Morgunblaðið - 15.12.1973, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.12.1973, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. HJALMARSSON SKRIFAR UM BQKIVIENNTIR Guðinundur G. Hagalfn: STÓÐ ÉG ÚTI í TUNGLSLJÓSI. Séð, hcyrt, lesiðog lifað. Almenna bókafélajíið, desember 1973. STÖÐ ég úti í tunglsljósi er 6. bindi ævitninninga Guðmundar Gfslasonar Hagalins. Hin eru Ég veit ekki betur (1951), Sjö voru sólir á lofti (1952), Ilmur liðinna daga (1953). Hér er kominn Hoffinn (1954) og Hrævareldar og hiniinljómi (1955). Hagalín getur þess í tilefni nýjtt bókar- innar að hann ætli sér að ljúka í tveim bindum sögu sinni til þess tíma. sem Fflabeinshöllin (1959) tekur við. Sjálfsævisögur Hagalíns eru markverðar fyrir margra hluta sakir. Hann segir sína eigin sögu. sem er saga eins þróttmesta rit- höfundar okkar fyrr og síðar, hann greinir frá mörgum merkis- mönnum í mennta- og alþýðustétt. skáldum og listamönnum. og saga hans er einnig heimild um stjörn- málasögu. ekki síst vegna náinna kynna hans af Ieiðandi mönnum í þjöðlífinu. Mér hefur alltaf þótt mest vert iim þá mynd. sem dregin er upp af verðandi skáld- um. enda hafa þeir þættir bók- menntasögulegt gildi. Einu má ekki gleyma: Mönnum leiðist ekki f félagsskap Hagalíns. Frásögn hans er svo litrík og fjörmikil að lesandinn lifir sig inn i þessa liðnu daga. er orðinn þátttakandi í samræðum og atburðum. Ilann neyðist til að taka afstöðu til þess. sem gerist. Stundum langar hann til að lækka rostann í mönnum. sem láta ljós sitt skína. leggja orð i' belg. Svo ljóslifandi er þessi saga og htin á meira en lítiðerindi við okkur Við þurfum að þekkja liana til þess að átta okkur á sant- tfmanu m. Hagalín hefur aldrei verið sakað- ur um skapleysi. Það er heldur að mönnum hafi þótt hann einum of gustmikill í afstöðu sinni til ýmissa mála. En hinn jákvæði andi. sem einkennir hann og dýpkar allt. sem hann skrifar og gæðir það mannlegum og heil- birgðum skilningi. er ríkjandi í sjálfsævisögum hans. Hann legg- ur beittustu vopnin á hilluna. lítur hlutina augum umburðar- lyndis og manndóms. Lesandínn veit að hann hefur skemmt sér hvernig sem vindarnir blésu. Mildin og harkan. lognið og stormurinn. skiptast á í skapferli hans. en þegar hann lítur um öxl skín hið milda og bjarta Ijós yfir sviðinu. Ég á ákaflega erfitt með að hugsa mér að Hagalín geti verið illa við nokkurn mann. vorið 1919 hafi ég eftir tveggja ára veru í Reykjavík þekkt þar í sjón alla fremstu mennta- og valdamenn, helztu athafna- og kaupsýslumenn. forystumenn verkalýðshre.vfingarinnar. mestu aflamenn togaraflotans. alla þá, sem áttu sæti á Alþingi og auk þess marga aðra af ýmsum stétt- um og á ýmsum aldri, og þar á meðal auðvitað alla. sem komu að einhverju leyti einkennilega fyrir sjónir á götum bæjarins." Næst segir frá því hvernig það atvikaðist að Ilagalín var ráðinn ritstjóri nýs blaðs á Sevðisfirði. Sagt er frá stórkostlegri drykkju- veislu. sem Hagalín hélt þeim frændunum Stefáni frá Hvítadal og Jakobi Thorarensen. Þessarar veislu verður