Morgunblaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MARZ 1373 17 Ellert B. Schram, alþm.; „Þjóðnýta skal lyf ja- söluna í landinu" I SÍÐUSTU viku var til umræðu á Alþingi eitt af eftiríætis hugarfóstr- um AlJþýðubandaiiaigsins, frumvarp til laga um Lyfjaistofnun ríkisims. En annaðhvort erþetta þjóðmýtimgarfrum varp svo sakleysislegt í útliti, ellegar að menm eru almenmt svo sinnulaus- ir uni ráðslag ríkisstjórna'rínnar, að flutminigur frumvarpsinis hefur ekki þótt frásagnarverður í málgögnum stiárnaramdstöðuninar. Hvað þá, að þar hafi verið tíunduð rök gegn þessu fruimvarpi. . Því hefur verið tekið með þegjandi þögninmi, rétt eins og stofmun einok- uniarfyrirtœkiis sé hafin yfir ágrein- ing. Þjóðvi'ljinm skilur þó fyrr em skellur i tönnum, einda sjál'fur höf- uðpostulinn, Magnús Kjartansson, sem flytur málið í nafni ríkisstjórn- arinLmar. í þvi blaði er þessu frumvarpi lýst sem merku framfaraspori og mótbár- ur, sem settar eru fram á þimigi, túlk- aðar sem sjónarmið heildsala, og þarf þá ekki frekar vitnanma við. Heild- sala er á Þjóðviljaimáli ímynd spill- ingar og gróðabralls. ------O------ En skyldi nú þetta frumvarp eim- asba snúast um hagsmuni örfárra heildsala? Eða skyldi nú eiga að leggja niður heildsöluna, þennan óþarfa miUilið? Því fer f jarri. Heiídsaian skal rek- in áfram, nú aðeins í höndum ríkisins. Milliliðinn óþarfa er ekki hægt að leggja ntður og er það í sjálfu sér athygliisverð viðurkenn- ing. En til þess að hrinda af stokkun- um þessari ríkisheildsölu, skal leggja fram kr. 25 millj. úr ríkissjóði og hann skad jafnframt ábyrgjast lán- töku allt að kr. 100 miilj. Minna má það ekki vera, og mætti ætla að ríkis- sjóður sé nú vel aflöguíær. Lyfjastofnu<nin verður einkasala, eimokunarfyrirlæki rikisins o>g um leið skilgetið afkvæmi þess kosnimga- boðorðs Aliþýðubaindalagsins að ,,þjóð nýta skuli lyfsöiiuna í landinu". Þetta kosningaloforð var. eirts og annað, sem frá Aiþýðuhamdalaginu kom, tekið nær orðrétt i Óiafskver, mál- efnasamniimg rikisstjórnariirinar. ------O------ Hendur voru látnar standa fram úr ermum. Nefnd var skipuð og sérfræð- ingur settur á laun í marga mám'uði til að semja skýrslur, sem renina skyldi stoðum undir kosti þjóðnýtin.g- arinnar. Nú lá reyndar fyrir, að ýmissa úr- bóta var þörf í lyfsölunni, enda eng- in nýlunda að bæta megi hagkvæmni i rekstri og sjálfsiagt mál er að tryggja öryggi i lyfjaimáluim og bæta þjón- usitu eftir því sem kostur er. Þar þarf ekki einikasölu til, og vitaskuld er einokun ekki lausnaroið sllkra fram- kvæmdaratriða. Þetta hefur Lyfja- fræðingafélag íslainds reyndar tjáð 9ig um, og félagið hefur eindregið lagzt gegn þessu frumvarpi. Þ>að hef- ur hafnað því, en bemt á aðrar leiðir, Ellert B. S.hi ;i,in sem tryggja framganig þehTa mark- miða, sem keppt sikal að. LyfjafræðiTiigar hafa m. a. bent á einikaiumboðsmannakerfí, sem að þeirra álitd tryggði úrbaetur og yrði rikissjóði að kostnaðarlausu. Sömu- leiðis hefur verið vakin athygli á því, að nú þegar eru fyrir hendá lyfja- verðski'árnefnd, eiturefnanefnd, sér- stakur eftirlitsimaður með lyfjabúð- um og reyndar fleiri aðilar hafa með höndum þaiu verkefni. sem úrbóta þarfnast. Það hefur m. ö. o. ekki skort aðila eða regiugerðár á þessum vettvamgi, heldur raunihæft starf og rétta fraimkvæmd. Þessu til viðbótar er það almenmt viðurkemmt, að með tilkomu einkasölu mun lyfjaverð að öllum Mkindum hækka verulega og er það reyndar játað af þeirri nefnd, sem undirbjó frumvarpið til