Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.09.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1971 23 sikeið, en síðustu fjórtán árin hafa kynnin orðið miklu nánari, þvii að við höfum búið í sama húsi. Og Arnlaugur var þess ikonar maður, að menn mátu hann því meir, sem þeir kynnt- ust honum betur. Hann var skarpgáfaður rnaður, glöggur og stáiminnugur. Þekking hans á 'islenzíkri mannfræði var með 'fádæmum. Það mun ekfci hafa verið margt fólfc af eldri kyn- slóðinni í Reykjavík, sem hann vissi ekki einhver deili á og ná- kunnugur var hann í Ámes- sýslu og Borigarfirði. Þó að ég sé innifæödur Borgfirðingur leit aði ég oft fróðleiks hjá honum 'um borgfirzka manníræði og ættfræði og fcom þar aMrei að tómum kofanum. Arnlaugur var mjög bókhneigður og var siles- andi í itómstundum sinum. Var iesitrarefni hans mjög svo fjöl- 'breytilegt, en mest yndi hy.gg ég» að hann hafi haft af Is- lenzkum ævisögum og minninga bókuim. Var hin bezta skemmt- un að ræða við hann um þessi efni, og hafa myndir margra horfinna Islendin'ga orðið miklu skýrari fyrir mér af þeim sam- töluim. Hann var mjög orðwar og var tamara að draga fram bjart ari hliðar mannfólksins en hin ar dekkri. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að ég hajffl aldrei heyrt hann leggja lastyrði til nokkurs manns. Þetta var hon- ium eðlislægt og það fcorn heim við skapgerð hans og lifsskoð- un, hann trúði á hið góða I hverjum manni. Hann var trú- hneigður maður, þó að hann flíikaði því lítt hversdagslega. Arnlaugur var trölltryg.gur og gleymd'i aldrei gömlum vinum og félögum. Ég hygig, að hann hatfi svo að segja á hverjum degi farið á sjúkrahúsin hér í bænum til að hitta garnla vini, sem þar lágu og hughreyst þá og uppörvað. Ég veit af eigin reynslui, að þessar heimsóknir hans voru mikils virði, hlýleik- mn og góðvildin, sem frá hon- um stöfuðu, voru einstök. Þar, sem góðir menn ganga, eru Guðs vegir. Mjög lét Arnlaugur sér annt uim hag barna sinna og barna- barna, en afkomendur hans eru orðnir margir. Hélt hann nánu sambandi við öll heimili þeirra, en sum þeirra búa i Reykjavik, en önnur utan bæjar. Alit er þetta myndarfólk, eins og það á kyn til. Mér finnst allt auð- ara og snauðara, þegar þessi prúði, iij'úfi og hjartahlýi öðl'ing ur er horfinn af sviðinu. Ólafur Hamssiom. — Minning Magnús Framh. af bls, 24 reynslu, sem því miður entiet alitof skamma stund. Þátttaka háns, áhugi og fórnfýsi í starf- seimi félagsins lýsir þó gjörla ódrepandi áhuga hains á upp- byggingu ísienzks iðnaðar. Jafn- vei á sjúkrabeði í júmí sl. vildi hann fá að fylgjast með starf- seminini, og hvorki þá né endra- nær vair farið að erindisleysu er leitað var ráða hans. Þrátt fyrir mi’kið annríki við stjórn eigin fyrirtæikis og langa vegalengd, lét hann sig aldrei vanta á stjórnarfundi eða til annarra starfa er á hann kölluðu í Stál- félaginu. Mikil eftirsjá er því að slíkum mönnum er hverfa af sjónarsvið- inu löngu fyrir aldur fraim, mönnum, sem stöðugt horfa til framtíðarinnar í leit að nýjum viðfangsefnum. Það eru menn einis og Magnús Kristinsson, sem skapa verkefnin og eru drif- fjöðrin í atvinmulífinu. Það er því þjóðartjón að missa slíka frumkvöðla frá stórum, óleystum verkefnum, en sárast- Ur harmur er þó kveðimn að eiginfconu, börnum og ættingjum og votta ég þelm mína dýpstu sani'úð. Þuríður Jónsdóttir Dalbæ — Minning Borgarifjörður er rómaður að fegurð og búsæld og þó vart eins og vert væri, ef hugsað er til þess lotfsöngs, sem ýmsum öðrum bygigðuim er sunginn. Og stórgjöfull var hann i sumar, jafnt á fegurð lygnra sóldaga sem á iLmgróður jarðar og heill andi hylsilfur sinna fjölmörgu falilvatna. Það var og sem gleð'i og hagsæld leiddust brosandi um byggðina_ dag eftir dag. En samt fannst okkur hér á Klepp járnsreyfcjaihverfi og áreið anlega mörgum fleiri, sem sikúggi hvildi ytfir því býlí hverí isins, sem okkur hjönuinum á Mýrum hefur frá fyrstu kynn- um virzt bregða yfir einna mestri birtu gleði og raun- sannrar risnu. Þar beið nú þe§s, að Mfið f jaraði út, ihægt og hægt en óhjákwæmilega, sú fcona, sem sagði við mig í einrúmi, þegar bún viissi hvað verða vildi: „Það hefur verið mín mesta gleði að geta glatt aðra. Hvern get ég nú glatt, Guðmundur miinn?