Morgunblaðið - 15.03.1974, Síða 38

Morgunblaðið - 15.03.1974, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 1. deild kvenna: Fram nálg- ast titilinn r Vann Armann 18:13 í fyrrakvöld FRAMSTÚLKURNAR hafa nú svo gott sem tryggt sér sigurinn í 1. deild kvenna og þá um leið sjöunda Islandsmeistarartitil Fram innanhúss í meistaraflokki kvenna. Á miðvikudagskvöldið lék Fram gegn Ármanni og lauk leiknum með 18:13 sigri Fram. Liðið á eftir að leika tvo leiki í deildinni, gegn Víking á sunnu- daginn og svo gegn aðalkeppi- nautunum Val. Nægir Fram að fá eitt stig úr þessum leikjum, en mikið má vera ef stigin verða ekki fleiri, reyndar finnst manni meiri spurning vera hvort Fram sigrar í mótinu með fullu húsi stiga. Víkingsliðið stendur Framlið- inu t.d. langt að baki og Valur hefur ekki átt góða leiki að und- anförnu. Leikur Fram og Ármanns var í járnum allan fyrri hálfleikinn og Framstúlkurnar virtust ekki eiga svar við því herbragði Armanns að taka Oddnýju Sigsteinsdóttur úr umferð. 1 leikhléi var staðan 7:6 fyrir Fram, en í síðari hálfleik átti eftir að draga sundur með liðunum. Sylvía Hallsteinsdóttir var atkvæðamikil í leiknum og sendi hvert skotið á eftir öðru í netið. 1 lokin munaði fimm mörk- um á liðunum, 18:13 eins og áður sagði. Að þessu sinni var Sylvía í al- gerum sérflokki í Framliðinu og á hún hvern leikinn öðrum betri, þar var vissulega mikill fengur fyrir Fram að fá þessa reyndu handknattleikskonu aftur til að hefja æfingar. Jóhanna stóð sig einnig mjög vel, Halldóra var sem fyrr klettur í vörninni og Arn- þrúður stendur alltaf fyrir sínu. Af. Ármannsstúlkunum voru þær Guðrún og Sigríður Rafnsdóttir beztar og sú siðarnefnda lék nú einn sinn bezta leik. Erla naut sín ekki í leiknum, enda var hennar vel gætt. Mörk Fram: Sylvía 8, Arnþrúð- ur 4, Bergþóra 2, Jóhanna, Oddný Helga og Halldóra 1 hver. Mörk Ármanns: Guðrún 6, Erla 3, Sigriður 3, Anna 1. —áij Jóhanna Halldórsdóttir sýnir framfarir með hverjum ieik og var mjögdrjúg f leiknum gegn Armanni. UMFB heldur forystunni Urslitin í blakinu um helgina UMFB vann Víking 3—1 í Voga- skólanum á miðvikudagskvöldið. Leikur Tungnamanna var sam- stilltur og er liðið nú með örugga forustu í íslandsmótinu. Víking- ur hefur hins vegar misst mögu- leika á því að vinna mótið í ár. Eftir glæsilega frammistöðu Biskupstungnamanna í tveimur Moore seldur Osgood frá Chelsea til Southampton BOBBV MOORE var 1 gær seld- ur frá West Ham til annarrar deildar félagsins Fulham og nam söluupphæðin 25 þúsund pundum. Astæðan fyrir hinu lága söluverði er sú að með því sýnir West Ham honum þakk- lætisvott og tryggir honum um leið aukin frfðindi hjá Fuiham, en þó Moore sé orðin 33 ára gamall er hann mörgum þúsundum punda meira virði. Moore var sem kunnugt er fyrirliði enska landsliðsins 1966, er liðið varð heims- meistari á Wembley. Alls hefur Moore leikið 108 landsleiki fyrir England og hefur enginn leikmaður náð svo mörgum leikjum fyrirland sitt. Undanfarna daga hefur mikið verið um sölur á knatt- spyrnumönnum í Englandi, enda var síðasti frestur til að taka fram ávísanaheftið í