Morgunblaðið - 16.11.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.11.1972, Blaðsíða 15
MORGTJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR J§. NÓVEMBER 3972 15 Hið heimsfræga Spánska postulín LLADRO er komið. Tilvalið til jólagjafa. Gleðjið augað. Komið og skoðið í gluggann. BLÓMAGLUGGINN, Laugavegi 30. — Sími 16525. íslenzk-ameríska félagið heldur Skemmtikvöld í Krystalssal Hótel Loftleiða föstudagskvöldið 17. nóvember frá kl. 9. Heiðursgestir kvöldsins verða hinn nýkomni am- bassador Bandaríkjanna á íslandi, Frederick Irving og kona hans. Guðrún Tómasdóttir syngur íslenzk þjóðlög og skýrir þau á ensku. Undirleik annast Ölafur V. Albertsson. Stiginn verður dans til kl. 1 e.m. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta 150 kr. STJÓRNIN. í þessari nýju fullkomnu, hljóðlátu Kenwood upp- þvottavél eru hringfara armar, sem úða vatninu á all- an uppþvottinn. Innbyggður hitari. Einfaldir stjórnrofar. Þrjú þvotta- kerfi. öryggislæsing á hurðinni. Stærð: Hæð (á hjólum) 85 cm, breidd 54 cm, dýpt 58 cm og hún tekur fullkominn borðbúnað fyrir 8 manns. — Greiðsluskilmálar. Ódýrasta uppþvottavélin á markaönum. Verð kr. 31.500.00. Varahluta- og viðgerðarþjónusta. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. 73 fórust í óveörinu í Evrópu á mánudag AP fréttastofan hermdi í gær, að vitað væri að a. m. k. 73 mann- eskjur hefðu látið lífið af völd- um óveðursins í Evrópu á mánu- dag — og væru þó sennilega ekki öll kurl komin til grafar, því að hundruð manna hefðu hlotið meiðsl, sum alvarleg. Björgunarsveitir unnu að þvi í gær, að hreinsa til eftir storm- inn, sem reif tré upp með rótum, feykti þökum af húsum, braut rúður, felldi vinnupalla, tók bif- reiðar á loft og olli flóðum, auk annarra skaða margháttaðra. í V-Þýzkalandi fórust flestir, 33 manneskjur, 18 fórust í A- Þýzkalandi, 10 í Póllandi, 7 í Hol- landi, 3 í Engiandi og 1 í Belgíu og Frakklandi, hvoru landinu um sig. Mestar munu skemmdir hafa orðið í Neðra-Saxlandi og í gær unnu 700 hermenn að því að hreinsa til á Cloppenburgarsvæð- inu, sem varð hvað verst úti. Eignatjón á þessum slóðum er talið nema hundruðum milljóna v-þýzkra marka. Önfirðingor snnnnnlnnds Skemmti- og kaffisamkoma verður haldin í Tjarnarbúð suonu- dagrnn 19. nóv. kl. 2. Kvikmyndasýning, sðngur, félagsvist og fleira til skemmtunar Önfirðinger 70 ára og eldri sérstaktega boðnir. — Fjölmenrwð. STJÓRNIN. Lokað Vegna jarðarfarar Henrys Hálfdanssonar, skrif- stofustjóra, fyrrum formanns sjómannadagsráðs, verða skrifstofur Happdrættis DAS, Hrafnistu og Sjómannadagsráðs lokaðar eftir hádegi í dag. Sijóm Sjómannadagsráðs. BYGGINGARFÉLAG VERKAMANNA, REYKJAVÍK. Tf/ sölu þriggja herbergja íbúð í II. byggingarflokki við Stigahlíð. Þeir félagsmenn, sem vilja neyta for- kaupsréttar að íbúð þessari, sendi umsóknir sínar til skrifstofu félagsins að Stórholti 16 fýrir kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 22. nóvember nk. FélagsstjórnixL Jólasveinninn er kominn i Rantmagerðina § NÚ ER RÉTTI TÍMINN til að ganga frá jólasendingum til vina og ættingja erlendis. Látið Rammagerðina aðstoða yður við val og sendingu gjafa yðar til út- Ianda. Komið tímanlega, - tímrnn er naumur. PAKKAÐ OG SENT ÁN AUKAGJALDS Ranoimagerðin hefur margra ára reynslu í sendingu jólagjafa víðsvegar um heiminn. Reyndir menn sjá um pökkun og sendingu, þannig að gjafir yðar komist á áfangastað án skemmda. Allar sendingar eru fiilltryggðar. MIKIÐ ÚRVAL I Rammagerðinni er úrval gjafavöru á einum stað. Verzlanir Rammagerð- arinnar hafa á boðstólum íslenzka silfurmuni eftir 10 mismunandi silfur- smiði, hvers konar skinnavörur - allt frá gæruskinnum til hinna eftirspurðu Mocca kápa. Prjónaðar og ofnar ullarvörur. Glit keramik. Útskornir minjagripir. Bækur. Hljó’mplötur. Listmunir. Úrval fallegra gjafa við allra hæfi. SENDIÐ TÍMANLEGA Því fýrr sem þér gangið frá gjöftim yðar því meiri möguleikar em á því að vinir yðar og ættingjar fái gjafir yðar á jólununi. Það er mun ódýrara að senda jólagjafir með skipapósd. Starfsfólk Rammagerðarinnar mun fus- lega veita yður allar nauðsynlegar upp- lýsingar um skipa- og flugferðir til út- landa fyrir jóL RAMMAGERÐIN Austurstræti 3 Hafnarstræti 17-19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.