Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 7 Kynning ódýrra utanlandsferða i máli og myndum: Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Útsýnar. Ferðabingó: Vinningar 3 glæsilegar Útsýnarferðir til Kaupmannahafnar, (talíu og Costa del Sol, Spáni. Dans. Á HÚSAVÍK — laugardaginn 16. marz kl. 21.00 stundvíslega. Á AKUREYRI — sunnudaginn 17. marz kl. 21.00 stundvislega. FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN ÚTSVNARKVOLD Á NORDURLANDI KEFLAVÍK Óska eftir góðri konu til að passa dreng á 2. ári, frá kl. 8 — 5. Upp- lýsingar í síma 1 579. 18ÁRA REGLUSAMUR PILTUR óskar eftir vinnu i sumar á góðum sveitabæ Upplýsingar í síma 94- 2556 næstu daga ÓSKUM EFTIR notuðum miðstöðvarkötlum með spíralgeymum og brennurum og stjórntækjum. Upplýsingar 1 síma 2 1 703 milli 9 og 1 0 f.h. og 3 og 5 e h næstu daga CHEVROLET VEGA GT. Nýinnfl uttur/ rauður Ekinn 26 þús/ mfl. Árgerð 1972 Upp- lýsingar 13285, 34376 RITVÉL Til sölu 5- mánaða TRIUMPF GABRIELE 5000 rafmagnsritvél. Verð kr. 34.000.— Upplýsingar í síma 72043 eftir kl. 17. SCANIA árg '71, 110, 3ja öxla, i góðu ástandi til sölu. Getur fengist pall- og sturtulaus. Upplýsingar i sima 92-6903. ATVINNUREKENDUR. Stúlka i landsprófi vantar vinnu í sumar. Flest kemur til greina. Uppl. í sima 43242. UNG KONA óskar eftir vinnu á kvöldin, má vera ræsting. Upplýsingar í síma 851 92. CHEVROLETIMPALA 1966 hardtop til sölu. Mjög góður bíll. Uppl i sima 33066 — 82393. VÖRUBÍLLTIL SÖLU Scania Vabis L 56 árgerð '64 1 4 tonna heildarþungi. Upplýsingar i sima 97-7559. NETABÁTUR óskast i viðskipti. Góð kjör. Upp- lýsingar i sima 16260 og 41423 eftir kl . 5. LANDAKOTSSPÍTALI óskar eftir herbergi eða litilli ibúð til' leigu fyrir sjúkraliða. Upp- lýsingar hjá starfsmannahaldi. TILKYNNING irá Áiengis- og tóbaksverzlun rlklslns Kaupum tómarflöskur merktarÁTVR í glerið. Verð: heilflöskur kr. 10,00 hálfflöskur kr. 8,00. Móttaka Skúlagötu 82, mánudaga til föstudaga frá kl. 9—1 2 og 1 3 —18. Laugardaga frá kl. 9—1 2. ÁFENGIS OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS GLÆSILEG NORSK FRAMLEIÐSLA. I IIUIÍ ' V tnoBo) # \ SÉRFLOKKI E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 4, HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919 Hvað sýna dönsku kosn- ingamar? KREPPAN í dönskum stjórnmálum er söm og áður. Bæjar- og sveitar- stjórnakosningarnar i fyrri viku verða óhjá- kvæmilega til að vekja til umhugsunar, ekki aðeins gömlu grónu flokkana, heldur alla dönsku þjóð- ina. Minni kosningaþátt- taka hefur ekki þekkzt þar í landi síðan á milli- stríðsárunum. Sú spurning, sem flestir báru fram, fyrir kosningarnar, var, hvort úrslitin myndu hafá einhver áhrif á lands- málapólitíkina í Dan- mörku. Siðan þingkosn- ingarnar fóru fram í des- ember hafa verið vanga- veltur um það, hvort nýj- ar þingkosningar myndu skýra línurnar í dönskum stjórnmálum. Niðurstöð- urnar í bæjar- og sveit- arstjórnarkosningunum benda ekki til, að heppi- legt væri að gera slíka tilraun. Það er engin ástæða til að álíta að nokkur flokkur myndi fá starfshæfan ríkisstjórn- armeirihluta í þingkosn- ingum nú. Hvað viðkemur úrslitunum má segja að Framfaraflokkur Mogens Glistrup Mogens Glistrup hafi enn mjög einkennilega stöðu í stjórnmál- unum, hann er einhversstaðar milli sósíalisku flokkanna og hinna borgaralegu. Sú reynsla, sem fengin er af starfi fulltrúa Framfaraflokksins á danska þinginu, hefur ekki aukið löngun hinna flokkanna til að ganga til bindandi samstarfs við þann flokk. Að vísu missti Framfaraflokkurinn fylgi miðað við þingkosningarnar, hafði 15,9% en fékk nú 8,5%. en