Morgunblaðið - 15.03.1974, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.03.1974, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 ## f 22-0*22* RAUÐARÁRSTIG 31 V______—--------/ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR I tel. 14444*25555 mmm BÍLALEIGA car rental Æ BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL *»* 24460 í HVERJUM BÍL PIO NEER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga. — Sími 81260. Fimm manna Cítroen G.S. stat- ion. Fimm manna Citoen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum) SKODA EYÐIR MINNA. SHaon IStGAH AUÐBREKKU 44-46. SfMI 42600. flARGAR HENDUR || , VINNA 11“ ÉTT VERK ^SAMVINNUBANKINN Bílaleiga CAR RENTAL Sendum 4/660 - 42902 | STAKSTEINAR Er verkfalls- réttur úreltur? Jón Sigurðsson ráðuneytis- stjóri f fjármálaráðuneytinu ritaði grein, sem birtist í Morg- unblaðinu í gær, undir fyrir- sögninni „Er verkfall fram- bærilegt vopn i kaupgjaldsbar- áttu?“ Astæða er til að vekja athygli á ýmsu, sem þar kemur fram. Hann segir: „Hvernig sem á þessa baráttu er litið, er öllum aðilum að ágreiningnum nauðsynlegt, að honum verði ráðið til lykta, hverju sinni sem hann rfs. Sé það ekki gert án þess að til verkfal Isátaka komi, skaðast allir aðilar að málinu, oft mest þeir, sem sfzt skyldi. Auk þess bitna afleiðingarnar á blásak- lausu og óviðkomandi fólki, eins og dæmin sanna. Verkfallsleiðin til að útkljá kjaradeilu er hefðbundin og á sér sögulegar forsendur. Þótt svo sé — og e.t.v. vegna þess, verður að telja æskilegt, að hún sé skoðuð og tekin til endur- mats eins og hvað eina annað í samskiptum mannsins inn- byrðis og við umhverfi sitt. Engum dettur í hug að nota tæki þess tíma, þegar verkfalls- rétturinn mótaðist.sem aðalað- ferðina til að komast leiðar sinnar, reisa mannvirki, styrkja þurfandi eða fást við sjúkdóma. Hvers vegna skyldi verkfallstækið ekki úreldast Ifka? Eðlilegt er að lfta á beitingu verkfalls í upphafi sem neyðar- rétt f þeim almenna skilningi, sem þvf hugtaki er fenginn, þ.e. að hagsmunum eða verðmætum sé þegar svo ber undir heimilt að fórna, sé það nauðsyniegt til að varðveita aðra hagsmuni eða verðmæti, sem eru miklum mun meiri. Þegar verkalýðsfélög voru að berjast fyrir því, sem nú er litið á sem sjálfsagðan rétt, að geta setzt niður við sama borð og atvinnurekendur og samið við þá um kjör félagsmanna sinna, var verið að slást um mannréttindi. Þar voru hags- munir, sem eru meira virði en svo, að þeir verði metnir til fjár. Þess vegna átti hin al- menna regla neyðarréttarins algerlega við. Sú eyðilegging verðmæta og sú röskun, sem verkfallið hafði í för með sér, var réttlætanlegt eins og á stóð til að tryggja verkalýðnum ómetanleg mannréttindi. Sá upphafstfmi verkalýðs- hreyfingar, sem hér er vísað til, er á Islandi ekki lengra undan en svo, að mikill hluti núver- andi forystumanna verkalýðs- hreyfingarinnar þekkja hann af eigin raun og aðrir af mjög náinni afspurn. Fullyrða má einnig, að þetta tímabil hefur ráðið öllu um viðhorf launþega- samtaka til verkfallsréttarins sem hins helga réttar hins vinnandi manns til varnar hagsmunum hans og til sóknar til bættra kjara. Þessi afstaða er mjög skiljan- leg. Þeir menn, sem sjálfir þekkja af eigin raun eða af reynslu sinni fyrrverandi for- ystumanna, þá stokkfreðnu og hatrömmu andstöðu og per- sónulegar ofsóknir, sem verk- fallsvopnið braut á bak aftur á sfnum tíma, hljóta að meta rétt- inn til þess sem helgan rétt. Það þarf kjark En hvað hefur breytzt frá þessum tfma? Um hvaða hags- muni snýst nú sú barátta, sem verkfallsvopninu er beitt f? í rauninni ef baráttan nú orðin hrein kauþgjaldsbarátta. Svo til allt, sem um er deilt má meta til peningaverðs eða hlut- falls af launum. Viðhorfið til verkfallsbeit- ingar sem neyðarréttar við nú- verandi aðstæður hlýtur að endurskoðast og spurningar að rfsa um það, hvort þeir hags- munir, sem verið er að sækja, séu raunverulega meiri, þegar á heildina er litið en þeir, sem fðrnað er með verkfalli. Þvf til viðbótar kemur svo spurningin um, hvort kröfur þær, sem verið er að knýja fram, eru kröfur til fjármuna, sem raun- verulega eru eða verða til í hendi atvinnurekandans. Við einhver mörk má jafnvel frem- ur jafna kröfugerðinni og verk- fallinu að baki henni til fjár- kúgunar en raunhæfrar kjara- baráttu, sem er verðug þess að hafa stuðning af þvf voðalega vopni, sem á sfnum tfma færði verkalýðssamtökunum rétti- lega jafnræði við atvinnurek- endur. Nú er ekki lengur að tala um jafnræði og við það verða verkalýðssamtökin að miða sína stefnu.