Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1973. Gunnar J. Olason bú- stjóri - Minningarorð Fæddur 2. 9. 1905. Dáinn 5. 12. 1973. Ilinn 5. desember lÐTS^lézt á Landspítalanum Gunnar Olason, bústjóri Tilraunastöðvarinnar á Keldum. Ilann var fæddur 2. sept- ember 1905 á Kumblavík áLanga- nesi. Undánfarin ár liöfum við Gunnar verið samstarfsmenn og nágrannar.Þegar leiðir skiljast nú, vil ég minnast starfa hans á Keldum og kynna okkar með nokkrum 'orðum. en aðrir munu verða til þess að rekja æviferil hans nánar. t Faðir okkar, ANDREAS ANDERSEN, Barmahlið 50, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, þriðjudaginn 18. desem- ber kl 3 e h. Anna Andrésdóttir, Kristjana Andrésdóttir. Gunnar var ráðinn til þess að stjórna búskap á Keldum vorið 1942, en þá þegar var hafin þar rannsóknastarfsemi, þó að Ti 1- raunastöð Háskólans risi þarekki fyrr en á árunum 1946—1948. Gunnar hafði því starfað á Keld- um í rúmlega 31 ár, þegar hann lézt. Starf bústjóra á Keldum hef- ur reynzt bæði vandasamt og erfitt vegna margvíslegra, sér- stæðra vandamála, sem f.vlgja um- fangsmiklum sjúkdómatilraunum á sauðfé og öðrum dýrum og framleiðslu ónæmisefna. Sumar skepnur þarf að hýsa árið um kring og einstakar tilraunir geta tekið allt að áratug. Undirstaða þess, að allt vel takist er því sú, að fóðuröflun, hirðing og aðhlynning sé sem bezt verður á kosið og einangrun sjúkra dýra örugg. Þess vegna þurfti mjóg að vanda val bústjóra á Keldum, og varð það gæfa tilraunastöðvarinnar, að Gunnar Ólason réðst til þessa starfs. Bæði var, að hann hafði aflað sér góðrar menntunar í búfræði með skólavist á Hvanneyri og dvöl í Noregi auk starfsreynslu t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og iarðarför eiginkonu minnar, móður okkar og tenqdamóður, ÞÓRDÍSAR GUÐJÓNSDÓTTUR Ögmundur Kristófersson, Jóhanna Ögmundsdóttir, Auðbjörg Ögmundsdóttir, Sigfús Guðmundsson. t Maðurinn minn JÓN GUÐMUNDSSON. Eskihlíð 31, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 1 7. desember kl. 1 30. Vera Maack. t Maðurinn minn og faðir okkar, KJARTAN ÓLAFSSON, héraðslæknir, Seyðisfirði, andaðist 13 desember Klara Kristinsdóttir og börn. t Eiginmaður minn HARALDUR KRISTMANNSouN, Vesturgötu 24, Akranesi. andaðist fimmtudaginn 1 3. des. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Jóna Þorleifsdóttir. t Utför eiginkonu minnar, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Granaskjóli 18, sem andaðist 10 þ m fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 18 des kl 3 e h Egill Áskelsson. t Útför konunnar minnar. GUÐBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR, saumakonu, Króki 1. fer fram frá ísafjarðarkirkju, laugardaginn 15 des kl 2 siðdegis Fyrir hönd vandamanna, Þórður Einarsson. við búskap á góðum stöðum hér- lendis, en hitt var ekki minna um vert, hverjum mannkostum Gunnar var búinn. Ilann var röggsamur stjónandi, þó ljúf- menni og glaðlyndur. Trú- mennska hans og holl- usta við þá stofnun, sem hann starfaði fyrir, var einstök. Veg hennar vildi hann og viðgang, en sjálfur var hann hógvær í kröfum og hófsemdarmaður. Aldrei unní hann sér hvíldar fyrr en lokið var aðkallandi störfum og var kapp- samur mjög um heyöflun, enda þurfti ævinlega mikið til. Ilelzt var það, þegarliðið var á haust, að hann fyndi stöku stund til veiði- ferða'og útivistar, en af slíku hafði hann >iidi. Gunnar var kvæntur Kristínu Bæringsdóttur, sem lifir mann sinn ásamt þremur dætrum þeirra Þórunni, Elísabetu og Dag- björtu. Fyrstu árin bjugguþau á Keldum, en fluttust að Grafar holti 1956, þegar ríkið keypti þar hús ásamt nokkru landi og lagði til tilraunastöðvarinnar. Kristín hefur staðið við hlið manns síns með sérstökum myndarbrag og dugnaði og hefur starfsemin á Keldum notíð þess i rfkum mæli. Síðustu árin gætti þessað heilsa Gunnars var að bila. Aldrei vildi hann þó hlífasérviðverk, meðan orka entist. Ekki lét hann tvö alvarleg sjúkdómsáföll á síðasta t ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, trésmiður, andaðist á Hrafnistu 13 desember Fyrír hönd ættingja Jóna Sæmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Sæmundur Þ. Sigurðsson. vori aftra sér frá því að koma til starfa í sumar og af la góðs vetrar- forða. Að þeim forða búum við nú og ósérhlifnu starfi Gunnar í þágu rannsókna á Keldum i næstum þriðjung aldar. Guðmundur Pétursson