flutnimgs. ------O------ En á þetta má ekki hlýða. Það skiptir þjóðnýti'mgarpostulana engu, enda þótt bent sé á, að einfaidast sé að framkvæma þær reglur og þær hugmyndir, sem til eru og fram eru settar, af þeim, sem á þessum vett- vangi starfa. Það breytir emgu i aug- um þessara „lýðræðissinna", enda þótt lyfjiafræðingar sjálfir séu á móti svo rót'tækum breytingum, og það virðist liggja þjóðnýtingar- mömnum i léttu rúmi enda þótt verð kunni að stórhækka á lyfj- um i útsölu. Ákvörðunin hefur vérið tekin, þjóðnytinigummi skal hrint í framkvæmd, hvað sem hver segir. Tilgamgurinn er ekki sá að leggja niður „hina óþörfu heildsölu"; ekki sá, að fara að ráðum þeirra, sem þessa arvinnu stunda; ekki sá, að lækka verð til neytenda. Tilgamgur- inn er sá eimn, að knýja fram póli- tískt trúaratriði Alþýðubandalagsins — „þjóðnýta skal lyfsöluna i land- tou". ------O----- Nú þarf enginn að halda, að þjóð- nýting lyfsölunmar sé endamlegt tak- mark þjóðinýtimg'aráforma. Hún er aðeins litilvægur áfangi; liður i þeirri pólifcisku stefnu að þjóðnýtá atviimniurekstur, þjóðnýta fólkið í landinu, umsyif þess og fraiwtak. Frumvarpið um Lyfjastofnun rikis- tos er hins vegar gott dæmi um það sem koma skal. Nú á ríkisvaldið að taka við. Skriffimnskan á að leysa samkeppnina af hólmi, valdahrokinn á að vera leiðarljós þjónustunnar, einokiiinin tiekur við af frjálsræðinu. Það er aðeins einni spurninigu ósvarað: Skyldi þjóðin sækjast eftir slíiku fyrirkomulagi? A»I>ýzkaIand: FLOKKSAGI Á MÓTI FERÐAMÖNNUM EFTIR MAGNÍTS SIGURöSSON Á SlÐASTA ári streymdu nálægt 7 millj. Vestur-Þjóðverja yfir landa^ mærin til Austur-Þýzkalands í því skyini m.a. að hitta að nýju ættingja og vini eftir margra ára aðskilnað. Þessu ollí þíða sú, sem orðin var í samskiptum Austur- og Vestur- Þýzkalands. En straumurinn lá bara aðra leiðina, þ.e.a.s. til austurs. Frá Austur-Þýzkalandi fengu engir að fara vestur á bóginn nema helzt gam- alt fólk, ssm komið var á eftirlaun og gat ekki framar komið hinu austur- þýzka riki að gagni. En þessi mikli fjöldi Vestur-Þjóðverja hefur valdið austur-þýzku stjórninni þungum áhygg.ium. Hvernig á að vera unnt að koma í veg fyrir, að þegnar hennar verði fyrir „óæskilegum áhrifum frá vestanmönnum"? Þetta vandamál er nýtt af nánnni fyrir austur-þýzk stjórnvöld. Berlín- armúrinn og mannskæðar gaddavírs- girðingar austanmegin meðfram endilöngum 1350 km löngum landa- mærunum milli þýzku ríkjanna hafa í reynd komið í veg fyrir öll sam- skipti Austur-Þjóðverja við Vestur- landabúa í meira en áratug. Með þess um mannvirkjum tókst líka að koma nær alveg í veg fyrir fólksfióttann frá Austur-Þýzkalandi, sem var geysi legur áður fyrr. Með fjórveldasamn- ingnum um Berlín og samningnum milli þýzku rikjanna inmbyrSis i fyrra var gert ráð fyrir heimild til handa Vestur-Þjóðverjuim til þess að fara til Austur-Þýzkalands án verulegra hamla. Austur-þýzk stjórnvöld hafa jafnframt byrjað mikia auglýsinga- herferð í Vestur-Berlín og Vestur- 'Þýzkalandi svo og i fleiri löndum i því skyni að efla ferðamannastraum- inn til Austur-Þýzklands sem mest. Tilgangurinn þar að bakí er tvenns konar. 