Morgunblaðið - 16.11.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLA.ÐXÐ, FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1972 klekkja á frjálsum þjóðum og hugsjónum þeirra um frelsi og lýðræði. Enda efa- mál, að þeir hafi nokkru sinni fengið í hendur jafn mikið áróðursefni og einmitt þetta stríð. En væntanlega hafa fáir þó búizt við því, að þetta áróðursefni væri kommúnistunv svo kært, að þeir gætu með engu móti hugsað til þess að missa það úr höndum sér. Ummælin í forystugrein Þjóðviljans eru hins vegar til marks um, að þjáningar fólks, sem búið „EKKI BARA EITT VÍETNAM.. “ Otsgafandi hf Árvo’kuf, Pt&ykjsvfk Uannkveemdastjóri Hairaktur Svainaaon. R'tftatíórar Mattihías Johannossen, Eýjólifur Konráö Jónsson. Styrmir Gunnarsson. RitstjómarfuWtrúi borbjörn Guðmundsson Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Aug.íýsingastjóri Árni Garðar Kriatinsson. Rítstjórn og afgreiðsia Aðalstræti 6, sfmi 1Ö-100. Augirýsingar Aöatstrætí 6, sirmi 22-4-80. ÁskriftargjaTd 226,00 kr á 'món.uði innanlandiS I fausaaöTu 16,00 Ikr eintakið Vissulega hefur pólitískt ofstæki afskræmt hugarfar þeirra manna, sem þannig tala. Það er rétt, að gildis- mat fólks hefur tekið mikl- um breytingum á okkar tím- um, og á unga fólkið ekki sízt þátt í því. Sú var tíðin, að ötulleg framganga á víg- völlunum var talin hetju- skapur. En fólk lítur hin lög- giltu manndráp styrjaldanna öðrum augum nú á dögum. Tilgangsleysi styrjalda hefur sjaldan komið eins berlega í ljós og í Víetnam. En svo virðist sem sumir menn vilji fremur hafa í höndunum sterk áróðursvopn en að manneskjan megi lifa í friði. Slíkir menn dæma sig sjálf- ir úr leik. Skriffinnar Þjóð- viljans og sko ða n ab ræ ðu r þeirra eru áreiðanlega einir um það að vilja fleiri Víet- nöm. Hinn almenni borgari vill frið og að því fáránlega athæfi verði hætt að sóa gíf- urlegum verðmætum í þágu stríðsreksturs. Verkefnin bíða hvarvetna í hinum fá- tælja og hungraða heimi. Okkur, sem búum við alls- nægtir væri nær að snúa okk- ur að því að veita því fólki stuðning en sækjast beinlín- is eftir fleiri hörmungum af því tagi, sem fólkið í Norður- og Suður-Víetnam hefur orð- ið að þola. Þeir Þjóðvilja- menn væru sjálfsagt ekki svona sólgnir í fleiri Víetnöm ef slíkar þjáningar sæktu okk ar eigin þjóð heim. Tafarlausar aðgerðir E’lwjt bendir til þess, að senn -*■ v%ði endi bundinn á þær höAmungar, sem dunið hafa yfir fólkið, sem byggir löndin á Indó-Kína skagan- um. Samningar um vopnahlé og frið virðast vera á næsta leiti. Þessari framvindu mála hefur almennt verið fagnað víða um heim og einnig hér á íslandi, þótt við gerum okkur tæpast grein fyrir því, hvílíkar skelfingar það eru, sem þetta fólk hefur orðið að búa við, bæði í Suður-Víet- nam, þar sem styrjöldin hef- ur að mestu verið háð og í Norður-Víetnam, sem hefur orðið að þola miklar loft- árásir af hálfu Bandaríkja- manna. En það eru ekki allir, sem gleðjast. Fyrir nokkru birtist forystugrein í Þjóðviljanum undir fyrirsögninni: „Ekki bara eitt Víetnam“. Þar seg- ir m.a.: „Það er í þessu sam- hengi, sem ber að skilja orð byltingarforingjans Che Gue- vara um það, að heimurinn þurfi ekki bara eitt Víetnam, heldur mörg.