Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 27
Fréttabréf úr Stykkis- hólmi Stykkishólmi 12-3-’74. 0 Rækjuvinnsla er nú hafin á ný í Stykkishólmi og hefirRækju- nes h.f. hafið vinnslu í húsnæði sem það hefir leigt af Kaupfélagi Stykkishólms. Þar var áður salt- fiskverkun af hálfu Kaupfélags- ins, en þeim rekstri hefur verið hætt. Nú þegar hefir Rækjunes fest sér 4 báta til rækjuveiða, og eru tveir þeirra þegar byrjaðir en hinir senn að hefja veiðar. 0 Nýlega var haldinn fundur í Verkalýðsfélagi Stykkishólms og þar ræddir kjarasamningar A.S.Í. og atvinnurekenda og einnig sér- samningar Verklýðsfélagsins við atvinnurekendur á Snæfellsnesi. Voru þeir samþykktir. Þá kom fram á fundinum eftirfarandi til- laga sem var samþykkt einróma. 0 Fundur i Verklýðsfélagi Stykkishólms haldinn sunnudag- inn 10. mars 1974, lýsir óánægju yfir aðgerðarleysi ríkisstjórnar til að sporna við verðhækkunar- skriðu þeirri sem rennur nú yfir þjóðina og bitnar ekki hvað síst á því fólki sem var að fá tímabærar kjarabætur, en gerir þær kjara- bætur að engu innan stutts tíma ef heldur sem horfir. 0 Mjög hefir nú hlýnað í veðri hér um Breiðafjörð og sér það fljótt á hversu snjó hefir leyst og er nú lítill nema i fjöllum. Fljótt sér á vegum og hafa þegar mynd- ast hvörf í vegina sem liggja út frá kauptúnunum svo erfitt er fyrir litla bíla að komast áfram, þó hefir áætlunarbifreiðin frá Reykjavík á Snæfellsnes haldið áætlun og eins mjólkurbílar sem nú flytja kauptúnunum mjólkur- afurðir frá Búðardal og sækja um allt Nes mjólk á sveitabæina til vinnslu í Búðardal, en mjólkur- stöðin í Grundarfirði er hætt störfum og lauk starfsemi um s.l. mánaðamót. Ekki er enn ákveðið hvort mjólkurafurðir verða seldar hér í almennum sölubúð- um og enn um sinn mun mjólkur- samsalan hafa opnar búðir eins og áður í hverju kauptúni, eða þar til öðru visi verður ákveðið. — Fréttaritari. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 27 VERZLUNAR- OG SKRIFSTOFU- HÚSNÆÐI í NÝJA MIÐBÆNUM, KÓPAVOGI Sala á hinu margeftirspurða húsnæði hefst í dag. Þeir sem hafa lagt inn pantanir hafi vinsamlegast samband strax. Eignamiðlunin Vonarstræti 12, Símar 24534 og 11 928. RAUDUR Vel með farinn „konubill" tegund Sunbeam Alpine GT sjálfskiptur, árgerð 1970. Ekinn 25.400 km., er til sölu vegna endurnýjunar. Bíllinn er ætíð geymdur í bílskúr og eingöngu ekið innanbæjar. Verð 425.000 — Upplýsingarveittar að Haðalandi 2 og í síma 37930. Félagsstarf elflrl borgara Leikfélag Reykjavíkur býður eldri borgurum að koma á Síðdegisstund um Þjóðtrú í Iðnó laugardaginn 16. marz kl. 5 e.h. Leikarar félagsins fara þar með gamlar sagnir og söngva í þjóðareign. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku i síma 18800 fimmtu- dag og föstudag kl. 9—1 2 f.h. Félagsstarf eldri borgara. Vortízkan 1974 FRÁ HOLLANDI, BELGÍU, BRETLANDI OG DANMÖRKU: Ullarkápur Leðurjakkar Tweedfrakkar Terylenejakkar Terylenekápur nenimjakkar Regnkápur Regnjakkar Ruxnadragtir Síðbuxur Pilsdragtir piis og blússur Bemharó Laxdal Kjörgarði LOKAÐ ÁLAUGARDÖGUM Frá 1 - marz eru verzlanir okkar loka&ar á laugardögum — Opi6 frá kl. 9-6 mánudaga til föstudaga Áklæðl 09 gluggatiöld. Gluggatiöld. Skipholti 1 7a, Laugavegi 66, Giuggaval. Grensásvegi 1 2, Vogue. SkólavörSustíg 12, vefnaðarvöruDúÖ VBK. Vesturgötu 4, Zela. Skúlagötu 61.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.