Morgunblaðið - 15.12.1973, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.12.1973, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. Þrautreynt að ná sam- komulagi SAMNINGAFUNDIR BSRB og ríkisvaldsins stóðu onn yfir í gær- kvöldi, þegar Morgunblaðið fór í prentun. Samningafundír hofust aftur í gærdag, en í gærkvöldi var stutt matarhlé. Ymsir málaflokk- ar samninganna voru í nefndum og stöðugt unnið að því að leysa ntálin. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Kristján Thorlaeius formann BSRB í gærkvöldi. sagði hann, að erfitt værí að spá um það, hvort samningar tækjust. en fundir yrðu ugglaust langt fram á nótt. Ef samkomulag næðist ekki f nótt myndi máliðfara fyrir Kjara- dóm. Hins vegar töldu ýmsir saran- ingamenn möguleika á. að samn- ingar tækjust. því að BSRB hefur lagt mikla áherzlu á að senija um sín mál. en láta ekki aðra gera út um þau. — Lögreglulaust Framhald af bls. 48 að landið verði nánast lögreglu- laust frá þeim tíma. Að sögn Eggerts Bjarnasonar formanns Lögreglufélags Reykja- víkur vilja lögreglumenn ekki ganga yfir til annars vinnuveit- anda. þ.e. rfkisins. án þess að hafa örugga samninga um kaup og kjör. Kjarasantningar lögreglu- manna borgarinnar og nokkurra sveitarfélaga hafa í vissum atrið- um verið öðruvísi en samningar ríkislögreglumanna. m.a. eru mun færri stöðuheiti til hjá ríkis- lögreglunni en hjá borgarlögregl- unni. Sagði Eggert, að í þessum viðræðum stefndu lögreglumenn að þvf að fá frant satnræmingu á þessurn atriðum. a.mk. að þeir ntissi ekkert af því. sem þeir hafaátt rétt á skv. samningum. og fái til viðbótar kjarabætur. ..Við teljum okkur á undanförnum árunt hafa dregizt aftur úr. öðrum stéttum hvað kjör snertir, sem við stóðum jafnfætis áður." sagði Eggert. — Flótti frá Hornafirði Framhald af bls. 48 Einnig voru farþegar frá Ilöfn í gærkvöldi. Kristín Gísladótlir. ásamt lítilli dóttur sinni. Guð- björgu. og Þorgerður Stefáns- dóttir. sem hélt á syninum Stein- þóri. litlum snáða á 2. ári. Aðspurðar kvaðsl hvorug vera Vestmannaeyingur. og hefðu þær þar af leiðandi ekki buirt t viðlagasjóðshúsi. en hefðu engu að síður orðið að flýja Hornaf jörð vegna kuldans. Bjuggu þær í gömlu húsi. sem að þeirra dömi var óíbúðarhæft. a.m.k. í slíkum kulda. sem nú rfkir í Höfn. Sagði Kristín. að frosíð hefði i öHum leiðslum hússins og vissi hún dæmi þess. að frosið hefði í ílát- um í sumum viðlagasjóðshúsun- um. slíkur væri kuldinn. Bæði Kristín og Þorgerður eiga ætt- ingja hér syðra. sem þær geta snúíð sér til. en þær hiifðu raunar haft í hyggju að dvelja í Reykja- vík yfir jólin og hafði kuldinn því ekki haft aðrar al'leiðingar fyrir þær en að flýta komu þeirra. Af rafmagnsmálum er það annars að frétta. að Smyrla- bjargaá er í klakaböndum og raf- magnsframleiðsla engin. Skafta- fell kom til Hafnar í dag með dieselvél tíl frystihúsanna. Er verið að tengja hana og við það minnkar álagið eitthvað. Ilelzt vona Hafnarbúar þó. að veðrið breytist, það þiðni og losni um Smyrlu. og reyndar var farið að Itlýna í gærkvöldi. kornin mugga oglinka í frostið. Gjafir til Sjúkra- húss Siglufjarðar SJUKRAHUSI Siglufjarðar hafa að undanförnu borizt margar gjafir. Kiwanis-klúbbur Siglu- fjarðar gaf vandaða smásjá. Stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar gaf augnaskoðunartæki f tilefni 100 ára afmælis sparisjóðsins. Fjöl- skylda á Siglufirði gaf 20 þús. kr„ til minningar um fyrrverandi bæjarfógetahjón, frú Friðgerði Guðmundsdóttur og Guðmund Ilannesson, í þakklætisskyni fyrir ntargra ára tryggð og vináttu. Kvenfélag Sjúki'ahúss Siglufjarð- ar gaf á sl. ári 1.2 milljónir kr. til kaupa á röntgentækjum og fvr- ir skömmu gaf félagið firnnt sjón- varpstæki og háa fjárhæð til kaupa á tækjum í rannsóknar- stofu. — Veiðar í landhelgi Framhald af bls.22 Kvaðst hann því fylgja tillögum sjávarútvegsnefndar. Friðjón Þórðarson (S) kvað leitt að hafa komið Pétri Sigurðs- syni úr jafnvægi. Þær tillögur, sem þeir þingmenn Vesturlands flvttu, væru þær tillögur, sem þeir fulltrúar Breiðfirðinga hefðu sameinazt um. At k væðagrei ðsl a í «ær I gær fór svo fram atkvæða- greiðsla um frumvarpið og fram komnar breytingartillögur. Fór svo, að allar tillögur sjávarútvegs- nefndar voru samþykktar, en til- lögur þeirra þingmanna Vestur- lands felldar. 5 þingmenn greiddu tillögunum atkvæði og þrír sátu hjá. Þeir. sem atkvæði greiddu með tillögunum. voru Friðjón Þórðarson, Eysteinn Jónsson, Benedikt Gröndal. Ilalldór E. Sigurðsson og Pálmi Jönsson. Var málinu síðan vísað til 3 umræðu. — Bunker Framhald af bls.l áhorfandi eða þátttakandi í við- ræðunt deiluaðila svaraði hann: ,,Að þvf marki, sem einhverrai þátttöku er þörf inunum víð taka þátt." Bunker mun starfa í nánu sant- bandi við Henry Kissinger utan- ríkisráðherra. sem hefur í hyggju að vera viðstaddur upphaf ráð- stefnunnar. — Hlutdeild sveitarfélaga Framhald af bls. 22 þess, að lögin kveði á um 51% hlutafjáreign ríkisins, þá verði kveðið svo á, að ríki og sveitar- félög skuli samtals eiga þennan hluta. Sveitarfélögum í Austur- Barðastrandarsýslu skuli standa til boða að kaupa hluta af hluta- fjáreign ríkisins með þeim skíl- málum. sem ríkisstjónin setur. Iðnaðarráðherra fari með mál, er snerti eignaraðild ríkisins f hluta- félaginu. Sagði Þorvaldur það vera aug- Ijóst, að í þessu máli þyrfti að vera mjög náin og góð samvinna við heimamenn. Með því að sant- þvkkja þessa breytingartillögu væri verið að dreifa valdinu, sem svo oft væri talað um að þyrfti að gera. Og án efa væri betur farið nteð valdið af þeim, sem til staðar- hátta þekktu. Aðannarri umræðu lokinni dró Þorvaldur Garðar breytingartil- lögu sína til baka til þriðju um- ræðu, en breytingartillögur iðnaðarnefndar voru samþykktar. ATKVÆÐAGREIÐSLA Þegar frumvarpið var afgreítt frá efri deild, að lokinni þriðju uniræðu, kont til atkvæðagreiðslu um tíllögu Þorvalds Garðars. Var hún felld að viðhöfðu nafna- kalli með 11 atkvæðum stjórnar- þingmanna gegn 7 atkvæðum sjálfstæðismanna. Fulltrúar Al- þýðuflokksins sátu baðir hjá. — Toppfundur Framhald af bls. 1 eiginlegum og samræmdum að- gerðum til að komast fyrir orku- skortinn og bæta það tjón, sem þegar er orðið af völdum hans. Upphaflega var tilgangur topp- fundarins, sem haldinn er að frumkvæði Pontpidous Frakk- landsforseta, að efla samstöðu bandalagslandanna í efnahags-, stjórn- og gjaldeyrismálum áleið- is til algerrar sameiningar land- anna 1980, sem er óskabarn Pompidous. En þessi ásetningur hefur orðið útundan, það sem af er, f dægurþrasi urn vandamál