Morgunblaðið - 30.06.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1973, Blaðsíða 14
14 MORG UvNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JONÍ 1973 l/ÍKLEGAST hefur enginn ís- lending-ur dregið eins marga Iaxa á land eins og veiðigarp urinn Heimir Sigurðsson frá Tjörn í Aðaidai i S-Þingeyjar sýslu. Það er rúm hálf öld lið in frá því að hann dró fyrsta laxinn sinn úr Laxá og hann hélt dagbók yfir alla laxa sina frarn til ársins 1942, er bókin glataðist. Þá vorn skráðir upp undir 2000 laxar. Síðan hefur hann ekki haft töiu á veiðinni, en ekki er óliklegt að laxarn ir séu einhvers staðar milli 3000—4000. Þess má geta að heildaraflinn úr Laxá í Aðal- dal í fyrra var um 3000 lax- ar. Heimir með rúmlega 20 punda hæng, sem fékkst i klakveiðum á Hólmavaðsstíflu. „Ég hélt að slíkar skepnur væru alls ekki til í Laxá“ Rætt við Heimi Sigurðsson á Tjörn í Aðaldal um hálfrar aldar veiðiskap í Laxá Undirritaður er einn af læri sveinum Heimis við Laxá og nú fyrir nokkru settist ég nið ur hjá honum og spjallaði við hann um Laxá og laxveiðar þar. Heimir er fæddur í Garði í Aðaldal 1. ágúst 1907 og verður því 66 ára á þessu sumri. Hann er sonur hjón- anna Sigurðar Baldvinssonar bónda í Garði og konu hans Bergljótar Benediktsdóttur frá Auðnum í Laxárdal. Heim ir hefur aila tíð búið á bökk um Laxár og var 14 ára er hann dró sinn fyrsta lax. — Hann hefur sl. 30 ár verið leið sögumaður við Laxá og þeir eru margir mennirnir, sem Heimir hefur sett í sinn fyrsta lax en fáir, sem eru að fullu útskrifaðir úr skóla hans. — Heimir segðu mér frá fyrsta laxinum, sem þú dróst. Sá fyrsti, sem ég missti — Ég skal heldur segja þér frá fyrsta laxinum, sem ég missti. Þá var ég tólf ára gam all og var alltaf að stelast í ána. Stöng mín var frum- stæð bambusstöng, sem ég faldi niður við á, svo ég væri fljótur að grípa til hennar, þegar faeri gafst á. Þetta skipti hafði ég fengið lásnaðan pramma, til að róa út á ána, því að ég gat lítið kastað á þessum allri. Ég var með eitt- hvað heimatilbúið drasl fyrir beitu, en þegar ég var í Syðst- eyjarkvísl tekur hjá mér lax. Ég kom mér í land hið bráð- asta og byrjaði að þreyta lax- inn. Það gekk vel og eftir nokkra stund var ég búinn að koma honum upp að bakkan- um og hann búinn að gefast upp að því er ég taldi. Ég beygði mig niður og ætlaði að taka hansn steinbítstaki, en þá tók hann heldur betur við- bragð, braut öngulinn og var þar með farinn. Þá háskældi ég sagði Heimir og hlær við tilhugsunina rúmlega hálfri öld síðar. — Hvað var hann stór, held urðu? — Hann var svona 12 pund. — Nú þú ert ekki eins og aðrir veiðimenn, að gera hann að 20—30 punda fiski. — Nei, en ég get sagt þér það að ég hef aldrei séð ann- að eins eftir einum laxi og hef ég þó mísst þá stóra. Þá var aðeins veitt á flugu og mér hefur alltaf síðan þótt flugan eina sanna veiðarfærið og finnst ég eiginlega ekki veiða nema ég sé með flugu. — Segðu okkur nú frá fyrsta laxinum. Fyrsti laxinn — Það var eitt sumarkvöld tveimur árum síðar. Ég var að dútla við silung neðan við Straumeyjar og búinn að fá tvo. Ég var úti á báti og var að róa með fluguna dangl- andi aftan í. Þá er hún hrifin heldur hressilega og ég finn að hér er enginn silungur á ferð. Ég var búinn að draga marga hoplaxa, en aldrei nýj- an lax úr sjó. Ég