Morgunblaðið - 30.06.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.1973, Blaðsíða 4
MORGU'NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1973 Fa Jj ilil. x l.l lf. t > 'ALURl' ® 22*0*22* RAUOARÁRSTÍG 31, BILALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 /*> 14444 ; \& Z5555 muEm BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 SíuufoT1 trausti ÞVERHOIT 15ATEI. 25780 AV/5 SIMI 24460 BÍLALEIGAN 5IEYSIR CAR RENTAL I SKODA EYÐIR MINNA. Skodr LE/GAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERBABlLAR HF. Bilaleiga. - Simi 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. F mm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mereedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). HVAÐ UNGUR N5I |emur gamall temur | k\\l 1 Cróðrastöðin Grænahlíð við Bústaðaveg. Höfum ennþá nargar tegundii' af ágaetum sumarblómaplönt-; um. Dahlíor í mörgum litum. Einnig kálptöntur. Sími 341221 Opið tíl kl. 10 á kvöldin. Létu undan Kommúnistar finna nú mjög ijíreinilega, hversu ein- angraðir þeir eru í afstöðu sinnl til Atlantshafsbanda- lagsins. Málflutningur Þjóð- viljans lýsir einskærri gremju vegna viðleitni Atlantshafs- bandalagsins til þess að verða við óskum ríkisstjórnarinnar um að það beiti áhrifum sín- um til þess að knýja Breta til að láta af flotaofbeldi sínu. — Upphafiega var Alþýðubanda lagið andvígt þeirri málsmeð ferð að leitað yrði eftir aðstoð bandalagsins. Takmark þeirra hefur ávallt verið það að hag- nýta sér landhelgisdeiluna við Breta tii þess að grafa undan samstarfi Islands við vestræn ar þjóðir. Kommónistum er Ijóst, að það er rétt, sem Hannibal Valdimarsson benti á í sjónvarpsþætti sl. þriðju- dag, að með órsögn ór Nató eru íslendingar að hafna sam starfi við þær vestrænu þjóð ir, sem þeir hafa átt mest sam skipti við fram til þessa. Þegar Lóðvík Jósepsson fann, að kommónistar voru einir á báti í þessum efnum, féllst hann að lokum á, að ríkisstjórnin leitaði eftir að- stoð Atlantshafsbandalagsins. Einar Ágóstsson, utanríkisráð herra, skýrði kröfur og sjón p.rmið íslands í viðræðum við framkvæmdastjóra Nato og ráðamenn Atlantshafsbanda- iagsríkjanna á ráðherrafundi bandalagsins um miðjan þenn an mánuð. Hlutskipti stjórnmála- sérfræðings Nó þegar er ljóst, að tals- verður áraugur hefur orðið af málskotinu til Atlantshafs- bandalagsins og starfi utan- ríkisráðherra á ráðherrafund inum, þó að þrýstingur banda lagsþjóðanna hafi ekki enn nægt til þess að knýja Breta ót ór landhelginni. En ritstjór ar Þjóðviljans geta ekki á heil um sér tekið vegna þessa máls. Þeir veigruðu sér að vísu við því að ráðast á utanríkis- ráðherra fyrir þá sök að ganga á fund ráðamanna At- lantshafsbandalagsins. Þeir ætla sjálfsagt að geyma það til betri tíma, er umræður hefjast um endurskoðun varn arsamningsins. Ritstjórar Þjóðviijans urðu því enn að finna ráð tii þess að Iýsa gremju sinni. Lausn- in var einföld að venju: Þeir skipuðu einfaldlega stjórn- málasérfræðingi blaðsins að upphefja hefðbundin þjóðníð ingaskrif vegna viðræðna full tróa Alþýðuflokksins, Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins við ráðamenn At- lantshafsbandalagsins með við eigandi dylgjum og rógi, sem eru aðalsmerki og sérgrein þessa stjórnmálasérfræðings. Dylgjur um veizluhöld fuU tróa þessara þriggja stjórn- málaflokka og svik við mál- stað Islands eru vitaskuld svo auvirðilegar, að þær eru ekld svara verðar. En þegar rit- stjórar Þjóðviljans láta nó stjórnmálasérfræðing