Morgunblaðið - 29.11.1973, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER 1973
19
Breiðabólstaðarkirkja
á Skógarströnd vígð
Þetta er nýjasta kirkja landsins.
Hún var vígð 16. september sl.
Gamla kirkjan á Breiðabólsstað,
nær hundrað ára gömul, brann
haustið 1971. Eftir tvö ár var
þessi fallega kirkja risin á grunni
hinnar gömlu. Það var mikið af-
rek, svo fámenn sem sóknin er.
Burtfluttir Skógstrendingar
lögðu ómetanlegt lið. Þeir hafa
staðið fast saman um þetta mál
við hlið heimamanna.
Skógstrendingar, búsettir í
Reykjavík og nágrenni, koma
saman til viðræðu- og skemmti-
fundar á laugardaginn, 1. des., kl.
8,30 um kvöldið, í salarkynnum
Grænmetisverzlunar land-
búnaðarins, Síðumúla 34. Þar
verður m.a. drukkið kaffi, spilað
og sýndar myndir. Þær ágæfu
konur, sem hafa stutt kirkjubygg-
inguna af mikilli dáð, leggja til
veitingarnar.
Allir Skógstrendingar eru vel-
komnir og komi þeir sem flestir.
S.E.
Leikfanga-
markaður í
Hafnarfirði
NÝSTOFNAÐUR Lionsklúbbur i
Hafnarfirði, Lionsklúbburinn Ás-
björn, fer af stað n.k. laugardag
og sunnudag, 1. og 2. des., með
fjársöfnun i nýstárlegu formi.
Leikfangamarkaður verður
haldinn í Sjálfstæðishúsinu í
Hafnarfirði, þar sem allar gerðir
leikfanga verða seldar á vægu
verði, og rennur allur ágóði til
líknarmála.
Markaðurinn hefst kl. 10 f.h. á
laugardag og verður opinn til kl.
10 um kvöldið. Einnig verður opið
á sunnudag á sama tima.
Rlthöfundafélag íslands
heldur framhaldsaðalfund á morgun föstudaginn 30.
þm í Norræna húsinu kl. 8,30.
Ariðandi mál á dagskrá.
Stjórnin.
fltðrgpttMð&fö
óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf:
BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST
Upplýsingar í síma 35408
AUSTURBÆR
Barónstíg.
Laufásvegur 58 — 79 — Laufásvegur 2 — 57
Bergstaðastræti, Bergþórugötu, Ingólfsstræti,
Þingholtsstræti, Freyjugata 28 — 49, miðbær,
Úthlið, Háahlið, Hraunteig.
VESTURBÆR
Vesturgata 2 — 24
ÚTHVERFI
Sólheimar I Nökkvavogur, Blesugróf.
GARÐAHREPPUR
Börn vantartil að bera út Morgunblaðið
á Flatirnar
Uppl. hjá umboðsmanni i síma 52252
GARÐUR
Umboðsmaður óskast í Garði. — Uppl. hjá
umboðsmanni, simi 7164, og í sima 10100.
KÓPAVOGUR
Blaðburðarfólk óskast i Bræðratungu.
Upplýsingar hjá umboðsmanni i sima 40748.
Verðlaunahafarnir að lokinni verðlaunaafhendingu. Talið frá hægri: Gerður Guðmundsdóttir, Sigurlaug
Jónsdóttir, Linda Wendel, Þórunn Hauksdóttir og Þorbjörg Jósef sdóttir. Ljósm. Mbl.: Sv.Þ.
Rækjupönnukökumar voru „ljómandi”
Nýlega voru tilkynnt úrslit og
afhent verðlaun í Ljómasmárétta-
keppninni, en sem kunnugt er var
það Smjörlfki h.f., sem stóð fyrir
keppninni. Verðlaunin voru af-
hent f hófi að Þingholti og stjórn-
aði Davíð Sch. Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri Smjörlfkis
hófinu og afhenti verðlaunin, en
þau námu samtals 80 þús.
krónum.
