Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 Geir Hallgrímsson: Stjórnina brestur vald og ætti að segja af sér Frumvarp til laga um skattkerf- isbreytingu kom til fyrstu um- ræðu í efri deild í gær, en eins og fram kemur f frétt á baksíðu blaðsins í dag voru gerðar miklar breytingar á frumvarpinu við af- greiðslu þess í neðrí deiid, þar sem tillaga ríkisstjórnarinnar um 5 stiga hækkun söluskatts var felld og tillögur sjálfstæðis- manna um niðurfellingu 1 ‘á% launaskatts í ríkissjóð og um 1500 milljóna niðurksurð á fjárlögum voru samþykktar. Geir Hallgrímsson (S) tók til máls við umræðuna og lagði áherzlu á, að gangur málsins sýndi, að ríkisstjórnina brysti al- veg vald á mikilvægustu málum og ætti hún því að segja af sér. Halldór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra mælti fyrir frumvarpinu víð umræðuna og kvað það hafa gengið í gegnum allmikla eld- skírn í neðri deild, eins og hann orðaði það. Rakti hann síðan að- dragandann að frumvarpi rikis- stjórnarinnar og efni þeirrar yfir- lýsingar, sem gefin var um skatta- málin í sambandi við nýgerða kjarasamninga. hún hefði framkvæmt 1971, hefði hún þó haft aðvaranir verkalýðs- hreyfingarinnar. Samningar hefðu runnið út 1. nóv. sl., en ríkisstjórnin hefði ekki látið að sér kveða að gagni fyrr en búið hefði verið að boða verkföllin. Hann vék nú að tillögum stjórn- arinnar í húsnæðismálunum og kvað það athyglisvert, að nú legði ríkisstjórnin í raun og veru til, að ián Húsnæðismálastjórnar lækk uöu trá þvi, sem áður hefði verið. Nú hækkuðu þau úr 800 þúsund í 1.060 þúsund að krónutölu, en hefðu þurft að hækka að minnsta kosti í 1200 þúsund til að fylgja byggingarvísitölu, eins og þau hefðu gert á timum viðreisnar- stjórnarinnar. MMfMSI Þá lagði hann áherzlu á, að til- lögur sjálfstæðismanna miðuðu ekki að því að brjóta það sam- komulag við verkalýðshreyfing- una, sem gert hefði verið. Þetta væru tillögur um meiri lækkun tekjuskatts, minni hækkun sölu- skatta og lækkun launaskatts. All- ar væru þær launþegum til hags- bóta. Samkvæmt áliti sérfræðinga ríkisstjórnarinnar myndi inn- heimtast 4,1 milljarðar í tekju- sköttum ef frumvarp ríkisstjórn- arinnar yrði að lögum. I fjárlög- um hefði verið gert ráð fyrir að innheimta 5,8 milljarða í tekju- skatti. Hér væri því tekjutapið um 1700 milljónir. Á móti ætti að innheimta 5 söluskattstig, sem skv. upplýsingum sérfræðing- anna myndu gefa um 3,4 millj- arða á því, sem eftir væri af þessu ári. Einnig kæmi til 500 milljóna útgjaldaaukning vegna afsláttar- kerfisins, sem færði tekjutapið upp í um 2,2 mílljarða. Öllum væri ljóst, að hér ætlaði rikið sér að innheimta talsvert meira en það missti í tekjum. Geir Hallgrímsson kvaðst vilja beina þvi til ráðherra, að hann tæki tillit til vilja meirihluta þingmanna i neðri deild og reyndi ekki að knýja fram breytingar á frumvarpinu i deildinni, sem fyr- ir lægi, að neðri deild vildi ekki samþykkja. Um þá röksemd Lúðvíks Jóseps- sonar, að hér vildu 29 þingmenn stöðva vilja 31 þingmann kvaðst hann vilja taka fram í fyrsta lagi, að stjórnarskráin gerði ráð fyrir tveimur þingdeildum og þar með nauðsyn þess, að sérhvert þing- mál