Morgunblaðið - 15.12.1973, Síða 22

Morgunblaðið - 15.12.1973, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. Geir Hallgrimsson: Ekki skuldbinding um stuðning við hækkun söluskatts Að samþykkja tollskrá Þorvaldur Garðar: Hlutdeild sveitar- félaga nauðsynleg — í rekstri þörungaverksmiðju FRUMVARP til laga um tollskrá kom til fyrstu uniræðu f efri deild á fimmtudag. Ilalldór E. Sigurðs- son, f jármálaráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði, og sagðist vonast til að það fengist afgrei'tt fyrir jól, svo að tollskráin gæti tekiðgildi um áramótin. Ráðherra sagði það nýmæli vera í frumvarpinu, að þar væri gert ráð fyrir, að tollar yrðu ákveðnir fyrir næstu þrjú ár, eða tíl ársloka 1976. Rakti hann síðan nokkra liði frumvarpsins, sem sýndu verulega lækkun tolla á þessu u mræddu tímabili. M.a. væri lækkaður tollur á mörgum „smyglnæmum" vörum. Að lokum sagði ráðherra, að hátollastefnan heyrði nú sögunni til, og væri þetta frumvarp glöggt dæmi um stefnubreytinguna í tollamálum Geir Hallgrímsson (S) gagn- rvndí nokkuð hversu seint þetta nýja frumvarp hefði komið fram, þar sem það ælti að taka gildi um áramótin. Það væri ljóst, að a' þessum skamma tíma. sem væri til j()la, væri ekki unnt að taka frum- varpið til gaumgæfilegrar at- hugunar eða bera fram við það breytingartillögur. Mikils væri um vert, að stuðla að því, að frum- varp þetta næði fram að ganga fyrir jól, sérstaklega meðtilliti til þeirra hagsmuna iðnaðarins, sem i' húfi væri. U)ks lagði Geir Hallgrímsson áherzlu á, að hann teldi alls ekki, að stuðningur við þetta frumvarp fælí í sér skuldbindingu um stuðning við hækkun söluskatts til þess að mæta tekjumissi ríkis- ins vegna þessarar nýju tollskrár, sérstaklega þar sem ekki lægi enn fyrir heildartekjuáætlun ríkisins. Jón Ármann Héðinsson (A) kvaðst telja ntjög óraunhæft að afgreiða þetta frumvarp fyrir jól, þar sem þingmönnum gæfist þannig ekki kostur á að fjalla eðlilega um málið. Ileldur ætti að miða við að afgreiða málið snemma á næsta ári, og láta síðan tollskrána virka aftur fyrir sig, þannig að ofgreiddir tollar yrðu endurgreiddir. Þá gagnrýndi .Jón Annann einnig það, að frumvarpið hefði ekki verið sent nógu mörgum að- ilum til umsagnar, þ.á m. hefði þaðekki veriðsenl til heildarsam- taka bænda eða til Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna. Margt væri hægt að setja út á í frumvarpinu. T.d. teldi hann tnjög óæskilega þá mismunun, sem bflaeigendur yrðu fyrir, með því að bflar, sem taldir væru at- vinnutæki væru í lægri tolla- flokki en aðrir bflar. Ilann áliti að allar fólksflutningabifreiðir ættu að vera í sama tollaf lokki. Þá væri FRUMVARP til laga um veiðar með botnviirpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelgi, kom til annarrar umræðu í neðri deild á fimmtudag. Sjávarútvegsnefnd bar fram viðamiklar breytingar- tillögur við frumvarpið, sem miða að því að víkka heimíldina til togveiða í landhelginni í nokkr- um ntæli. Þá báru þrír þingmenn Vesturlands fram breytingartii- lögur uni veiðiheimildir út af Vesturlandi. Garðar Sigurðsson (Ab) for- maður sjávarútvegsnefndar, fylgdi breytingartillögunum úr hlaði. Sagði hann, að sumum þætti líklega nóg um hversu lengi frumvarpið hefði verið til með- ferðar í nefndinni. Ástæðurnar fvrir þvf væru þær, að athugun á frumvarpinu hefði verið tíma- frek. Sjávarútvegsnefnd hefði margrætt frumvarpið á fundum sínum, og sameiginlegir fundir hefðu verið haldnir um það með sjávarútvegsnefnd efri deildar. Nefndir útvegsmanna og sjd- manna hefðu komið til fundar við sjávarútvegsnefnd, m.a. fulltrúar af öllu landinu frá aðalfundi L.