Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 A mánudag verður sýnt BBC-sjónvarpsleikritið — Still Waters — eftir Julie Jones, hina sömu og samdi framhaldsmyndaflokkinn Heima og heiman. SUNNUD4GUR 17. mars 1974 17.00 Endurtekið efni Kona er nefnd Monika Helgadóttir á Merki- gili Indriði G. Þorsteinsson ræðir við hana. Áður á dagskrá 30. desember 1973. 18.00 Stundin okkar Meðal efnis eru myndir um Jöhann og Róbert bangsa og leikþáttur með Súsí og Tuma. Einnig koma fóstra og börn frá Brákarborg í heimsókn, og loks endar stundin á föndurþætti. Umsjónarmenn Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 18.50 Gftarskólinn 6. þáttur endurtekinn. 19.30 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Réttur er settur Laganemar við Háskóla ís- lands sviðsetja réttarhöld í smyglmáli. Við dómsuppkvaðningu reyn- ir meðal annars á nýtt laga- ákvæði, sem eykur ábyrgð skipstjórnarmanna og ann- arra, sem undirrita móttöku- skilríki og innsiglisskrár. Sögumaður Gísli Baldur Garðarsson. Stjórn upptöku Magnús Bjarnfreðsson. 21.15 Enginn deyr í annars stað Austur-þýzk framhaldsmynd, byggð á samnefndri sögu eft- ir Hans Fallada. 3. þáttur. Þýðandi Öskar Ingimarsson. Efni 2. þáttar: Escherich, fulltrúi hjá Gesta- po, leitar mannsins, sem skrifar kort með áróðri gegn nasistum og dreifir þeim víðs vegar um Berlínarborg. Yfir- boðarar hans heimta að hann sýni skjótan árangur í starfi. Hann þykist því heldur en ekki heppinn, þegar komið er með slæpingjanna Kluge á stöðina, grunaðan um að hafa dreift kortum á læknastofu. í HVAÐ EB AÐ SJA? ins með því að beina skotunum að augljósu og tilvöldu tákni þessa kerfis." Filmubiitarnir, sem de Antonio tínir til, geta verið býsna neyðarlegir. A einum stað má sjá Nixon ávarpa hóp stuðningsmanna úr röðum repúblikana í heimabæ sínum. ,^Iér voru áður appelsínurunn- ar, sítrónurunnar og avókadó tré,“ segir hann og breiðir út faðminn. ,,Nú er þetta allt horf- ið — í staðinn eru komin heimili, byggingar og iðnaður. Þetta eru framfarir! Þetta er Ameríka! „Og þá fóru menn að hugsa um umhverfisvernd. Eða atriði úr „eldhúskappræðu“ þeirra Nixons og Knísjeffs, þar sem hinn fyrrnefndi fullyrðir, að Bandarikin muni sigra í kalda stríðinu, því að Bandarík- in framleiði fleiri <íg betri sjón- varpstæki. Það ku vera óborganlegt að sjá framan í sovézka aðalritarann, sem rang- hvolfir augunum í forundran, er túlkurinn flytur honum tíðindin. Antonio skeytir einnig inn á milli filmubútanna viðtölum við ýmsa virta bandaríska blaðamenn, sem fylgzt hafa með ferli Nixons gegnum árin — eins og Jules Witcover, höf- und Resurrection of Richard Nbton, Jack Anderson, James Wecsler og Joe McGinniss höf- und bókarinnar The Selling of the President. En þó að Nixon sé miðdepill myndarinnar fá fleiri þar sinn skammt — því að þarna koma fyrir menn eins og John F. Kennedy, Lyndon Johnson, Herbert Hoover, Joe McCarthy og J. Edgar Hoover — eins og til að minna áhorf- andann á, að svona séu þeir allir, á innra borði. Stundum bregður fyrir bráðsmellinni klíppingu í myndinni, eins og þegar Eisenhover liggur fár- sjúkur í sjúkrahúsi og Nixon talar til fulltrúa repúblikana. „Við skulum sigra þennan fyrir Ike.“ Um leið er klippt yfir í frægt atriði úr gamalli Holly- wood-mynd, þar sem Pat O’Brian (þjálfarinn) segir við Ieikmenn f Notre Dame fót- boltaliðinu — „Við skulum sigra þennan fyrir Glitter.“ Þá er aftur klippt yfir í sjúkrahús- ið, þar sem Glitter liggur allur reifaður og Glitter er auðvitað Ronald Reagan, fyrrum kvik myndaleikari, nú rikisstjóri og iðulega orðaður sem líklegur kandídat repúblikana f forseta- stól að Nixon gengnum. Já hvað hefði ekki de Antonio getað gert sér úr Votergeit hefðiþað verið komið upp, er hann gerði myndina. A sunnudag flytja laganemar við Háskólann árlegt tillegg sitt til sjónvarpsins f Réttur er settur, sem að þessu sinni fjallar um smygl. Hér sjást smyglararnir (laganemar) um borð í vélbátnum Blöndunni frá Ölgerði á heimsiglingu — ásamt Haraldi kvikmyndatökumanni og Sigfúsi hljóðupp- tökumanni. Richard Milhous Nixon fær góðan skammt af skopi í mynd- inni Millhouse — a White Comedy. FYRIR nokkrum dögum vakti það töluverða athygli hér heima fyrir, að kona nokkur sté upp í pontu innan virðulegra veggja Alþingis og kvaðst hafa uppgötvað eftir stutta veru á þingi, að leikhús borgarinnar væru ekki tvö heldur þrjú — Alþingi Islendinga væri sem sagt þriðja leikhúsið. Á