Morgunblaðið - 08.07.1973, Side 13

Morgunblaðið - 08.07.1973, Side 13
13 ;> ' GUU 8. JÚLÍ 1973 Undir hraun Á Selfossi Jnhannes Þorgeirsison, Vestur vegi 32 og Sigurgeir Sœvalds son, Hólagötu 30 sögðu, að Jóhannes hefði búlð í vetur í Garðahreppi, en Sigurgeir í Reykjav'ik. Sögðust þeir kunna sœmilega við sig á meginlandinu, en samt væri mun betra að vera í úyjum, og að báðir væru staðráðnir í að flytjast til Eyja aftur. Jöhannos sagði, að það hefðí verið dáiítið þreytandi fyrir sig að fara úr Garða- hreþpi tiíl Reykjavíkur til að Síf-kja skóla, en hann var í Langholtsskóla. Hainin sagði, að hann hefði eimu sitnni kom ið ti’l Eyja eftir að gosið byrj aði, og sér hefðu þótt breyt- ingarnar mildar, en þetta myndi allt lagast með tíð og tíma. Báðir sögðu þeiir, að þeim hefðd leiðzt að vera í Lang- holtsskóla, — ,,þetta var ólíkt betra í Eyjum og eigum við þá við ríkjandi andrúmsloft," sögðu þeir. „Okkur finnst báðum, að fermitmg okkar í Skálholts- kirkju sé merkisatburður, og er þetta hlutur, sem okkur óraði ekki fyrir.“ Þeir sakna gamla skólans Eins og kunnugt er dvöldu 103 fermingarb örn frá Vestmannaeyjum að Flúðum vikuna fyrir íerminguna i Skálholti. Þar dvöldu þa u með Eyjaprestunum, séra Þorsteini L. Jónssyni og séra Karli Sigurbjörnssyni (myndin hér efra), Eiriki Guðnasyni kennara og fleirum. Það var kátur og hress kópur unglinga sem dvaldi þarna. Við tókum stutt viðtöl við 18 unglinga og eru þau hér. Við miklu fleiri ræddum við og það sama kom fram hjá öllum, öll vilja þau heim til Eyja sem fyrst. Flest voru reyndar það ákveðin að þau voru búin að gera það upp við sig að fara til Eyja þótt foreldrar þeirra færu ekki. Á Flúðum var auðséð að Eyjakrakkarnir nutu þess að vera saman. Það var sungið og leikið jafnhliða þvi að námsefnið var tekið föstum tökum. Svanhildur Guð’augsdóttir, Kirkjubæjarbraut 22 sagði, að sitt heimili væri kom ð á kaf undir gjall. „SSðan ég flúði Vestmanna eyjar hef ég búið á Eyrar- bakka og kann ég sæmilega við mig þar, þó ekki. eins vel og heiima i Eyjum. Þegar þess um djöfuigangi l'mnir, þá fer ég og fjölskylda mín til Eyja aftur. Reyndar hef ég ekki kom- izt enn til Eyja eftir að gosið hófst, en eftir ferminguma fer ég þangað í heimsókm. Skóla hef ég sótt tid Selfoss í vetur, og hef ég orðið að taka rú.tu á hverjum morgni, en það er nokkuð, sem mað- ur losmar við i Eyjum. Um það bil 20 fjölskyldur frá Eyj um eru á Eyi wakka, en heima hjá mér hefur búið ein viinkona mín, en foreldrar hennar eru í Reykjavík." Að lokum tíagði Svanhild- ur, að hún hefði eignazt marga góða vini á Bakkam- um, en engir jöfnuðust á við góða vini í Eyjum. Salbjörg Ágústsdóttir, Au.st urveg 22 sagði, að heimili hennar hefði fljótlega ,farið undir hraun. „Við höfum búið að Baróns stig ,29 í p.eykjavík síðan við komum hingnð," sagði, hún. „Ég hef kunnað ágætlega við m'ig í Reykjavík, en samt sem áður er ég ákveðin i að fara aftur til Vestmannaeyja, en ég veit ekki hvað mamma og pabbi gem. Breytingamar á lifnaðar- háttum voru mjög miklar fyrst eftir að við komum til Reykjavíkur. Sjálf hef ég gengið í Langholtsskóia og verð ég að játa það, að ég kann betur við þann skóla en skólainm heima i Eyjum, mér , finnst hann alQur miklu frjál slegri." Að lokum sagði Saibjöi-g, að hún kynni vel við það, að vera fermd í Skálholtskirkju, en aftur á móti hefð' dvölin á Flúðum ekki verið of skemmtileg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.