Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 62. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tapar Wilson í atkvæðagreiðslu á mánudaginn? London, 14, apríl, AP — NTB. STJÓRN Harolds Wilson virðist nú að því komin að leggja út í sína fyrstu stórorrustu við stjórn- arandstöðuna og eru líkur til þess, að hún muni hafa meirihlut- ann á móti sér við atkvæða- greiðslu í neðri deildinni á mánu- daginn. Það er til komið vegna þess, að hinn frjálslyndi flokkur Jeremy Thorpe hefur lýst stuðn- ingi við tillögu íhaldsflokksins um að breyta ýmsum stefnuskrár- atriðum Verkamannaflokksins. Það sem ihaldsmenn eru mest á móti eru ráðstafanir Wilsons til að ráða niðurlögum verðbólgunn- ar. Hann vill binda verðlag, en ekki kaupgjald, og þykir stjórnar- andstæðingum það hin mesta fá- sinna. Leiðtogar frjálslyndra lýstu því yfir, að þótt þeir styddu tillögur íhaldsflokksins væru þeir ekki að neyða ríkisstjórnina til að segja af sér svona skömmu eftir að hún hefur tekið til valda. Ekki er heldur búizt við þvi, að stjórnin fari frá, þótt hún verði undir í atkvæðagreiðslunni. Wil- son getur a.m.k. fengið frest með því að fara fram á traustsyfirlýs- ingu þingsins síðar í vikunni. Hann hefur og lýst því yfir, að hann mundi ekki lita þannig á, að stjórnin eigi þegar að segja af sér, þótt hún tapi i atkvæðagreiðsl- Israelskt fallhlífalið sent til Golanhæðanna Italía; Rumor myndar ríkisstjórn Róm, 14. marz, AP— NTB. MARIANO RUMOR myndaði í dag enn eina ríkisstjórn og er það 36. stjórnin á Italíu síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. Giovanni Leone forseti hefur þegar stað- fest embættistöku stjórnarinnar og er þetta því stytzta stjórnar- kreppan á Italíu síðan stríðinu lauk, hún hefur aðeins staðið síðan 2. marz. Rumor var einnig forsætisráð- herra fyrri stjórnarinnar, sem féll, þegar repúblikanar sögðu sig úr henni 2. marz. I stjórninni núna eiga sæti kristilegir demó- kratar, sem er flokkur Rumors, marxískir sósíalistar og demó- kratískir sósíalistar. Tel Aviv, Damaskus, 14. marz, AP—NTB. SVEITIR ísraelskra fallhlifaher- manna voru í dag sendar til vfg- stöðvanna við Golanhæðir og stór- skotaliðs- og skriðdrekaeinvfgi héldu áfram milli sýrlenzkra og fsraelskra sveita þriðja daginn í röð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að fjölga um helming (upp f 4000) í gæzluliðinu á Sinaiskaga, en neita því, að það sé vegna spennunnar á norðurvíg- stöðvunum. Sýrlenzkar heimildir skýrðu fyrst frá því, að ísraelskar fall- hlífasveitir hefðu verið sendar til Golanhæða og hefðu lent þar í fallhlífum. Kváðu Sýrlendingar þetta vera öruggt merki um ,’yrir- Samið hjá SAS á Kastrup Kaupmannahöfn, 14. marz, NTB. LlKLEGT er, að þeir, sem eru i verkfalli í tæknideildum SAS á Kastrupflugvelli fyrir utan Kaup- mannahöfn, snúi aftur til vinnu sinnar í fyrramálið (föstudag), þar sem flugfélagið hefur faliizt á að draga til baka vftur á einn trúnaðarmann starfsfólksins. Deilan hófst á mánudag, þegar 300 flugvirkjar í viðhaldsdeild fé- lagsins lögðu niður vinnu eftir að fyrrnefndur trúnaðarmaður hafði fengið sendar skriflegar vílur. Á löngum fundi, sem haldinn var í dag, féllst SAS á að draga víturn- ar til baka og jafnframt lýsti trún- aðarmaðurinn því yfir, að hann hefði misskilið reglurnar. hugaða