“ Svipuð um- mæli lét einn af blaðamönn- um Þjóðviljans falla í um- ræðum í útvarpsþætti fyrir nokkrum árum. Öllum er ljóst, að komm- únistar um heim allan hafa beitt Víetnamstríðinu mjög í áróðri sínum á undanförnum árum og notað aðild Banda- ríkjanna að því til þess að hefur við nær stöðugt stríðs- ástand í marga áratugi, eru aukaatriði í augum áróðurs- manna kommúnista hér á íslandi. Fyrir þeim er það aðalatriði að geta haft áróð- ursvopn í höndunum, sem dragi úr trú fólks og þó sér- staklega ungu kynslóðarinn- ar á siðferðilegan styrk þeirra, sem hafa þá sannfær- ingu, að frelsi og almenn mannréttindi teljist til þeirra lífsgæða, sem mestu skipta. Þegar Þjóðviljinn biður um fleiri Víetnam er hann í rauninni að óska eftir nýj- um styrjöldum, nýjum mann- drápum, auknum hörmung- um og meiri þjáningum. T gær skýrði Morgunblaðið frá miklum erfiðleikum, sem lögreglan og barnavernd arnefnd Reykjavíkur hafa lent í vegna þess, að hvergi er til á landinu staður, þar sem hægt er að koma afbrota unglingum fyrir. Varð lög- reglan að láta 15 ára ungling lausan vegna skorts á slíkri aðstöðu. Upptökuheimilið í Kópavogi hefur verið tekið til annarra þarfa, og þau yfir- völd, sem slík mál hafa til meðferðar, standa uppi ráða- laus. Hér er reginhneyksli á ferð inni, sem ráða verður bót á tafarlaust. Ekki fer á milli mála, að unglingar, sem ger- ast sekir um afbrot af því tagi, sem skýrt var frá í Morg unblaðinu í gær, þarfnast meðhöndlunar lækna og ann- arra sérfræðinga og það þarf að vera aðstaða fyrir slíka meðferð. Hér verður tafar- laust að bæta úr. Mál þetta mun heyra undir mennta- málaráðherra og hann má ekki draga deginum lengur að beita sér fyrir því að kom- ið verði upp þeirri aðstöðu, sem hér vantar. HEIMURINN OG HVÍTA HÚSIÐ SAMSKIPTI við bandalagsþjóðir — fyrst og fremst Vestur-Evrópu og Japan — verða óhjákvæmilega að hafa algeran forgang í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna á næstu fjór- um árum. Tímabilið 1968—1972 var af brýnni nauðsyn helgað því hlut- verki að leysa Víetnamdeiluna og það var ekki hægt að gera án þegjandi samþykkis og aðstoðar Rússlands og Kína. Þróun heimsimálanna krefst þess, hins vegar, að upp frá þessu verði samvinna Bandarikjanna við helztu bandalagsþjóðir þeirra við Atlants- haf og Kyrrahaf löguð að nýjUm að- stæðum. Að því er stefnt í Bandaríkj- unum að koma á laggirnar sjálf- boðaliðsher og afnema herskyldu, og hjá því verður ekki komizt að fækka af þessum sökum í því herliði, sem Bandaríkin ieggja til NATO. Viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna og staða dollarans eru sömuleiðis brýn vandamál vegna sívaxandi við- skiptaveldis Japana, stækkunar Efna- hagsbandalagsins og þeirrar stefnu bandalagsins að endurskipuleggja grundvöll gjaldeyrismála sinna. Loks eiga Bandaríkjamenn sjálfir við að stríða forystuvandamál, sem Nixon kallar svo, og nauðsynlegt er að endurvekja siðgæðisþrek Ameríku manna sem samsafn margs konar vandamála, þar á meðal óánægja vegna Víetnamstríðsins, hafa grafið undan. Bandaríkin verða að veita nógu góða forystu á öllum sviðum, eftir þvi sem gömiu valdablakkirnar tvær leysast upp og dregið er úr skuldbindingum Bandaríkjanna þann- ig að þau reisi sér ekki hurðarás um öxl, til þess að tryggja það að þessi aðlögun verði jöfn og eðlileg. Staða dollarans gegnir úrslitahlut- verki á öllum þessum sviðum — hern aðarlegum, viðskiptalegum, stjórn- málalegum og efnahagslegum. Sú staðreynd ein knýr stjórnina í Wash ington til þess að láta Japan og Vest- ur-Evrópu hafa algeran forgang. — Japan vegna vaxandi rikidæmis lands ins