einstakra aðildarríkja vegna oliu- skortsins. Toppfundurinn, sem standa átti í tvo daga, er sóttur af æðstu mönnum Frakklands, Bretlands, Vestur-Þýzkalands, Belgfu, Hol- lands, Luxemborgar, Irlands, Italíu og Danmerkur. — Ætlar ríkisstjórnin Framhald af bls. 44 Einstakur höfðings- skapur!! Þessu næst vék Matthías Bjarnason í ræðu sinni að hafnar- málum og sagði: „Einn þeirra málaflokka, sem nefndir eru með miklum fögnuði, eru hafnarmálin og forntaður fjárveitingarnefndar gerði þau nokkuð að umræðuefni hér áðan. Bg skal fúslega játa það og gleðjast yfir því, að framlög til hafnarmála stórhækka með þessu fjárlagafrumvarpi frá þvi, sem verið hefur. Þeir félagar segja í nefndaráliti, að verja skuli 838 milljónunt króna til hafnarfram- kvæmda og 53,3 milljónum í hafn- arbótasjóð. Og þeir segja jafn- framt, að 394 milljónir króna af þeirri upphæð fari til frarn- kvæmda i þremur tilteknum höfnum, Þorlákshöfn, Grindavík og svo er smásletta, 25 milljónir, í Höfn í Hornafirði. Af þessari upp- hæð tekur þjóðfélagið að láni til framkvæmda á þessu ári af þeirri 7 milljón dollara lántöku, sem fyr- irhuguð er í þessu augnamiði hjá Alþjóðabankanum, um 290 millj- ónir króna á næsta ári. En þeir segja, að það sé ætlunin að fjár- magna eða veita fé nteð beinni fjárveitingu á móti þessum fram- kvæmdum, sem Alþjóðabankinn lánar til 164 milljónir króna. Og þeir eru kátir og glaðir karlarnir yfir því, að þessu fjármagni sé nú veitt á fjárlögum. En við skulurn huga dálítið nánar að þessu fjár- magni til þessara þriggja hafna á móti Alþjóðabankaláninu, en þar er að finna skýringu á því í 32. lið í heimildargrein fjárlaga, sem á að koma til afgreiðslu við 3. um- ræðu. Þar segir: „Ríkisstjórninni er heimilt að ráðstafa því fé, sem inn kentur af aðflutningsgjöldum og söluskatti af tilbúnum húsum, sent Viðlagasjóður flytur inn til tímabundinna nota fyrir Vest- mannaeyinga, til greiðslu á hluta ríkissjóðs í framkvæmdakostnaði við hafnir i Grindavík, Þorláks- höfn og Höfn i Hornafirði, sem er mótframlag á móti láni Alþjóða- bankans." Nú spyr ég: Hefði nokkur maður. sent gegnt hefði embætti fjármálaráðherra, hefði nokkur rfkisstjórn tekið toll af innfluttum húsurn Viðlagasjóðs fyrír Vestniannaeyinga eftir þá atburði, sem þar gerðust? Hefði nokkur ríkisstjórn treyst sér til annars en að gefa þessar tolltekj- ur eftir? Ég svara því alveg hik- laust neitandi. Það hefði engin ríkisstjórn treyst sér til þess. En þessi ríkisstjórn ætlar að finna 40% á móti Alþjóðabankaláninu og hún fann út það patent að hirða tollinn af viðlaga- sjóðshúsunum. Viðlagasjóð- ur á að borga toll af húsununt. Síðan ætlar fjármála- ráðherra af höfðingsskap sínum og ríkisstjórnin að greiða þessar söntu upphæðir fyrir hafnargerð í Þorláksltöfn, Grindavík og Höfn í Hornafirði sem mótframlag á móti láni Alþjóðabankans. Þetta er alveg einstakur höfðingsskap- ur, sem mun lengi í minnurn hafður." — Olíubannið Framhald af bls. 1 urnar í fyrsta áfanga verði að verulegu leyti formlegar, en áþreifanleg atriði verði varla tek- in fyrir fyrr en eftir ísraelsku þingkosningarnar 31. desember. í Damaskus var frá því skýrt, að sýrlenzkar og ísraelskar hersveit- ir hefðu barizt fimmta daginn f röð á Golanhæðum í dag. Sýriend- ingar segjast hafa hrakið