Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 11 Laugardagsmyndin „Picnic“ AHDMIKUDKGUP 20. mars 1974 18.00 Skippí Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.25 Svona eru börnin — f Tyrklandi Norskur fræðslumyndaflokk- ur um börn í ýmsum heims- hlutum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 18.41 Gftarskólinn Gitarkennsla fyrir byrjend- ur. 7. þáttur. Kennari Eyþór Þorláksson. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Konan mín f næsta húsi Breskur gamanmyndaflokk- ur. Hjúskaparafmælið Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Krunkað á skjáinn Þáttur með blönduðu efni. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 21.30 „Myllan“ Bandarísk ádeilumynd byggð á heimildum með léttu ívafi. Myndina gerði Emil de Antonio um stjórnmálaferil Richards Millhouse Nixons, Bandaríkjaforseta allt fram til ársloka 1971. Þýðandi og þulur Þrándur Thoroddsen. 23.10 Dagskrárlok FÖSTUDKGUR 22. mars 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar t'r Heiðargarði á þriðjudags- kvöld — IIan O'Herilhy og Linda Cristal. 20.30 Að Heiðargarði Bandarískur kúrekamynda- flokkur. Ofrfkismenn Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.25 Landshorn Fréttaskýringaþáttúr um innlend málefni. Umsjónarmaður Svala Thorlacius. 22.05 Lítið skákmót í sjón- varpssal Sjötta og síðasta skák. Hvítt: Tringov. Svart: Friðrik Ölafsson. Skýringar flytur Guðmundur Arnlaugsson. 22.35 Ugla sat á kvisti Skemmtiþáttur með upp- rifjun á dægurtónlist og dansmenningu áranna 1954 til 1960. Meðal gesta í þættinum eru Lúdó-sextett, KK-sextett og Kristján Kristjánsson. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. Áður á dagskrá 2. febrúar síðastl. 23.40 Dagskrárlok L4UG4RD4GUR 23. mars 1974 16.30 Jóga til heilsubótar Þáttur með kennslu i jógaæf- ingum. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 17.00 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teits- son og Björn Þorsteinsson. 17.30 Iþróttir Meðal efnis verða innlendar og erlendar iþróttafréttir og mynd úr ensku knattspyrn- unni. Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan Bandarískur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 20.50 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir. 21.30 Regnskógurinn Fræðslumynd frá Time-Life um vistfræðirannsóknir í hitabeltisskógum Mið- Amerikuríkisins Panama. Þýðandi og þulur Gísli Sigur- karlsson. 22.00 Ást við fyrstu sýn (The Picnic) Bandarisk bíómynd frá árinu 1955, bygð á leikrita eftir William Inge. Leikstjóri Joshua Logan. Aðalhlutverk William Hold- en, Kim Novak, Rosalind Russel og Cliff Robertson. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. Aðalpersóna myndarinnar er piltur, sem kemur i stutta heimsókn til smábæjar, og vekur strax athygli og aðdá- un bæjarmanna — og kvenna. 23.40 Dagskrárlok I HVAÐ EB AD HEYBA? Tónlistardeildin er í essinu sinu þessa vikuna hjá útvarp- inu, og einkum gerir hún vel við innlenda nútímatónlist. En strax á sunnudag verður boðið upp á sigilt verk — Das Lied von der Erde eftir Gustav Mahler. Hann hefur nú um skeið verið í tízku í vestrænum tónlistarheimi. aðallega þó í Bandaríkjunum, þar sem verk hans eru algjör forsenda á verkefnaskrá vinsællar sin- fóníuhljómsveitar. Jarðarljóð er einmitt samið eftír Ameríkudvöl Mahlers 1908, þar sem hann missti heils- una eftir að hafa tekið að sér hljómsveitarstjórn hjá Metropolitan óperunni í New York, en um leið ráðið sig sem Gustav Mahler — Jarðarljóð hans verður flutt á sunnudag. stjórnanda og framkvæmda- stjóra fílharmoníuhljóm- sveitarinnar