lengi minnst í ís- lenskri bókmenntasögu, enda margt látið fjúka. sem varpar ljósi á skáldskap þeirra þremenninganna og sannspár hefur Stefán reynst um Hagalin. Hann hefur fljótlega af skáldlegu innsæi sínu séð hvert hæfileikar hans beindust. Freistandi er að vitna í orðræður þeirra félaga. en verður ekki gert að sinni. Aftur á móti má geta þess að öll frásögnin | af veislunni er yljuð þeirri góðlát- legu kýmni. sem Hagalin er svo eiginleg. og lesandinn gerir stundum ekki annað en véltast um af hlátri á milli þess, sem hann íhugar speki þeirra félaga. Þessi kafli er einn sá eftir- minnilegasti í bókinni. Kaflinn í heimahögum. þar sem hinum mikilhæfa sjósóknara, föður Ilagalíns, er lýst og sömuleiðis móður hans og öðru heimilisfólki í Lokinhömrum og minnisstæðum nágrönnum, hefur vfir sér birtu endurminningarinnar. þar sem landslag og menn stíga eins og drangar úr djúpi tímans. Hagalfn er í essinu sínu þegar hann lýsir fiskiróðri með föður sínum. Um leið veitir hann innsýn í sögusvið. sem hann hefur áður notað. til dæmis í Þætti af Neshólabræðr- um og Sturlu i Vogum. Samferða Hagalín austur á firði nteð Sterling var Jón Stefánsson, bóndi á Hreiðarsstöðum á Fljóts- dalshéraði. en ættaður úr Þing- eyjarsýslu. Samræður þeirra Jóns og Hagalíns á leiðinni austur eru brot úr bókmenntasögu. Jón segir skoðun sína á þingeyskum skáld- um og bændahöfðingjum af mík- illi mælsku Hagalín gætir þess að grípa ekki fram í. Hann er forvit inn að venju og leggur hvert orð á minnið. Jón Slefánsson helur verið greindur maður <)g víðles- inn, enda dómar hans grundvall- aðir á þekkingu. Saga þingeyskra skálda er enn óskráð, en Hagalín leggur hér sitt af mörkum eins og löngum þegar bókmenntir ber á góma. Sevðisfirði lýsir Hagalín ekki niikið, enda mun koma að því síðar hjá honum, en ýmsum per- sönum gerir liann glögg skil til dæmis Kristjáni lækni Kristjáns- syni. Sigfúsi Sigfússyni. þjóð- sagnaritara, Eðvald Eyjólfssyni, pósti. Pétri Jóhannssyni, bóksala og Guðmundi W. Kristjánssyni, úrsmið. Leið Hagalíns liggur upp í Jökuldal og á Ilérað og þar lýsir hann hverjum bóndanum af öðrum og þeir tala eins og þjóð- málaskörungar og menntamenn við hinn unga upprennandi rit- höfund. Tengdaföður sínum, Jóni á Hvannáog heimilislífi á Hvanná lýsir Ilagalín innvirðulega, enda Guðmundur Gfslason Hagalfn Afálfum var þar nóg fann hann þar sína álfamey, Kristínu. fvrri konu sína. Frá- sögnin af fundum þeirra Hagalíns og Kristínar hefur yfir sér þjóð- sagnakenndan og töfrandi blæ. tunglskin ástarinnar flæðir vfir síður bókarinnar og mörgum mun þykja sá kafli skemmtilegastur, enda er hann með því eftirminni- legasta, sem Hagalín hefur skrif- að á síðari árum. Sjálfan sig gerir hann hálf skoplegan andspænis dýrð hinnar ungu konu. lýsingar hans leiða hugann að meistaran- um Hamsun. sem kunni rit- höfunda best að draga upp mynd af álíka hugarástandi. .....en svo er það, að ég fór hingað austur til að fá tækifæri til að lesa og læra. kynnast nýjum staðliáttum og fólki og leggja stund á skáldskap. átta mig