Morgunblaðið - 08.07.1973, Side 32

Morgunblaðið - 08.07.1973, Side 32
OG ÞÁ VAR ÞVÍ LOKS LOKIÐ EFRI myndin er tekin aí kvöldi 3. júli þegar opinber- lega var tilkynnt, ef svo mætti að orði komast, að gosinu i Vestmannaeyjum væri lokið. J»á gerðu menn margt sér til gamans og skutu flugeldum móti eldfjallinu og kveiktu á blysum. Á myndinni eru fá- eínir af þeim Eyjaskeggjum, sem komu saman umrætt kvöld til þess að láta í Ijós gleði sína. Blikið í augum stúlkimnar með blysið spegl- ar þær vonir Vestmannaey- inga, sem nú virðast vera að rætast. Heimaey er aftur að verða byggileg. Neðri myndin, sem okkur finnst lika hæfa að birta í þessu blaði, var tekin í Eyj- um á sjómannadaginn. Mynd- in gefur góða hugmynd um þau verkefni, sem enn blasa við Vestmannaeyingum, auk þess sem varla hæfði að láta minnismerki sjómannsins vanta í þetta Eyjablað. Sigurgeir í Eyjum tók báð- ar þessar myndir og auk þess nær allar myndir hér í blað- inu frá Vestmannaeyjum. Að merkja hværja mynd fyrir sig í öllum þessum grúa þótti hins vegar ekki vinnandi veg ur. Þó er þess að geta, að af myndunum á forsíðunni á Sig urgeir allar nema eina: þá af eldf jallinu að óskapast um nið dimma nótt. Valdís tók hana. Hin dökka myndin á forsíð- unni sýnir hv'ernig fólk mátti horfa á húsin sín hverfa. J>á eru andstæðumar á ljósu myndunum. Önnur sýnir hvernig börnin em aftur byrj uð að hoppa um Heimaey, hin er af því sem allir mega enn þá hafa í Eyjum — húsþrif- tinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.