Fyrstu verðlaun, 40 þús. kr.
hlaut Gerður Guðmundsdóttir,
Sævarlandi 8, Reykjavík (Köttur-
inn Klói), fyrir rækjupönnu-
kökur. Dómnefnd sagði um þenn-
an rétt, að hann væri: frumlegur,
einfaldur í matargerð og ljúffeng-
ur.
Önnur verðlaun, 20 þús. kr.
fékk Sigurlaug Jónsdóttir,
Stekkjarholti 4, Akranesi (S.J.)
fyrir humarrétt. Þriðju verðlaun,
10 þús. kr. hlaul Linda Wendel,
Blöndubakka 15, Rejkjavlk
(ILWA) fyrir tartalettur með
ostamauki. Fjórðu verðlaun, 5
þús. kr. komu í hlut Þórunnar
Hauksdóttur, Laufvangi 10,
Hafnarfirði fyrir krabbaskál.
Fimmtu verðlaun, einnig 5 þús.
kr. fékk Þorbjörg Jósefsdóttir,
Hverfisgötu 31, Hafnarfirði, fyrir
rétt sinn fylltir piparávextir með
kræklingi og sveppum.
Allir voru verðlaunahafarnir
mættir til hófsins ásamt eigin-
mönnum eða gestum. Sömuleiðis
var meirihluti dómnefndar mætt-
ur, en hana skipuðu: Haukur
Hjaltason, veitingamaður, Agla
Marta Marteinsdóttir, Dröfn
Farestveit, Elsa Stefánsdóttir.
Jón Á^eirsson, fréttamaður og
Skúli Þorvaldsson, veitinga-
maður.
Það hefur verið mikið starf.
sem hvíldi á nefndinni, því hún
þurfti að athuga 260 uppskriftir.
og 30 rétti þurfti að reyna sér-
staklega og suma oftar en einu
sinni.
Sögðu forráðamenn Smjörlíkis.
að uppskriftir hefðu borizt alls
staðar að af landinu, og sendu
karlmenn ekki síður en kvenfólk
uppskriftir, en enginn þeirra
komst í úrslit.
— Ræða Kristjáns Ragnarssonar
Framhald af bls. 17
Mannaflaskortur
Þess hefur mjög gætt að undan-
förnu, að erfitt hefur reynst að fá
fólk til þess að starfa við sjávar-
útveginn. Ástæðan til þessa er hin
mikla spenna, sem er á vinnu-
markaðinum. Ekki er svo að sjá,
að þeir, sem landinu stjórna, hafi
miklar áhyggjur af þessari þróun
mála, því hið opinbera virðist
hvergi draga úr umsvifum sínum
eða sýna vilja til þess að hér þurfi
að verða breyting á. Er hætta á,
að ef svo fer fram sem horfir
muni fljötlega, þegar kemur fram
á næstu vetrarvertíð, koma til
stórfelldra erfiðleika við mönn-
um bátaflotans og fiskverkunar-
stöðva.
Könnun fer nú fram á þvf, hver
vinnuaflsþörf sjávarútvegsins er
til lands og sjávar, í Ijösi þeirra
breyttu aðstæðna sem, m.a. hafa
skapast meðtilkomu hinna mörgu
nýju skuttogara. Er þess að
vænta, að menn geri sér ljósari
grein fyrir þeim vanda, sem hér
um ræðir, þegar niðurstiiður
þessarar athugunar liggja f yrir.
Óvissan
Margvíslegir erfiðleikar steðja
nú að útgerðinni og tel eg
óvissuna svo mikla, að óvfst sé
hvort útgerð geti hafist með eðli-
legum hætti um áramót.
Fiskifræðingar spá minnkandi
þorskafla um 10% á næsta ári, og
vegna minnkandi hrygingarstofns
megi búast við því að minnkun
þorskaflans verði hlutfallslega
meiri á vetrarvertíðinni.
Sjómenn hafa sagt upp öllum
kjarasamningum, og þótt
mánuður sé liðinn frá uppsögn,
hafa engar óskir komið fram um
breytingar á samningum.
