Morgunblaðið - 30.06.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNiBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 1973 JMwgmirlafrife hf. Arvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Kor.ráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstraeti 6, stmi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18,00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúl Fréttastjórl Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla CUónarmið íslands varðandi ^ fiskveiðilögsögumál hlaut stuðning mikils meirihluta þjóðanna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sl. vet- ur. Samþykkt allsherjarþings ins um þetta efni hefur mjög styrkt stöðu íslands í barátt- unni fyrir viðurkenningu á einhliða yfirráðarétti yfir fiskimiðum landgrunnsins. Þegar Bretar réðust með hervaldi inn í fiskveiðilög- sögu Íslands til þess að koma í veg fyrir löggæzluaðgerðir varðskipanna, kom strax fram krafa um að kæra of- beldisverk þeirra fyrir Ör- yggisráði Sameinuðu þjóð- anna. í ályktunum þingflokk- anna og miðstjórna stjórn- málaflokkanna komu fram kröfur um málskot til Ör- yggisráðsins. Ríkisst j órnin hefur þó enn ekkert aðhafzt í þessum efnum og engar skýringar gefið á þeim drætti, sem orðið hefur á málskoti til ráðsins. Formaður utanríkisnefnd- ar Alþingis hefur á hinn bóg- inn reynt að skýra aðgerðar- leysi ríkisstjórnarinnar.- Hann hefur haldið því fram, að Bretar gætu fellt hverja ályktun, sem borin yrði upp í Öryggisráðinu og færi gegn þeirra hagsmunum, þar eð þeir hefðu neitunarvald í ráðinu. Morgunblaðið hefur þegar bent á, að hér er um mis- skilning að ræða. Ef íslend- ingar kæra Breta samkvæmt VI. kafla stofnsáttmála Sam- einuðu þjóðanna um frið- samlega lausn deilumála, verða Bretar að sitja hjá samkvæmt skýrum ákvæð- um 27. greinar sáttmálans. I forystugrein í Tímanum sl. miðvikudag reynir formaður utanríkisnefndar að halda því fram, að það sé nú orðin hefð að stórveldin virði þetta ákvæði að vettugi. Vitnaði hann í því sambandi til þess, er Bandaríkin beittu neitun- arvaldi í marz sl. gegn álykt- un um Panamaskurðinn. Full trúi Panama sat sjálfur í for- sæti á þessum fundi Öryggis- ráðsins, en hafa verður í huga, að hann krafðist þess ekki, að Bandaríkin sætu hjá. Ef íslendingar senda kæru til Öryggisráðsins yrði hún reist á VI. kafla stofnsátt- málans um friðsamlega lausn deilumála. En samkvæmt skýrum ákvæðum 27. greinar sáttmálans ber deiluaðilum að sitja hjá, þegar atkvæði eru greidd um tillögu, sem flutt er á þeim grundvelli. ísland gæti augljóslega kraf- izt þess, að ákvæðinu yrði beitt. Ekki er ástæða til þess að ætla, að við yrðum eftir það beittir þeirri lögleysu, að Bretum yrði heimilað að greiða atkvæði. Meginatriðið er, að orð 27. greinar sátt- málans eru augljós og ótví- ræð, að því er varðar hugs- anlega tillögu um deiluna við Breta. í grein, er formaður utan- ríkisnefndar ritar í Tímann sl. fimmtudag reynir hann enn að færa fram viðbótar- rök fyrir því, að við getum ekki kært vegna neitunar- valds Breta í ráðinu. í grein- inni heldur hann því fram, að öll fimm stórveldin, sem hafa neitunarvald í ráðinu, þurfi að greiða atkvæði með tillögu til þess að hún nái fram að ganga. Hann full- yrðir með öðrum orðum, að tillaga sé fallin, ef eitt stór- veldanna fimm situr hjá. Hér er enn um mikinn mis- skilning að ræða. Stórveld- in geta ekki beitt neitunar- valdi sínu nema með því að greiða atkvæði gegn til- lögu. Við atkvæðagreiðslur í