Í.U., sem lagt hefðu fram tillög- ur sínar í smáatriðum. Hefðu þær tillögur, svo og margra annarra verið hafðar til hliðsjónar í störf- um nefndarinnar, auk allra þeirra gagna, sem fiskveiðilaga- nefnd hefði aflað sér í sínum nefndarstörfum. Þá lagði Garðar áherzlu á, að frumvarp þetta þyrfti að verða afgreitt fyrír hátfðar. Að öðrum kosti yrði að framlengja enn um tollur á bílum of hár, heldur ætti á taka upp þá stefnu, að skatt- leggja eyðslu, svo sem að hækka bensín. Magnús Kjartansson, iðnaðar- ráðherra, sagðist teljá illa farið, ef ekki næðist að afgreiða frum- varpið fyrir jöl, sérstaklega þar sem mikið væri í húfi fyrir iðnað- inn í landinu. sinn veiðíheimildir, sem engum þætti góður kostur. Friðjón Þórðarson (S) mælti fyrir breytingartillögu, sem hann flytur ásamt Benedikt Gröndal og Guðmundi Þorsteinssyni. Fela þær í sér breytta tilhögun veiði- svæða á Breiðafirði, og sagði þing- maðurinn, að það væri óvíða á landinu, þar sem erfiðara væri að setja ákveðnar reglur um tak- markanir á veiði, sem allir gætu sætt sig við. Þessar breytingartil- lögur væru þó f fuilu samræmi við óskir fbúa héraðsins. Þá er í tillögunni einnig gert ráð fyrir að ráðherra sé heimilt að veita frekari togveiðiheimildir en greindar væru f lögum þessum, í takmarkaðan tíma og á tilgreind- um veiðisvæðum. Væri það vegna þeirrar sérstöðu, sem væri í ver- stöðvum við Breiðafjörð, að fiski- bátar væru flestir undir 105 tonnum að stærð, enda hefðu þeir byggt veiðar sínar á grunnmið- unum í kringum Snæfellsnes. Guðlaugur Gfslason (S) sagði þetta frumvarp vera eitt af stærri og merkilegri málum þessa þings. Þó væri því ekki svo farið, að það væri galialaust, og mætti ýmislegt að þvi finna. Þá sagði þingmaðurinn, að í þau skipti, sem hann hefði reynt að fá Alþingi til að taka á fiskveiðimál- unum, þá hefði alla tíð ráðið tvennt, — hagnýtingarsjónarmið og verndunarsjónarmið, til að koma f veg fyrir ofveiði. I fram- komnum breytingartillögum fyndust sér verndunarsjónarmið- in helzt til mikiðfyrir borð borin. Þá fjallaði Guðlaugur nokkuð FRUMVARP til laga um þörungavinnslu við Breiðafjörð kom til annarrar umræðu f efri deild á fimmtudag. Gerir frum- varpið ráð fyrir, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir stofnun hluta- félags, er reisi og reki verksmiðju að Reykhólum við Breiðafjörð til vinnslu á þörungum eða efnum úr þörungum. Gert er ráð fyrir, að ríkið eigi a.m.k. 51% hlutafjár. Iðnaðarnefnd bar fram nokkrar breytingartillögur við frumvarp- ið, og ennfremur bar Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) fram sérstaka breytingartillögu. Þegar frumvarpið var afgreitt til neðri deildar í gær, voru breytingartil- lögur nefndarinnar samþykktar, en tillaga Þorvalds Garðars felld um verndun á miðunum fyrir Suðurlandi, einkum á Selvogs- banka. Sagði hann brýna nauðsyn vera á aukinni vernd þar. Ilelzt þyrfti að loka þar ákveðnum hrygningarsvæðum í 2—3 ár, þannig að fiskifræðingarnir gætu fylgzt glögglega með notagildi slíkra friðunaraðgerða. Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra sagði, að með þessum breytingartillögum nefndarinnar væri dregiðnokkuð úr þeim höml- um, sem verið hefðu á togveiðum samkvæmt frumvarpinu í upphaf- legri mynd þess. Breytingartillög- urnar væru um margt góðar, en þó kvaðst hann hafa nokkrar at- hugasemdir fram að færa, sent hann myndi senda sjávarútvegs- nefnd til meðferðar milli annarr- ar og þriðju umræðu. Varðandi þann lið í breytingar- tillögum Friðjóns Þórðarsonar o.fl., sem fjallaði um að veita ráð- herra heimild til að leyfa auknar togveiðar i Breiðafirði, sagði sjávarútvegsráðherra, að hann teldi það ekki geta náð fram að ganga. Þetta ákvæði væri í al- gjörri andstæðu við meginstefnu f rumvarpsins, sem víða fæli í sér heimild til ráðherra til að draga úr veiðiheimildum, en alls ekki að auka þær. Karvel Pálmason (SFV) sagði, að þessar auknu veiðiheímildir, sem gert væri ráð fyrir í breyt- ingartillögum sjávarútvegsnefnd- ar væru til komnar vegna þess, að aðstæður hefðu breytzt frá því að frumvarpið var fyrst flutt. Þá hefði verið gengið út frá því, að íslendingar einir myndu hafa að viðhöfðu nafnakalii. Þá var frumvarpið tekið til meðferðar f neðri deild í gær og afgreilt til annarrar umræðu. Steingrfmur Hermannsson (F) formaður iðnaðarnefndar mælti fyrir nefndaráliti og breytingar- tillögum iðnaðarnefndar. Greindi hann frá viðamiklum rannsókn- um, sem gerðar hefðu verið á hag- kvæmni við rekstur slíkrar vinnslu og rakti síðan gang máls- ins á undanförnum árum, mark- aðsmöguleika o.fl., sem ítarlega er gerð grein fyrir í greinargerð með frumvarpinu. Þorvaldur Garðar Kristjánsson mælti fyrir breytingartillögu sinni, sem er bess efnis, að f stað Framhald á bls. 26 heimild til veiða innan 50 mílna fiskveiðilögsögunnar. Eftir samn- ingana við Breta væri nú sýnt, að svo yrði ekki. Því væri full ástæða til að rýmka veiðiheimildir til handa islendingum. Pétur Sigurðsson (S) kvaðst vilja mótmæla breytingartillögu þeirra Friðjóns um sérstök rétt- indi fyrir Breiðafjarðarbáta. Þarna væri lagt til að öðrum væri mismunað til hagsbóta fyrir Breiðfirðinga. Hvers vegna ætti þá ekki að heimila hliðstæðar veiðar t.d. á Faxaflóa? Kvað hann dómarann, Friðjón Þórðarson, ekki sýna mikla réttsýni í slíkum tillöguflutningi. Þá kvað Pétur hugsunina í frumvarpinu, sem fyrir lægi, vera ranga. Það hefði verið unnið á þeim grundvelli, að hringfara væri stungið niður í mitt landið og síðan væri dregnir mismun- andi stórir hringir umhverfis landið, eftir því hvað stór fiski- skip ættu í hlut. Fiskstofnarnir hefðu litla hugmynd um slík mörk og höguðu sér ekki eftir þeim. Sverrir Hermannsson (S) kvaðst vera mótfallinn þeim meginforsendum, sem frum- varpið byggði á. Um þetta efni ætti að setja rúma rammalöggjöf og skipa síðan nefnd til að gera nánari tillögur um, hvernig land- helgin yrði nýtt á hverjum tíma. Ekki væri þó um annað að ræða en að gjalda frumvarpinu jáyrði, úr því sem komið væri. Lögin yrði að setja og þetta væri eini kostur- inn, eins og málum væri háttað. Framhald á bls. 26 2. umræða umveiðar í landhelgí Þingspjall Til umræðu var á Alþingi í vikunni þingsályktunarti llaga Karvels Pálmasonar og Hanni- bals Valdimarssonar um að rannsóknarnefnd verði skipuð til að rannsaka framkvæmd landhelgisgæzlunnar fyrir Vestfjörðum síðustu daga þorskastrfðsins. Umræðunum um þessa tillögu er ekki lokið ennþá; þar sem ekki hefur tek- izt að tæma mælendaskrána í þau tvöskipti, sem tillagan hef- ur verið á dagskrá. Flutningsmenn þessarar lil- lögu hafa gefið þá furðulegu yfirlýsingu, að tillagan beinist ekki að dómsmálaráðherra. Ekki er gott að sjá, hvað í þess- ari yfirlýsingu felst, helzt er svo að skilja á flutningsinönn- unum. að þeiri eigi við, að ekki sé ástæða til að ætla, að þau afglöp, sem þeir telja, að gerð hafi verið við framkvæmd gæzl- unnar, megi rekja til beinna athafna ráðherrans. Lfklegra sé, að einhver undirmaður hans, annaðhvort meöal starfs- manna í landi eða skipstjórnar- mannanna. sé sekur um þessi afglöp. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra tók undir þennan skilning flutnings- manna á tillögunni, ineð því að segja, að í orðum hennar sé ekki sérstaklega vikiðaðsér. Það er alveg sama, hverjum hafa orðið á mistök, ef á annað borð er um mistök að ræða, auðvitað beinist tillagan að þeim manni, sem ber hina póli- tísku ábyrgð á framkvæmd landhelgisgæzlunnar. Það er því hreinn skrípaleikur að halda því fram, að (lómsmála- ráðherrann sé laus. þó að sann- ast kynni, að einhver undir- manna hans hafi ekki sinnt skyldum sínum. Er furðulegt að ráðherrann sjálfur skuli gefa þessum skilningi undir fótinn. Hann tók að vísu fram, að hann tæki á sig alla ábyrgð, enda væri hann ekki vanur að skýla sér bak við undirmenn sína. Var á þessu að skilja, að það væri einhver sérstök göfug- mennska og hetjudáð, að taka þannig á sig ábyrgðina. Það er ekki aðefa aðólafur Jóhannes- son er heiðarlegur maður að eðlisfari og kærir sig sjálfsagt ekkert um að skjóta sér undan áb.vrgð á þeim málum, sem undir hann hevra. En þetta er alls ekkert annaðen okkar lýð- ræðislega stjórnskipun segir, að eigi að vera. Það þarf enga sérstaka göfugmennsku ráð- herra til. Vafalaust hefur Ólafur einungis glapizt á að taka undir þennan skilning vegna hinnar erfiðu aðstöðu, sem hann var í, þegar tveir af stuðningsmönnum ríkisstjórn- arinnar, annar þeirra nýstiginn úr ráðherrastóli, fluttu þessa tillögu. Sannleikurinn er sá, að jafn- vel þó einhver undirmanna Ólafs Jóhannessonar hafi gerzt sekur um vanrækslu í starfi, ber ráðherrann stjórnskipu- lega fulla ábyrgð á vanræksl- unni. Honum ber að sjá um, að farið sé eftir fyrirmælum sín um og er eini maöurinn, sem svarar til saka gagnvart þjóð- inni ef um afglöp er að ræða. Það tjáir ekki fyrir ráðherra að sigla áfram með lokuð augu og leyfa undirmönnum sfnum að vaða áfram aðgeðþótta og segja sfðan, að hann hafi ekki fvlgzt með og beri því ekki áb.vrgð. Tilhneigingar í þessa átt er vafalaust fariðaðgæta í rfkum mæli í þjóðfélagi okkar, enda er erfiðara en áður var fyrir ráðherra að fylgjast með öllum málum, sem undir hann heyra. Þessa gaúir raunar ekki ein- ungis hér á landi, heldur víðast hvar í hinum vestræna heiini. Er augljósasta dannið hið um- rædda VVatergate-hneyksli f Bandaríkjunum, þar sem Nix- on forseti reynir að skjóta sér undan allri ábyrgð á gjörðum undirmanna sinna. Slíkan hugsunargang verður að gera brottrækann. Ef stjórnmála- menn í valdastóli hafa ekki getu eða hæfileika til að fylgjast með því, sem gerist í veigamiklum málum, sem undir þá heyra, verða þeir að f ara frá. Þeir einir bera ábyrgð- ina gagnvart þjóðinni og tjáir ekki aðskjótasér undan henni. Ilér skal að lokum taka fram, að undirritaður er f engu að veitast að framkvæmd land- helgisgæzlunnar, né þeim mönnum, sem þar hafa að stað- ið, æðri sem óæðri. Tillaga sú, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, er að mínu mati algjörlega ástæðulaus, og er hægt að taka undir það fullum fetum, að nær hefði verið að fl.vtja þessum mönnum þakkir en veitast svo að þeim, eins og gert er f þessari tillögu. A það jafnt við æðsta yfirmanninn, dómsmálaráðherra. JSG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.