Morgunblaðið - 30.06.1973, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.1973, Blaðsíða 8
8 MORGUWBLAEMÐ. LAUGARDAGtm ,'W, JONÍ 1973 Þróun borgarskipulagsins Rætt við Hilmar Olafsson, forstöðumann Þróunar- stofnunar Reykjavíkurborgar Likan af Reykjavikurborgr, senj uniiið er að á vinnustofu Þróunarstofnunarinnar. ÞRÓUNARSTOFNUN Reykja vikurborgar er yngrsta borg;- arstofnunin. Hún var sett á fót í des. 1971, en raunveruleg starfsenii hófst þar fyrst í nóv ember 1972. Veigamestu verk- efni Þróunarstofnunarinnar eru að endurskoða aðalskipu- lagr Ijorffarinnar og móta hug- myndir um þróun hennar í næstu framtið. Forstöðumað- ur þessarar nýju stofnunar er ungur maður, Hilmar Ólafs- son, arkitekt. Samkvæmt samþykkt um skipulagsnefnd Reykjavlkur- borgar fer hún í umboði borg arráðs og í samráði við borg- arverkfræðing með yfirstjórn Hilmar Ólafsson. Þróunarstofnunarinnar. Verk- efini þróunarstofnunarinnar er eims og fyrr segir að hafa með höndum endurskoðun aðal- skipuiagsins og athuganir á deiliskipulagstillögum, sem lagðar eru fyrir skipulags- nefnd. Stofnunin lætur fram fara könnun á forsendum að- alskipulagsins og þróun ein- stakra þátta þess. 1 framhaldi af þeirri könnun ber henni að gera tillögur til skipulags- nefndar og borgarráðs um breytingar, sem rétt þykir að gera. Þá fellur það í verka- hring stofnunarinnar að ieggja fram hugmyndir að skipulagsi nýrra byggingar- svæða. Hilmar Óiafsson starfaði áð ur sem arki'tekt Húsnæðis- málastofnunar ríkisins, Með honum vinna við Þróunair- stofnunina einm arkitekt, verk fræðingur, teiknari og skri.f- stofustúlka. Auk sumarfólks, þá kaupir stofnunin þjónustu frá einkaaðilum og öðrum borgarstofnunum. Hilmar Ólafsson segir okk- ur að það séu fyrst og fremst fjórir þættir, sem Þróumair- stofnunin fæst nú við. í fyrsta lagi sé unnið að endurskoðun aðaLski pulagsins eins og regl- ur um stofnunina mæla fyriir um. Á þessu stigi miðast end- urskoðunim fyrst og fremst við gatnakerfið. Hér er um mjög viðamikið verkefni að ræða, enda geta forsendur breytzt á skemmri tíma en liðinn er frá gerð aðalskipu- lagsins. Skipulagning gatnakerfis- ins er byggð á áætlunum um ferðir manna milli einstakra borgarhluta. Hilmar tjáir okk ur, að fjöldi ferða sé vita- skuld ábaflega mismunamdi, eftir því hvers kyns starf- semi fer fram í hverjum hluta fyrir sig. Verzlun og hvers kyns atvinnustarfsemi kallar á meiri umferð en íbúð arhverfi. Af þessum sökum þarf að gæta þess að atvinnu- starfsemi fari ekki fram yfir ákveðið hámark í hverjum hluta fyrir sig; er því ieiltast við að dreiía þessari starf- semi, eftir ákveðnum grund- vallarreglum. Fram til þessa hafa margir sérfræðingar um skáspulag borga lagt á það rika áherzlu að fulinægja ítrustu óskum manna um greiðar aksturleið- ir og næg bilastæði. Þessi um- ferðarmannvirki kosta óhemju fé, sem taka verður af ibú- um borganna. Hilmar segir okkur, að mikil breyting sé að verða á afstöðu manma gagnvart bílnum, og þá sér- stakiega notkun hans í mið- borgum. Þar er ekki lögð eins rík áherzla á, eins og áður, að byggja umferðarmanmvirki og bílastæði í fullu samræmi við bifreiðafjölda og umferð- arþuniga. Óhemju mikið fjár- magn sé fest í þessum mann- virkjum; í sumum tilvikum væri skynsamlegra að verja því til annarra hluta. Fólkið verði þvi að sætta siig