Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 23 Rótaraðgerðir Rætt við Egil Jacobsen tannlækni NÝLEGA kom blaðamaður Morgunblaðsins að máli við Egil Jacobsen tannlækni, en hann kom hingað til lands á síðastliðnu hausti og hafði þá dvalizt í Banda- ríkjunum við nám og starf um fjögurra ára skeið. Egill lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskólanum árið 1961 og prófi í tannlækn- ingum frá Háskóla íslands árið 1967. Hann starfaði síðan við almennar tann- lækningar hér heima í tvö ár, en hélt síðan til fram- haldsnáms í rótfyllingar- fræði við School of Dental Medicine, University of Pensylvania. Kennari hans þar var dr. Louis I. Gross- man, sem er prófessor f rótaraðgerðum og braut- ryðjandi á því sviði. Þar lauk Egill prófi árið 1972, og fór þá til University og Connecticut Health Center, þar sem hann stundaði frekara nám, rannsóknir og kennslu í rótfyllingarfræði undir handleiðslu dr. Kaare Langeland, prófessors þar. Eins og fyrr segir kom Egill heim í haust, og hóf þá strax kennslu við tannlæknadeild Háskóla íslands, jafnframt því sem hann starfar við tannlækningar. Fyrst spurðum við Egil um það hvað rótaraðgerð væri. — Rótaraðgerð er fram- kvæmd þegar- tannkvikan, eða tanntaugin eins og hún er oft kölluð, hefur orðið fyrir skemmd. Rótarskemmd staf- ar venjulega af einni af þrem- ur orsökum, — tannátu (caries), áverka, eða þá að fyllingarefni hafa verið sett óeinangruð í holur í tönnum. Sum fyllingarefni innihalda sterk efni, sem geta haft skaðleg áhrif á tannkviku. Þegar rótarskemmd hefur átt sér stað, fær viðkomandi tannpínu, og þegar svo er komið er ekki um nema tvennt að gera, — rótfylla tönnina eða draga hana úr. Erlendis er þessi aðgerð nefnd endodontia, en ís- lenzka orðið, sem oftast er notað, þ.e. rótfylling, er ekki réttnefni, vegna þess að meira er að gert en að fylla rótina. Rótaraðgerðin fer þannig fram, að fyrst er numinn brott allur sýktur vefur og sóttkveikjur í tannkvikuholi. Þetta er mikið n'ákvæmnis- verk, sem er framkvæmt með litlum áhöldum, er nefn- ast rótarþjalir. Fara þarf alla leið niður í rótarenda, og er mikilvægt, að tannkvikuholið hreinsist gjörsamlega. Þetta þarf oft að gerast í nokkrum áföngum, og að lokinni sótt- hreinsun er tannkvikuholið fyllt með fyllingarefni niður í rótarenda, og síðan er króna tannarinnar fyllt á venjuleg- an hátt. Aðgerðin er algjör- lega sársaukalaus vegna þeirra nýju og góðu stað- deyfilyfja, sem nú ervöl á. — Er tönnin þá jafngóð eftir slíka aðgerð og hún var í fyrstu? — Auðvitað verður tönnin ekki hin sama, en þó mun hún duga jafnvel og aðrar tennur, sem gert hefur verið við. — Kemur það ekki fyrir, að rótfylltar tennur dökkni? — Jú, það kemurfyrir, en yfirleitt er auðvelt að ráða bót á þvi með því að lýsa tönn- ina. Það er gert með brin- toveriiti, en það er t.d. líka notað í hin ýmsu hárlýsingar- efni. — Nú er Ijóst, að hér er um nokkuð kostnaðarsamar viðgerðir að ræða. TeJur þú, að það borgi sig fyrir fólk að kosta svo miklu til að halda í tennurnar? — Já, tvímælalaust. Hafi tannkvikan orðið fyrir skemmd og rótaraðgerð er ekki framkvæmd, þá verður óhjákvæmilega að draga tönnina úr, og þegar hún er farin er ekki um annað að gera en smíða brú, sem köll- uð er, til að fylla skarðið, sem eftir verður. Brú getur aldrei komið að sama gagni og sú tönn, sem verið hefur í sjúkl- ingnum frá upphafi. Þegar kostnaður og óþægindi við það að draga tönn úr og láta síðan smíða brú er borinn saman við kostnað við rótar- aðgerð, kemur vanalega í Ijós, að rótaraðgerð er ódýr- ari, auk þess sem hún er æskilegri að öðru leyti. — Ber að skilja þetta svo, að nauðsyn þess að draga úr tennursé úrsögunni? — Já, það er óhætt að segja það. Það kemur þó fyrir, að ekki er hægt að rótfylla tennur vegna þess að rótargöngin eru svo þröng, að jafnvel hið minnsta rótar- áhald kemst ekki inn í þau. í slíkum tilfellum myndast oft poki (cysta) við rótarendann. Þá verður að gera einfalda skurðaðgerð, sem oftast get- ur orðið til þess að bjarga tönninni. — Þú sagðir áðan, að rót- fylltar tennur gætu gegnt sama hlutverki og óskemmd- ar tennur, sem aldrei hefur verið átt við. Er hægt að nota rótfylltar tennur sem stoð- tennurvið brúarsmíði? Myndin sýnir tannskemmd (dökki bletturinn til hægri), sem nær inn t tannkvikuhol og hefur haft þau áhrif, að rótarkýli hefur myndazt. — Já, rótfylltar tennur eru jafn góðar til þessa og aðrar tennur. Hins vegar er rétt og skylt að geta þess, að nauð- synlegt er að fylgjast nákvæmlega með rótfylltum tönnum, og ég ráðlegg jafn- an sjúklingum að fara til tannlæknis og láta taka röntgenmyndir á sex mánaða fresti