hélt að hér væri hopiax á ferð'nni. Mér gekk vel að þreyta hann og þegar hann kom upp að bakk anum náði ég góðu sporðtaki á honum og kippti honum upp á land. Varð ég nú heldur bet ur kátur, því að ég sá strax að hér var á ferðinni nýr og feitur lax. Ég fór upp að Nesi og bankaði á baðstofuglugg- ann hjá Steingrími heitnum til að sýna honum veiðina. Hann hristi bara höfuðið og sagði: „Það getur ekki verið, þetta hlýtur að vera eftirlegulax." Með það fór ég heim og vakti þar alla upp. Pabbi sagði það sama við mig en ég sagði við hann: „Bíddu bara til morg uns“. Nú þegar ég vaknaði var pabbi búinn að gera að fiskinum og það fór ekki á milli mála að hér var á ferð inni nýrunnin hrygna. Heimir glottir við og segir: „Það var ekki auðvelt á þe'm tíma að fá að fara niður að ánni. Fólkið var alltaf að striða mér vegna veiðideliunn ar og sagði að ég nennti ekki að vinna eins og h'nir strák- arnir. Ég lét þetta ekki mikið á mig fá og hélt áfram áð stel ast. Ég ætla að segja þér eina smásögu i því sambandi. Stærsti sigurinn Einu sinni var mér sagt að fara út í Tjöm og moka sund ur skíthlössum, sem voru þar í flagi, sem varð fyrsta nýrækt in á Tjörn. Veðrið var dýrlegt og eins og það bezt gat orðið til veiða. Stöngin var í felum eins og vanalega. Ég var reið ur yfir því að vera sendur einn í þessi skítverk og hugsaði með mér, að ég skyldi verða fljótt búinn, svo að ég kæmist niður að á, áður en karlarnir kæmu til að herfa og sá. Þeg ar ég var að verða búinn, sá ég í föxin á hestunum, þar sem þeir voru að koma. Ég vandaði mig nú ekki beint við að moka úr þeim hlössum, sem eftir voru, og var horfinn áður en þeir komu. Ég hljóp heim að Nesi og fékk þar lán aðan pramma og byrjaði veið ar á Dýjaveitunum og í Syðst- eyjarkvísl. Þar missti ég tvo stórlaxa og var ekki hátt á mér risið. Þegar ég kom nið- ur i Tjarnarhólma var ég bú- inn að fá 14 sdunga, en engan lax og hugsanir mínar ekki sem fallegastar. Ég var orðinn svangur og fór að Syðri-Sel tanga til að leita mér að eggj um til átu. Ég fann nóg af þeim og fór út í Tjarnarhólma, iagðist þar og borðaði. Ég var ekk: búinn að liggja lengi, er lax stökk við hólmann. Ég var fljótur að koma færinu út og laxinn var á með það sama. Ég landaði honum og náði öðr um eftir skamma stund. Ég flutti mig siðan niður í Síma streng og þar fékk ég tvo laxa til viðbótar. Lífið lék nú við mig og ég var þama búinn að ná 4 löxum frá 16 og upp í 22 pund. Það var ekki vegur fyrir mig að bera þetta heim og því rölti ég áleiðis með húfuna mína og vettlinga full af eggj- um. Ég var ekki fyrr kominn í kallfæri við karlana, sem voru að vinna i flaginu, en þeir fóru að senda mér tóninn. Ég var hinn borginmannleg- asti og sagði: „Nú skuluð þið bara koma með klakmerina." Þá fékk ég svarið: „Ætlarðu að hæðast að okkur ormurinn þinn.