Morgunblaðið - 15.12.1973, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973.
Kjl Itíl. I l.l lf. i X
MJAIAJIt"
22-0-22*
RAUOARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
B1 21190 21188
TEL 14444 25555
im
BlLALEIGA CAR RENTAL
BÍLALEIGAN
felEYSIR
CAR RENTAL
«“24460
í HVERJUM BÍL
PIOMEER
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
IHverfisgötu 18
SENDUM 10 86060
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodr
LEÍGAH
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
FERÐABÍLAR HF.
Bílaleiga - Sími 81260.
Fimm manna Citroen G.S. stat-
ion Fimm manna Citroen G S
8—22 manna Mercedes Benz
hópferðabilar (m bílstjórum)
Bílaleiga
CAR BENTAL
Sendum
U* 41660 -42902
EMUR GAMALL TEMUR
^ SAMVIWNU8ANKINK
LESIÐ
1
ff39*«8Bp- fr
takmarkajðr j rejum
OHCLECR
STAKSTEINAR
Atlagan að
Reykjavík
AÐ undanförnu hefur veriS
flett ofan af tilraunum ríkis-
stjórnarinnar til að nota vald
sitt og aðstöðu til að þjarma að
Reykjavíkurborg. Ríkisstjórn-
in hefur þ.vrlað upp verðbólgu-
báli, sem er stórkostlegra en
dæmi eru til um hér á landi.
Verðlag og kaupgjald víxl-
hækka stórkostlega á þriggja
mánaða fresti, með þeim
óskemmtilegu afleiðingum, að
tölur, sem höfðu raunhæfa
merkingu f gær, verða út í hött
á morgun. Allt verðlag hefur
hækkað gffurlega eins og óhjá-
k'væmilegt er meðan hruna-
dansinn dunar við æsandi
undirleik vinstristjórnarinnar.
Þá finnur ríkisstjórnin sk.vndi-
lega upp það snjallræði, að
neita Revkjavíkurborg eða öllu
heldur þjónustustofnunum
hennar um gjaldskrárhækkan-
ir, og er þeim einum ætlað að
una í fortíðinni og notast við
þær tölur. sem raunhæfar voru
áður en áhrifa óheillaríkis-
stjórnarinnar lók aðgæta fyrir
um það hil tveimur árum og
áttatfu vfsitölustigum.
Og afleiðingin verður sú, að
þessi þjónustufyrirtæki borgar-
innar verða svo aðþrengd, að
þau geta með engu móti sinnt
verkefnum sínum eða staðið
við skyldur sfnar og verða því
að krefjast hækkunar á gjald-
skrám sfnum. Þá hrópa ráð-
herrarnir út um borg og bý:
Sjáiði bara, það er bölvað fhald-
ið, sem vill hækkanir, en við
höldum því niðri. Þetta minnir
á flensubakterfur, sem hrópa
mvndu: Sjáiði bara, það er
sjúklingurinn, sem er veikur,
en viðerum heilbrigðir og eins
og viðeigum aðokkur.
Ríkisstjórnin hélt að þessi
stefna hennar vrði væntanleg
til árangurs f.vrir flokka henn-
ar í næstu kosningum. Fólk
vtÖí sárt yfir því að Re.vkjavík-
urborg geti ekki veitt jafn góða
þjónustu og endranær. En þar
tóku ráðherrarnir svo sannar-
lega skakkann pól f hæðina.
Þeir vanmátu skynsemi og
sanngirni borgaranna heldur
betur. Þeir gera mun á söku-
dólgunum og þeim sem sökin
bitnar á. Þeir vita, að það á að
ráðast gegn bakteríunum en
ekki sjúklingnum. Þegar bæta
á ástand hans. Þeir vita, að það
er maklaus óskammfeilni að
ætla Revkjavíkurborg að verða
eftir í gamla verðlaginu, sem
hér gilti áður en vinstristjórnin
tók við völdum. Því mun þessi
atlaga ríkisstjórnarinnar re.vn-
ast ráðherrunum búmerang-
árás, sem mun hitta ráðherrana
sjálfa fyrir að lokum.