veru- lega á því. hvaða hæfileika ég kvnni að hafa á því sviði. og reyna sfðan að sjá. hvað tilveran hefði mér upp á að bjóða sem slíkum", segir Hagalín við frænda Krist- fnar Björn Jónsson. En margt fer öðruvfsi en ætlaðer. Draumórarn- ir fá vfirhöndina. Hagalín snýrþó ekki baki við skáldskapnum. Hann yrkir f þjóðlegum stíl og þýðir ljóð eftir Viggo Stucken- berg um „sæluna milli manns og konu". Hann skýrir frá þeim áhrifum. sem bækur eins og Söngvar förumannsins eftir Stefán frá Hvítadal, Svartar fjaðrir Davíðs. Sprettir Jakobs Thorarensens, Fornar ástir Nor- dals, Barn náttúrunnar eftir Laxness, Sögur Rannveigar eftir Kvaran og Drengurinn eftir Gunnar Gunnarsson. höfðu á hann. Gaman er að hugleiðing- unni um Hel eftir Nordal. Hagalfn hefur f senn verið opinn f yrir nýjungum og með fádæmum vandlátur við sjálfan sig á þessum tímum. eins og dæmið um Ijóð hans í skóginum. sem birtist í Blindskerjum (1921) vitnar um. Kanadfskur prófessor, Walter Kirkconnell. vildi fá Ijóðið birt í þýðingasafni sínu með verkum íslenskra skálda, en Hagalín hafn- aði tilboðinu vegna þess að hann var ekki sáttur við hvernig Kirkconnell þýddi næstsíðasta erindið. Viðhorf Hagalíns til bókmennta birtast með glæsilegum hætti í orðum. sem ekki verður komist hjá að vitna til vegna þess hve þau varpa ljósi á margt í fari hans: ....og það get ég aldrei fullþakkað. hvorki foreldrum mínum. menningarháttum bernskuára minna. Sigurði Nordal, kynnum nínum af ný- norskri endurreisn né sjálfum himnasmiðnum, að ég hef aldrei orðið sá þræll neinnar bök- menntatízku að geta ekki notið nýjunga í bókmenntum. sem ekki leiða til fáránlegra öfga í formi eða hugsun og afvegaleiða gáfaða höfunda, svo að þeir fái aldrei notið sín — og ekki heldur for- m.vrkvazt svo af skemmtilegum og forvitnilegum nýjungum. að e'g hafi ekki metiðgildi persónulegs skáldskapar í anda liðins tíma — hvað þá að ég hafi gleymt hínni ógjaldanlegu þakkarskuld. sem fslenzkt þjóðlíf og menning stendur í við íslenzka sagnaritara og ekki aðeins hin meiri háttar skáld okkar frá liðnum öldum, heldur og þúsundir karla og kvenna í alþýðustétt, sem ortu rímur og lausavisur og héldu á lofti margvíslegum sögnum. dul- rænum og dulrömmum. dásam- legum hugsmíðum, sem eymd og óskhyggja spunnu f órofa bróð- erni. og raunsönnum. en stílfærð- um og stundum glettilega og listi- lega ýktum mann- og atburðalýs- ingum1. Stóð ég úti f tunglsljósi lýkur á þvi að skáldið hefur eignast sína álfamev, prentarinn Guðmundur Helgi Guðmundsson. er kominn að sunnan og blaðamennskan getur hafist. Næstu tveggja binda verður beðið meðóþrevju og hver veit nema Hagalin haldi áfram að segja frá því, sem gerðist eftir Fflabeinshöllina. Það yrði áreiðanlega vel þegið, enda af miklu aðtaka. Hann ertil allsyís. Stórviðburðir í máli og myndum Arbókin 1972 komin út Hvergi verður þetta ljósara en í Stóð ég úti í tunglsljósi. þessari breiðti og viðamiklu sögu. þar sem hann leiðir lesandann enn á ný inn í heim römantískra ævin- týra og kynnir honum um leið hyersdagslega