sinn nýta sína sérstöku hæfileika til hins ýtrasta, lýsir það eink , ar kátlega gremju þeirra vegna þeirrar staðreyndar, að þeim hefur ekki tekizt að hag nýta sér landhelgismálið og deiluna við Breta til þess að rjófa samstarf íslands við vestræn ríki. Broslegast er þó hlutskipti stjórnmálasérfræð ingsins í þeirri einangrun, sem Alþýðubandalagið er nó í. GISLI GUÐMUNDSSON: FERÐASPJALL Á SÍÐUSTU 10—15 árum hef ur orðið mikil breyting til batnaðar í hótel- og veitinga miálum höfuðborgarinnar, því að við hafa bætzt fjögur mynd arleg hótel frá því að Hótel Saga tók til starfa sumarið 1962. Telja má, að sem stend- ur sé sæmilega séð fyrir hótel þörfinni og töluvert fram yf ir það vetrarmáinuðina. Þó að bekkurlnn sé meira en full setinn þessa tvo sumarmánuði okkar (sem stundum verð- skulda ekki sumarnafnið) þá er fyrir hendi mikill varasjóð ur, nokkur hundruð gistirúm í einkaíbúðum og undantekn ingarlítið mun arfleifðin frá formæðrunum þar í heiðri höfð, að taka vel á móti gest- um. En það er ein stofnun, sem okkur skortir tilfinnan- lega, sameigioleg upplýsinga- og bókunarmiðstöð fyrir allt gistirými höfuðborgarsvæðis- ins. Slík stofnun myndi veita traustar upplýsingar, skapa aukið öryggi og betri nýtingu. Okkur Islendingum heifur gengið heldur stirðlega að læra að gæðaflokka fram- leiðsluvörur okkar, vitum þó, að þar er sjálf afkoma þjóð/.r innar í húfi. Því er naumast að undra, að okkur hefur geng ið skrykkjótt að læra að fiokka þjónustu og verðmeta hana enda koma þar einnig til greina óvenju náin kynni og tengsl í okkar fámenna landi, landi kunningsskaparins, og mun okkur þvi miður ganga seint að losa okkur úr þeim klikuhr ng. Þvi er það, að verðlag á gisti- og veitinga- stöðum hefur fram að þessu verið óþarflega tilviljunar- kennt og í gloppóttu samræmi við gæðin. Þar við bætist sú leiða saga, að samkvæmt op- inberum fyrirmælum hafa vissir aðilar átt að hafa á hendi eft rlit á þessu sviði en hreinlega vanrækt það. Að þessi máll hafa þokazt veru- lega i rétta átt eigum við fyrst og fremst að þakka vax- andi hópi af duglegum gest- gjöfum og veitingamönnum en á fáum starfssviðum mun hæfni og árvekni forystunnar eins áhrifarík til góðs gengis. Þvi finnst mér ekki úr vegi að geta helztu hótelanna okk- ar og forstjóra þeirra I nokkr um orðum. Hótel Borg er nú komin á flmmtugsaldurinn en nýtur enm mikiHa vinsaslda og á sér fjölmemnan hóp tryggra við- skiptavina i mörgum löndum. Þar ræður Pétur DaníeLsson ríkjum, maður, er hefur starf- að alla ævi að slíkum rekstri, enda rekur hann staðinn af stakri reglusemi og heldur öllu mjög vel við. Naumast er hægt að segja að veitingasalir hans njóti sömu vinsælda og gistingin, fátt kemur manni þar á óvart þvi að forstjórinn er lítt fyrir nýjungar gefinn. Hótel Sögu stjórnar Konráð Guðmundsson, sem hefur alla sína starfstíð lagt sig allan fram við að gefa þeim stað fastmótaða eig nd (ég má vist ekki segja sál) og vissulega haft erindi sem erfiði. Bænda- samtökin eiga einnig heiður skilið fyrir að hafa kunnað að meta hann og gefið honum gott svigrúm til starfa. Bygg ing n sjálf er að ýmsu leyti óhentug til hótelreksturs, t.d. er aðstaða starfsfólksins óvið unandi og kainnskii er það að einhverju leyti af þeim sökum að stöðugt heyrast nokkrar ó ánægjuraddir út af þjónust-u í veitingasölum. Á Hótel Holti ráða þeir rikj- um, Þorvaldur Guðmundsson og Skúli sonur hans. 1 marga áratugi hefur Þorvaldur verið mikill umsvifamaður í við- skiptalífi