við færri bíiastæði í miðborgun- um sjálfum en nýta frekar bíiastæði á mörkum þeirra, en fái í staðinn frjálsLegri og opnari borg með þægiiegum gönguleiðum, Þá greimir Hilmar okkur frá því, að unnið sé að undiir- búningi skipulagsverkefna í miðborginni. Verið sé að ýta af stað skipulagsvinnu varð- andi Grjótaþorpið. Síðam verði miðbæjarkvosin tekin fyrir og raunar svæðið allt inn að HLemmtorgi. Þetta myndi hið eiiginlega miðborgarsvæði. Þriðja höfuðvet'kefnið, sem stofnunin fæst nú við, er at- hugun á framtiðarbyggð fyr- ir Reykjavík. Könnunim mið- ar að þvi að finna, hvar bezt- ar aðstæður eru fyrir ný borg arhverfi. Nú er gert ráð fyrir, að næstu verkefni á þessu sviði verði á svæði í norðaust ur frá núverandi byggð í Reykjavik. HilLmar segiir okkur, að vegna allira þessara verkefna Láti stofnunin nú fara fram Viðtækar kamnanir á öllum þeim þáttum, sem máli skipta við emdurskoðun aðalskipu- lagsins og frekari vinnslu á deiliskipulaginu ininan ramma aðalskipulagsins. Loks er þess að geta, að Þróunarstofnunin hefur verið að vinma að umhverfisverk- efni, heildarskipulagningu á útivistarsvæðum í borginni. Því verkefnd er nánaist lokið. 1 tiLIögunuim er að þvi stefnt að mynduð verði samfetld heild útivistarsvæða, þanniig að hinir grænu reitir skipu- lagsins tengist saman með gönguleiðum. Þessar tillögur hafa enn ekki verið iagðajr fram tii samþykktar, en undir búningsvinnu er að mestu Lok ið. Þróunarstofnunin hefur einnig með höndum samræm- ingu á vinnu varðandi skipu- iag nýja miðbæjáriins, sem svo hefur verið nefndur. Á bak við það verkefni liggur umfangsmikið starf og við- tækar kannanir. Einar Magnússon fyrrv. rektor: Seðlabanki við Arnarhól 1 VETUR var i blöðum birt sú frétt, að Selðabanki Islands ætl- aði að láta reisa gríðarstórt f jög urra eða fiimm hæða hús á bila- sitæðinu við Arnarhól og fylgdi mynd af líkani af húsinu og um- hverfi þess. Ég ritaði þá örstutta grein í dálka „Velvakanda" í Mbl. og benti á, að með því húsi yrði lokað fyrir hið fagra útsýni af Amarhóli ti‘1 norðausturs, út- sýni, sem ekki ætti sinn líka í meiinni borg, sem ég þekki. Ég sagði líka frá því, að Einar heitinn Sveinsson húsameistari Reykjavíkurborgar um marga áratugi og þá var enn á Mfi, hefði látið bóka mótmæli sín gegn þessari ráðstöfun. Mótmæli Eim- ars heitins voru svohljóðandi: „Er mótfallinn þvi, að Arnarhóls- svæðið verði skert nieð byggingu á þessum stað, en álít, að stuðla beri að stækkun þess eins og mögulegt er vegna hins fagra útsýnLs og fleira á þessum önd- vegisstað Reykjavíkurborgar.“ í greinarstúf mínum lagði ég tfl, að í stað þess að reisa þama stórhýsi, ætti mikliu fremur að rífa Sænska frystihúsið, og það sem fyrst, svo að útsýnið yrði al veg frjálst. Hét ég á drengskap þeirra ágætismanna, sem stjórna Reykjavíkurborg og Seðlabank- anum að láta af þessum fyrirætl unum. Ég benti líka á, að skipulags nefnd og bygginganefnd og öðr- um borgaryfiirvöldum hefði stund um yfirsézt, svo sem t.d. er leyft var, að hús Sveins Zoega við BankasfrBeti mætti skaga svo langt út í Skólavörðustíg, að byrgði fyrir útsýni upp Skóla- vörðustíginm til HalLgrímskirkju. — Agnar Þórðarson rithöfumdur benti á þessa skyssu í smágrein hjá „Velvakanda", og þetta var lagfært mjög svo smekklega. Og ég efast ekki um, að þar hefur húseigandinn, Sveinm