Morgunblaðið - 08.07.1973, Page 27

Morgunblaðið - 08.07.1973, Page 27
MORGIHNTBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚLl 1973 27 MYNDIR FRÁ EYJUM Maður man venjulega eitt- hvert atvík úr bamæsku simmi, sem er svo óvenjulegt, að maður getur í raun og veru alls ekki gert sér grein lyrir þvi hvers veigna það hef ur fylgt mainni alla þessa leið og er meiira að segja svo ljós- lifandi ermþé, að það er eins og það hefði gerst í gær. Ég man skeggjaðan öldung niðri í kjailaranum í húsi einu í Eyjum sem stendur að visu enmlþá upp úr öskumni, en á samt liklega alls ekki aftur- kvæmt þaðan úr því nú er komið á dagimn að húsin, sem féllu ekki undan farginu eru samt sums staðar eins og i suðupotti. öldungurinn var með tóbaksf jöl á hjánum og tó baksjárn í hnjóskþurrum höndunium, og i kringum hann var þvílík rimgulreið af smjúgandi köttum og hálf klæddum manneskjum, stag- bættum fataplöggum og rjúk. andi saltfiiski, sem húsmóðir- in var nýbúin að faara upp á emaleraða diska, að óvitan- um sem var að gem neftó- bakskaup fyirtr föður sinn varð alls ekki um sel. I>ar með væri sagan búin svo inerkiíleg sem hún er, ef mér hefði ektó áskotniast þarna svona eins og tiR einka afnota svo skýr og ógleyman leg mynd af vtetarveru og heimiliisháittum „venjulegr- ar“ fjölskyldu úti i Vest- mannaeyjum kringum 1930 að mér finnst næstum sem ég gæti lýst þar hverjum hlut imná enmþá: upplituðu mynd- inni á veggnnm af peysufata- konu og bónda með hattkúf; ódúkaða borðinu með matar- diteikunum á sem gátu ekki brotnað; útskornu vegghill unni sem var full af Ijótu búðargiingri og fallegum kuð ungum; kommóðunni og kfet- unni með fangamaaki eigand ans innan um málaða flúrið; Mka fjalagólfinu sem dúaði notalega þegar fuilorðnir gengu ttm það; og ég get enn þá séð fyrir mér kattafans- inn og krakkahrúguna og úf- ið og lúið fólkið sem var bú- ið að drifa sig úr ystu fllk- unum og var að háma í sig þennan saltfisk sem t'lvera þess grundvatlaðdst að veru- legu leyti á. Mér er myndin* verðmæt (þó að ég viti ektó af hverju hún geymdist svona vel) af því ég get sett nýriri myndir við hliðina á henni, þegar Eyjamar voru að s'test upp eftir fjórða áratugnum og tóku svo þetta stökk áfram sem færði þær má heita á einmi nóttu af f jalagólfimu og inn í teppalagða eitnbýlishús ið; það var þá sem stakkstæð- in tóku að skjóta grasi og emaleruðu blikkdiskaimlir hurfu meira að segja úr mót- orbáitumum og skellirniir í mót oæbátumum drukknuðu að lok um í niðnum frá hraðfrysti- stöðvunum sem girtu síðast höfnina eins og hvítur múr frá Skansinum og inn 1 Botn. 1 þessu blaði er f jaBað um nútámann og næstu framtíð, en það má liika rétt drepa á árim þegar það fólk var að al ast upp sem á me'ma en eima mynd frá Vestmamnaeyjum: þá nýju fyrir gosið þegar töm in var farin að vara árið um kring, og svo þá gömln fyrir heimsstyrjöld þegar Eyjarm- ar dormuðu miMi stóru átak- anna, eins og lögðust upp í locft og létu renna úr sér þeg ar vertíðarslagnum var lokið og menn þurftu ekki að óskapast eins og þeár væru gengnir af vitirnu til þess að hafa undan. Sem tfiu ára strák að minnsta kosti fannst mér sumarið og haustið vera sá áæstámi þegar karknenn höfðu helst næði till þess að taka hressilega í nefið og horfa spaklega upp i loft, og það var láka o'itthvað léttara yfir kvenfólkinu þar sem það masaði yfir morgunsopantun sem mörg konam kaus þá enn þá að súpa af undirskálinni, einkanlega ef kaffið var sjóð andi heitt. Að vísu er oftast sólskin í heimi tíu ára stráks, og jafnvel í beljandJi rigmimgu, og vandamál slíkra peyja ná ekki mikið út yf- ir hálsmálið á peysumni þeirra; en það var allt anmar blær á tilverunni samt þegar snu rvoðarbátamir dugguðu fyrir Klettinn I glampandi sótetómi ög konur og krakk- ar fylgdust með því að heim- am hvort búið væri að fflagiga hjá útgerðinmi, sem var þá merki um það að allir áttu að rjúka út á stakk- stæði að breiða fisk eltegar að þjóta af stað að ná hon- um samam. GaimFr menn sótbölva enn þá þegar minnst er á gömlu krærnar og hamdvagmana sem þeir böslnðu upp króarsund- im fullum