunalegu mynd og hins gamla anda baráttunn- ar stofnuðu baráttusamtökin „Provisionals", eins og þau eru kölluð. „Nú erum við loksins byrjaðir aftur. Við höfum sett á fót vopnað herlið, sem mig hefur dreymt um árum saman. Við erum aftur orðnir her- rnenn," sagði Cahill. Yfirlýst markmið annarra stuðningsmanna IRA er að sameina Irland undir sósíalíska stjóm. Þeir telja unnt að berj- ast fyrir þessari hugsjón í kosningum og þjóðaratkvæða- greiðslum. „Provisionals" segja, að kommúnistar og stjórnleys- ingjar hafi laumazt til áhrdfa í lýðveldishernum, spillt hinum upprunalega og hreina föður- landsanda samtakanna og horf- ið frá markmiðinu: „Við berj- umst fyrir þvi að frelsa Irland óg stjómarformið verður ekki ákveðið fyrr en landið er orðið frjálst. Hinir berjast fyrir því að koma á fót alþýðulýðveldi, sem á að þröngva upp á þjóð- ina," segja „Provisionals". „Provisionals" beita sér fyrir baráttu í þremur stigum: Fyrsta stigið er áróðursherferð og æsingastarfsemi, og á því stigi er samvinna við vinstri sinnuð mannréttindasamtök tal- in sjálfsögð. Annað stigið er efnahagsleg mótspyma. Loka- stigið er vopnuð uppreisn. Bar- áttan hefur að dómi baráttu- manna samtakanna núna færzt á það stig. Cahill hefuf haldið því fram, að nú sé hafin endan- leg úrslitabarátta gegn Bretum, og hann hefur viðurkennt hreinskilnislega, að samtök hans hafi borið ábyrgð á lang- flestum sprengjutilræðum og launmorðum, sem hafa átt sér stað að undanförnu. Fréttir hafa borizt um sættir milli hinna andstæðu fylkinga lýðveldishersins, en samtökin eru ennþá klofin. Foringjunum ber heldur ekki alltaf saman. John Kelly, einn helzti foringi „Provisionals", hefur sagt, að vettvangur baráttunnar muni senn færast til Englands. For- ingi hins armsins, Cathel Goulding, hefur sagt, að bar- áttan muni einskorðast við Norður-írland og verði að mestu leyti háð i mynd óvirkr- ar andstöðu og óhlýðniaðgerða. • UPPGJÖR VIÐ BRETA Fylgi IRA virðist hafa vax- ið eftir því sem hryðjuverkin hafa þó neyðzt til að játa að íbúa aukizt. Foringjar IRA hafa þó neyðzt til að játa að þeir séu að miklu leyti í varn- arstöðu. En mikilvægu tak- marki IRA hefur verið náð, þar sem brezka stjórnin hefur orðið að taka stjóm mála á Norður- írlandi meira og meira i sinar hendur. Þar með hafa samtök- in komið til leiðar beinum átök- um við Breta. Uppgjör við Breta er vatn á myllu samtak- anna, og þau telja að fátt vinni hugsjóninni um sameiningu Ir- lands í kaþólskt lýðveldi meira gagn. Ekki er síður mikilvægt frá sjónarhóli samtakanna, að for- sætisráðherra Irska lýðveldis- ins, Jack Lynch, hefur opinber- lega hvatt til þess, að stjórn Brian Faulkners verði rekin frá völdum. Stjórn hans hefur hvorki haft næði né vald til þess að framfylgja þeirri sátta- stefnu, sem var markmiðið þeg- ar fyrstu 300 brezku hermenn- irnir voru sendir til Norður-lr- lands fyrir þremur árum. öll viðleitni til sátta og samninga er miklum erfiðleikum bundin eins og komið hefur á daginn. Meðan ekkert miðar í sam- komulagsátt er lýðveldisherinn ánægður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.