Morgunblaðið - 30.06.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.1973, Blaðsíða 17
MORGLPNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30, JÚNÍ 1973 17 l»ór Vilhjálmsson prófessor: Fundir hafsbotnsnefnd- ar Sameinuðu þjóðanna MANUDAGINN 2. júlí n.k. hefjast í Genf fundir í hafs- botnsnefnd Sameinuðu þjóð- anna, en nefnd þessi vinnur að undlrbúningi ha.fréttarráð- stefnu SÞ, sem hefjast mun i. New York á næsta hausti. Ráðstefnan mun þó ekki sitja lengi að því sirrni, því að i haust á einumgis að kjósa for seta, setja fundasköp og slíkt. Aðalstarfið hefst ekki fyrr en vorið 1974, og verða fundir þá í Santiago i Chile. 4rið 1958 var haldin 1. hafréttarráð- stefna SÞ, og var þar gengið frá 4 sáttmálum, sem síðar hafa verið fullgiltir af ýmsum rikjum, þó ekki af ísiandi. Ár ið 1960 var 2. hafréttarráð- stefnan haldin til að fjalla im víðáttu landhelgi og fiskveiði- lögsögu. Þar tókst ekki að fá nægilegam stuðning, þ.e. 2/3 hiuta atkvæða, við neina til- lögu, og var því ekki gengið frá sáttmála um þessi efni. SÞ tóku þráðirtn upp á ný á þessu sviði 1967, en fyrstu 3 árin var einungis fjallað um hagnýtingu auðæfa á hafs- botmi utan lögsögu einstakra ríkja. Hefur allsherjarþing SÞ ályktað, að þessi auðæfi séu sameign alls mannkyns og að þau skuli fyrst og fremst nýtt í þágu þróunarlandanna. Frá 1970 hefur verið unnið að und irbúningi almennrar hafréttar ráðstefnu, og var gengið frá lista yfir 25 dagskrármál fyrir tæpu ári. Siðan hefur verið reynt að ná sem víðtækastri samstöðu um frumdrög að sáttmálum um nýtingu hafs botnsins, landhelgi, fiskveiði- réttindi og annan rétt stramd- ríkja, siglingaréttindi, meng- un, hafrannsóknir og fleira. Segja má, að aðaldeilumálin séu fjögur: — eðli og viðátta lögsögu strandríkja — réttur til• siglinga um sumd — réttindi ríkja, sem ekki liggja að sjó eða eiga þröngan aðgang að sjó („landluktra“ og „grunn' luktra" ríkja) — staða ríkja, sem hafa dreifðar eyjar innan marka sinna. Það er nú ljóst orðið, að samstaða hefur tekizt um sæmilega markviss vinmu- brögð, og virðist vera áhugi hjá flestum ríkjum á, að haf réttarráðstefnan verði sem bezt undirbúin og beri árang- ur. Deilur um listann yfir dag skrármál leystust sumar- ið 1972 og hafa ekki verið teknar upp á ný. Nú er að mestu starfað í þremur undirnefndum og vinmuhópum innan þeirra. — Ekki verður sagt, að frumdrög að sáttmálum séu að verða til- búin. Er líklegt, að um ýmis atriði verði að leggja fyrir sjálfa hafréttarráðstefnuna mismunandi valkosti, enda eru vinnubrögðin í hafsbotns- nefndinmi með þeim hætti, að það sýnist óhjákvæmilegt. Fara engar atkvæðagreiðslur þar fram, en reynt er að sam ræma sjónarmiðin og undir- búa með þeim hætti störfin á ráðstefnunni. Sem fyrr segir var fyrsta verkefmi hafsbotnsnefndarinn ar að fjalla um nýtingu auð- æfa á hafsbotni, en vitað er, að þar eru auk oliu verðmæt- ir málmar, sem líklegt er, að brátt verði tæknilega unnt að vinna af miklu dýpi. Mikill ágreiningur er um það, hvort veita eigi stofnun á vegum SÞ einkarétt til slíkrar vimnslu utan lögsögu einstakra ríkja, og eru flest þróunarlönd á þeirri skoðun. Auðugri ríki vilja að vísu láta þróunar- löndin njóta arðs af vinnsl- unni, em hann á að þeirra áliti að fást með því, að stofnun á vegum SÞ leggi gjöld á þá aðila, sem hafa vinnsluna með höndum. Þá er einnig deilt um það, hvernig stjórn vænt anlegrar hafsbotmsstofnunar SÞ skuli fyrir komið. Eitt af þeim atriðum, sem blandast imn í umræðurnar um hafs- botninn og nýtingu auðæfa hans, er markalinan milli lög- sögusvæða ríkja og hins al- þjóðlega hafsbotnssvæðis, og verða íslendingar að gæta Þór ViUijálmsson hagsmuna sinna í þvi sam- bandi. Visindarannsóknir á hafinu og mengunarmál hafa verið rædd á fundum hafsbotms- nefndarinnar, og er talsverður ágreiningur um þessi efni. Að meginstefnu til eru hin auð- ugri ríki fylgj