af fiski. Það var auðvitað þrældómur. Meira að segja æruverðugar grá- haarðar frúr geta Mka hvesst sig ennþá þegar þær mirmast stundamma með fiskburst- ann við þvottakörim í gisnu húsunum þegar það gat jaifn- vel komið fyrtr í frostum að þær þyrftu að brjóta klak- ánn ofam af körunum á morgn ana áður en þær gátu snúið sér að vasktou. Það var eng- irnm öfundsverður af þeirri iðju. Þó fbmst mér oft að það fléttist brosviprur saman við blótsyrðin; og þegaæ strábarn ir voru að snudda í krimgum kræmar forðum, ef til viil til þess að ná sér í kvaroir I bát dnn sinn, þá leyndfi sér ekki að þar gerðist margt spaugi- legt lffika, þó að aBt rynni þar út ,4 blóði, slori og salt- pætói“ þegar mest gekk á og elgurimm gæti orðið svo mik- ill „að tók mönjwm í miðjan legg“. Ég vitna í Theódór Frið- riksson sem segiæ frá þessu i bók sinni „1 verum“ sem kom út ’41, en hann vann maæg- ar vertiðir í Eyjum. Hér er lýsimg hans á Mif- inu á Pöllunum þegar hann var aðgerðarmaðuæ hjá Gísla Magmússymii: „Gisli átti enn fnemur að- gerðarkró austur á Pöilum sem svo voru kaMaðir, skammt vestan við bæjar bryggjuna. Þangað upp varð að aka fiskinum gegnum mjó og þrönig sund. Vair iJlt um þessi sund að fara og að kadla ófært bílum. Rimlarnir á pöll um þessum brotnuðu oft, og gat oft verið hættulegt að fiara þar um í myrkri með þungar kerrur. Á pöll- um þessum voru mörg skot og gangar á báðar hendur. Lentu menn oft hver fyirir öðrum með kerrurnar fuilar af fiski, og ráikust saman í bendu, en aMlr vildu flýta sér.“ Mér fannst stóra stökkið i Vestmannaeyjum, sem átti eft ir að bylta þar öllu við, byrja með stríðinu, þó að ég væri alla tið of mitóll lausamaður á þessum Slóðum til þess að geta slegið svona hlutum föst um. Maður seg'r bara frá þvl sem maður sá og upplifði og reynir að draga sæmi- lega skynsamlegar ályktanir af því. Svo mikið er víst að með striðinn og eftir striðið byrjaði bærinn að bódgna út uns einn góðan veðurdag að maður uppgötvaði sér til skei'fingar að meira að segja Hásteinn var oirðinn pariur af bæjarlandinu og að gamM fótboltavöllurinn var í bráðri hgettu. Eitt sumarið í stríðinu skipti mannfölkið allt í einu um iit. Það varð móbrúnt. Mér finnst það hafa farið nokkum veginn sarnan: inn- reið bresku dátanna sem biirt ust einn góðan veðurdag á göt unum i sínum ólánlegu mó- brúnu herklæðum og svo allt þetta kvenfólk sem sýndist allt í einu vera komið í flök- un og flæddi upp í bæinn þegar flautan hvein í blý- þungum stíigvélahnöUum sem voru með svo rausnarlegum trésólum að stúlkurnar sem niú eru helzt ekki ánægðar nema þær gangi á stultum hefðu áreiðanlega orðið graan ar af öfund. Flökunaæstúlk- umaæ blómstruðu Mka all ar með tölu móbrúnum khaki sloppum, rétt eins og enginn kvenmaður gæti lengur ver- ið þekktur fyriæ að Mta á fisk nema hann hefði fyrst kom- ið við í Drifanda að gaMa sig þessum hraðsaumaða komm únubúntogi; og með þessari brúnu öldu finnst mér sem vegur stakkstæðanna hafi byrjað að þveæra og að veldi frystihúsanna hafi vaxið að sama skapi. Það er hollt núna að minn- ast þess að Vestmannaeyjar tóku stakkaskiptum á ákaf- lega skömmum tima ef maður einblíhir á bátana og atv'nnu tækin í landi og ber ti'l dæm- is samon lýsingar í bókum eins og fyrmefndri ævfeögu Theódórs Friðrikssonaæ og svo hvfita múrinn við höfn- ina þar sem krómaðar flök- unairvélar gengu tii skamms táma í fitealögðum söium og dætur flökunarstúlknanna sem áður er getið pökkuðu hvítum ftetó í hvfitaæ pappa- öskjuæ og sjálfar í svo skjannahvítum skyrtum við vimnuna að þær minntu mann helst á sfcígvélaða apó- tekara. Það er að visu rétt að fleiri útgerðarpláss á Is- landi rifu sig upp á þessu tímabili, en ég held samt að það sé ekkert óréttlátt að full yrða að á Hemaey hafi fram farimair jafnvei verið stór- stigaistar. Það gefur bjartsýninni sem gætir hjá möngmm í þessu Eyjablaði aukið gildi. Þegar menn em búnfiir að sýna, að þeir kunna á því tökin, þá vJrðist ástæðulaust að draga í efa að þeir geti sýnt sömu atorkuna á nýjan leik. Gísli J. Ástþórsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.