vafasamt er hvort þessar tölur gefa rétta mynd af stöðu flokksins meðal þjóðarinnar nú. Maðurinn Glistrup var sjálfur eins og atkvæðasegull fyrir flokkinn við þingkosn- Anker Jörgensen Or EFTIR HAA VARD NARUM c O Poul Hartling ingarnar. Aftur á móti varð flokkurinn við þessar kosn- ingar að treysta á frambjóð- endur sfna á hverjum stað og flestir þeirra áttu mun erfiðara með að slá í gegn á þeim stutta tima sem - flokkurinn hefur starfað. Fyrir sósíaldemókrata voru kosningarnar vissulega ósigur. Flokkurinn missti meirihluta sinn í þremur af stærstu borgum landsins, í Kaup- mannahöfn, Árósum og Óðins- véum og verður nú að hefja samninga við sér ólíka flokka til að koma fram þeim málum, sem flokkurinn berst fyrir. Flokksforystan huggar sig við að fylgistapið var ekki eins gífurlegt og í desember og bendir einnig á niðurstöður Gallupskoðanakannanna sem sýna meira fylgi við flokkinn en hann fékk við þingkosn- ingarnar. Það sem athyglisverðast var í sambandi við þessar kosningar er trúlega þokkaleg útkoma Venstre. Þrátt fyrir litla kosn- ingaþátttöku jók flokkurinn fylgi sitt miðað við þingkosn- ingarnar. Af sliku gat enginn annar flokkur státað. Enda þótt gera verði greinar- mun á landsmálum og bæjar- og Poul Möller sveitarstjórnamálum, verður þessi niðurstaða að teljast sigur fyrir Poul Hartling forsætisráð- herra og þá stefnu, sem hann hefur fylgt með minnihluta- stjórn sína þann skamma tíma, sem hún hefur setið að völdum. Það samkomulag sem hann varð að gera til að koma á ákveðinni samvinnu við sósial- demókrata í þinginu hefur ekki skaðað flokk hans. Sönnu nær væri að segja þvert á móti. En sigur Venstre er þó ekki nægileg mikill til að hægt væri að hugsa sér ríkisstjórn borg- araflokkanna. Bæði Radikale Venstre og íhaldsflokkurinn standa enn það höllum fæti, að enn er ekki tímabært að hugsa sér þriggja flokka stjórn eins og var á timabilinu 1968—1971. Hartling hefur þar af leiðandi ekkert að vinna með því að efna til nýrra kosninga, nema aðeins að hann verði tilneyddur, ef meirihluti fæst ekki í þinginu fyrir stefnu hans. Ekki er þó ósennilegt, að slík staða komi upp. Sósíaldemó- kratar hafa hvað eftir annað lýst yfir, að flokkurinn hafi ekki skuldbundið sig til að styðja Venstre-stjórnina um ótakmarkaðan tíma. Samkomu- lag það, sem var gert i byrjun febrúar snerist um efnahags- málin, sem nauðsynlegt reyndist að fá samstöðu um að leysa. En enginn er kominn til með að segja, að sósialdemó- kratar styðji Venstre einnig í næsta skipti, ef ágreiningur ris milli flokkanna. Fylgistap íhaldsflokksins í bæjar- og sveitarstjórnakosn- ingunum var nokkuð, en þó minna en í þingkosningunum. íhaldsflokkurinn virðist hafa sett niður deilurnar um for- ingja þingflokksins, Poul Schluter hefur tekið við af Erik Ninn Hansen og formaður flokksins, Erik Haustrup Clem- mensen, hefur heitið því að hætta á næsta landsfundi flokksins í haust. Athyglisvert er í sambandi við árangur íhaldsflokksins í Kaupmannahöfn að fyrrver- andi leiðtogi flokksins, Poul Möller, sem dró sig í hlé fyrir nokkrum árum af heislufars- ástæðum, var í hópi þeirra sex fulltrúa, sem flokkurinn fékk þar kosinn í borgarstjórn þrátt fyrir að hann væri þar í neðsta sæti. Hann fékk sem sagt óhemju mikið magn persónu- legra atkvæða. Kannski þá verði Poul Möller sem verður til þess að þjappa íhaldsflokkn- um saman i baráttunni við Gli- strup og flokk hans, en það er fyrst og fremst Framfara- flokkur Glistrups sem hefur valdið því að ihaldsflokkurinn hefur misst meira fylgi en nokkur annar danskur stjórn- málaflokkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.