Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 39 — Kosið Jónas og Hrafn við nokkrar teikningar sfnar. Sýning á teikningum í Breiðfirðingabúð TVEIR sjálflærðir myndlistar- menn hafa nú opnað málverka- sýningu 1 vistarverum sínum í Breiðfirðingabúð. Þeir eru Jónas E. Svafár og Hrafn Helgi og er sýning þeirra opin frá kl. 14—16 alla daga. Jónas er öllu kunnari sem ljóð- skáld en teiknari, en þó hefur hann gefið út þrjár bækur með eigin myndskreytingum. Fimm mynda hans verða á myndlistar- sýningu, sem hefst í Kaupmanna- höfn 29. marz. Á sýningunni í Breiðfirðingabúð eru hins vegar 15 endurprentanir og þar af sex. sem ekki hafa áður birzt í bók. Myndirnar eru áritaðar af höf- undi, verð hverrar er frá 1300 upp í 2000 krónur, og upplag hverra myndar er að meðaltali um 20 eintök. Hrafn Helgi hefur aldrei sýnt áður. Hann mun eiga fjórar myndir á myndlistarsýningu þeirri, sem hefst nú i Kaup- mannahöfn í lok þessa mánaðar og fara mun um öll Norðurlönd. Hrafn Helgí selur engar frum- myndir, en eftirprentanir eru til sölu á sýningunni. Verð mynd- anna er frá kr. 800—1300. Þotan slapp við tafir á Kastrup SKYNDIVERKFALL var gert á Kastrupflugvel li í gærmorgun og lá öll starfsemi þar niðri fram eftir degi. Morgunblaðið hafði í — Dýralæknar Framhald af bls. 2 herbergi Hótel Esju verið tekin á leigu, 100 herbergi á Hótel Loft- leiðum, 40 herbergi á Hötel Garði, 15 til 20 herbergi á Hótel Sögu, 15 herbergi á Hótel Holti og 15 á Hótel Borg. Þá hefur Ferðaskrif- stofa Zoéga Gity Hótel á leigu þennan tíma. Þá sitja og dýra- læknar í fyrirrúmi með herbergi á vegum flugfélaganna úti í borg- Mótið verður sett í Háskólabíói og munu forsetahjónin verða þar viðstödd. Þar mun formaður Dýralæknafélags Islands, Brynj ólfur Sandholt, flytja ávarp og landbúnaðarráðherra opnar mót- ið. Á meðan á mótinu stendur munu þátttakendur fara i tvær ferðir, til Bessastaða og Krísu- víkur og aðra ferð til Þingvalla, Gullfoss og Geysis með viðkomu i Hveragerði i bakaleið. Fýrir utan fræðileg erindi um starf dýralækna, dýrasjúkdóma og annað, verður og fluttur er- mdaflokkur um framhaldsmennt- un dýralækna og hvað er til úr- bóta í þeim efnum á Norðurlönd- um. Er þetta fyrsta sinn, sem þeim málum er hreyft á þessum vettvangi og hvað unnt sé að gera með samstilltu átaki allra dýra- lækna á Norðurlöndum. Þá verð- ur í mótslok ailsherjarfundur um ýmsar skipulagsbreytingar, er varða dýralækna. Guðbrandur Hlíðar dýralæknir sagði i gær, að ekki væri enn ljóst, hve margir kæmu til íslands vegna mótsins, og ef til vill yrðu einhver forföll, vegna þess hve miklu dýrara er nú og verður i sumar að sækja ísland heim en það var á síðastliðnu sumri, er könnunin á þátttöku var gerð. Þó sagði hann, að hann teldi víst, að 700 til 800 manns myndu koma hingað vegna mótsins. gær samband við Svein Sæmunds- son blaðafulltrúa Flugfélags ís- lands h.f. til þess að spyrjast fyrir um, hvort einhverjar tafir hefðu orðið á áætlunarflugi félagsins til Kaupmannahafnar af þessum sökum. Sveinn sagði, að verkfallið hefði komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og allt starf i flug- stöðinni hefði lamazt. Hins vegar hafði deila sú, er verkfallinu olli, leystst, er þota Flugfélagsins lenti þar og var hún með fyrstu þotun- um, sem lentu, er verkfallinu var aflýst. Varð þotan því ekki fyrir neinum töfum af þessum sökum. Víkingur AÐALFUNDUR Handknattleiks- deildar Víkings verður haldinn