“ Þessi kona var Þuriður Jóns- dóttir, hústfreyja í Dalbæ. Hún lézt í sjúkrahúsinu í Landafcoti annan dag þessa mánaðar, og næstfcomandi föstudag jarðsyng- ur hana í Hafnarfirði sóknar- prestur hennar síðusitu seiytján árin, Einar prófaistur Guðnason í ReyfcholtL Þuríður var fædd á Fagurhóli á Vatnsleysuströnd 19. septem- ber 1910. Poreldrar hennar voru Jón bóndi Bjarnason, Pét urssonar Jónssonar frá Álfgeirs völlum í Skagafirði, og Ingi- björg Þorláfcsdóttir frá Knarr- arnesi 1 Vogum. Þegar Þuríður var þriggja ára, fluttust foreldr ar hennar í Dalibæ í Hafnartfúrði og þar ólst hún upp í foreldra húsum, ásamt þrem systkinum. Tvö þeirra eru látin, Elínborg, er giftist Guðjóni Benedifctssyni vélstjóra, sem átti heima í Hatfn arfirði, en nú er á Hrafnistu, og Óskar, sem var póstmaður í Reykjavífc. Það þriðja er Bjami sem lengstum hetfur verið mat- sveinn á fiskisfcipum frá Hafn- arfirði og enn hefur ekfci gefizt upp á sjónum. Þuríður var snemma dugleg og vel verki farin. Ung lærði hún hattasaum hjá hinni kunnu kaupkonu Ingibjörgu Bjarna- dóttur og vann síðan hjá henni í Reykjavifc, unz hún giftist Guðjóni Mýrdal hárskera árið 1937. Þau eignuðust einn son, Ómar, sem er bílvirfci, en vinn- ur nú á garðyrkjustöðinni í Dal bæ. Þuríður og Guðjón slitu samvistum og vorið 1945 réðst hún sumarlangt ráðskiona til Magnúsar bónda Einarssonar í Munaðarnesi í Norðurárdal, en hafði þá ákrveðið að flytjast á næsta hausti til Akureyriar og hefja þar hattasaum. En henni voru þagar önnur örlög ráðin. Þetta sama vor réðst garð- yrkjustóri að Laugalandi í Statf- holtstungum hollenzkur maður, Jan Jansen að nafni. Hann er fæddur í Steenbergen í grennd við Amsterdam, og var faðir 'hans hlutabréfamiðlari þar í borg. Þangað fluttist hann svo búferium á etfri árum sLnum, og þar er ekkja hans enn á iítfi, há öldruð. Jan hafði ungur numið garðyrkju, síðan stundað hana í heimalandi sínu, en swo í Suð- ur-Afnílku og Þýzkalandi. Haust ið 1939 réðst hann til garðyrkju starfa að Reykjum í Biskups- tungum og kom til Islands 16. desember. Hann hafði ekki ráð- ið við sig að dveljaist hér Lang- divölum, en hér stairfaði hanin til ársins 1944, að hann var kvaddur tiil stanfa í þágu hol- lenzka hersins, sem sfcipulagður hafði verið í Bretlandi. Strax og styrjöldinn.i laufc í Bvrópu, för hann til heimalandis síns og vitjaði þar vandamanna sinna, en sótti s'íðan um leyfii til að setj ast að í Kanada. Honum vau. tjáð, að leyfið mundi fást, en nokkra mánuði tæki að ganga frá tils'kildum gögnum. Jan hatfði eignazt góðvini á Islandi, og réð hann þvi við sig að fara þangað og ráðast þar til starfa fram á haustið. Þannig stóð á þvi, að hann réðst að Lauga- landi. Nú vildi svo tii, að Þur- íður Jónsdöttir var mifcil vin- bona ráðskonunnar á Lauga- landi og heimsóttu þær hvor aðra, enda leiðin ekki löng á milli Munaðamess og Lauga- lands. Þá komst og hinn hol- lenzíki garðyrkjustjóri fljótlega í 'kynni við Magnús bónda Ein- arsson, sem er maður mjög vel gáfaður, fjölvis ræðinn og skemmtilegur. Og þegar haust- aði, og Jan Jansen hafði fengið í hendur þau gögn, sem tryggðu hionum búsetu i Kanada, vair swo komið kynnum þeirra Þuríðar Jónsdóttur að ekkert varð úr Akureyrarför hennar — og að hann tók ísland fram yfir Kan- ada. Þau Þuríður voru swo gef- in sajanan í hjónaband 3. janiúar 1947. Hann var síðan garðyrkju stjöri á Lauigalandi til 1954. Þá keypti hann hluta stórrar