höfuðborgarinnar og sjaldan sett ljós sitt undir mæliker. Síðasta áratuginn hefur aðgangúr hans verið hvað harðastur í hótelmálum, þar hefur hann staðið fyrir uppbygigingu þriggja hótela, fyrst Sögu, svo Loftleiða og loks stns eigin. Þar er hann nú að Ijúka við nýja viðbygg ingu, sem nær tvöfaldar gisti rýmið og bætir auk þess við mjög vistlegum veitingasal. Það eru engar ýkjur þó að ég segi, að á hinum skamma starfstíma hefur Hótel Holt á unnið sér miklar vinsældir, bæði sem gisti- og veitinga- hús. Aðsókn gesta hefur auk- izt mjög ört og htan littli mat- salur er ótrúlega oft fullset- inn. Maturinn er þar góður en þjónustan betri, þar vinna þjónarnir saman en ekki í af mörkuðum hólfum, sem gerir manni liífið svo leitt á stund- um á öðrum veitingastöðum. Hótel Esja er svo að segja ný af nálinni og engin festa náð að skapast þar í rekstri og fór auk þess heldur stirt ai stað. Nú er þar forstjóri Frið rik Kristjánsson, reyndur í „bíiabransanum" en ekki í hút elrekstri. Hans meginsjónar- Framhald á bis. 25 MOODY BLUES ekki vélmenni! VIÐ gátum þess í Poppkomi i gær, að okkur hefði borizt bréf frá Moody Bliies-aðdá- anda á Akureyri, sem væri óhress yfir dómi þeim, sem Moody Blues hefði fengið i Poppskýrslunni fyrir nokkru. Þar var um að ræða skoðanir Melody Maker-manna, og þeim, sem það blað lesa að staðaldri, komu þær vafalaust lítt á óvart, því að um langt skeið hafa þeir M.M. nienn verið ófeimnir við að láta í ljós óánægju sína með störf hljómsveitarinnar og notað hvert tækifæri, sem gefizt hefur, til að gagnrýna hana — og þá heizt með því að fiera hana Wægilefia. Bréfritarinn getur þess í bréfi síuu, að hann, eða öllu heldur hún, Óski elíki eftir að bréfið verði birt í blaðinu, en kveðst gjarn an viija fá smásvar í þættin- um, þegar pláss leyfir. En við ætlum þó að birta nokkrar klausur úr bréfinu og fara þær hér á eftir: „f greininni (um Moody Blues) segir orðrétt: „Þótt hljómsveitin sé nó vinsæl og njóti gífurlegra tekna, virðist M90DY BLUES hón hafa náð tónlistarlegri stöðnun. Plötur hennar hafa orðið innantómar endurtekn- ingar, og án nokkurrar and- stæðrar vitneskju er eðlilegt að telja, að Moody Blues hafi breytzt í vél.“ Það vill nó þannig til, að ég hlusta mikið á tónlist, allt frá Frank Zappa að Chopin, en ég get ekki séð, að hljómsveit ir þurfi að breyta stíl sínum frá einni plötu tii annarrar. Einn mesti kostur Moody Blues finnst mér einmitt vera, að þeir hafa eki skipt um tón Iistarsteínu gegnum árin, held ur „stóderað“ og þróað sína upprtinalegti. Varðandi þá athugasemd, að plöturnar hafi orðið innan- tómar endurtekningar, langar mig til að biðja hæstvirtan greinarhöfupd að setjast nið- ur Lgóðu tóini og hlusta gaóm gapffle^á áipföturnar, og segja siðan áð hljómsveitin hafi hi-eytzt; i yél. i ;! ýöjgíar Tjer ekki að neiía [HLl því, að vegna mjög vandaðrar iipptöku og mikillar röddunar söngs, gæti manni, sem hlust- aði í flýti á plöturnar, fund- izt þær líkar, en sá hinn sami ætti ekki að dæma plöturnar strax. Einnig eru lög þeirra sem einstaklinga það ólík, að aðeins viðvaningur myndi rugla saman lögum t.d. Mike Pinder og Justin Hayward." Svo mörg voru þau orð. Poppkorns-ritari mun eftir helgina segja sitt álit á Moody Blues — og ef fleiri lesendur vilja leggja orð í belg, yrði það Vel þegið. Poppkornið er prýð ,isgóður vettvangur fyrir' skeggræður um hl.jóiusveitir og tónlist þeirra — innlendar ; vsem erlendar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.