Morgunblaðið - 08.07.1973, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.07.1973, Qupperneq 2
Í2 MORGUK’ ’r ' )AGUR 8. JÚL.Í 1973 Erfiður vetur Þegar ein af fyrstu flugvéluTi um kom frá Vestmannaeyj um nóttina, sem gosið hófst, smellt- um við myntium af fólkinu er það steig á land í Reykjavík. Á einnd myndinni eru öldruð hjón. Þegar við nú fórúm að leita eft- ir því hver þau væru, kom í ljós að þetta var einn elzti stairfs maður ísfélagsins i Eyjum, Sig- urður Árnason og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir. Þarna urðu þau skyndilega að taka sig upp um miðja nótit og yfirgefa Vestmannaeyjair, þar sem þau hafa búið í 3—4 ára- tuigi og þar sem Sigurður hafði siína atvinnu, 76 ára gamall. Það er ekki auðvelt að byrja um- sviifalaust aftur. Við leitiuðum þau uppi, Sigurð og Sigríði og fundum þau í kjali araíbúð á Hofte'gi 16, þar sem þau eru nú ioks búin að fá samastað. — Ég keyptí ibúð, sá að það þýddi ekkert annað, sagði Sigurður. Og Sigriður var að byrja að koma þeim fyrir þar. Um nóttina, þegar þau fóru, höfðu þau ekkert tekiið með sér. Hún vissi ekki að hún var að yf'mgefa heimilið sitt, hafði bara farið út tíl að vita hvað þau ættu að gera og kom þaingað svo ekki aftur. Þau fóru niður á bryggj-u og þá kom biH, bílstjór inn sagði að nægt rými væri i flugvél á vellinum og þau stigu upp í bílinn. í Reykjavík fóru þau svo til systur hennar, og hafa enga ibúð getað fengið fyrr en þetta. — Það er óskaplega lieiðiniegt að troða sér svona upp á aðra, segir Sigríður. Og Sigurður bæt ir við: Við höfum haft lítið her- bergi og þurft að kaupa okkur fæði i vetur. Þeim kemur sam- an um það, gömlu hjónunum, að veturinn hafá verið fjarska erf- iður — þó kannski erfiðari fyr- ir aðra en þau sjálf. Og þau hafa sýnilega ekki kunnað vel við sig í Reykjavík. — Við höfðum aðeins einu s'nni komið til Reýkjavikur áð- ur, sögðu þau og aldrei upp í fiugvél fyrr. Og maður ratar ekkert og þekkir engan, sagði Sigríður. Þó var bót í máli, að strax og Isfélagið var búið að kaupa frystihús Júpiters & Marz, fór Sigurður að vinna hjá sinum gömiiu vinnuveitendum. Honum lætur sýnr.lega ekki að sitja auð um höndum — og vinnur til klukkan 7 á hverju kvöldi. Eru þau búin að fara til Eyja síðan gosið byrjaði? —■ Nei, Sigriður segist ekki ætla þangað í bráð, en Siigurður ætlar einhvern tíma að fara og sækja e tthvað af dötinu þeirra. Hvort þau flytjast aftur til Eyja vita þau ekki, ætia að sjá tííl. Ef þetta breytist tii batn aðar, þá kannski . . . Þetta lag- ast ef tffl vi'll í Reykjavík, nú, þegar þau hafa fengið húspláss. Þó að þau hjónin séu búin að búa í Vestmannaeyjum i 30—40 ár, þá er hvorugt þeirra þaðan. S’igurður er frá Norðfirði, en Si'griður undan Eyjafjöllum, kom til Eyja 1922. — Þau segjast sakna eyjanna. — Það er fallegt í Vestmannaeyj- um, segir Sigriður. En þar er auðviitað ilí’ka orðið ljótt núna! Og þegar hún heyrir að ekki sjáist lemgur tíl Eyjafjallanna og jökulsins út úr höfninmi, hrist- ir hún bara höfuðið — það er margt breytt í Eyjum. Fáeinum klukkustundum eftir aö gosið í Vestmannaeyjum hófst var Morgunblaðið komið út með aukablað - og þau áttu eft- ir að verða fleiri. Við leituðum uppi nokk- uð af fólkinu, sem var á myndunum í fyrstu blöðum, svo sem eins og gömlu hjónin hér til vinstri, þau Sigríði Guð- mundsdóttur og Sigurð Árnason. Hér efra er svo ný mynd af Sigurði í vinnu í Reykja- vík. í meðfylgjandi viðtölum segir frá þessu fólki og hvað á daga þess hefur drifið síðan það hraktist frá heimilum sín- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.