mið- vikudagskvöld getur að líta í sjónvarpinu víðfræga heim ildarmynd, þar sem höfund urinn, Emile de Antonio, setur fram svipaða skoðun á stjórnmálum heimalands síns, Bandaríkjanna. Millhouse — a White Comedy nefnist myndin og er helguð stjórnmálaferli Nixons Bandaríkjaforseta — fram að þeim tíma, er hann er endurkjörinn forseti. Þessi kvikmynd var frum- sýnd í Bandaríkjunum árið 1971 og varð geysivinsæl, var sýnd fyrir troðfullum húsum í 30 borgum vestan hafs f margar vikur, sem er afar fátítt um heimildarmyndir, eins og Millhouse vissulega er. Demó- kratar sáu sér Ieik á borði, þegar myndin kom fram og vildu kaupa hana af de Antonio í því skyni að nota hana í kosn- ingabaráttunni fyrir forseta- kjörið 1972. En de Antonio vildi ekki selja. „Ég gerði ekki þessa mynd til að fá demökratana kjörna,“ sagði hann. „Ég gerði hana til að upplýsa, hvílikt of- boðslegt skripaleikhús banda- rísk stjórnmál eru.“ Að sjálfsögðu má deila um, hversu heiðarlega de Antonio hafi farið að við gerð þessarar myndar: Að tína til alla tiltæka filmubuta með verstu stundum sama stjórnmálamannsins — allir hljóta að geta viðurkennt, að slíkt verður aldrei féleg út- koma. En hitt er eins vist, að Richard M. Nixon hefur átt fleiri „vondar stundir“ á ferli sínum en flestir aðrir stjórn málamenn. Titill myndarinnar, Millhouse — a White Comedy, er orðaleikur af hálfu höfundarins. M-ið í nafni Richard M. Nixons stendur fyrir Millhouse, en White Comedy gefur bendingu um samsetningu hirðarinnar kring- um Nixon — helztu samstarfs- menn hans hafa ætíð verið hvít- ir, angló-saxneskir mótmælend- ur, og í þessari mynd, 25 ára stjórnmálakróniku forsetans, sést hvergi negri. Auðvitað má svo Iesa út úr titlinum Hvíta húsið — æðsta tákn skrípaleiks- ins, sém de Antonio er að lýsa. „Ef myndin hefur engin önn- ur áhrif en að hlaða undir Nixon-fordóma fólks, þá er hún misheppnuð að minum dómi,“ segir de Antonio líka á einum stað. „Myndin er ekki persónu- leg árás á Nixon. Hún er árás á kerfið, á trúverðugleika kerfis- Kluge játar til málamynda, og Escherich sleppir honum, en lætur þó fylgjast með hon- um. Það mistekst, Kluge leit- ar á náðir gamallar vinkonu, en snuðrarinn Brokhausen kemur upp um hann. Escher- ich þarf einhvern veginn að losna við Kluge. Hann tælir hann með sér í gönguferð og myrðir hann með köldu blóði. 22.55 Aðkvöldidags Einar Gíslason, forstöðumað- ur Fíladelfíusafnaðarins, flytur hugvekju. 23.05 Dagskrárlok /MNNUD4GUR 18. mars 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Skugginn Norskur „nútímaballett". , Aðaldansarar Anne Borg og Roger Lucas. Kóreógrafía Roger Lucas. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 20.45 Við ána (Still Waters) Sjónvarpsleikrit frá BBC. Höfundur Julía Jones. Leikstjóri James MacTagg- art. Aðalhlutverk Margery Ma- son, Brian Pringle og Rich- ard Pearson. Þýðandi Gísli Sigurkarlsson. 21.40 Isienski körfuboltinn Umsjónarmaður Ömar Ragn- arsson. 22.10 Fall þriðja rfkisins Síðari hluti heimildamyndar um endalok siðari heims- styrjaldarinnar og fall Adolfs Hitlers. Þýðandi og þulur Oskar Ingi- marsson. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 23.10 Dagskrárlok Sjónvarps- og útvarpsdag- skráin er á bls. ,?5 ÞRIÐiUDKGUR 19. mars 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lítið skákmót í sjón- varpssal Fimmta skák. Hvítt: Friðrik Ölafsson. Svart: Forintos. Skýringar flytur Guðmundur Arnlaugsson. 21.00 Mósambikk Þáttur úr flokki sænskra fréttamynda um ungu kyn- slóðina í Mósambikk og starf- semi frelsishreyfingarinnar, Frelimo. Þýðandi og þulur Gylfi Grön- dal. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 21.30 Valdatafl Bresk framhaldsmynd. 6. þáttur. Útsýnið Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 5. þáttar: Bligh-fyrirtækið hefur gert samninga við hollenska og ítalska aðila um samvinnu við stórfelldar vega- og bygg- ingaframkvæmdir á Italíu. I ljós kemur, að einhverjir hafa komist á snoðir um fyrirhugaðar framkvæmdir, því lóðir eru þar keyptar í stórum stíl af aðvifandi kaupahéðnum. Grunur fellur á Wilder, en honum tekst að sanna, að háttsettir ítalskir aðilar eigi þar mestan hlut að máli, og þannig beinist athyglin frá Pamelu Wilder og Don Henderson, sem einnig höfðu verið viðriðin lóðabraskið. 22.20 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur um er- lend málefni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.