Morgunblaðið - 16.11.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.11.1972, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1972 — Á kosningafundi Framhald af bls. 17. kosningar. Hljóð hefði heyrzt úr horni, ef hann hefði sagt fyrir um stíka þróun. Hann talaði mikið um Karl Schill- er og er augljóst að þessi fyrrverandi fjármálaráð- herra Brandts er áhrifamik- ið tromp á hendi kristilegra demókrata. Strauss talaði um hvernig Schiller hefði verið notaður fyrir síðustu kosn- ingar og margir álitu að 3—4% af fyl.gi Jafnaðar- mannaflokksins þá hefðu ver ið persónulegt fylgi hans. Þá hefði verið talað um „Schiller-kjósendur". Hann hefði verið „hinn heilagi Karl“. „Töfralæknirinn". Nú sætu jafnaðarmenn uppi með Brandt sem væri svo sannarlega ekki heilag- ur. Þá var mikið hlegið.. Þá gerði Strauss hríð að Gúnter Grass og sagði að út- nefninig Heinrich Böíl sem Nóbelisverðlaunahöfund ar rétt fyrir kosningar í Vestur-Þýzkalandi væiri pólitísk ákvörðun, enda hefði mátt lesa í fréttum, áð- ur en útnefmngin fór fram, að skipta ætti verðlaunun- um mili Grass og Böl'l. Hefði þetta m.a. komið fram í frétt þýzku fréttastofunn- ar, dpa. Hann kallaði Grass „hinn helming Nóbels- verðlaunanna". Strauss tal- aði um róttækni ungra jafn- aðarmanna og hættuna af þeim. Hann minntist á Göbb- els og sagði að róttæk- ir menn í Þýzkalandi hefðu lært af honum og réðst af hörku á þær tilraunir vinstri aflanna að reyna að brenni- merkja aindstæðinga sína sem nasista. Þá var mikið klapp- að. Þó var meira klappað og hlegið, þegar hann sagði, að þeir verkamenn væru telj- andi á fingrum annarrar handar, sem styddu Jafnaðar maninaflokkinn. En í herbúð- um jafnaðarmanna væri vart hægt að þverfóta fyrir félaigs fræðingum, sálíræðingum, uppeldisfræðingum, stúdent- um og hálfstúdentum. Sjálf- ur er Strauss stúdent frá Múnchen. Strauss sagði að stefna Brandts væri söguleg skyssa sem hann einn bæri ábyrgð á. Ef einhver hefði lagt grundvöllinn að friðarpóli- tík Vestur-Þýzkalands, hefði það verið Konrad Adenauer. Hann hefði með stefnu sirmi og störfum lagt grundvöll að friði í álfunni. Við hefðum hven-ær sem er á valdaferli okkar getað náð sams konar samningi við Austur-Þjóð- verja og nú er verið að gera, saigði Strauss, einungis með þvi að greiða fyrir hann sama verð og nú er gert. Var mikið klappað fyrir Strauss, þegar hann mælti þessi orð, sem nú heyrast æ oftar hér um slóðir. Síðan ræddi Strauss um Sovétríkin og rakti hernaðar íhlutun þeirra í lepprikjun- um, alTt frá uppreisninni i Austur-Þýzkalandi sem bar- in var miskunnarlaust niður 1953 til innrásarmnar í Tékkóslóvakíu. Hann sagði að Rússar legðu áherzlu á „að opna“ dyrnar inn í lýð- ræðisrikin, ekki til að efla frjálsræði í lepprikjum sín- um, heldur til að ná fótíestu í lýðræðisrikjum og auka áhrif sín þar. Kommúmistar héldu sínu eigin fóliki í spennitreyju. Hann nefndi sem dæmi að 600—700 verka menn hefðu verið drepnir i Póltandi 1970 vegna þess eins, að þeir vildu bæta kjör sín og auka frelsi fóllks í Póllandi. Hann sagði að helzta kosningabomba jafn aðarmanna nú væri