þar í borg. Þetta reyndist honum ofraun og hann brotnaði saman á tónleikum, hinum 47. í röðinni á þremur misserum. I gömlum tónlistar- fræðibókum má lesa, að Mahler hafi verið heldur barnalegt og einfalt tónskáld, en snilldar stjórnandi. Þessi skoðun virðist eitthvað hafa breytzt með árun- um, alltént þar vestan hafs. Jarðarljóð er hér flutt af finnsku útvarpshljómsveitinni, undir stjórn Okko Kamu, sem stjórnaði Sinfóníunni hér fyrir skömmu, en einsöngvarar eru Aili Putornen altsöngkona og Matti Piiponen tenórsöngvari. Þá verða einnig á sunnudags- kvöld flutt þrjú islenzk nútima- verk i nýrri upptöku með Sinfóníuhljómsveit Islands. Páll P. Pálsson stjórnar hljóm- sveitinni i verki eftir Jón Leifs, sem nefnist Tilbrigði við stef eftir L.v. Beethoven, og i Noktúrnu fyrir flautu, klari- nett og strengjahljómsveit eftir Hallgrim Helgason. Þá stjórnar Karsten Anderson hljómsveit- inni f Sjöstrengjaljóði Jóns Ásgeirssonar, en það var ein- mitt Samið fyrir og flutt af Björgvinarhljómsveitinni und- ir stjórn Anderson. Á þriðjudagskvöldið eru íslenzk nútimaverk einnig á dagskrá, því að þá verður m.a. flutt verk fyrir klarinett og píanó eftir Jón Þórarinsson (dagskrár- stjóra lista- og skemmtideildar sjónvarps) og flytjendur eru Egill heitinn Jónsson og Guð- mundur Jónsson umsjónar- maður Manstu eftir þessu? i útvarpinu á fimmtudags- kvöldum. Þá verður flutt verk eftir Jón Nordal fyrir fiðlu og píanó. og þar eru það Björn Ólafsson og tónskáldið. sem flytja. Loks mun Páll P. Páls- son aftur stjórna Sinfóníu- hljómsveitinni við flutning á tveimur nýjum liljómsveitar- verkum — Ymi eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Friðarkalli Sigurðar E. Gai'ðarssonar. A miðvikudag hefur svo Einar Bragi skáld lestur út- varpssögunnar Dittu manns- barns eftir Nexö. Þessi fræga saga Nexö kom út í fimin bind- um i Danmörku á árunuin 1917—'21. Aldarfjórðungi síðar. eða árið 1945. komst Einar Bragi sjálfur yfir hana og las. ,,Ég varð strax ákaflega hrifinn af henni. og sá áhugi minnkaði ekki, þegar ég litlu siðar sá kvikmynd gerða eftir henni. Þá kviknaði sú hugmvnd með mér, að það væri þess virði að þýða Dittu mannsbarn á íslenzku og færði ég það raúnar fljótlega í tal við forráðamenn Máls og menningar." sagði Einar, þegar við slógum á þráð- inn til hans í þessu tilefni. Einar kvað þá útgefendlirna hafa tekið dræmt f þetta í fyrstu. „Þeir voru hálf ragir að leggja út í útgáfu á þessu viða- mikla verki. Það varð samt úr, að ég byrjaði að þýða söguna og þýddi eiginlega f.vrra bindið Einar Bragi les Dittu manns barn. alveg upp á von og óvon, því að ekkert var þá afráðið með út- gáfu hennar. Mál og menning ákvað þó að ráðast i þessa út- gáfu og hefur ekki tapað á því. Eg held ég megi fullyrða, að bókin hafi strax um jólin 1947 selzt svo vel, að hún stóð undir útgáfukostnaði, og nú er hún löngu uppseld. Það mun meira að segja hafa komið til tals að gefa hana út aftur." Guðitt uiid u r Daníelsson. A laugardagskviild er á dag- skrá smásagan „Vísa lladri- ans keisara" eftir Guðmund Daníelsson rithöfund og er það Iðunn döttir llans. sem les sög- una. „Þetta er dagsönn saga." sagði Guðmundur. þegar við símuöum til hans og spurðum um tilorðningu liennar. ..Ilún er skrifuð i New York i Ameríku árið 1945. Kg fór þangað með Iterflugvél. sem var full af hermöimum á heim- leið og við flugum beint ylir Grtenlandsjökul. Þá voru ekki kontin þessi fíiiu súrefnisúeki í flugvélarnar, svo að maður slöð á öndinni þartia í háloftunum vfir Gnenlandsjökli. Kn til Ameriku komst ég og settist uni kyrrl f New York i oinn mánuð. A