og Efnahagsbandalagið vegna þeirrar viðleitni þess að losa sig und- an því að vera um of háð Bandaríkj- unum á efnahagssviðinu. Dollarinn er enn sem fyrr aðal- viðskiptagjaldeyrir Vestur-Evrópu. Bandarískar fyrirtækjasamsteypur hafa fjárfest geipilega mikið af doli- urum á meginlandinu — og sama máli gegnir með helztu olíufram- leiðslustöðvar heimsins, sem Evrópu- menn eru geysilega háðir. Og Banda- ríkin og Evrópa eiga gífurlegra hags- muna að gæta á heimsmarkaði, þar sem Japan er þriðji stóraðilinn. Allir þessir hlutar þessa lauslega tengda hagsvæðis eru þar að auki þátttak- endur i öryggisikerfi Bandaríkjanna. Þegar öllu er á botninn hvolft hvílir sjálfstæði þeirra og öryggi á því. Bandaríkin voru til skamms tíma voldugasta herveldi heimsins, fyrst og fremst vegna kjarnorkumáttar, og annað mesta herveldið var kiarnorku varnarkerfi Bandarikjanna í Vestur- Evrópu. Nú er fyrrnefndu stöðunni ógnað, og sú síðamefnda er horfin í skugga hermáttar Sovétríkjanna. Bandarikin voru sömuleiðis mesta Nixon. efnahagsveldi heimsins, og næst á eftir kom efnahagsveldi Bandaríkj- anna í Evrópu, sem var byggt upp með utanaðkomandi f járfestingum fjölþjóða fyrirtækja sem hafa aðal- bækistöðvar í Bandaríkjunum. Nú eru bæði Efnahagsbandalagið og Japan að draga úr þessum yfir- burðum. Án endurskipulagningaf í tæknimálum, gjaldeyrismálum, við- skiptamálum og utanríkisstefnu Bandarík.janna getur reynzt svo geysi lega erfitt að koma til leiðar nauð- synlegri aðlögun, að það getur kost- að svita og tár. Þess verður ekki langt að bíða að stigið verður yfir söguleg landamæri og viðurkenndur verður nýr heimur margra póla og fallizt á hlutverk Bandaríkjanna í honum. En ef Banda ríkin draga saman seglin á öðrum meginlöndum mega þau ekki hverfa út fyrir sjóndeildarhring. Þetta er meginvandinn, sem Bandaríkjaforseti stendur andspænis, og hann krefst sömu hugmyndaauðgi og skipulagn- ingar og hefur verið aðalsmerki ár- angursríkrar utanríkisstefnu síðast- liðinna fjögurra ára. Heimurinn dregur andann léttar I hvert skipti sem nýr Bandaríkjafor- seti hefur verið kosinn. Mönnum finnst að margar úrslitaákvarðanir séu dregnar á langinn vegna langv-ar- andi kosningabaráttu og að tilfinn- ingasjónarmið bandarSskra kjósenda hafi áhrif á önnur mál eins oig Víet- nam og samningaumleitanirnar í Mið- aus t urlöndum. Sögulegum málum hefur því verið slegið á frest til ársins 1973 þótt ýms- ar ríkisstjórnir hafi viljað flýta að- gerð-u-m, og á það bæði við um frek- ari umbætur á gjaldeyridkerfinu og ráðstefnuna um öryggi Evrópu. Er- lendis er öllum ljóst, að menn verða að bíða unz úr því hefur verið skorið hver verður kosinn forseti og þar til nýi forsetinin hefur frjélsar hendur til þess að verja öllum tíma sínum óskiptum til þess að fást við þau vandamál, sem bíða úrlausnar. Nú er biðinni lokið En er ekki kominn tími til þess að bandarískir þingmenn hugleiði hvort ekki er hægt að stytta kosningabar- áttuna og þar með þann tíma sem forsetaembættið lamast? Tíminn var upphaflega hugsaður þegar Banda- ríkin voru lítið landbúnaðarland, sem forðaðist alþjóðiegar skuldbindingar, og kjósendur fóru ríðandi á kjörstað. Hann var ekki hugsaður fyrir sjón- varp, þotuflug, eldflaugar, pappírs- gull, kjarnorkusprengingar og geim- vísindi — og öli þau vandamál sem af þessu leiðir. Eftir C. L. i Sulzberger

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.