“ 1 lok greinar sinnar segir Jón Sigurðsson: „Næst á eftir því að vfkja sér undan að fást við vandamál er íhaldssemi alltaf auðveldasta viðbragð við þeim. Og það þarf kjark til að snúa af þeirri leið, sem lengi hefur verið gengin. Það er að mfnu mati allt of kostnaðarsöm íhaldssemi hjá launþegasamtökum að halda áfram þeirri verkfal lastefnu, sem þau hafa haft uppi. Samfé- lagið hefur ekki efni á að láta hnefaréttinn ráða til lykta ágreiningi á þessu sviði fremur en öðrum.“ Fréttabréf úr Axarfirði Skinnastað, Axafirði, 28. febr. Tíðarfarið Fljótlega var gert til bráða- birgða við simalínur og raflínur, sem hér um sveitir fóru í mask í óveðrunum 10.—12. þ.m., aðal- lega fyrir ísingu, sem hlóðst á þær T.d. voru viðgerðamenn landsím- ans fljótt komnir á stúfana á vél- sleðum sínum, þegar hríðum slot- aði. En f jöldi símastaura brotnaði hér í þessum veðrum, eins og áður hefur verið sagt frá í fréttapistli. Síðan hafa verið miklir um- hleypingar, meiri en menn eiga að venjast á Norðausturlandi, ým- ist frost eða þíða og stundum hríðarveður á útnesjum. Síðustu daga hefur verið hvass suðvestan hlákuvindur, með lítilli úrkomu, og fanndyngjurnar frá því um miðjan mánuðinn hafa hjaðnað furðu mikið. Veðurstofan mundi trúlega kalla snjólag á láglendi í Axafirði kringum 75%, eins og sakir standa. Vegir til Kópaskers og Húsavík- ur hafa verið jeppafærir, en verri miklu austan við Kópasker. Mikil svellalög eru yfirleitt á vegum og oft spegilhált. Svipuð svellalög eru á túnum og úthaga og valda þvi þessir tfðu kerlingarblotar. Sumir bændur eru orðnir áhyggjufullir um tún sin vegna þessara miklu svellalaga og óttast stórlega kal með vorinu. En sá vágestur hefur varla gert vart við sig hin síðustu ár og tún yfirleitt verið að ná sér eftir kalárin miklu, 1965—70. Hreindýr og rjúpur Mikið fannkyngi er talið vera hér fram til heiðanna. Steinar bóndi Kristinsson í Reistarnesi á Melrakkasléttu sagði nýverið við undirritaðan, að óvenjumikill gaddur virtist nú vera í Sléttu- heiði, fannfergi míkið, slétt af ásum og hvítt sem jökull. Svipaðar fréttir eru af heiðun- um upp af Þistilfirði. Fregnir herma, að síðustu vikurnar hafi óvenjulegir gestir sést í byggð í Þistilfirði. Eru það hreindýr og hafa jafnvel komið allt heim und- ir tún á bæjum. Mun þetta óvana- legt. Er talið víst, að jarðbönn og storka fram til heiðanna eigi þátt í þessum flækingi hreindýra svo langt norður á bóginn, en ekki er ósennilegt, að þessi dýr eigi heim- kynni suður í Jökuldalsheiði. Flestum ber saman um, að meira sé af rjúpu hér um slóðir þennan veturinn en undanfarna vetur. Mikil hríðarveður í haust komu þó í veg fyrir að rjúpna- skyttur hrósuðu happi. Nú er mjög algeng sjón hér í Axarfirði, að rjúpan sitji i allstórum hópum á blásnum vegköntum. Er hún hér nú mikið í birkiskógum, sem helst standa upp úr fönninni, en það er ekki hennar kjörið hag- Orðsending frá stjórn Sam- bands Dýraverndunarfélaga Is- lands Laugardaginn 2. marz sl. skaut lögreglan í Kópavogi hund. I frétt Vísis þann 6. marz um þennan atburð var haft eft- ir lögreglunni í Kópavogi: „að lögreglan í Kópavogi hefði þar ekki aðstöðu til hundavörzlu og gæti því ekki haldið lengi þeim hundum, sem fyndust á flæk- ingi um bæinn. Það væru lfka fyrirmæli, sem lögreglan hefði, að aflífa þá hunda, sem þannig kæmust f hendur lögreglunnar. Það væri ekki ætlast til þess, að farið væri að lýsa eftir eig- endum einstakra hunda.