garð- yrfejustöðivar á Kleppjárnsreykj um i Reyifcholtsdal, og toom þeim hjónum saman um að sfeíra hona Dalibæ, eftir bernskuheimiiLi Þur íðar. Þegar hér var komið, hatfði Jan hiotið íslenzkan borgara- rétt, og síðan hefur hann heitið Jóhannes Jónsson. Þau hjón hafa eignazt tvo sonu, Jón, sem er bakari í Reykjavík, og Bem harð, sem keypti í vetur sem leið garðyrkjustöðina Sólbyrgi, sem er að nokkru samlbyggð stöð föður hans. Þau Þuríður og Jóhannes hafa verið svo samhent og sam- rýnid, að með ólikindum verður að telj'ast, þegar tekið er til lit til þess, að þau voru uppal- in sitt í hvoru landi við ger- ólíkar aðstæður og meira að segja ekki sömu trúarbrögð. Við hjónin kynntumst þeim fljótlega eftir að við fluttumst hingað, við Jóhannes sátum löngum stundum og ræddum um marg- vísleg efni, innlend og erlend, og meðan ég hafði enn föstum störfium að sinna í Reykjavik, dvaldi fcona miin stundum dög- um saman i Dalbæ. Þá hatfa þau Dalbæjarhjón og verið tiðir gest ir á heimili ofckaLr, og meðan fcona min átti við langvarandi vanheilsu að stríða, veitti Þur- íður henni ómetanlega hjálp, án þess að neitt fcæmi í staðimn nema staðföst vinátta. Við ætt- um þwí að þefckja allvel til þeirra DaLbæjarhjóna og heim- ilis þeirra, og við erum sam- dóma uim það, að þau hafi bein- tínis verð hreykin hvort af öðru og hvorugt mátt af hinu sjá. Þuríður var frábær að dugn- aði, álhuga og starfsorku, með- an hún var heil heilsu, og hún vann að garðyrkj umm með bónda sínum öllum stundum, sem hún var ekki bundin störf- um sem móðir og hústfreyja. Hún var og með afibrigðuim mynd arleg hiúsmóðir, setti þann svip smekkvísi og snyrtimennsfcu á heimili þeinra hjöna í litluim húsakynnum, að það varð mifcl- um mun hugnanlegra en mörg önnur, þar sem hátt er undir iloft og vítt til veggja, og Þakka hjartanlega alla vin- semd mér sýnda á áttræðis- afmæli mínu 20. ágúst sl. Ingunn Gtiðnumdsdóttir. þetta kuomi bóndi henniar vel að meta. Honum er eðlislæg .gest- rismi og íkona hanis kunni vel að taka á móti gestum, gerði það af slíkri gleði og alúð, að jafnt ökunnir menn sem húsvinir — erlendir gestir sem innlendir — áttu þar eftirmimnilegar ánægju situmdir. Sú hjálpsemi, sem Þuráðar Jónsdóttur, sem fram kom við ökkur hjónin, var henni í blóð borim, — hún vildi hjálpa og gleðja, hvar sem hún fékfc þvi við komið. 1 félagslííi sveitar- innar var hún með afbrigðum skyldurækin og starfsfús, og eft ir að heilsu hennar hnignaði, lagði hún margoft meira á sig við félagsleg stör.f en annir hennar heima fyrir og orika leyfði. En jafnvel það var henni gleðiefni að gera betur en hún mátti og í rauninni megnaði. Það þarf svo ekki mikið ímyndunarafl til að gera sér i hugarlund, hver kvöl það hefur verið slíkri konu sem Þuríði Jónsdóttur að finna þrótt sinn og heilsu þverra síðusfu fjögur, fimm árin —fyrst ár frá ári, síð an mánuð eftir mánuð, svo viku eftir viku. Henni og hennar nán ustu reyndist og örðugt að trúa því, að konu gæddri hennar llfs orku, Mfisvirkja og lífsgleði biði það í náinni framtíð, sem nú er fullkomnað. Öllum sem til henn- ar þefcktu, var það og þungbær tiihugsun, og er óþarft að taka fram, að við öil, vinir og kunn- ingjar, samhryggjumst nánustu ástvinum hennar og biðjum þeim blessunar. En við hana sjálfa segi ég: Þuríður Jónsdóttir, þú spurð- ir mig: Hvem get ég nú glatt? Nú get ég svarað þér og segi: Svo lengi sem við lifum, sem munum þig, muntu halda áifram að gleðja okkur. Mýrum í Beykholtsdal 8. sept. Guðniundur Gislason Hagalín. Atvinna Okkur vantar nú þegar laghentar, röskar stúlkur til starfa í verksmiðju vorri. Upplýsingar í skrifstofunni í dag. Sjóklæðagerðin hf., Skúlagötu 51. SMÍÐATIMBUR MÓTATIMBUR ávallt fyrirliggjandi. Timburverzlun Árna Jónssonar & Co. M. GEísIP? Haukur Sævaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.