föstudaginn 22. marz nk. og hefst klukkan 20.30 í Vikingsheimilinu við Hæðargarð. Framhald af bls. 2 Listi vinstri manna við kosning- ar til Stúdentaráðs er: 1. Sigurður Tómasson islenzku- nemi 2. Arnlín Óladóttir læknanemi 3. Jón Sigurjónsson liffræðinemi 4. Gylfi Kristinsson laganemi 5. Elisabet Berta Bjarnardóttir norsku- og þýzkunemi 6. Lára Júlíusdóttir laganemi 7. Atli Arnason læknanemi 8. Ævar Kjartansson þjóðfélags- fræðinemi 9. Knútur Árnason eðlisfræði- nemi 10. Sigurjón Benediktsson tann- læknanemi 11. Halldór Árnason verkfræði- nemi 12. Mörður Árnason islenzkunemi 13. Örn Gústafsson viðskipta- fræðinemi 14. Gestur Guðmundsson þjóð- félagsfræðinemi 15. Páll Stefánsson líffræðinemi 16. Þorsteinn Gunnarsson sál- fræðinemi 17. Einar Már Sigurðsson guð- fræðinemi 18. Sveinn Rúnar Hauksson læknanemi 19. Áskell Kárason sálfræðinemi 20. Ingimar Ingimarsson heim- spekinemi 21. Gunnlaugur Stefánsson þjóð- félagsfræðinemi 22. Guðlaugur Ellertsson við- skiptafræðinemi. 23. Gestur Jónsson laganemi 24. Garðar Mýrdal eðlisfræðinemi 25. Jóhann Tómasson læknanemi 26. Halldór Ármann Sigurðsson íslenzkunemi. — Útseld vinna Framhald af bls. 40 10,7%, en í smásölu 22% og kostar hluturinn núna 135,05 krónur, hækkunin nemur þá 3,05 krónum eða2,3%. Framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtaka Islands, Magnús E. Finnsson, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að þessi hækkun á álagningu hefði hvergi bætt úr þeim vanda, sem verzlunin stæði frammi fyrir. Þessi hækkun bætti ekki einu sinni það tveggja ára tímabil, sem stjórnvöld hefðu daufheyrzt við óskum um úrbæt- ur, hvað þá að hún bætti kaup- mönnum þá byrði, sem kjara- samningarnir legðu á þá. Sagði Magnús, að augljóst væri, að kaupmenn þyrftu að draga úr þjónustu við neytendur tilþess að geta staðið undir auknum reksturskostnaði. Veltuaukning þessi 2 ár hefði ekki orðið það mikil, að hún gæti staðið undir auknum reksturskostnaði verzlunarfyrirtækja. Stórkaupmenn og smásölukaup- menn voru með félagsfundi i gær í sitt hvoru félaginu, þar sem m.a. var fjallað urn þessi viðbrögð stjórnvalda — en eins og kunnugt er höfðu þau lofað kaupmönnum við undirritun kjarasamning- anna, að sjá kostnaðarauki, sem af þeim stafaði, fengi að fara út í verðlagið. ATHUGASEMD FRA VEGAMÁLASTJÓRA VEGNA fréttar i Morgunblaðinu þriðjudaginn 12. marz, sem höfð er eftir Davíð Péturssyni bónda á Grund í Skorradal um bilun brúar á Andakílsá, óskar Vegagerð ríkisins að koma á framfæri eftir- farandi athugasemdum. Þær dagsetningar, sem til- greindar eru í fréttinni, hafa af einhverjum orsökum skolazt mik- ið til. Þannig er fyrst gert aðvart til Vegagerðarinnar í Borgarnesi um, að brúin sé að bila í lok febrúar, en ekki í janúar eins og í fréttinni segir, að síðara timburokið undir brúnni bilaði 7. marz, en ekki 7. febrúar. Frá því að fyrst bárust fréttir af skemmdum á brúnni leið því rúm 1 vika, unz áin tók hana. Á þeim tíma komu starfsmenn Vegagerð- arinnar í Borgarnesi 3svar á vett- vang, og var það mat þeirra i öll skiptin, að viðgerð á timburokun- um undir brúnni væri ófram- kvæmanleg vegna vatnavaxta. Vatnsdýpi undir brúnni mun hafa verið 2—3 m, straumur þungur og mikils ísreks gætti á köflum. Við aðstæður sem þessar verður að telja, að það mat starfs- manna Vegagerðarinnar, að ekki væru möguleikar til viðgerðar sé fyllilega raunhæft, þrátt fyrir fullyrðingar Davíðs Péturssonar um hið