til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi. —ÁR MOSAIC MOSAIC heitir bókmenntatíma- rit, gefið út af Manitobaháskóla í Kanada, mikið að magni; kemur út ársfjórðungslega; hvert hefti að jafnaði helgað sérstöku efni svo sem: Ulysses og The Waste Land, nútímaskáldsögunni í Vestur-Evrópu bókmenntunum í Austur-Evrópu og nú síðast úttekt á skáldsögum Faulkners svo dæmi séu tekin. Lfka hefur verið fjallað — í einstökum ritgerðum — um efni eins og ástina eða réttara sagt kynlifið í amerískri nútímaljóðlist, menningarmál f þróunarlöndunum bókmenntir og marxisma; og um einstaka höf- unda svo sem Sartre, Beckett, Bonnefoy og Kazantzakis svo fáir séu nefndir. Manitobaháskóli er ekki einn um að reka útgáfustarf af þessu tagi. Mikið gengur á þrykk út ár hvert í nafni amerískra háskóla, og er bókmenntaefni þar engin hornreka. Rannsóknarskylda hvílir á kennurum þar sem annars staðar og hart að gengið: menn skulu „gefa út eða gefast upp“. Bókmenntasaga er ekki afar- gömul námsgrein við háskóla samanborið við ýmsar aðrar, en hefur samt fyrir löngu skapað sér sinar eigin hefðir þannig að vel má tala um akademfska ritskýr- ing sem einkennist af varfærni og Bökmenntir eftir ERLEND JÓNSSON nákvæmni i senn. Háskólakenn- arar eiga það nánast allir sam- eiginlegt, hvar sem er og hvenær sem er, að þeir hafa sjálfir numið f háskólum. Aðrar leiðir liggja tæpast upp að kennarastólnum nema í örfáum undantekningar- tilfellum og þá því aðeins að menn hafi unnið sér eitthvað meira en lítið til heimsfrægðar. Verða slíkir þó sjaldnast háskóla- kennarar í venjulegum skilningi, heldur eins og punt á viðkomandi stofnunum. Það er því öðru fremur einkenni háskólakennara að þeir eru lítt ginnkeyptir fyrir ,,alþýðlegum“ rannsóknarferð- um. Og hversu sem þá kann að greina á innbyrðis standa þeir jafnan sem einn maður gegn „óvísindalegum" kenningum. Til eru háskólakennarar í bók- menntum, sem eru jafnframt höf- undar fagurbókmennta. En þeir teljast til undantekninga. Flestir eru réttir og sléttir bókmennta- fræðingar en, sem slíkir, valdir af betri endanum. Að sjálfsögðu! Skólar eru íhaldssamir, seinir að taka við sér; háskólar einnig. Ritskýring og bókmenntakönnun innan þeirra beinist því fyrst og fremst að því sem liðið er; sjaldan að hinu sem er að gerast í andar- takinu. Hins vegar er hvergi sjaldgæft að háskólar endurmeti verk geng- inna eða viðurkenndra höfunda og móti þannig hin bókmennta- sögulegu viðhorf eftir að höf- undarnir sjálfir standa ekki lengur í sviðsljósi tískunnar og blaðagagnrýnendur eru búnir að sleppa af þeim hendinni. Og varðandi textarannsóknir, samanburð af ýmsu tagi og þar fram eftir götunum stendur enginn háskólakennaranum á sporði; fari hann með gróft fleipur er hætt við að hvort tveggja fjúki á samri stund: MOSAIC v/, A Joumal for the Comparative Study of Literature and Ideas Published by the University of Manitoba Press Jobn MUllnglon Syn«» i IH70-I970) Four Ctnlrnnml Pttptrt Synge in the Weu ol IreUnd I DivkI Greene 1 staðan og álit stéttarbræðranna. Allt um það hygg ég að háskólar á Vesturlöndum séu nú smám saman að færa sig nær samtíðinni og áhrif þeirra fari að sama skapi vaxandi varðandi skoðanirnar eins og þær mótast frá degi til dags. Tímarit það sem hér um ræðir ber þetta allt saman með sér. Það er ekki róttækt i bók- menntalegum skilningi, fjallar mest um liðinnar tíðar verk, kemur þó nokkuð inn á viðfangs- efni liðandi stundar, en er fyrst og fremst vandað. Það hefur lika nógu liði á að skipa því ritstjórar eru tveir, aðstoðarritstjórar að minnsta kosti tugur talsins auk fulltrúa víða um lönd sem eiga að gefa góð ráð og líkast til að senda efni við og við. Og ekki þreytist maður á höfundunum þvi ný nöfn spretta fram með hverju hefti. Efast ég um að nú sé unnt að halda úti svona löguðu riti utan hins enskumælandi heims þar sem háskólar skipta hundruðum og bókmenntakennarar tugum þúsunda i öllum heimsálfum; að minnsta kosti ekki til lengdar. Svona nokkuð byggist nefnilega á því að hvort tveggja sé óþrjót- andi: menn til að skrifa og pen- ingar til að gefa út. Mér þótti ekki úr vegi að vekja athygli á þessu riti hér þar eð stundum er látið að því liggja — og það vafalaust með réttu — að blómaskeið tímarit- anna sé liðið. Og sumir þykjast jafnvel sjá fyrir endalok þeirra. Sú var þó ekki aðalástæðan til að ég skrifa þessar línur, heldur hin að einn af forstöðumönnum Mosaic er enginn annar en Har- aldur Bessason, prófessor f ís- lenzkum bókmenntum við Mani- tobaháskóla í þeirri gamalkunnu borg — Winnipeg. Má því vonandi búast við að hlutur íslenzkra bókmennta komi þarna upp einn góðan veðurdag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.