þeim tíma varð sagan til. " Þá mátti skilja á Guðimmdi. að þessi forsaga um ferðalagið vestur unt haf vieri manni nauðsynleg til að geta sett sig inn í andrúm sögunnar. „Þegtir sagan gerðist bjö ég á Kyrar- bakka og þá var það oinn göðan veðurdag, að verkst jörinn í frystihúsinn hringdi til mín og bað mig að koma til sin til að skoða skordýr, sem liann liafði fundið. Þegar mig bar að. var skordýrið komið olan f old- spýtnastokk — þetta var of- boðslega stórt og ég liafði aldrei séð neitt |iessu líkt. Það hafði augljóslega lent í ammoníaki hjáeinni frystivélinni og virtist, sleindaull Nú, það er skemmsl frá þvi að segja, að ég för að reyna að grafasl fvrir um, livað þetta skordýr héti og ;eddi um allt land i því skyni. Kn án árangurs. Þá fór ég 111 Ameriku og hélt þar Icitinni áfram. ()g það er einmitl þellti leilaneði, sem er grnnnlónn sögnnnar. Hún er oins konar (ákn fyrir þennan hégöma, þi'ssti einskis- nýlu leil — hún hefur (mg;i raunhæfa þýðingu og leiðir mann iðulega á villigölur. Það er svo siigunni alvog óviðkom- andi, að ég fann hcitð á skor- dýrinu um siðir i afskaplega stórri alfrteðiorðabók." GRUGG Blaðamennirnir, sem sjá um kynningu á efni um opinberu fjöl- miðlana, Árni Þórarinsson, Árni Johnsen og Björn Vignir Sigur- pálsson (Jónssonar fagurkera, sem var í ísafold og eitt sinn formaður ÍR) kváðust hafa misst af öllum þáttunum í síðustu viku og þvi gætu þeir ekki sagt orð um efni hins „opinbera". Vegna atvinnulýðræðis hér á blaðinu skipuðu þeir mér að skrifa þetta glugg, eða heitir það grugg, ég man það ekki? Ástæðan til þess, að mér var falið verkefnið var autvitað sú, að það er undantekn- ing, að ég horfi á sjónvarp eða hlusti á útvarp, sem nú er kallað hljóðvarp (U-hljóðvarp) af aug Ijósum ástæðum. Aftur á móti er ég ekki viss nema snúa ætti þessu við: að kalla sjónvarpið hljóðvarp, svo lítil áherzla sem þar er lögð á myndina, en mikil á alls kyns tal og mal. í nánast öllum þáttum sjónvarpsins er endalaust talað og malað, samt man enginn stund- inni lengur, hvað sagt var. Niður staðan er næstum því alltaf: Fannst þér hann koma vel út? Hún er ekki eins sæt og ég hélt. Áfram þessi. áfram hinn. Niður með vl- menn, upp með hernámsandstæð inga! Allt minnir þetta á grfnið á Melavellinum í gamla daga: Áfram KR, útaf með dómarann. Straffí, horn! Það var þegar Egill rakari var aðalmaðurinn á vellinum, þótt hann keppti aldrei Aldrei hef ég heyrt fólk tala um, hvort mynd hafi verið góð sjónvarpsmynd eða ekki, hvort þögnin ætti rétt á sér, þessi oft og tíðum undirstaða góðs sjónvarps efnis. o.s.frv. Tveir eftirminnilegustu sjón- varpsþættirnir að mínum dómi voru fréttamyndir um bruna og bílslys, þ.e.a.s. þegar hús sr. Bjarna í Lækjargötu brann: þá tal- aði snarkið í eldinum sfnu máli og hans mál var áþreifanlegra en allt malið og talið, sem enginn heyrir lengur — og svo þegar bill fór fram af „Sprengisandi" og var dreginn upp af hafsbotni án þess orð væri sagt. Það var eftirminni leg þögn og sagði meir en morg orð. í báðum þessum tilfellum var sjónvarpið sjónvarp, en ekki U hljóðvarp — tækni þess og mogu leikar notaðir til hins ýtrasta Síðan hefur okkur farið aftur, því miður. En þetta segi ég auðvitað vegna þess að ég horfi nánast aldrei á sjónvarp Þess vegna ætti ég að vera sæmilega dómbær á efni þess. Ég læt þetta svo nægja um dag skrá sfðustu viku. Útvarps dagskráin var ágæt. Ástæðan var sú, að Þórbergur átti afmæli. Ég hlakka til, þegar Flosi leikari verður hálfníræður Mér finnst það eigi að halda upp á það f hljóðvarpinu. M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.