gagnstæða. Gamla brúin verður lagfærð strax og aðstæður leyfa, en nýja brú á að byggja á Andaþílsá á næsta ári samkvæmt vegaáætlun. Sigurður Jóhannsson. — Forsætisráð- herra Framhald af bls. 40 atkvæði gegn skattafsláttarkerf- inu, þeir Björn Pálsson og Pálmi Jónsson. Þá voru samþykktar ein- róma breytingartillögur frá Vil- hjálmi Hjálmarssyni, sem í aðal- atriðum fólu í sér lagfæringar á orðalagi frumvarpsins, og breyt- ingartillaga frá Karvel Pálmasyni o.fl. um að tryggja skuli eftir föngum í reglugerð, að skattaf- sláttar njóti ekki þeir, sem skatt- lausir eru vegna afskrifta og ann- arra hliðstæðra ástæðna. Voru 5 þingmenn andvígir þessari síðast- greindu tillögu. Þá var komið að þvf að greiða atkvæði - um 5%-stiga sölu- skattshækkunina. Fyrst kom til atkvæða breytingartillaga Sjálf- stæðisflokksins um, að söluskatt- urinn yrði einungis hækkaður um 2%-stig. Sú tillaga var felld með 20:20. Þá var viðhaft nafnakall um tillögu Alþýðuflokksins um 3‘A-stig. Var sú breytingartillaga einnig felld 20:20. Var þá tillaga ríkisstjórnarinnar um 5%-stiga, söluskattshækkun borin upp. Bað forseti þá, sem samþykkir væru, að gefa merki. Björn Pálsson sat með hendur í skauti. Vakti forseti þá nánari athygli þingmanna á því, hvaða tillögu væri verið að greiða atkvæði um og bað menn aftur um að gefa merki. Enn hreyfðist ekki hönd Björns. „Nú það er þá bezt að fá nafnakall," kallaði þá Lúðvík Þ. Jósepsson sjávarútvegsráðherra. Forseti varð við því og gaf Björn sig þá og greiddi atkvæði með tillögu ríkis- stjórnarinnar. Það dugði þó ekki til og var söluskattshækkunin felld á jöfnum atkvæðum, 20:20. Næst var beðið um nafnakall um tillögu sjálfstæðismanna um, að l'/í% launaskattur í ríkissjóð yrði felldur niður. Var sú tillaga samþykkt með 21 atkvæði gegn 19 og greiddi Björn Pálsson þar at- kvæði með stjórnarandstöðunni. Að lokum kom til atkvæða- greiðslu tillaga sjálfstæðismanna um, að ríkisstjórninni yrði heimil- að að lækka fjárveitingar á fjár- lögum um allt að 1500 milljónir kr. Skyldi þetta einnig taka til fjárlagaliða, sem jafnframt eru ákveðnir í öðrum lögum en fjár- lögum. Var beðið um nafnakall við þessa atkvæðagreiðslu. Þegar kom að forsætisráðherra óskaði hann eftir að fá að gera grein fyrir atkvæði sínu. Sagðist hann lfta á tillöguna sem svo einstæða traustsyfirlýsingu við ríkisstjórn- ina, að sjálfsagt væri að efri deild fengi að fjalla um hana. Segði hann þvi já. Eysteinn Jónsson forseti sam- einaðs þings óskaði einnig eftir að fá að gera grein fyrir atkvæði sínu. Kvað hann ríkisstjórninni veitta hér víðtæka heimild til að skera niður hvaða útgjöld, sem væri. Einstætt væri, að þingið af- salaði sér slíkum völdum í hendur framkvæmdavalds og kynni að leika á því vafi, hvort slíkt stæð- ist. Segði hann því nei. Gunnar Thoroddsen gerði einn- ig grein fyrir atkvæði sínu og sagði, að þessi tillaga væri eins orðuð ug ákvæði í bráðabirgðar- lögum núverandi ríkisstjórnar frá sumrinu 1972, sem um haustið hefðu verið lögð fyrir þingið. Þetta væri því ekki einsdæmi, því að fyrirmyndina mætti finna hjá núverandi ríkisstjórn. Hins vegar væri I nefndaráliti sjálfstæðis- manna tekið fram, að gert væri ráð fyrir, að fjárveitinganefnd sameinaðs þings getði tillögur til ríkisstjórnarinnar um niður- skurðinn. Sagði Gunnar já. Tillaga þessi var því samþykkt með 22 atkvæðum gegn 18. Þegar upp var staðið úr þessum darraðardansi kom I ljós, að mis- tök höfðu orðið, þegar 