Öryggisráðinu um tillögur vegna Panamaskurðarins var t. a. m. fyrst felld tillaga nokkurra ríkja, þar eð Banda ríkin greiddu atkvæði gegn henni. Síðar á sama fundi var sam þykkt tillaga um málið með 12 atkvæðum gegn engu. Þrjú stórveldi, sem hafa neit- unarvald, Bandaríkin, Bret- land og Frakkland, sátu hins vegar hjá. Tillagan var engu að síður lýst lögmæt sam- þykkt Öryggisráðsins. Þetta tilvik sýnir, að þessi röksemd formanns utanríkisnefndar fær ekki staðizt. í öðru lagi heldur formað- urinn þvi fram í síðari grein sinni, að skylda Breta til þess að sitja hjá samkvæmt 27. grein stofnsáttmálans komi aldrei til álita, ef við kærðum ofbeldisverk Breta fyrir Öryggisráðinu, þar sem við myndum láta taka það upp á grundvelli VII. kafla stofnskrárinnar um aðgerðir vegna ófriðarhættu, friðrofa og árása, en ekki á grund- velli VI. kaflans um friðsam- lega lausn deilumála. Ef kært er eftir VII. kafla kem- ur m. a. til greina að krefjast þess að viðskiptabanni yrði beitt, samgöngur yrðu rofn- ar og jafnvel að beitt yrðí hervaldi. Frá upphafi hefur verið ljóst, að tilgangslaust væri að fara fra-m á slíkar aðgerðir gegn Bretum, enda hafa þeir neitunarvald, ef kært er á grundvelli þessa kafla. Með hliðsjón af þessu er vitaskuld skynsamlegast fyr- ir íslendinga að kæra Breta á grundvelli VI. kaflans um friðsamlega lausn deilumála og leitast við að fá sam- þykkta ályktun, er fordæmdi framferði þeirra. Við at- kvæðigreiðslu á þeim grund- velli yrðu Bretar að sitja hjá, ef farið er að réttum lögum. Það er algjörlega á valdi þeirrar þjóðar, er leggur fram tillögu að ákveða á hvaða grundvelli hún er reist. Því verður ekki trúað að óreyndu, að formaður ut- anríkisnefndar vilji sakir þrákelkni fara aðra leið en þá, sem líklegust er að styrkja okkar málstað. Ríkisstjórnin getur ekki undan því vikizt að gefa haldbetri skýringar á drætti málsins en formaður utan- ríkisnefndar hefur gert í skrifum sínum að undan- förnu. MALSK0T TIL ÖRYGGISRÁÐS INS DREGST Á LANGINN OLÍUKREPPAN OG RÍKIDÆMI ARABA OLÍUKREPPAN í heiminmn er komina á það stig að stims stað ar í Bandaríkjununt heftir orð ið að loka bensínstöðvum vegna bensínsskorts. Því er spáð að ef ekki verði fljótlega fundnar leiðir til þess að ráða bót á á- standinu muni olíukreppan hafa víðtæk áhrif á hagvóxtinn og varðveizlu hans í vestræmwn iöndum og þar með lífsafkomu venjulegs fólks. Kreppan er einnig farin að hafa áhrif á landvarnir og ut- anríkisstefnu vestrænna ríkja. Hún veldur því til dæmis að þeir sem ráða stefnúnni í Wash ington eru farnir að spyrja hvoft hægt verði að halda á- fram loftárásum í Vietnam, þar sem eldsneytisskorturinn sé örðihn svo tilfinnanlegur. Ar- abarikin gera sér grein fyrir þessú og aðstaða þeirra er orð- ín svo sterk, að ýmsir efast um að vestræn riki geti neitað Ar- abaríkjum um aðstoð í næsta stríði gegn Israel eí þau fara fram á slíkt. Vegna olíukreppunnar sjá Bandarikjamenn fram á að þeir verða að flytja inn olíu i miklu magni á næstu árum og olíu- kreppunnar hefur orðið hvað mest vart í Bandaríkjunum. — Olíunotkun í Bandaríkjunum er lika tæplega -40% heildar notkunar í heiminum og eykst um 8,7% á ári. Meðalaukning- in í heiminum er hins vegar lít ið minni, eða um 8%. Ríkiin í Miðausturlöndum, það eru Arabaríkin og Iran, ráða yfir 60% þess olíuforða, sem vitað er um I heiminum. Fyrir fimm árum námu olíu- tekjur þeirra 4,4 milljörðum dollara, en nú eru þessar tekj ur komnir upp í hvorki meíra né minna en 1Ö milljarða