veröld. sem gæti virst tíðindalítil og efnissnauð. ef kunnáttusamur rithöfundur héldi ekki á pennanum. í upphafi Stóð ég úti í tungls- ljósi vitnar Ilagalín í orð möður sinnar um „að forvítnin er sann- kölluð guðsgjöf þeim. sem kann aðstilla henni í skikkanlegt höf". Spurull veit mikið. Spurull hefttr Hagalín alltaf verið og forvitinn. En orð.hinnar gáfuðu vestfirsku konu hafa veríð leiðarljós hans. Þegar Hagalín kom til Reykja- víkur gaf hann „forvitninni eins lausan tauminn og tíini minn og aðstæður leyfðu". eins og hann kemst sjálfur aðorði: „Egþekkti ekki aðeins fljiítlega hverja götu í borginni. heldur líka öll býlin í nágrenni hennar. og smátt og smátt fékk ég vitneskju um, hvar meginþorri kunnra manna átti heima. Og þó að Reykvíkingum nútímans. hvað þá aðvífandi mönnum. kunni að þykja þaðlygi- legt. leyfí ég mér að fullyrða. að BÖKAÚTÁFAN Þjóðsaga hefur sent frá sér á markaðinn hókina „Arið 1972 — Stórviðburðir líð- andi stundar í máli og myndum meðfslenzkum sérkafla". Aðsögn útgefanda er árbókin óvenju seint á ferðinni í ár sökuin tafa við prentun hennar, en dreifing er hafin til áskrifanda. Upplag 1 árbókarinnar nú er um 6 þúsund eintök, en þar af fer tæplega helmingur strax til áskrifanda. Þessi árbók er hin áttunda í röðinni, og hafa bækurnar verið metsölubækur frá upphafi. Ar- bækurnar 1965 og 1966 eru til 1 dæmis algjörlega uppseldar, en 1 aðra árganga er unnt að fá hjá Þjóðsögu, eftir að viðbótarupplag var prentað af árbókunum 1968, 1969 og 1970. Verð árbókarinnar 1972 er 1.780 krónur auk sölu- skatts, en verð eldri árganga er breytilegt. Þjóðsaga gefur árbókina út i samvinnu við Vel trundsehau Verlag í Sviss. Að þessu sinni er hún prentuð í Fredriksund í Dan- mörku. íslenzki textinn var settur i Prenthúsi Hafsteins Guðmunds- sonar að Bygggarði á Seltjarnar- nesi. Árbókin 1972 er 20 blaðsíður að stærð f stóru broti. Myndirnar skipta hundruðum og eru fjölmargar þeirra í litum. ’ Sérstakur kafli er um íþrött- ir, fyrst og fremst frá Olym- píuleikunum. Vegna hans eru myndir íslenzka sérkaflans heldur færri en venjulega, en meðal þeirra má nefna myndir frá skákeinvíginu og upphafi landhelgisdeilunnar. Arbókinni fylgir að venju nafnaskrá, staða- og atburðaskrá og skrá yfir ljós- myndara íslenzka sérkaflans. Erlendu stórviðburðirnir eru þungamiðja árbókarinnar, en Þjóðsaga telur íslenzka kaflann auka mjög á gildi bókarinnar fyr- ir íslendinga. Árbækurnar eru ómetanlegar fyrir sérhvert heim- ili og til að gera sem flestum kleift að eignast þær býður Þjóð- saga þeim, sem þess óska, að njóta afborgunarkjara, hvort sem er á einstökum bókum eða safni þeirra. Aðsetur Þjóðsögu er nú flutt að Lækjargötu 10 A, Reykja- vfk. Forstjóri Þjóðsögu er Hafsteinn Guðmundsson og annaðist hann umbrot íslenzka kaflans. Gísli Ólafsson ritstjóri annaðist rit- stjórn erlenda kafla íslenzku út- gáfunnar, en íslenzka sérkaflann hefur Björn Jóhannsson frétta- stjóri tekið saman. Hafsteinn Guðmundsson meðeintak af Arbókinni 1972.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.