“ Nú það var ekkert ann að að gera en að fara heim til mömmu og hún trúði mér og talaði við pabba, er hann kom heim. Pabbi varð hinn ánægðasti og við fórum allir niður að á til að sækja aflann og allir fóru að veiða. Ég man ekki hvað við fengum, en eft ir þetta mátti ég veiða að vild. Þetta var minn stærsti sigur um ævina. — Það er sjálfsagt eins og að biðja þig að leita að saumnál i heystakk, að biðja þig að segja frá minnisstæðustu veiðiferðinni. — Ætli það sé ekki sú sem ég var að segja þér frá. — En sú sem næst kemur? — Stórkostlegasta veiði, sem ég hef lent í í Laxá var er ég fékk á 4% degi 36 laxa frá 11 upp í 28 pund. Þar af 27 á þremur dögum í Tjarnar landi, alla, nema éinn á flugu. Það var mikill slagur. Allir á flugu — Hvað hefurðu fengið marga laxa yfir 30 pund? — Ekki vil ég fullyrða um það, en ég hef fengið 2 laxa á flugu, sem vógu 35 pund, er þeir voru viktaðir sólarhring seinna. Ég held að ég ljúgi ekki miklu ef ég segi 20 laxa frá 28 upp í 35 pund. Margir jöðruðu við 30 pund og allir veiddir á flugu. Þá brá mér voðalega — Einhvern tíma hlýtur þú að hafa misst þá stóru. Segðu okkur frá einum slíkum. — Það var á minum sokka- bandsárum, er ég bjó til mínar flugur sjálfur. Eg hafði búið til eina litla, sem ég kallaði Eftir Ingva Hrafn Jónsson Surtlu. Hún var búin til úr hrafnsfjöður og vafin um legg inn með silfurpappír úr Cap stanhylki, sem var brezkt tó- bak. Með þessa flugu fór ég niður í Syðsteyjarkvísl og byrja að kasta. Það líður ekki á löngu áður en lax tekur flug una á bólakafi. Hann fer sér ósköp hægt í byrjun, en ég finn að þarna er stórlax á ferð inni. Hann tekur siðan á rás og syndir upp ána alveg upp á Dýjaveitur. Ég var þá ekki farinn að sjá hann. Þar snýr hann við og syndir niður á staðinn,, þar sem hann tók og leggst þar bókstaflega á punktinn og haggast ekki. Ég byrjaði að toga i hann en lengi vel bifaði ég honum ekki. En, allt í einu fýkur í kauða og hann tekur þessa ofsa roku og endar hana með því að þurrka sig upp úr ánni. Þá brá mér voðalega, því að ég hélt ekki að svona skepnur væru til í ánni. Hann stökk aftur neðan við Syðstey og þá féllust mér algerlega hendur og ég get fullvissað þig um að hann hef ur ekki verið minni en Gríms eyjariaxinn (49% pund blóðg aður). Ég réð ekkert við lax inn, en var að vona að hann myndi fara n'ður með Ki£k- ey og Hrútey, þar sem ég ætti meiri möguleika. En, þvi var ekki fyrir að fara, hann tók strikið niður með austurland- inu og þar skildi með okkur. Ég hafði stöngina, en hann fluguna. Svipuðum laxi lenti ég einu sinni í á Fossflúð í Laxamýra- landi og þeim fiski hefði ég náð, ef rnaður hefði verið með mér. Sálarkvalir — Nú ert þú leiðsögumað- ur. Hvernig finnst þér að setja í lax og láta síðan annan mann taka við stönginni? — Því er fljótsvarað, það eru hinar verstu sálarkvalir, að láta mann, sem ekkert kann fá stöng með laxi á og sjá að- farirnar. — Hvað finnst þér um alla þessa laxagengd nú og alla veiðina í fyrra. Hver er skýr- ingin? —Hún er ósköp einföld, það er ræktun undanfarinna ára, sem nú er að koma í ljós, með stóraukinni laxagengd, Bænd- ur hafa undanfaritn ár sleppt miklum fjölda niðurgöngu- seiða og sumaralinna seiða í ána og þessi ræktun er að skila sér. Laxeldisstöðin á Laxamýri á eftir að gegna miklu hlutverki í því að fylla Laxá af stórlaxi og ef svona heldur áfram þarf ekki að biða þess í mörg ár. — Manstu eftir annari eins veiði? — Árið 1938 var með svip- aða stærð, en ekki annan eins fjölda og veiddist sl. sumar og virðist ætla að veiðast i sumar. — Að lokum Heimir, finnst þér alltaf jafn gaman að veiða lax? — Já, og ég vona að ég verði aldrei svo gamall að ég missi löngunina til að veiða lax, því að þá verð óg algerlega búinn að vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.