BorgarfuIItrúar vinstri flokk-
anna, sem gegn betri vitund
hafa stutt þessar aðgerðir rfkis-
stjórnarinnar, munu einnig
verða að hljóta sinn dóm en
borgararnir ganga til kosninga
næsta sumar. Þeir hafa svikið
umbjóðendur sfna, látið
freistast til að halda. að kúgun-
araðgerðir ríkisst jórnarinnar
gætu Ivft þeim í valdasætin.
Þeir munu sjá, aðóheilindi og
svik eru ekki til þess fallin að
skapa straust hjá Reykvíking-
Vítin að varast
Re.vkvíkingar hafa nú fyrir
augum vinstri stjórn, sem þrfr
„vinstri“ flokkar eiga aðild að.
Þar logar allt f illdeiium,
klögumálin ganga ávíxlogstór-
málum er ekki hægt að sinna
vegna óeiningarinnar. Hrossa-
kaup þessara flokka í pólitfsk-
um bitlingum og stöðum hafa
þanið út rfkiskerfið og eitt með
öðru orðið til þess að skattar á
almenningi hafa verið stór-
hækkaðir. Sundrungin varð
f.vrri stjórn að falli og sundr
ungin er einnig nú að e.vði-
leggja þjóðarbúið og verða
vinstri stjórninni sfðan aðfalli.
Borgararnir hafa þvf vftin að
varast. En þaðer ekki nóg með
að þrfr vinstri flokkar vilji fá
að stjórna borginni eins og
þeir hafa stjórnað rfkisstjórn-
inni. Nú vilja vinstri flokkarn-
ir vera fjórir eða jafnvel fimm
um að stjórna borginni. Eftir
þá reynslu, sem þjóðin hefur
haft af „samvinnu" þriggja
vinstriflokka í ríkisstjórn, þá
þarf ekki litla dirfsku og
ósaminfeilni að bjóða borgur-
unum að kjósa yfir sig „sam
henta“ stjórn fimm sundur-
leitra vinstriflokka. Enda er
ljóst, að pólitísk barátta þeirra
hefur ætfð birzt f og mun ætíð
birtast í því að reyna mjatla
fylgi hver af öðrum. Sú stað-
reynd gerir þeim í raun ömögu
legt að vinna saman nema um
stutta hrfð. Um leið og undir
kosningar hallar, byrja dylgjur
og svfvirðingar milli „sam-
starfsflokkanna“ og hver vænir
annan um svik og svindl, sem
fjölmörg dæmi er um, bæði
gömul, og enn fleiri ný.
Með storminn
1
fangið
Ræður og ritgerðir
Brynjólfs Bjarnasonar
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
bókin Með storminn f fangið I. og
II, eftir Brynjólf Bjarnason, fyrr-
um ráðherra. Eru þetta greinar og
ræður 1937-1972. A bókakápum
þessara pappírskilja segir forlag-
íð, Mál og menning m.a.: „I þessu
riti er safnað saman 74 greinum
og ræðum Brynjólfs Bjarnasonar
frá 35 ára tímabili. Töluverður
hluti þeirra hefur ekki komið á
prent áður. Við val efnisins hefur
það sjónarmið yfirleitt verið látið
ráða, að lesa mætti út úr því sem
samfelldasta sögu..“. Saga þessi
greinir frá reisn hningnun
Sdsíalistaflokksins og vera má, að
þessir þættir gætu orðið að ein-
hverju gagni til þess að skilja þá
atburðarás og þau sögulegu rök,
sem leiddu til hvorttveggja," sep-
ir í formála höfundar.“
Undan Jökli heitir þetta málverk og er þaðstaðsett á 4. hæð f húsi Jóns Loftsonar hf. Verkiðer eftir
Grfm M. Steindórsson og sést hann hér á myndinni við verk sitt, sem er 2x6 metrar að stærð. Er
þetta í þriðja sinn sem Jón Loftson hf. fær listmálara til að prýða veggi sfna, en áður hafa komið
þar við sögu þeir Gfsli Sigurðsson og Sveinn Björnsson og prýða þeirra málverk veggi 2. og 3. hæðar
hússins, (Ljósm. IVfbl. Sv.Þ.)