samning- urinn milli þýzku landanna sem nú væri reynt að knýja fram. Hann sagði að friðar- stefna Brandts væri villu- trú, eins og að henni hefði verið staðið. Hann benti á að Brandt hefði fullyrt að erfitt yrði að koma í veg fyr ir óeirðir í Vestur-Þýzka- landi, ef kristilegir demó- kratar næðu vökhim. Hann sagði að slíkar yfirlýsingar ættu ekkert skylt við þing- ræðislega hugsun, heldur ættu þær rætur í einræðistil- hneigingum. Hann lagði áherzlu á að Vestur-Þýzka- iand væri frjáist lýðræöis- riki, og ef sýknt og heilagt væri hliustað á hótanir um ofbeldi, yrði ekki langt þar til innanlandsfriði yrði stefnt í voða. Þessi þróun gæti jafnvel leitt til borgara styrjaldar í landinu, ef ekki yrði stungið við fótum og skjaldborg slegin um frið og öryggi. Hann gat þess að Brandt hefði fuffiyrt að Rúss ar mundu gera sig heima- komna í Vestur-Þýzkalandi, ef stjórnarandstaðan femgi meirihliuta i kosningunum. Þannig væri stefna Brandts til þess fallin að efla óeirða seggi og auka hættuna á borgarastyrjöld í landinu. Ekki hef ég heyrt þessar að sögn staðhæfingar Brandts nema af munni Straiuss og veit því ekki, hvort rétt var með farið. En eitt er víst: Vestur-Þjóðverjar hafa fengið sig fulilsadda af hermd arverkum og óeirðum, það veit Strauss og kristilegir demókratar. Þessar f ullyrð- ingar og þessi gagnrýni Straiuss á því hljómgrunn meðal kjósenda. Þessi áróð- ur er sterkur I kosningabar- áttunni. Fóllk viOl frið, vill að lög og réttur ráði. Vestur- Þjóðverjar vilja ekkert frem ur en að friður og öryggi riki í landi þeirra. Loks talaði Strauss enn um dýrtíðarmálin. Hann benti á að Karl Schiller hefði sagt að dýrtíðin væri „home made“, sem sagt: Made in Germany, sagði Strauss. Hann rifjaði upp að Brandt hefði fullyrt að engin hætta stafaðd af dýrtiðinni, hún væri ekki meiri í Vestur- Þýzkalandi en nágrannalönd unum. Hann sagði að þetta væri eins og drykkjumaður sem segðist ekki drekka of mikið: Ég drekk hvorki meira né minna en aðrir og þess vegna er alit í lagi með mig, segir drykkjumaðurinn. Ég drekk bara eins og hin- ir. Straiuss gagnrýndi Helm- ut Schmidt, fjármálaráð- herra, harðlega og gerði grin að honum við mikinn fögnuð áheyrenda. Hann lauk svo ræðu sinni með hugleiðing- um um efnahagsmál, enda hefur hann verið kallaður „dýrtíðarhemiliinn". Hann hefur einnig verið kallaður „ógnvaidurinn Franz Jósef“. Og vel mætti segja að hann væri Franz Jósef I af Bæjern. Strauss kallaði stjórn Brandts aldrei annað en „sósialSska stjórn" og saigði að mikifl rminur væri á áróðri flokksmanna hans og raunveruleikanum. Kosn- ingarnar nú mundu ráða úr- slitum um grundvallarstefnu í s'tjórnmálum Þýzkalands. Hann benti á að Hitler hefði sagt fyrir um áætlanir sínar í Mein Kampf og sósíalistar Ieyndu nú ekki heldur áform um sínum. Þess má geta hér að formaður samtaka ungra jafnaðarmanna hefur ver- ið sérstaklega iðinn við að láta í Ijós skoðanir sínair á æskilegri þróun i Vest- ur-ÞýZkalandi og lagt áherzliu á að hún ætti að vera „sósíalósk", helzt eitthvað í átJtina við það sem orðið hefur í Júgóslavíu. Sem sagt: eins