árás ísraela, því að fall- ísraelskra sveita, enda bardaga- hlífasveitirnar eru oft látnar hörku þeirra við brugðið. storma fram í broddi fylkingar ísraelar hafa ekkert viljað segja opinberlega um þessar full- yrðingar Sýrlendinga, en þeir Framhald á bls. 39 Gerald Ford varaforseti: Olíubanni verður aflétt eftir nokkra daga Washington, Tripoli, 14. marz, NTB. GERALD Ford varaforseti Bandaríkjanna skýrði frá því í dag, að hann hefði fengið tilkynn- ingu um, að arabfsku olíufrain- leiðslulöndin mundu aflétta olíu- banninu af Bandaríkjunum inn- an skamms. 1 sjónvarpsviðtali sagði hann, að opinber tilkynning um þetta yrði birt einhvern næstu daga. Olíumálaráðherrar níu ara- bískra landa ræddu olíubannið i Tripoli, höfuðborg Libýu í gær og ákváðu að halda viðræðunum áfram í Vín á sunnudaginn, en þar verður þá haldin ráðstefna olíuframleiðsluríkja heimsins (OPEC). Arabiskar heimildir í Tripoli upplýstu hins vegar í dag, að ráðherrar hefðu i grundvallar- atriðum orðið sammála um að af- létta olíubanninu af Bandaríkjun- um í tvo mánuði til reynslu. Sömu heimildir sögðu, að ástæðan til þess, að þetta hefði ekki verið gert opinbert strax væri sú, að ráðherrarnir hefðu ekki viljað valda Libýu erfiðleik- um, en Gaddafy leiðtogi landsins hefði lagzt mjög gegn því, að banninu yrði aflétt. Allar likur benda hins vegar til, að Hölland verði áfrám i banni um ófyrirsjá- anlegan tima. Yamani olíumála- ráðherra Saudi-Arabiu mun hafa sagt i blaðaviðtali, að banninu á Bandaríkin yrði aflétt, en ekkert slíkt kæmi til greina með Holland enn sem komið væri. Stjórnmálamenn og aðrir sér- fræðingar telja það mikinn sigur fyrir Sadat forseta Egyptalands ef banninu verður aflétt. Sadat sótti það fast, að þessi fundur ráðherranna yrði haldinn i Kairó og vitað er, að honum er umhugað um, að banninu á Bandaríkin verði aflétt. Hann hefur þvi háð nokkra baráttu við herskárri Arabaleiðtoga, eins og t.d. Gadd- afy, í Libýu. Knut Frydenlund. Norðmenn vilja ekki bandalag innan NATO Telja CANDIS ónauðsynlegt Osló, 14. marz, NTB. NORSKA stjórnin mun ekki vinna að þvf, að innan NATO verði stofnuð einhver sérsamtök aðildarlandanna fjögurra f norðri, þ.e. Kanada, Islands, Danmerkur og Noregs. Þetta hugsanlega nýja bandalag innan NATO hefur fengið nafnið CANDIS, f umræðum um málið. Knut Frydenlund utanríkisráð- herra Noregs, sagði i Stórþinginu í dag, að stjórnin væri hlynnt þvi að auka samvinnu við Danmörku, fsland og Kanada á þeim sviðum, sem einhver tilgang hefðu og væru öllum til góðs. Hins vegar væri hvorki æskilegt né nauðsyn- legt að stofna formleg samtök um framtíðarsamvinnu þessara ríkja. Ráðherrann fjallaði um þetta mál vegna fyrirspurnar um við- brögð ríkisstjórnarinnar við hug- myndum Johans Jörgen Holst rannsóknarstjóra norsku utan- ríkismálastofnunarinnar, en hann hefur lagt til, að þessi fjögur riki stofni með sér CANDIS. Holst á sæti í alþjóðanefnd norska Verka- mannaflokksins. Frydenlund utanríkisráðherra benti á, að löndin fjögur ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta á mörgum sviðum og hefðu þegar nána samvinnu. Hann er þeirrar skoðunar, að aukin samvinna eigi að fara fram með gagnkvæmum samningum, eða innan stofnana, sem þegar eru til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.