burtu tvo ísraelska herflokka og engan mann misst. — Bankastjóra- slagur Framhald af bls. 48 stjórnarinnar. Lúðvík Jósepsson hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess aðgera Guðmund Hjartarson að bankastjóra við Búnaðarbank- ann, en jafnan mistekizt. Nú mun hann hafa í huga að skipa Guð- mund Hjartarson bankastjóra við Seðlabankann, ellegar verzla við Framsókn og kveðast reiðubúinn til að skipa Jóhannes Elíasson í Seðlabankann verði þaðtryggt, að Guðmundur Hjartarson verði ráð- inn bankastjóri Utvegsbankans í stað Jóhannesar. Það getur Fram- sóknarflokkurinn ekki tryggt vegna þess, að það er bankaráð Utvegsbankans, sem ræður bankastjóra þar. í því eru tveir sjálfstæðismenn, einn fram- sóknarmaður, einn Alþýðuflokks- maður og einn Alþýðubandalags- maður. Stjórnarflokkarnir eru því í minnihluta í bankaráði Ut- vegsbankans og ólíklegt, að stjórnarandstöðuflokkarnir væru tilbúnir til að greiða úr banka stjóravandamálum kommúnista. Telja verður líklegt, að atkvæði í bankaráði Seðlabankans í gær hafi fallið á þann veg, að með Jóhannesi Elíassyni hafigreitt at- kvæði, Ragnar Ólafsson fulltrúi SFV, Sigurjón Guðmundsson fulltrúi Framsóknar og bakaráðs- rnenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Birgir Kjaran og Sverrir Júlíus- son. Ingi R. Helgason fulltrúi Alþýðubandalagsíns hefur hins vegar greitt atkvæði með Guð- mundi Hjartarsyni. — Hundruð vegalausir Framhald af bls. 48 lands og eins til og frá landinu. Flugfélag íslands hafði flýtt áætl- unarflugi sínu til Norðurlanda, og voru því báðar þotur félagsins í Kaupmannahöfn, þegar verk- fallið skall á. Flugfreyjur með þeim vélum ákváðu að annast ekki þjónustu um borð f vélunum á heimleiðinni, heldur flugu þær yfir til Bretlands og ætla þaðan heim nteð BEA-vél. Varð því ekki af farþegaflugi heimleiðis aftur, heldur kom önnur þotan aftur til landsins f gær með fragt. Hvernig fer með hina þotuna er enn ekki vitað. í innanlandsflugi var að- eins flogið fragtflug í gær — til Vestmannaeyja og isafjarðar — og flugfreyjur veittu undanþágu til farþegaflugs frá Hornafirði vegna ástandsins þar í rafmagns- málum. Þotur Loftleíða stöðvuðust i gær í New York og Chieago, og ekki annað fyrirsjáanlegt en þær verði þar þangaðtil deilan leysist. HUNDRUÐ MANNA VEGALAUS Verkfallið skapaði báðum flug- félögunum þegar í stað mikla erf- iðleika, og þá ekki síður fjölda farþega, sem áttu bókað flugfar með vélum flugfélaganna. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugfélagsins taldi til dæmis, aðyfir 1000 manns biðu fars heim frá Skandinavíu um þessar mundir, einkum námsmenn og fjölskyldur þeirra, sem hugðust eyða jólafríinu hér lieima. Eins bíði töluverður fjöldi hér heima eftir fari til útlanda. Einna sfzt taldi Sveinn, að verkfallið kæmi niður á Lundúnaleiðinní, en þar hefur Flugfélagið santvinnu við BEA, sem væntanlega mun þá taka farþega Flugfélagsins. Sam- kvæmt upplýsingum BEA-skrif- stofunnar hérlendis var ekki búið að ákveða í gær, hvort BEA fjölg- aði ferðum til íslands vegna verk- fallsins. I innanlandsflugi kemur verkfallið einnig mjög illa við námsmenn. Þeir losna margir hverjir ekki úr skóla fyrr en í kringum 20. desember, og getur því skapazt vandræðaástand verði verkfallið ekki leyst talsvert fyrir