konar Titóismi. Slikar yf irlýsingar eru jafnaðarmönn um áreiðaniega þu.ngar í skauti eins og stemningin er hér í Vestur-Þýzkalandi. En Brandt hefur ávallt gætt þess að hafa aðrar stooðanir á þessum málum en málpíp- ur ungra jafnaðarmanna og athyglin beinist að honum, en ekki þeim. Það gæti riðið baggamuninn í kosningun- um. Eitt var athygl'isvert I ræðu Strauss: hann sagði að það væri ekki Brandt sem markaði nú stefnuna gagn- vart kammúnistaríkjunum — og þá ekki sízt Austur- Þýzkalandi — heldur vest- urveldin með Band'aríkin í broddi fyllkingar. Þetta má til sanns vegar færa. En því má bæta við, að það eru ekki einungis vesturveldin sem stefnuna marka, heldur Sovétrlkin, eða: sigurvegar- arniir í síðustu styrjöld sem hafa örlög alls Þýzkalands í hendi sér. Menn skyldu ekki ætla að það sé nein tilvilj- un að sendiherrar þeirra hafa setið á ilönigum fundum í Berlín undanfarið ti-1 að koma sér saman um yfirlýs- ingu um framitíð Þýzkalands, á sama tíma og fuffltrú- ar þýzku rikjanna beggja hafa unnið að þvi myrkranna milli undanfarið að ná s'amkomulagi um framtíð Austur- og Vestur- Þýzkalands. Þegar Strauss hafði lokið ræðu sinnd, var honum vel fagnað. Hann gekk út úr salnum og fór þegar í stað til næsta áfangast'aðar. Auðvitað undir lögreglu- vernd. AIMfKa Jöfnun á flutn- ingskostnaði - Talsmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gagnrýna seinagang HANNIBAL Valdimarsson, sam- gönguráðherra svaraði sl. þriðju dag fyrirspurn frá Matthíasi Bjamasyni um framkvæmd þingsályktunartillögu frá 5. apríl 1971 um skipulag vöruflutn Inga og jöfnun flutningskostnað- ar. I svari ráðherra kom fram, að þingsályktiinartillagan hefnr ekki verið framkvæmd, en unnið er að greinargerð um þjóðhags- Hannibal Valdimarsson. Iega hagkvæmustu skiptingu milli vörufliit.ninga i lofti, á sjó og á landi. Hannibal Valdimarsson sagði, að hér væri um mikið grundvall- aratriði að ræða. Erfiðleikarnir væru þó ekki fólignir í samgöngu- kerfinu, heldur innflutnimgs- og verzlunarkerfinu. Vörum væri landað í Reykjavik en sáðan dreift um landið. Verðjöfnun væri nú á ýmsum vörutegundum, sem væru í einka söiu. En á öðrum vörum yrði verðjöfnun tæplega komið á, nema með óæskilegum ríkisaf- skiptum, er draga myndu úr eðli legri samkeppni. Matthías Bjarnason, sagðist harma, að framkvaismd þessarar tifflögu hefði legið á jniIM hluta. Samgöngukerfið skipti höfuð- máli í sambandi við viðskipti við liandsbyggðina. Vilhjálmur Hjálmarsson sagð- ist harma þann seinagang á fram kvæmd þingsályktunartillögunn- ar, sem orðið hefði hjá fyrrver- andi og núverandi ríkisstjórn. Steingrímur Hermannsson sagðist hafa spurzt fyrir um þessa tillögu á siðasta þingi. Nú hefði komið í Ijós, að l'ítið hefði á unndzt og hægar en hann hefði gert sér vonir um. Hannibal Valdimarsson ítrek- aði, að hann myndi ekki beita sér fyrir breytingum á þessu sviði án gaumgæfilegra athug- ana. Karvel Pálmason sagði, að þarna væri stórmál á ferðinni. Á því þyrfti að taka með rögg- semi; það hefði ekki verið gert undir viðreisn, en hann vonaði, að það yrði gert nú. — Samgöngu- þáttur