Messur á morgun
Dómkirkjan
Messa kl. 11.00. Séra Óskar J.
Þorláksson. Messa kl. 2.00 fell-
ur niður.
Barnasamkoma kl. 10.30 í Vest-
urbæjarskólanum v/Öldugötu.
Séra Þórir Stephensen.
Neskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 10.30.
Guðsþjónusta kl. 2.00. Séra
Frank M. Halldórsson.
A rbæ jarprestakal I
Messa í Arbæjarkirkju kl. 2.00.
Barnaguðsþjónusta i Árbæjar-
skóla fellur niður af óviðráðan-
legum orsökum. Séra Guð-
mundúr Þorsteinsson.
Dómkirkja Krists konungs
f Landakoti
Lágmessa kl. 8.30 f.h.
Hámessa kl. 10.30 f.h.
Lágmessa kl. 2.00 e.h.
Laugarneskirkja
Jólasöngvar fyrir börn og full-
orðna kl. 2.00. Barnakór úr
Laugarnessköla undir stjórn
frú Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur.
Sóknarprestur.
Frfkirkjan Reykjavfk
Barnasamkoma kl. 10.30. Frið-
rik Schram. Messa kl. 2.00. Séra
Þorsteinn Björnsson.
Bústaðakirkja
Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs-
þjónusta ki. 2.00. Séra Ólafur
Skúlason.
Langholtsprestakall
Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs-
þjónusta kl. 2.00. Séra Árelíus
Nfelsson
Óskastund barnanna kl. 4.00.
Séra Sigurður Haukur Guðjóns-
son.
Hallgrfmskirkja
Messa kl. 11.00. Séra Ragnar
Fjalar Lárusson.
Messa kl. 4.00 e.h. Ensk guðs-
þjónusta. Sendiherrar Bret-
lands og Bandaríkjanna lesa
ritningartextana. Guðsþjónust-
an er ætluð fólki af öllum
kirkjudeildum. Dr. Jakob Jóns-
son.
Iláteigskirkja
Lesmessa kl. 9.30. Barnaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Séra Arn-
grímur Jónsson.
Messa kl. 2.00. Séra Jón Þor-
varðsson.
Grensásprestakal I
Guðsþjónusta kl. 11.00.
Breyttur messutími vegna Ut-
varps. Séra Halldór S. Gröndal.
Kirkja Óháða saf naðarins
Messa kl. 2. — Sr. Emil Björns-
son.
EIliheimiliðGrund
Messa kl. 10.00. Séra Magnús
Guðmundsson fyrrverandi
prófastur messar.
Digranesprestakall
Barnaguðsþjónusta f Víghóla-
skóla kl. 11.00. Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 2.00. Séra
Þorbergur Kristjánsson.
Kársnesprestakal 1
Barnasamkoma í Kársnesskóla
kl. 11.00. Guðsþjónusta i Kópa-
vogskirkju kl. 11.00. Séra Arni
Pálsson.
Frfkirkjan Hafnarfirði
Jólasamkoma barnanna kl.
10.30. Guðmundur Óskar Ólafs-
son.
II af n arf j arðarki rkj a
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
G arðar Þorstei nsson.
Keflavfkurkirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Björn Jónsson.
Innri-Njarðvfkurkirkja
Fjölskyjidusamkoma kl. 8.30.
Se'ra Arelíus Nfelsson talar.
Fjölbreytt dagskrá. Björn Jóns-
son.
Garðakirkja
Iíelgistund fjölskyldunnar kl.
11.00. Jólasöngvar og hljóð-
færaleikur barna. Bílferð kl.
10.45. Bragi Friðriksson.
Grindavíkurkirkja
Messa kl. 2.00. Séra Þorsteinn
L. Jónsson frá Vestmanna-
eyjum prédikar. Jón Ami Sig-
urðsson.
Hvalsneskirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Séra Guðmundur Guðmunds-
son.
Utskálakirkja
Barnaguðsþjónusta kl. 1.30.
Séra Guðmundur Guðmunds-
son.
Sunn udagaskóli
Kristniboðsfélaganna
er f Álftamýrarskóla kl. 10.30.
Öll börn velkomin.