nyti stuðnings í báðum þing- deildum. I annan stað mætti benda á, að ýmsar breytinganna hefðu verið gerðar á frumvarpinu í neðri deild með tilstyrk þing- manna úr stjórnarliðinu og því virtust þær hafa fylgi meirihluta þingmanna. Höfuðatríðið væri að gera málið þannig úr garði, að skáttaáþján rikisstjórnarinnar frá 1972 linnti. Jón Ármann Héðinsson (A) kvaðst undrast bjartsýni fjár- málaráðherra um, að ríkisstjórnin hefði meirihluta á þinginu til að koma fram vilja sínum. Þessi von væri .algjörlega órökstudd. Hann hefði gefið í skyn, að nú hæfist baráttan fyrir málinu með þjóð- inni. Þetta væri vart hægt að skilja öðru visi en svo, að nú ætti að rjúfa þing og láta kjósa um málið. Ef ríkisstjórnin gerði það væri þó svolítill dugur i henni. Fjallaði þingmaðurinn siðan um tillögur Alþýðuflokksins um 3!ó stiga hækkun söluskatts til að mæta tekjutapi ríkissjóðs og lýsti að lokum þeirri spá sinni, að verð- bólgubálið myndi brenna upp ríkisstjórnina, þannig að hún heyrði brátt sögunni til. Fleiri tóku ekki til máls og var frumvarpinu vísað til 2. umræðu og fjárhags- og viðskiptanefndar. Mun ætlunin, að frumvarpið komi ti 1 2. umræðu i efri deild i dag. Deilt á kvöldfundi um skattkerfisbreytingu Ráðherra kvaijst vilja ítreka, að ríkisstjórnin væri reiðubúin til að láta frumvarp sitt einungis gilda fram til næstu áramóta, ef það mætti verða til þess, að málið næði fram að ganga. Kvaðst hann er.n hafa fulla ástæðu til að ætla, að þingstyrkur yrði fyrir málinu. Ef það næði ekki fram að ganga, yrði að taka því og héldi þá barátt- an áfram með þjóðínni, sem myndi sýna stuðning sinn við rík- isstjórnarflokkana, sem styddu frumvarpið óbreytt frá fyrsta búningi þess,þótt siðaryrði. Geir Hallgrímsson sagði það ekki vera alveg Ijóst, með hvaða frumvarpi ráðherrann hefði verið að mæla. Hvort það væri frum- varpið, sem nóttina áður hefði verið samþykkt með 31 samhljóða atkvæði í neðri deild, eða hið upp- haflega frumvarp ríkisstjórnar- ínnar. Áþessum frumvörpum tveimur væri töluverður munur. I fyrsta lagi hefði 5 stiga söluskattshækk- un verið felld út úr frumvarpinu í neðri deild. I annan stað hefði 1!4% launaskattur, sem rynni í rfkissjöð, verið felldur út, en 2% til húsnæðismálanna verið látin halda sér. Þá hefði verið sam- þykktur 1500 milljóna niður- skurður á fjárlögum og að lokum lægi fyrir, að allar aðrar breyting- artillögur Sjálfstæðisflokksins og stjórnarandstöðunnar hefðu feng- ið jafn mörg atkvæði og ríkis- stjórnin hefði. Ráðherra hefði ekki getið um, hver afstaða ríkisstjórnarinnar væri til málsins, eins og það nú lægi fyrir. Rétt væri að ítreka, að skýr meirihluti væri í neðri deild fyrir niðurfellingu líó% iauna- skattsins og enn skýrari meiri- hluti fyrir niðurskurðartillögu sjálfstæðismanna. Þar hefði sjálf- ur forsætisráðherrann einnig gengið í lið með stjórnarandstöð- unni. Yrði því ekki trúað, að fjár- málaráðherra fylgdi honum ekki að málum. Gangur þessa máls sýndi, að ríkisstjórnina brysti alveg vald á málum og til að tryggja framgang þeirra. Bæri henni því að segja af sér. Þingmaðurinn vék nú að að- draganda frumvarps ríkisstjórn- arinnar. Hún hefði haft tímann