1 fyrsta lagi skortir Auatur- Þýzkaland sem önnur Austur-Evrópu- Erich Honecker, leiðtogi kommúnista- flokks Austur-Þýzkalands. f kommún- istalöndumun er flokksforinghin áhrifameiri en nokkur annar maður og allt gert til þess að efla virðingn hans. I sendiráði Austur-Þýzkalands í Reykjavík blasir við manni mynd af Honecker, þegar komið er inn, í stað myndar af þjóðhöfðingrja lands- ins eins og venja er i sendiráoum annarra ríkja. ríkl mjög „harðan" gjaldeyri, þ.e.a.s. gjaldeyri, sem unnt er að verzla fyrir hvar sem er. Austur-þýzka markið er rétt eins og rússneska rúblan hvergi selt á skráðu gengi, heldur á miklu lægra verði. Utanríkisverzlun lands- ins fer fram með vöruskiptum, fyrst og fremst við kommúnistaríkin i Austur-Evrópu en einnig við suim Vesturlönd e ns og t.d. ísland. Sifelid- ur skortur á „hörðum" gjaldeyri veld- ur samt margvíslegu óhagræði og úr þessu á nú að reyna að bæta að ein- hverju leyti með mikilli „ferða- mannasókn". Annað kemur einnig til. Að undan- förnu hafa orðið miklar breytingar á stöðu Aiistur-Þýzkalands út á við. Það hefur verið viðurkennt sem fufi valda ríki af Vestur-Þýzkalandi og mörgum öðrum ríkjum svo sem ís- iandi, og hyggst senn sækja um upp- töku í Sameinuðu þjóðirnar. Nú hafa um 75 ríki tekið upp stjónnmálasam- band við Austur-Þýzkaland. Þessari miklu „sókn" á vettvangi utanrikis- mála á að fylgja eftir með þvi að reyna að skapa betri mynd af iandinu út á v'ð en verið hefur. Berlínarmúr- inn og dauðagirðingannar á lamda- mærunum í vestri hafa ekki að ástæðulausu skapað þá mynd af Austur-Þýzkalandi í vitund fólks víða um heím að þar sé við lýði stærsta þjóðarfangelsi 20. aldarinnar. Þarna búi um 17 millj. manna hneppt- ir í þræidómsfjötra. Þessari neikvæðu mynd á að reyna að eyða og benda á þess i staði nn, að Austur-Þýzkaland er í tiunda sæti á meðal iðnaðarlanda heims og efna- hagslega öflugasta land Austur-Evr- ópu að Sovétríkjunum einum undan- skildum. Verðlag i landinu er stöð- ugt, uppbygging mikil og lífskjðr hafa batnað verulega á undanförnum áratug. Þrátt fyrir þetta myndi stjórn landsins ekki standast neinar kosn- imgar með lýðræðislegum hætti, þvi að fullvíst er, að hún nýtur ekki stuðnings meirihluta fólks. Það, sem gerzt hefur, er einungis það, að þegn- arnir hafa lært að sætta sig við hana. Harðúðug einræðisstjórn í aldarfjórð ung hefur ekki heldur megnað að kæfa vonir fólks um „sósialisma með mannúðlegu yfirbragðí", sams konar og ríkt', stutt sumarskeið í Tékkósló- vakíu 1968. En vaxandi ferðamannastraumi tU Austur-Þýzkalands fylgja margvís- leg vandkvæði, eins og getið var um hér í upphafi. Stjórnin óttast einkum, að samskipti við fólk að vestan eigi eftir að hafa óæskileg áhrif á þegna hennar. Á Jiðnu ári var þegar skorin upp herör til þess að stemma stigu við þessu. Almenningur var hvattur til þess að hafa sem allra minnst sam- skipti við fólk að vestan og Vagt var fyrir flokksfélaga að hafa eftirlit með þvi, að þessu væri stranglega fyLgt eftir. Þetta hefur haft i sér bæði alvar- legar og spauglegar hliðar. Þannig skýrði Vestur-Berlinarbúi frá þvi í síðasta mánuði nýkominn heim úr ferða'agi um Austur-Þýzkaland, að á einum stað hefði hann stöðvað bíl til þess að hjálpa manni, sem ekið hafði út í skurð við vegarbrúnina. Það kom í ljós, að sá óheppni var flokksfélagi. Síðan sagði sá síðarnefndi og kímdi: — Ég má vist ekki iáta hjálpa mér. Eg má vist ekki einu sinni tala við Þ'g- Enn er engin reynsla komin á það, hvort austur-þýzkum stjórnvöldum tekst að leysa þennan nýja vanda, sem þau standa frammi fyrir. Bætt lífskjör og einhliða uppeldi austur- þýzkra þegna í marxistískum anda kann að vera einhvers megnugt, en alls ekki einhlitt. Þarna kann einmitt að vera á ferðinni erfitt, kannski háskasamlegt vandamál fyrir stjórn- arvöld landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.