19. grein frumvarpsins var samþykkt, því að þar var gert ráð fyrir, að allar fyrri breytingar á söluskattslög- um væru úr gildi fallnar og sölu- skatturinn orðinn eins og hann var 1960. Til að leiðrétta þetta flutti fjármálaráðherra breyting- artillögu við 3. umræðu, sem fram fór eftir að hlé hafði verið gefið I 15 mínútur. Var breytingartillaga ráðherra samþykkt samhljóða. Þá urðu forseta einnig á mistök við atkvæðagreiðsluna, þegar hann lét koma til atkvæða bráða- birgðaákvæði, sem byggðust á því, að söluskattshækkunin yrði samþykkt. Gerðu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins athugasemdir við þetta, en forseti úrskurðaði, að þær athugasemdir væru of sent fram komnar og viðkomandi bráðabirgðaákvæði því enn inni I frumvarpinu. Að lokum lýsti forseti þvi yfir, að frumvarpið væri sent hæstvirt- um forseta efri deildar til góðrar fyrirgreiðslu, en eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin meiri hluta I þeirri deild og getur því breytt frumvarpinu þar í fyrra horf. Ef svo fer kemur frumvarpið aftur til neðri deildar til einnar um- ræðu, þar sem það verður borið upp I heild til atkvæða I stað þess að greidd séu sérstaklega atkvæði um einstakar greinar þess eins og var I gær. Þá verður stjórnarand- staðan að fella frumvarpið I heild til að koma I veg fyrir 5%-stiga hækkun söluskattsins. Fari svo halda núgildandi skattalög gildi sínu I óbreyttri mynd. — Golanhæðir Framhald af bls.l hafa sjálfir haldið því fram, að Sýrlendingar hyggist reyna að hertaka Golanhæðir á nýjan leik og að þeir haf i rétt til að gera þær ráðstafanir, sem þeir telji nauð- synlegar til að hindra það. Hernaðarsérfræðingar benda á, að Israelar beiti gjarnan leiftur- árásum að fyrra bragði til að liindra fyrirætlanir and- stæðinganna. Það rennir stoðum undir þá kenningu, að Israelar hugsi sér til hreyfings, að þeir hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að hafa orðið fyrir mannfalli I Golanhæðum siðan síðustu bardagar hófust. Þeir sögðu, að þrír hermenn hefðu særzt. Hins vegar vildu þeir ekkert segja um fullyrðingar Sýrlendinga um, að þeir hefðu eytt þrem ísraelskum skriðdrek- um og sprengt vopnabúr í loft upp. Israelskir talsmenn hafa líka haft á orði, að aðgerðir Sýrlendinga kunm að vera upp- háfið á nýju þreytustriði. Þess er þá að minnast, að bundinn var endi á þreytustríðið, sem Nasser hugðist heyja á sínum tima, með stórfelldum og áhrifamiklum leiftursóknum langt inn í Egypta- — Leikir unga... Framhald af bls. 33 C-riðill. KR 3 3 0 0 32—22 6 ÍBK 3 2 1 0 20—16 5 HK 4 12 1 29—29 4 Grótta 3 0 1 2 19—27 1 Selfoss 3 0 0 3 25—31 0 2. flokkur kvenna A-riðiil. Fram 7 6 0 1 57—11 12 Ármann 7 6 0 1 40—23 12 Valur 7 5 1 1 36—15 11 Þróttur 7 4 1 2 34—25 9 Grótta 7 2 1 4 28—33 5 IR 7 1 1 5 22—43 3 UMFN 7 1 1 5 22—47 3 IA 7 0 1 6 30—50 1 B-riðill. FH 7 7 0 0 57—11 14 Fylkir 7 4 2 1 33—22 10 Haukar 7 3 2 2 34—32 8 IBK 7 3 2 2 25—29 8 KR 7 3 0 4 27—30 6 Stjarnan 7 2 1 4 28—43 5 Breiðablik 7 1 1 5 19—38 3 Víkingur 7 1 0 6 17—26 1 3. flokkur kvenna. A-riðill Ármann 5 5 0 0 23— 5 10 Fram 5 3 0 2 30—21 6 Víkingur 5 2 1 2 24—14 5 KR 6 2 1 3 23—17 5 FH 5 2 1 2 19—17 5 Grótta 5 2 1 2 20—19 5 Breiðablik 5 0 0 5 9—50 0 B-riðill. Þróttur 4 4 0 0 28— 8 8 Valur 5 3 2 0 26—14 8 Haukar 5 3 1 1 19— 9 7 IBK 4 2 0 2 20—27 4 ÍR 5 0 2 3 16—27 2 UMFN 4 0 2 2 5—17 2 Fylkir 5 0 1 4 8—20 1 — PG 1 .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.