Gunnar Ólason bústjóri við Til- raunastöð Háskólans f meina- fræði að Keldum andaðist á Land- spítalanum aðfararnótt 5. desem- ber 1973 af völdum æðasjúkdóms, sem hafði þjáð hann um nokkurt skeið. Þrátt fyrir veikindi og oft sárar þrautir sinnti Gunnar störfum af sinni einstöku trúmennsku með- an kraftar leyfðu, eða þar til hann var fluttur helsjúkur á spítala þaðan sem hann átti ekki aftur- kvæmt. Má með sanni segja, að hann hafi staðið meðan stætt var. Gunnar var þingeyskrar ættar, fæddur að Kumblavík á Langa- nesi. Foreldrar hans, sem þar t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu samúð víð andlát systur minnar og mágkonu, GUÐRÚNAR S. WATSON, sen andaðist i Edinborg, Skotlandi 1 3. f.m. Vigdis Jakobsdóttir. Alfreð Gislason. t Útför elskulegs eiginmanns míns og sonar, BJARNA JÓNS ÞORVALDSSONAR frá Blönduósi, Digranesvegi 115, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 7 desember kl. 1 5. Ágústa Linda Ágústsdóttir, Þorvaldur Þorláksson. t Okkar innilegustu þakkir, jóla- og nýársóskir til hinna mörgu, er sýndu okkur hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, BENEDIKTS S. BENEDIKTSSONAR frá Hellissandi. Sérstakar þakkir til Slysavarnafélags íslands, Slysavarnardeildanna á Hellissandi og Sparisjóðs Hellissands Unnur Benediktsdóttir, Eggert Sigurmundsson, Ha lldór Bened iktsson, Ólöf Jóhannsdóttir, Sveinbjörn Benediktsson, Ásta Friðbjarnardóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, RAGNHEIDAR PÉTURSDÓTTUR Einaf Ásgeirsson. Margrét Asgeirsdóttir, Ásdís Ásgeirsdóttir. Garðar Ásmundsson, Gerður Ásgeirsdóttír. Gunnar Haflgrímsson. bjuggu, voru Þórunn Gunnars- dóttir og Oli Jónsson. Föður sinn missti Cunnar 5 ára gamall. Systkinin voru 11 tálsins og fór Gunnar þá til systur sinnar Friðnýjar, sem bjó að Bakka á Tjörnesi. Þar átti Gunnar heima þar til hann, innan við tvítugt, fór í vinnumennsku, m.a. að Grenjað- arstað. Árin 1925—1927 stundaði Gunnar nám á Ilvanneyri. Reynd- ist hann ágætur námsmaður, en þótt hugurhansstæðitilfrekara náms, var löng skólaganga á þeim árum nær ókleif fátækum, ungum mönnum, þótt námsgáfur væru nægar. Dvölin á Hvanneyri og kynni hans af kennurum og nemendum þar voru honum sérlega minnis- stæð, og munu hafa mótaðskoðan- ir hans og viðhorf svo sterkt, að entist til æviloka, og ávallt talaði Gunnar um árin á Hvanneyri með hlýhug. Þegar Steingrímur Steinþórs- son tók við skólastjórn að Hólum í Iljaltadal valdi hann Gunnar, nemanda sinn og sýslunga, til þess að stjórna fjárgæzlu á staðn- um. A Hólum var Gunnar í nær fjögur ár og stundaði öðrum þræði framhaldsnám viðbúnaðar- skólann. Mér er það minnisstætt, þegar Gunnar barst í tal við Steingrím búnaðarmálastjóra löngu síðar, hve mjög Steingrímur mat og bar lof á störf Gunnars á Hólum. Taldi Steingrímur Gunnar í röð fremstu starfsmanna, sem hann hefði haft, sakir dugnaðar og trú- mennsku. Árið 1934 fór Gunnar til Noregs til þess að kynna sér landbúnað, einkum sauðfjárrækt. Starfaði hann um skeið á sauðfjárræktar- búi norska ríkisins að Ilorni í Stafangursfirði. Eftir að Gunnar kom heim frá Noregi starfaði hann á ýmsum stórbúum, m.a. Blikastöðum, Suð- ur-Reykjum, Gunnarsholti og við tilraunastöðina á Sámsstöðum, alls staðai’ eftrisóttur vegna dugn- aðar, áhuga og samvizkusemi. Eftir 1938 starfaði Gunnar óslit- iðsem bústjóri, fyrst í Kaldaðai-- nesi hjá Jóni Sigurðsyni skrif- stofustjóra Alþingis, síðar í Laug- 1 ardælum hjá Agli Thorarensen. Egill um ekki hafa verið hrós- gjarn maður, en þá taldi hann vel skipað búsforráðum í Laugardæl- um, þegar Gunnar og Kristín höfðu þau meðhöndum. Fyrir áeggjan dr. Halldórs Páls- sonar tók Gunnar við stjórn bú- rekstrar á Keldum í Mosfellssveit árið 1942, en þá jörð hafði ríkið nýlega keypt fyrir ránnsókna- og tilraunastarfsemi atvinnudeildar Háskólans Er Tilraunastöð Háskólans hóf starfsemi áKeldumhélt Gunnar áfram bústjórn og hafði það starf meðhöndum til dauðadags. Þegar Gunnar réðst að Keldum hafi hann aflað sér mjög víðtækr- ar þekkingar og reynslu á hvers konar störfum landbúnaðar, jafnt á sviði búfjárræktar sem jarð- ræktar. Það reið á miklu fyrir nýja t Innilega þakka ég öllum, sem sýndu mér yinarhug og hluttekn- ingu við andlát og jarðarför mannsins míns, GUOMUNDAR ÞORVALDSSONAR frá Litlu Brekku. Guð blessi ykkur öll GuSfríður Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.