Morgunblaðið - 08.07.1973, Síða 12

Morgunblaðið - 08.07.1973, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLl 1973 Ætlum heim til Eyja EINAR Ágústsson, bifneiðastjóri, sagðist hafa verið með fjölskyldu sina í Keflavík lierugst af gosfcímanum, en til að byrja með voru þau í Reykjavík hjá Vinum og ættingjum. „Við höfum verið í kakkalafckakofa 1 Keflavik," sagði Einar, „öll 8 í 50 ferm. gömlum timburkofa. Vdð komum ekki einu sinni rúmunum ofckar fyrir og tveir verða að sofa á gólfinu. Annars hef ég verið að vinna heima í Eyjum síðan 1. marz og krakk- arnir hafa verið í vinnu í Keflavik í frysfcihúsunum þar.“ „Eigið þið von á að fá hús þar?“ ,Já, við munum fá eitt af viðlagasjóðshúsunum." „Ætl'ið þið heim aftur.“ „Já, það ætlum Við. Við reifcnum með að komast heirn aiftur til Eyja eins Heim við fyrsta tækifæri ÞORLEIFUR Sigurláksson sagði að sín fjölskylda hefði búið að Hóla- götu 41, en það væri vestarlega í bænurn. Húsið þeirra hefði ekkert skemmzt og nú væri hann búinn að hreinsa lóðina og grasbalinn fyrir framan það væri að verða grænn. „Ég er pípulagningarmaður, og fyrir þá hefur verið nóg að gera í Eyj- um í vetur. Þar hef ég unnið allan timann, en fjölskylda mín hefur dvalizt í Ölfusborgum." Þá sagði hann: „Við munum flytjast heim við fyrsita tækilfæri." Kona Þorleifs, Aðalheiður Óskarsdóttir, tók i sama sbreng og sagði að þau kynnu sæmilega við sig í Ölfusborgum, en heimþráin væri mikil. í Ölfusborgum fengu þau eitt húslð til urnráða og þykjast heppin. Aftur heim HEIÐMUNDUR Sigurmundsson heildsali, kvaðst hafa fengið ibúð fyrir fjöl- skyldu sína að Vesturbergi í Reykjavík, en þau eru 5 i heimili. Heiðmundur fór þó strax út í Eyjar aftur og hefur verið þar síðan. Kon- an hans skaut því þó að, að hann hefði komið 1-2 mánuði í skottúra, en þau sögðu að vel hefði farið um þau. „Heim aftur," svöruðu þau þegar við spurðum, „auðvitað ætlum við heim aftur eins fljótt og auðið er,“ og Heiðmundur sagði að sér litist mjög vel á framvinduna þar. „Það hlýtur að víisu að vera sárt fyrir fólk sem hef- ur misst húsin sin,“ sagði hann, „en það þýðiir víst ekki annað en anda ró- lega og ég er viss um að menn eiga eftir að sameinast um að drífa Eyja- hyggð aftur upp og þá verður ekki lengi verið að byggja hús fyrir þá sem hafa misst sín.“ Lofum þessu að lagast KÁRI Birgir Sigurðsson vélstjóri, sagðist hafa fengið innl fyrir fjölskyldu sína í Reykjavík, en hún telur 6 manns. „Ég fór strax að vinna," sagði Kári Birgir, sem er véistjóri á Eyjabát, „við fórum nokkrar ferðir út í Eyjar til þess að bjarga ýmsum munum, en síðan fóirum við á loðnuna." „Hafið þið góða íbúð?“ „Já, við fengum ágæta íbúð i eitt ár.“ „Nokkur framtíðaráform." „Nei, engin áform, ég fer I Norðursjóinn í sumar og ætl'i við lábum ekki gosið hætta, lofum þeissu að lagast áður en við förum að gera áætlainir. Hús- ið er farið, svo við sjáum bara ti'l í bild.“ Sjáum til hvernig gosið endar HAFSTEINN Ágústsson kvað fjölskyldu sína hafa verið í 6 vikur eftir gos hjá móður sinni í íbúð við Kaplaskjólsveg í Reykjavík, en þau eru 7 talsins. „Sdðan fengum við íbúð,“ hélt hann áfram, „sæmilega ibúð, en ég hef verið mest heima i Eyjum að vinna og verð áfram. Tvö börnin vinna hjá ísfélagi Vestmannaeyja á Kirkjusandi i Reykjavik, en við vonumsit eftir að fá eitt af þessum húsum, sem verður úthlutað, þVi húsið okkar er far- ið í Eyjum.“ „Hvað ætlið þið ykkur í framtiðinni?“ „Það byggist á því hvernig og hvar við getum komið okkur fyrir. Vjið* sjáum til hvernig gosið endar.“ . . . og svo fáein af börnum í veizlunni sem þeim var búin af foreldrunum og fleiri góðum mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.