doll- ara og þvi er spáð að árið 1980 geti þessar tekjur orðið 40 millj arðar dollara. Ef þessar tölur reynast rétt- ar verða tekjur Arabaríkjanna meiri en sameiginlegar tekjur hvorki me'ra né minna en 500 stærstu iðnaðarfyrirtækja Bandarikjanna. Auðugasta olíu ríkið er Saudi-Arabía, sem hef ur um 7 milljónir ibúa, en gjald eyrisforði landsins er meiri en gjaldeyrisforði Bandarikjanna og Japans til samans. Þótt Arabarikin eyddu til samans aðeins helmingi þess fés, sem talið er að þeir fái fyr ir olíuna fram til 1985, ættu þeir eftir tæplega 120 milljarða doll ara, sem er næstum því eins mikið og allur varaforði heims ins í gulli og erlendum gjaldeyri er nú í dag. Þetta er nógu mik ið fé til þess að kaupa upp öll útgefin verðbréf allra oliufyr irtækja heimsims. Auðs og áhrifa Araba er þeg ar farið að gæta í veruiðgum mæli í heiminum. Olíupeningar Araba áttu einna mestan þátt í gjaldeyriskreppunni, sem leiddi til gengisfellingar dollar ans i marz. Ýmsir fjármálasér- fræðingar sögðu að sennilega hefði fjórðungur þeirra 6 millj arða doliara, sem flæddu til V- Þýzkalamds um m ðj an febrúar, verið „pappirsgull“ (það er sér stakar yfirdráttarheimildir) í eigu Araba. Aðrir sérfræðingar sögðu að Arabar hefðu farið eins að og aðrir, selt dollara til þess að tryggja eigmir símar. Margir fjármálafrömuðir á Vesturlöndum hafa áhygigjur af vaxandi peningaveldi Araba og þeim áhrifum sem það getur haft á Vesturlöndum á næstu árum. Mörgum finnst óraun- hæft að halda fundi um framtíð gjaldmiðla og skipulag gjaldeyr ismála án þátttöku Araba. Sá Arabaleiðtogi, sem mest h^fur reynt að færa sér í nyt það vald sem olíuauðæfin veita, er foringi Líbýu, Moammar Kadafi ofursti. Vegna eldneyt- isgkorts iðnaðarrikjanna tókst honum að neyða olíufyrirtæki tþ þess að auka olíugreiðsiur til Líbýu um 120% á tveimur ár um, úr 1,1 milljarð dollara (eða 1 dollar tunnan) í 2,07 millj- arða dollara (eða 2,20 dollara tunnan) 1971. Þessi gjöid hækka um 10% á ári til 1975. Með þessu hefur Kadafy m.a. tek'zt að koma sér upp mesta gull- og varagjaldeyrisforða Arabaheimsins, 2,9 milljarða dollara. Tekjurnar fara að miklu lejrti til hermála. Til dæm is ver hann 200 milljónum doll- ara til þess að kaupa 114 Mirage þotur. Auk þess hefur hann styrkt önnur ríki vegna barátt unnar gegn ísrael. Þannig veit ir hann Egyptum að minnsta kosti 125 milljón dollara aðstoð á ári, Sýrlendingum úm 45 millj ón dollara og A1 Fatah-hreyfing unni 20 milijónir dollara. Síðan 1970 hafa ellefu helztu olíuframleiðslulönd heimsins hækkað verð á olíu um 72%. Á fundi Samtaka olíuframleiðslu landa heimsins (OPEC) nýlega var krafizt bóta af olíufyrirtækj um vegna gengislækkunnar dollarans og pundsins. Fyrir- tækin hafa jafnan neyðzt til þess að koma til móts við stík ar kröfur olíulandanna vegna hótana þeirra um bann á fyrir tækin. Lönd eins og Saudi-Arabía hafa hins vegar farið inn á þá braut að semja um þátttöku í rekstri olíufyrirtækjanna. — Þannig fær olíufélag stjómar- innar í Saudi-Arabíu, Petromin, 25% hlutabréfa í risaolíufélag- inu Aramco. Hlutur Petromin í Aramco verður orðinn 51% 1983. Aðrir framleíðendur í Mið- austurlöndum hafa gert svip- aða samninga. Stjórnin i í ran tók nýlega við rekstri sam- steypu bandariskra, brezkca, franskra og hollenzkra fratn- le i ðsl ufyrirtæk j a. Verðhækkanirnar og aukin þátttaka Araba i rekstri fyrir tækjanna koma vestrænum ríkj um illa þar sem þau eru sifellt Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.