þann tíma. Venjan hefur veriðsú, að Flugfélagið hefur orðið að skjóta talsverðu af aukaferðum inn á helztu flugleiðir innanlands fyrir hátíðarnar. ííkki eru erfiðleikarnir minni hjá Loftleiðum. Forráðamenn Loftleiða telja, að áhrifa verk- fallsins muni gæta hjá 100—1000 manns daglega, sem áttu bókað flugfar með þotum félagsins. Að vísu er stærsti hlutinn af far- þegum félagsins fólk á leið milli Ameríku og meginlands Evrópu, en einmitt á þessum árstíma er einnig talsverður straumur hing- að til lands með vélum félagsins. Loftleiðir hafa eðlilega reynt að koma hinum erlendu farþegum sínum yfir á vélar annarra flug- félaga, en ýmsir vankantar eru þó á því — vegna jólaannríkis og olíukreppunnar, sem veldur því, að áætlunarflugi er haldið í lág- rnarki. Þess vegna hefur flug- félagið líka orðið að sjá fjölda farþega fyrir hótelrými. Ilins vegar eru farþegum, sem ætluðu til Islands, allar bjargir bannaðar. Vitað er, að hátt á annað hundrað farþegar bíða flugfars frá Banda- rfkjunum hingað til lands, en tala sams konar farþega í Luxemborg lá ekki fyrir. 19 FARÞEGA ÁÆTLUNARFLUG Naumast verður um það að ræða, að flugfélögin reyni að halda uppi áætlunarflugi milli landa — án flugfreyja. Hins vegar mun hafa komið til greina, að Flugfélag íslands haldi uppi áætlunarflugi innanlands — með því að hafa aðeins 19 farþega í vél f hverri ferð. Að sögn Sveins Sæ- mundssonar hjá Fi eru fordænti fyrir slíku hérlendis, enda er þetta heimilt samkvæmt reglum Alþjóða flugumferðarstofnunar- innar. Agnar Kofoed-Hansen staðfesti þetta í viðtali við Morgunblaðið í gær. Hann kvað reglur ICAO um þetta atriði að vísu vera rýmri, en hér væri fariðeftirreglum banda- rísku flugmálastofnunarinnar, — hún heimilaði að halda uppi áætl- unarflugi án þess að flugfreyja væri um borð, svo framarlega sem farþegatalan væri innan við 20. Kvað liann eitt flugfélag stunda slíkt áætlunarflug hérlendis. ENGIN UNDANBRÖGÐ — SEGIR ASÍ Morgunblaðið bar þetta undir Ólaf Hannibalsson skrifstofu- stjóra Alþýðusambands íslands og spurði hann, hvaða augum ASÍ liti slíkt áætlunarflug. Iiann kvað ASI líta mjög alvarlegum augum allar leiðir flugfélaganna til að fara i kringum verkfallsaðgerðir flugfreyjanna og sagði, að allt slíkt gæti aðeins orðið til langvar- andi skaða i samskiptum verka- lýðshreyfingarinnar og flugfélag- anna. Hann taldi, að svo lítil nýt- ing á Fokker Friendship-vélum Flugfélagsins hlyti líka að vera mjög kostnaðarsöm og því hly.ti að vera hagkvæmara að borga nokkr- um stúlkum almennileg laun. Ilins vegar kvað hann ASl ekki hafa tekið neina ákvörðun um gagnaðgerðir, það yrðí ekki gert fyrr en ljóst væri orðið til hverra undanbragða flugfélögin hygðust gi'ípa. 70MANNS BIÐU AKASTRUP Loks hafði Morgunblaðið i gær- kvöldi samband við Guðmund Jónsson stöðvarstjóra Flugfélags- ins á Kastrup-flugvelli og spurði hann um ástandið. Ilann kvað 60—70 manns hafa liaft samband við skrifstofuna eða komið þar i gær, og allt þetta fólk hefði vonazt eftir flugfari heim. Margt af þessu fólki væri langt að komið — jafnvel frá Þýzkalandi og Frakklandi. Sagði Guðmundur, að þessu fólki hefði nú verið útvegað hötelrými og menn biðu þar átekta, hvort deilan leystist ekki bráðlega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.