Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 29 Démis Roussos □ Forever and ever □ LP, Stereo □ Fálkinn Þetta er ein af þessum örfáu plötum, sem koma reglulega á óvart, enda hefur hún slegið f gegn svo um munar í mörgum löndum Evrópu og víðar. Virðist flest benda til þess, að griski söngvarinn Démis Roussos, sé næsta stórstjarna í tónlistinni og verði innan tíðar skipað á bekk með Tom Jones og Presley. Það hjálpast allt við að gera þessa plötu sérstaklega ánægjulega. Söngstíll Démis Roussos er sér- kennilegur og parsónulegur, þessi háa og titrandi rödd, sem hæfir hvort heldur í rólegum, eða hröð- um lögum. Þá er fortið og nútím- anum blandað saman á óvenju- lega smekklegan hátt. Lögin eru i nútímastil og takturinn er krefj- andi en þó eru þau undir sterkum áhrifum griskrar tónlistar. Má mikið vera ef þessi Vlavianos, sem samið hefur flest lögin, eigi ekki eftir að gera svipaða hluti og landi hans Theodorakis. 1 undir- leiknum ' er- í senn notað raf- magnshljóðfærið synthesizer og hið þjóðlega gríska hljóðfæri bazuki, auk gítara og annarra venjulegra hljóðfæra, en alls eru níu manns i hljómsveitinni. Tvö laganna a plötunni hafa komist i efsta sæti islenska vinsældalista á s.l. mánuðum. Það eru When I am a kid og Good-bye my love good- bye en lögin Forever and ever og Velvet mornings standa þeim ekki að baki. Þetta er sem sagt plata, sem óhætt er að mæla með og á það við um flesta aldurshópa. SLADE □ Oid, new, borr- owed and blue □ Stereo, LP □ Fálkinn Þrátt fyrir að ætla megi, að Slade og Sweed séu vinsælastir allra enskra hljómsveita (a.m.k. ef miðað er við vinsældalista) er ails ekki hægt að segja, að þessi nýja plata SLADE sé áhugaverð. Slade komust á toppinn með ýmiss konar sérkennum í textum, Hljómpiötur EFTIR HAUK INGIBERGSSON stafsetningu og framburði auk þess, sem tónlist þeirra var ein- föld; hrá og gróf rokktónlist. Og þeir hafa ekki breyst neitt þessi tvö ár, sem þeir hafa verið á toppnum. Þannig eru plöturnar svipaðar og eitt lag líkist öðru. Á þessari plötu er að vísu að finna smátilraunir til nýjunga eins og t.d. i My friend Stan, en það er ekkert, sem heitir né skiptir neinu afgerandi máli. Plötur Slade renna út eins og heitar lummur þannig að stórum hópi fólks finnst þessi tónlist ágæt og að sjálfsögðu eiga allir heimtingu á að fá tónlist við sitt hæfi. En tónlistarlega séð standa Slade verulega höllum fæti. Haukur Ingibergsson. gam - HUSID uglýsir KomiÓ og veljió úr mesta húsgagnaúrvali landsins. 5000 ferm. — fimm hæ6ir — byggingavörur, gjafavörur, teppi, raftæki og húsgögn í geysilegu úrvali og allt á a — góÓa verðinu. «lh.: Vegna hinna nýju kjarasamninga verða allar deildir JL-hússins framvegis lokaðar á laugardögum. Á föstudögum verður eftir sem áður opið til kl. 1 0 VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST OG KJÖRIN BEZT OP Ð TIL KL. 10 -HÚSID HRINGBRAUT 121 Datsun lOOACherry litrar á 100 km Ódýrasti ÍATSÚ*1 tr/99^2. 20-000 Tllkynnlng FRÁ Siglfirðingafélaginu í Reykjavlk og nágrenni Aðalfundur félagsins (sem frestað var vegna þjónaverk- fallsins), verður haldinn, mánudaginn 18. þ.m. kl. 8.30 síðdegis að Hótel Sögu, (Blái salur), aðaldyr. Dagskrá: I. Venjuleg aðalfundarstörf. II. Önnur mál. III. Spiluð félagsvist. Kaffi. Stjórnin. JRorgMirt&IotíÍb óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST Upplýsingar í síma 35408. AUSTURBÆR Bergstaðastræti, Ingólfsstræti, Laugavegur frá 34—80, Skipholt I. Meðalholt. VESTURBÆR: Garðastræti, Miðbær, Nýlendugötu ÚTHVERFI Smálönd, Laugarásvegur I og II Álfheimarfrá 43, Efstasund GRINDAVÍK Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsing- ar hjá afgreiðslunni í síma 1 0100. SENDLAR ÓSKAST á ritstjórn blaðsins. frá kl. 9—5,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.