amdi ráðstöfun- um til að hindra mengun, en ýmis þróunarlönd virðast lita svo á, að alþjóðlegar ráðstaf- anir til mengunarvarna geti staðið í vegi iðnþróunar hjá þeim. Hér er að sönnu um enf itt álitamál að ræða, en vart sýnist þurfa að óttast, að það verði til að koma í veg fyrir árangur á hafréttarráðstefn- unni. Höfuðáhugi okkar Islend- inga beinist að sjálfsögðu að þeim málum, sem með ein- hverjum hætti varða fiskveiði réttindi. Nú liggja frammi 8 tillögur eða frumdrög varð- andi fiskveiðar, og eru þær lagðar fram af Sovétrikjun- um, Kanada, Bandaríkjunum, Kenýa, Ástralíu og Nýja-Sjá lamdi sameiginlega, Japan, ís landi og loks af þremur róm- önskum Ameríkuríkjum: Coi ombiu, Mexico og Venezuela. Vitað er, að nokkur fleiri riki hafa svo til fullbúnar tillögur um fiskveiðar, en aftur á móti er líklegt, að sumar fram komnir tillögur verði teknar aftur eða þeim gjörbreytt, Segja má, að tillögurnar skipt- ist í 3 aðalflokka eftir efni: Japan og Sovétríkin vilja miða við 12 sjómilna fiskveiðilög- sögu, en jafnframt veita strandríkjum tiltekim réttindi þar fyrir utan. Bandarikin, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjá land hafa i tillögum sínum gert ráð fyrir mismunandi reglum eftir fiskstofnum. Sjálf f'skveiðilögsagan á að vera 12 mílur, en þar fyrir utan á strandriki að megin- stefnu að ráða yfir botmdýra- veiðum og veiðum á stað- bundnum fiskstofnum. Er hér um að ræða allt annað sjónar mið en við Islendingar höfum aðhyllzt. Flutningsmenn til- liagna um „fiskstofna-viðhorf ið“ hafa haldið því fram, að það sé hagkvæmara stramd- ríkjum en viðmiðun við tiltek inn mílufjölda, þar sem suma staðbundna fiskstofna megi veiða utan við 200 milna mörk in. Islendingar og aðrir hafa bent á veilur i rökstuðningn- um, og virðist nú svo komið, að Kanada, Ástralía og Nýja- Sjáland ætli að hverfa frá fyrri kenningum sínum og til lögum og ganga yfir í flokk þeirra sem styðja 200 mílna fiskveiðilögsögu. 1 tillögum Kenýa, íslands og hinna róm önsku Ameríkuríkja er lagt til, að fiskveiðilögsagan nái allt að 200 milur á haf út. Framh. á bls. 24 Jón Steinar Gunnlaugsson: Landshlutasamtök og aukin sjálfs- stjórn héraða Ungir sjálfstæðismenn hafa að umdanförnu sett fram hug myndir sinar um dreyfingu valds í þjóðfélaginu. Höfðu þeir frumkvæði að því, að þetta efni vair tekið til umræðu á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins nú í vor, og lögðu þar jafnframt frám bækling, þar sem hinar ein- stöku ti'Högur til valddreif- ingar voru reifaðar. Hefur sá bækliingur birzt í heild i Morgunblaðinu. Þessar hugmyndiir eru á því byggðar, að nauðsyn- legt sé í lýðræðiisþjóðfélagi, að þjóðfélagsvaldið á hiinum ýmsu sviðum sé í sem nán- ustum tengslum við fólkið í landinu — slikt auðveldi þvi að fylgjast með og dæma um málefni og stuðli auk þess að auknuim vilja einstakling- anna tll að láta mál til sín taka. Þó að þetta séu sann- indi, sem sjálfstæðismenn við urkenna á öllum tímum, hef- ur líkílega ekki í annan tíma verið meiri ástæða til að huga að þeim en einmitt nú, þegar svokölluð vlnstri stjórn situr við stjórnvölinn með þá markvissu stefnu að auka stórkostlega áhrif og af skipti ríkisins á öllum svið- um. Eitt af þýðingarmestu mál- unum, sem ungir sjálfstæðis- menn gerðu að umtalsefni í framangreindum bæklingi, er spurningin um verkefna- skiptingu rikis og sveitarfé- laga og þá einkum með tilliti til þess, hverniig unnt væri að autoa sjálfstjóm sveit- anna og snúa þannig við þeirri óhei'Uaþróun, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir, — að draga verk efni frá sveitarfélögunum til ríkiisins, auk þess að stór- skerða tekjumöguleika þeirra til frjálsra framkvæmda. Er ætlun min að fjalla litillega um örfáa þætti þess máls hér. Sveitarfélögin á íslandi eru flest mjög smá og má því hiklaust segja, að ýmsum erf iðleikum sé bundið fyrir þau að taka