Zoega, átt í simn mikla þátt. Margir þökkuðu mér fyrir þessa ábendingu, og ekki er mér kunnugt, að henni hafi verið möt mælt opinberlega. Hefur málið síðan legið í þagnargildi. En í gærkveidi var þesis gebið í útvarpsfiréttum, að byrjað væri að grafa fyrir grunni þessa húss. Sizt af öllu datt mér í hug, að svo fljótt yrði ráðizt í þessar framkvæmdir, nú um háanna- tímann, þegar mikill er hörgull vinnuafls til nauðsynilegra verka. Sömuleiðis er lika mikiU skortur frjámagns til arðgæfra fram- kvæmda. Þess var getið í útvarps fréttinni, að ekki lægi fyrir áæti un um kostnað. Vitanlega veit ég ekki hversu dýrt þetta hús yrði, en segja mætti mér, að það mundi kosta fullbúið ekki undir verði tveggja til þriggja skuttog ara eða eins góðs varðskips, sem nú er verið að reyna að aura saman i. En hvort tveggja þetta munu margir telja nauðsynlegra nú í bráðina en slíkt skrifstofu- hús. Hvort hús þetta muni teljast fallegt eða ljótt eða hvorugt, kemur ekki þessu máii við. Hús- ið má bara ekki vera þarna við Arnarhól og loka um aldur og ævri fyrir eitthvert dásanilegasta útsýni í Reykjavík. Ég veit ekki ,hvort endilega er bráðmauðsynlegt að reisa nú strax sérsfiakt hús yfir SeðLa- bankann, eða hvort nauðsynlegt sé, að það sé við höfnina eða skammt frá öLLum hinum bönk- unum, en ef svo er, þá er önnur hemtug lóð þarna á næsta Leiti, en það er Lóðin við SkúLagötuna þar sem Nýborg var áður. Þar væri húsið ekki fyrir. Nú er mál þetta í höndum tveggja valdaaðila, annars vegar byggingayfirvalda Reykjavikur- borgar, þ. e. Skipulagsnefndar, bygginganefndar og borgar- stjórnar aLLrar, en hins vegar stjórnar Seðlabanka IsLands. Ég hygg, að ég þekki persónu lega flesta þá menn, sem hér um r.æðiir og alla að góðu. En ég fcel, að þeim hafi yfirsézt í þessu í BYR.JÚN júlí kemur til lands- ins ungur sænskur læknir, Karl- Otto Aly að nafni, sem gestur Náttúrulækningafélags fslands. Hann er yfirlæknir á hæli, sem sænska heilsuræktarsambandið hefur starfrækt um margra ána skeið og var fyrir rúmu ári flutt í ný og betri húsakynni. Samtök in voru sbofnuð fyrir 30 árum af fylgiismönnum Are Waerlands og eru mjög fjölmenn. Á vegum þeirra eru starfandi matsöluhús og verzlaniir í öllum stærri bæj- um Svíþjóðar. máLi, og það er mannlegt. En ég vona, að þeir spymi nú fæti við og taki þetta mál til nýrrar yfir- vegunar, minnugir síðustu að- vörunar og mótmæla Binars heilt ins Sveinssonar arkitekts, hins ágæta, smekklega, vandvirka og vammlausa manns, gegn þvi að eyðilleggja Arnarhólssvæðið. Ég vona, að hætt verði við þessar framkvæmdir, sem því miður eru hafnar þá mundu þess ir menn í mínum augum og fleiri hafa firrt sig og minningu sína hjá komandi kynsióðum mikfLu ámæli, og verða raenn að meiri. 28. júní 1973. Læknirinn mun dvelja í Heflsu hæli NLFI í Hveragerði um hálfí-i mánaðar tíma til skrafs og ráða gerða í sambandi við starfsemi félagsins og væntanlegar hæliis- byggfingar og flytur þar erindi fyrir hælisgesti. Bnnfremur flyt- ur hann opinbera fyrirlestra í Reykjavík og á Akureyri, en hamin er kunnur og vinsæll fyrir- lesari í heimalandi sínu. Aðgang- ur að fyrirlestrunum verður ókeypis og öLlum heimill, og verð ur mál hans túlkað jafnóðum. (FréttatUkynning frá NLFf). Svíi flytur erindi um náttúrulækningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.