“ lendi. Segja athugulir menn, að sýnilega sé nú oft hart í ári hjá henni. Hún situr mikið eða rásar um fannbreiðurnar, en er annars furðu spök og sein að lyfta sér til flugs. Er þetta talið merki um það, að hún sé eitthvað slöpp. — En rjúpan ætti aftur að ná sér á strik, þegar hlánar í lyngmóun- um. Valurinn (fálkinn) sést hér oft og liggja rjúpnaræflarnir eftir hann vfða um fannirnar. Hefur ekki heyrst um veika fugla. Póstur og sími Þrfr utanbæjarþingmenn (Friðjón Þórðarson o.fl) fluttu í desember sl. þingsályktunartil- lögu á alþingi þess efnis, að póst- og sfmaþjónusta yrði bætt, þar sem þörf er á í dreifbýlinu. Hér var hreyft við þarfamáli. Sum byggðarlög í dreifbýlinu hafa ver- ið illa sett hjá undanfarin ár, sér í lagi um endurbætur á simaþjón- ustu. 1 mörgum sveitum er land- símaþjónusta í sama eða svipuðu formi og hún var á árunum 1920—30 og ekki minnst á úrbæt- ur. Þeir menn hér, sem eitthvað að ráði þurfa að nota póst og síma, eru ákaflega misjafnlega settir. Símaþjónusta er hér mjög svo mismikil eftir byggðarlögum, þótt fólksfjöldi og aðstæður séu ann- ars svipaðar. A Kópaskeri er sjálf- virkur sími, allmörg númer, og auk þess landsímaþjónusta 6 tima á virkum dögum fyrir sveitina i Vegna þessara ummæla verða birtar þrjár greinar úr lögum og reglugerðum um hundahald og varnir gegn sulla- veiki nr. 7 3. febrúar, 1953. 7. gr. laganna. Brot gegn lögum þessum og reglugerðum eða samþykktum, sem settar kunna að vera sam- kvæmt þeim, varða sektum, er nemi 500—1000 krónum. Sekt- irnar renna í sýslusjóð eða bæjarsjóð, þar sem brotið er framið. 8. gr. Iaganna. Með mál gegn brotum á lög- um þessum skal farið að hætti opinberra mála. kring. 1 nágrannasveitinni Axar- firði er landsímaþjónusta aðeins 2 tíma á virkum dögum. Ógerlegt er að hafa samband við næstu sveitir 22 tíma á sólarhring, nema þá fyrir sérstaka hjálpsemi sím- stöðvarstjórans, hvað þá við fjar- lægari staði, þó eitthvað liggi við, t.d. til að tala við verslun, olíusölu eða verkstæði, lækni eða hjúkrunarkonu, löggæslu eða slökkvilið o.sfrv., o.s.frv. Þar sem samgöngur eru erfiðar á vetrum og fjarlægðir talsverðar til þjónustustöðva, væri mikil bót að hafa þokkalega landsímaþjón- ustu. Ekki er slikt hér. I Axarfirði er m.a. gagnfræðaskóli fyrir all- stórt svæði og er svona stutt síma- þjónusta skólanum til mikils baga, eins og fleirum. Á póstþjónustu eru hér skrýtnir skipulagsgallar. Póstur kemur í sveitirnar tvisvar I viku, ef veður leyfir, og sveitapósturinn stendur fyrir sfnu, en mikill galli er það, að burtsend bréf eru tekin úr póstkössunum í bakaleið, um ieið og innkomnum pósti er dreíft, og póstmaðurinn látinn skila þeim af sér á aðalpósthúsi I næstu ferð sinni, daginn eftir póstflug. Þann- ig verða þessi bréf minnst viku- gömul, þegar þau loks fara úr héraði, — ef veður leyfir þá póst- flug. Póstmaðurinn kvað þó stundum á eigin spýtur reyna að koma þessum bréfum frá sér eftir öðrum leiðum. Þessi dæmi nægja að sinni um þjónustu í dreifbýli. Séra Sigurvin. 6. gr. reglugerðarinnar. Skylt er hverjum eiganda hunds að auðkenna hund sinn annaðhvort með auglýstu fjár- marki sínu eða öruggu háls- bandi (leðuról) með nafni eig- anda, bæjarnafni (heimili) eða auglýstu brennimarki eiganda á. Nú verður vart ómerkts flæk- ingshunds, sem eigandi finnst ekki þegar að, og er þá þeim, sem hundurinn kemur fyrir hjá, skylt að annast um hann, enda gera hreppstjóra (bæjar- fógeta, lögreglustjóra) viðvart um hann tafarlaust. Skal hreppstjóri (bæjarfógeti, lög- reglustjóri) gera gangskör að því að hafa uppi á eiganda hundsins.Ef eigandihefur ekki fundizt eöa gefið sig fram 10 dögum eftir að auglýst hefur verið eftir honum og greitt áfallinn kostnað, skal hrepp- stjóri (bæjarfógeti, lögreglu- stjóri) hlutast til um, að hund- inum sé fenginn nýr ábyrgur eigandi, en ella sé hundinum lógað tafarlaust. Orðsending frá stjórn Sambands dýravernd- unarfélaga Islands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.