Framhald af bls. 14. áætlun væri ekki öllum lokið, en áætlað hefði verið að ráðstafa 100 millj. kr. Þá upplýsti ráð- herrann, að engar framkvæmdir hefðu farið fram yfir þær 20 millj. kr., senr. Alþingi samþykkti að veita til viðbótar til þessara framkvæmda sl. vor. Ástæðan væri sú, að lánsfjár hefði ekki verið aflað, og ólíklegt hefði ver- ið talið, að unnt hefði verið að hefja framkvæmdir á þessu ári. önnur spurningin laut að því, hvað dveldi framkvæmdir við Ólafsfjarðarveg norðan Hörgár. Ráðherrann sagði, að unnið væri að lagningu Ólafsfjarðarvegar og áætlað væri að Ijúka þvi verki í vetur. Vegna skorts á tækjum og mannafla hefði orðið töf á framkvæmdum sl. sumar. Hannibal Valdimarsson sagði Matthías Bjarnason. Sverrir Hermannsson sagði, að skipting vöruflutniniga milli loft flutninga, landflutninga og sjó- flutninga, sem ráðherrann segði að riú væri í athuigun, væri ekki aðalþáttur málsinis. einnig, að framkvæmdir hefðu ekki verið hafnar við Grenivik- urveg. Framkvæmdastofnun rík- isins hefði ákveðið, að fjárveit- ingin skyldi mæta hækkunum á öðrum þáttum Norðurlandsáætl- unar, Loks var spurt, hvort viðbót- arbygging við flugskýlið á Akur- eyri yrði tekin í notkun á næsta ári og hvaða framkvæmdir yrðu þá á Akureyrarflugvelli. Ráð- herrann sagði, að óskir flugráðs væru þær, að 3 milij. kr. yrði varið til lengingar á flugbraut, 3,5 millj. kr. til flugstöðvarbygging- ar og 700 þús. kr. til kaúpa á brautarbíl. Þá sagði ráðherra, að búast mætti við, að unnt yrði að taka viðbótarbyggingu við Flug- stöðina á Akureyri í notkun á næsta ári. Lárus Jónsson sagðist harma, að rikisstjórnin hefði ekki séð sér fært að standa að fram- kvæmdum fyrir þær 20 millj. kr., sem Alþingi samþykkti að veita til vegaframkvæmda sl. vor. Barns- rán Paris, 15. nóv. — AP-NTB UNGUK maðiir reif í dag fjög- urra ára gamla telpu frá móð- ur sinni á götu í París og hefur nú krafizt 300 þiisund franka í lausnargjald. Móðirin hefnr skýrt lögreglu svo frá, að hún hafi verið að fylgja telpunni í skólann, þegar maðurinn rudd- ist að þeim mæðgum. Hann komst á brott með harnið í Volkswagenbifreið, sem stóð skammt frá. Sjónarvottar reyndu að stöðva bílinn, en allt kom fyrir ekki. Móðirin telur að rændnginn sé sami maður og rejmdi að viffla á sér heimildir sem póstur fyrir nokkrum dögum og komst þanm- ig irtn í íbúð hennar. Reyndi hann þá að hafa á brott með sér tveggja ára son konunnar, en flúði, þegar gest bar að garði. Framska lögreglan leitar nú ræn- ingjans um gervalla Parisar- Dollara- halli Washington, 15. nóv. — AP GREIÐSLUHALH Bandaríkj- anna jókst á tímanum júlí til september og nam 4,7 milljörð- um dollara miðað við 900 millj. dollara næsta ársfjórðung á und an að sögn bandaríska viðskipta ráðuneytisins. Aðalástæðan eir að dollaraforði hefur enn minnkað vegna ókyrrð ar'nnar á gjaldeyrismörkuðum í kjölfar þeirrar ákvörðunar brezku stjórnarinnar í júlí að gefa gengi pundsins frjáist. — Þetta ástand hefur þó smám sam an lagazt og nú er sa<gt að kyrrð sé að mestu komin á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.