að sér ýmiss konar opinberar framkveemdir og þjónustu. Hefur þessi stað- reynd vafalaust orðið miklu valdandi um, að í gegnum ár- in hafa ýmis verkefni fallið í hendur rikiisins, sem eðli- legast er að sveitarfélögin hafi með höndum. Áhugi mun lengi hafa ver- ið á þvi hjá sveítarstjórnar- mönnurn að áthúgað yrði gaumgæfilega, hvefjar leiðir mm Jón Steinar Gunnlaugsson. væru tiltækar til að bæta úr þessu ástandi. Voru á tíma- bili uppi hugmyndir um að sameina bæri sveitarfélög svo að úr yrðu stærri ein- ingar, sem meira bolmagn hefðu til þess að sinna hin- um ýmsu verkefnum. Ekki hefur þó til þessa reynzt unnt að framkvæma slíkar hugmyndir, og líklega eru litlir möguleikar á, að svo verði í náinni framtíð. Hefur því verið farið inn á þá braut að stofna lands hlutasamtök sveitarfélaga með frjálsu samkomu- lagi sveitarstjórnanna. Hafa landshlutasamtökin starfað nú um nokkra hríð og til- vera þeiirra verið viður- kennd af Alþingi með því að þeirra er getið t.d. í lög- um um Framkvæmdastofnun rikisins. Það var þess vegna eðlilegt, að sveitarstjóma menn reyndu að fá sérstök ákvæði um landshlutasamtök in inn í sveitarstjórnarlögin nú á síðasta þimgi. Frumvarp þar að lútandi fékkst þó ekki afgreitt, en búast má við, að málið verði tekið upp aftur á næsta þingi. Hlutverk landshlutasam takainna hefur ekkii ver- ið stórvægilegt til þessa. Hef ur það einkum verið á sviði áætlanagerða og ráðgjafar í þágu sveitarfélaganna, og var ekki gert ráð fyrir breyt ingu þar á í frumvarpinu, sem fyrir Alþingi lá í vetur. Hef ur mönnum þótt ráðlegast að fara hægt af stað til að afla sér nokkurrar reynslu um, hvernig slfikt samstarf gæfist, áður en veigameiri ákvarðanir um framtíðar- skipan mála yrðu teknar. Víst er, að margir sveitar- stjórnamenn og aðrir, sem áhuga hafa á valddreifingu binda nokkrar vonir við, að með tilkomu landshlutasam- takanma muni reynast unnt að draga út til héraðanna ákvörðunarvald í ýmsum málaflokkum, sem nú eru á hendi ríkisins. Markmiðið með landshlutasamtökunum á ekki að vera að færa til þeirra málaflokka, sem nú eru í höndum sveitarfé- laganna heldur einmitt á hinn bóginn ber að nota landshlutasamtökin til að efla sjálf sákvörðunarrétt héraðanna á kostnað rikis- valdsins, með því að fela þeirn landshlutamálefni, sem nú eru í höndum ríkteins. 1 lagafrumvarpinu um landshlutasamtökm er gert ráð fyrir, að fulltrúar á aðal fund samtakanna verði kosn ir af sveitarstjórnunum, en síðan kjósi aðalfundirnir stjómir samtakanna. Ef þró unin verður sú, sem að fram an er talin æskileg, að lands hlutasamtökin eflist til þess að taka við beinni fram- kvæmdavaldssýslu úr hönd- um ríkisvaldsins og að staða þeirra innan stjórnkerfisins verður ákveðin með lögum, tel ég útfflokað annað en að stjómir þeirra verði kosnar beinum kosningum i lands- hlutanum, sem t.d. gætu far- ið fram um leið og sveifar- stjórnarkosniingar. Það verð- ur að teljast lýðræðislega nauðsynlegt, að aðili, sem þannig femgi bein völd á ákveðnum svið um stjórnsýslunmar, sækti umboð sitt beint til kjósenda, svo að þeiim gefist kostur á að sækja viðkomandi stjórn- endtur til ábyrgðar á meðferð þess valds í almemnum kosn- ingum. Við höfum um það aHt of mörg dæmi, að innan stjómkerfteins séu aðilar með þýðingarmikla mála- flokka á sinni könnu, án þess að nokkurn tímann sé unnt að koma yfir þá stjómmálalegri ábyrgð á með ferð þessara mála. Umboð þeirra er leitt af umboði lög- kjörinna stjórnmálamanna í gegnum mismunandi marga milliliði. Og stjórnmálamönn unum reynist einkar auðvelt að skjóta sér undan ábyrgð á meðferð slíks stjórnsýshi- valds. Við uppbyggingu lands- hlutasamtakanna til aukinna beinna verkefna verðum við að gera okkur ljóst, að við erum að gera mikils- verða breytingu á grundvall arstjómkerfi okkar. Breyt- iingu, sem er mjög æskileg út Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.