fyrir sér til að bera fram tillögur sínar i kjarasamningunum. Jafn- vel þó að hún hefði ekki hlýtt á aðvaranir Sjálfstæðisflokksins um þær skattabreytingar, sem 1 blaðinu í gær var greint frá umræðum um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um skattkerfis- breytingu, sem fram fóru í neðri deild sl. miðvikudag fram að kvöldmat. Hér fer á eftir frásögn af umræðunum á kvöldfund inum. Lárus Jónsson (S) tók fyrstur til máls eftir fundarhlé og gerði að umtalsefni nýja útreikninga sérfræðinga ríkisstjórnarinnar, sem sýndu, að tekjutapið vegna tekjuskattalækkana yrði ekki nema 1700 milljónir i stað 2900 milljóna, eins og rikisstjórnar- þingmenn vildu halda fram. Það væri því augljóslega gert ráð fyrir heildarskattaíþyngingu með til- lögum ríkisstjórnarinnar. Þingmaðurinn kvaðst vilja minna á, að fjármálaráðherrann hefði, þegar hann var í stjórnar- andstöðu, flutt tillögur um, að skattvísitalan yrði miðuð við breyttar launatekjur milli ára, eða a.m.k. við aukningu fram- færslukostnaðar. Ein af tillögum sjálfstæðismanna gengi einmitt í þessa átt. Ragnhildur Helgadóttir (S) kvað það vekja ugg, hve litlar áhyggjur rikisstjórnin virtist hafa af þvf, hver vilji þingsins væri. Löngu áður en málið væri lagt fyrir þingið væri tilkynnt, að það væri til umræðu og athugunar úti í bæ. Það væri auðvitað út af fyrir sig i Iagi, en tvímælalaust ætti einnig að gefa þinginu kost á að tjá hug sinn til málsins, áður en það væri sett i endanlegan búning af hálfu ríkisstjórnarinnar. Kvaðst hún áður hafa bent á ýmis fleiri mál, sem einnig bæru vott um lítinn skilning þessarar ríkis- stjórnar á þingræðinu. Einnig gerði hún að umtalsefni leiðara, sem birzt hefði i Tímanum og fjallað hefði um minnihluta- stjórnir. Hefði í Ieiðaranum, sem Þórarinn Þörarinsson hefði skrif- að, verið margt afar einkenni- legra skoðana. Þar hefði því t.d. verið haldið fram, að þingræðið nú krefðist þess einkum, að stjórnarandstaða væri ábyrg. Þetta hljómaði eíns og neyðaróp — hróp á hjálp til stjórnarand- stöðunnar. Slíkar hugleiðingar um, að þingstyrkur skipti ekki máli væru afar varhugaverðar. Þingmaðurinn sagði, að fjár- málaráðherra hefði gefið yfirlýs- ingar um stuðning við sérsköttun hjóna. Engar reglur um þetta efni væru þó í frumvarpi ríkisstjórn- arinnar. Kvaðst hún vilja mæla með því kerfi, sem mælt væri með í frumvarpi sjálfstæðismannanna. Pétur Sigurðsson (S) ræddí m.a. um þær staðhæfingar stjórn- arsinna, að stjórnarandstæðingar vildu ekki, að meirihlutinn réði og væru andsnúnir lýðræðinu. Hefðu þeir sagt, að samningarnir millí ríkisstjórnarinnar og A.S.Í. hefðu verið studdir samdóma af A.S.Í. Þetta væri ósatt. Ræddi hann nokkuð þær meiri- hluta kosningar, sem tíðkast inn- an A.S.Í. og yllu þvi, að fjölda fulltrúa væri þar mjög misskipt milli einstakra félaga. Kæmi m.a. stærsta aðildarfélagið, Verzlunar- mannafélagið, mjög illa út úr þeim skiptum. Hvar hefði t.d. lýðræðisást þeirra stjórnarsinna verið, þegar þurfti hefði að fá V.R. dæmt inn í A.S.Í. Að lokum sagði þingmaðurinn, að ekki væri nóg, að lítill meiri- hluti í 30 manna nefnd A.S.