Verkafólk og aðrir launþegar
hafa lagt fram þær hæstu kaup-
kröfur, sem nokkru sinni hafa
verið lagðarfram.
Verðbólgan æðir áfram stjörn-
laust og kaupgreiðsluvfsitala
hefur hækkað um 33 stig á einu
ári.
Stórfelldar hækkanir á
mikilvægustu rekstrarvörum út-
gerðarinnar eru í þann veginn að
skella yfir. Fyrirsjáanleg verð-
hækkun á olfu mun valda útgerð
bátaflotans auknum útgjöldum
um 500 milljónir króna á árs-
grundvelli og togurum um 200
milljönum. Veruleg verðhækkun
veiðarfæra og erfiðleikar i út-
vegun þeirra mun enn auka á
rekstrarerfiðleika útgerðarinnar.
Talið er, að sú verðhækkun geti
numið 300 milljönum króna á ári.
Þegar 1 jóst varð um þessar nýju
stórfelldu hækkanir á olfu og á
vörum, sem unnar eru úr olíu,
eins og á efni til veiðarfæra-
gerðar, varð ljóst, að allar
forsendur til að veita kjarabætur
voru brostnar. Ekki er hægt að sjá
að við þær aðstæður, sem nú hafa
skapast, verði hægt að viðhalda
núverandi Iffskjörum. Allar til-
raunir til að þvinga fram kjara-
bætur munu því aðeins magna
verðbólguna enn meir en orðiðer
og rýra þannig lífskjiirin.
Af framansögðu er I.jiisl, að við
munum hafa við margvísleg og
vandasöm málefni að fjalla á
þessum aðalfundi L.I.U. og ég
óttast, að við munum ekki geta
lokið fundinum nú, og munum
þurfa að koma saman að nýju,
þegar Ijösara verður um þann
grundviill, sem útgerðinni verður
ætlað að starfa á.
Atburðirnir og aðstaðan í
Eyjum.
Ö'llum eru í fersku minni hinir
ógnþrungnu atbruðir. er jarðeld-
ar brutust út á Heimaey 23. janú-
ar s.l.
Hafa þeir atburðir valdið
félögum okkar frá Vestmannaeyj-
um miklum erfiðleikum og rösk-
un á högum, eins og öllum íbúum
eyjanna. Þetta voru líka þungar
búsifjar fyrir þjöðina alla.
Þrátt fyrir þessar erfiðu
aðstæður tókst útvegsmönnum og
sjómönnum þeirra aðkoma iilluin
bátum til veiða á vetrarvertið með
þeim árangri, að ná sama afla og
árið áður. Aðstæður i höfnum á
Suðurlandi voru þó mjög erfiðar
og ólfkar því sem þeir höfðu átt að
venjast, sem m.a. kom fram í þvf.
aðaldrei var hægt aðyfirgefa bát
i hiifn alla vertiðina.
Þær takmiirkuðu b.vrðar. sem
þjöðin lagði á sig vegna
eldgossins, voru ekki greiðsla til
V estmannaeyinga. heldur
gieiðsla til þess að þjóðin fái
aftur notið afrakstursins af þvi
þýðingartnikla starfi. sem unnið
er f V estmannaeyjum.
Það eru einhcgar óskir. sem
fylgja ykkur útvegsmiinnum frá
Vestinannaeyjuin. þegar þið
befjið á mestu vertíð stiirf f ykkar
beimabyggð. en áformað er að all-
ur bátafloti Vestmannaeyinga
verði gerður þaðan út f vetur.
Eg hef þessi ávarpsorð mín þá
ekki fleiri og þakka meðstjörnar-
iniinnum mfnum í stjórn L.l.U.
fyrir áiuegjulegt samstarf á liðnu
starfsári. Eg fieri slarfsfólki
L.l.U. bezlu þakkir fyrir vel
unnin stiirf og iillum þeiin. sem
skipa trúnaðarstiiður á vegum
saiutakanna. Að svo tnæltii segi
ég34. aðalfund L.l.ll. setlan.