Í. gerði samþykkt, einkum ef litið væri til kosningafyrirkomulags- ins þar, til þess, að Alþingi væru settir úrslitakostir. Þörarinn Þórarinsson (F) sagði hallann fyrir ríkissjóð verða 2,2 milljarða ef tillögur sjálfstæðis- manna næðu fram að ganga og 1,2 milljarða ef tillögur Alþýðu- flokksins yrðu samþykktar. Sparnaðaraðferð sú, sem Sjálf- stæðisflokkurinn legði til, væri al- gjörlega röng. Þingið ætti ekki að afsala sér völdum í hendur ríkis- stjórnarinnar. Vel gæti komið til greina að samþykkja einhvern niðurskurð, en hann gæti þó ekki úr þessu komið til fyrr en við gerð næstu fjárlaga. Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra mælti fyrir breytingar- tillögu, sem hann flutti við frum- varpið. Matthías Á. Mathiesen (S) kvað Þórarin ekki hafa gert sér grein fyrir, á hvaða grundvelli tölur sérfræðinga ríkisstjórnarinnar byggðust. Þá kvaðst hann vilja leggja á það áherzlu, að ætlunin væri hjá sjálfstæðismönnum, að fjár- veitinganefnd gerði um það tillög- ur til rikisstjórnarinnar, hvernig niðurskurðinum á fjárlögunum yrði háttað. Við 3. umræðu um fjárlagafrumvarpið hefði Matthías Bjarnason lagt til, að jólaleyfi þingmanna yrði notað til að gera tillögur um niðurskurð. Þetta hefði ekki verið samþykkt A FUNDI sameinaðs þings sl. þriðjudag var samþykkt tillaga til þingsályktunar um vinnu fram- haldsskólanemenda við fram- leiðslustörf á vetrarvertíð. Flutn- ingsmenn tillögunnar voru þing- menn Alþýðuflokksins, þeir Stef- án Gunnlaugsson, Eggert G. Þor- steinsson og Jón Armann Héðins- son. Nokkrar breytingar voru gerð- ar á tillögugreininni í allsherjar- nefnd sameinaðs þings, sem um tillöguna fjallaði. Hljóðar hin endanlega ályktun þingsins svo: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta athuga, hvort af stjórnarsinnum. Þess vegna yrðu orð Þörarins um, að hann hefði vilja til að standa að niður- skurði, ekki tekin alvarlega. Bjarni Guðnason (Ff) sagði það vera alvarlegast rið tillögur ríkis- stjórnarinnar um 5 stiga hækkun söluskattsins, að slík hækkun hefði mikil verðbólguáhrif. Það væri ólíklegt', að menn úr alþýðu- stéttum styddu slíka söluskatts- hækkun. Þetta fæli í sér hreina uppgjöf af hálfu ríkisstjórnar- innar. Björn Pálsson (F) flutti síðustu ræðu kvöldsins og lýsti persónu- legum skoðunum sínum á málinu, sem margar hverjar fóru hreint ekki saman við skoðanir annarra þingmanna. Mun Morgunblaðið reyna að birta sérstaklega frásögn af ræðu Björns síðar. Að umræðu lokinni fór svo fram söguleg atkvæðagreiðsla, sem skýrt er frá á baksiðu blaðs- ins í dag. unnt reynist að haga árlegum kennslutíma í framhaldsskólum í verstöðvum á Suðvesturlandi og annars staðar, þar sem skortur er á mannafla til framleiðslustarfa á vetrarvertíð, þannig, að þeir nem- endur, sem á því hafa áhuga, geti unnið skólanámsins vegna við slik störf takmarkaðan tima í marz og apríl. Jafnframt stuðli rikisstjórnin að því, að fjölbrautaskólar geti hið allra fyrsta gefið nemendum sinum kost á námsbrautum, þar sem virk þátttaka í atvinnulífinu, svo sem við fiskveiðar og fisk- verkun á vetrarvertíð, sé mikil- vægur liður í námi þeirra." Framhaldsskóla- nemendur við framleiðslustörf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.