gær- morgun. Peter Osgood var í vik- unni seldur frá Chelsea tíl Southampton og máttu Dýrl- ingarnir borga stórfé fyrir þennan snjalla en óstýrláta leikmann. Áhöld eru um hversu mikið Southampton greiddi, fréttamenn hafa gizkað á 275 þúsund pund, en heldur þykir mörgum það ótrúleg upp- hæð þar sem Southampton er ekki sérlega fjársterkt félag. Tveir leikmenn Sunderlands- liðsins sem kom svo á óvart með því að sigra í bikarkeppn- inni i fyrravetur hafa verið seldir til Manchester City. Það voru þeir Dennis Tuert og Mick Horsvill og voru greidd 375 þúsund pund fyrir þá til samans. Fleiri 1. deildarlið munu hafa verið á eftir þeim köppum, en City boðið bezt. fyrstu hrinunum 15:5, 15:8. náðu Víkingar sér skemmtilega á strik og unnu hrinuna öllum á óvart 15:6. Kom nú mikil spenna í leik- inn og tók hvatningarkór Tungna- manna, sem kom í rútu frá Laug- arvatni til að fylgjast með leikn- um, að syngja eggjunarsöngva liði sínu til trausts og halds. Var þá ekki að sökum að spyrja og eftir jafna keppni framan af hrinunni tryggðu Tungnamenn sér sigur- inn, 15:10. Þó UMFB ætti góðan leik hafa þeir oft í vetur verið mun betri. Liðið vinnur sérlega vel saman og bætir hver leikmaður annan í samstilltum leik. Guðmundur Pálsson og Ásgeir Elíasson komu einna best frá leiknum, en Pálmi, Valdimar og Snorri áttu sem fyrr- um mistakalítinn leik með liði sínu. Þór Albertsson, sem lék í stað Gunnars Árnasonar, sem var meiddur kom vel frá leiknum, var sívakandi og skoraði oft með skemmtilegum laumum, en nokkrar þeirra lentu þó utan vall- ar. Leikur Víkines eiörbrevttist KR marði sigur gegn Víkingum ENN standa Víkingsstúlkurnar 1 fallbaráttu í 1. deild kvenna, liðið hefur aðeins hlotið 3 stig til þessa, en á miðvikudagskvöldið hefði liðið með smáheppni átt að geta náð að minnsta kosti öðru stiginu af KR. Það gekk þó ekki, KR-liðið lék skynsamlega síðustu mínúturnar, Víkingsliðið koðnaði niður og KR náði tveggja marka sigri í leiknum með tveim síðustu mörkum leiksins, 12:10. Víkingsliðið hafði forystu allan fyrri hálfleikinn og í leikhléi var staðan 7:6. í upphafi síðari hálf- leiksins gekk Víkingsstúlkunum nokkuð vel og héldu þær forskoti sinu. En þegar um 10 mínútur voru eftir voru Víkingsstúlkurnar greinilega orðnar þreyttar og áttu ekkert svar við breyttum varnar- leik KR-Iiðsins, sem nú kom lengra fram á völlinn. Örvænting greip um sig i Víkingsliðinu og KR sigldi fram úr eins og áður sagði, lokatölur urðu 12.10. KR-stúlkurnar geta fyrst og fremst þakkað Hansínu Melsted sigur í þessum leik, en hún lék mjög vel og skoraði 7 mörk í leiknum. Einnig komst nýliðinn, Ellý, vel frá leiknum og skoraði 2 þýðingarmikil mörk í siðari hálf- leiknum. Sigrún, Emilía og Hjör- dís skoruðu önnur mörk KR í leiknum. Guðrún Hauksdóttir var afger- andi bezt í Vikingsliðinu að þessu sinni og átti nú sinn langbezta leik á keppnistímabilinu, en einn- ig komst Sigrún vel frá leiknum. Guðrún Hauksdóttir (3), Sigrún (3), Agnes (2), Guðbjörg og Guð- rún Helgadóttir skoruðu mörk Víkings í leiknum. Urslitakeppninni lýkur um næstu helgi með fimm leikjum. Laugardaginn kl. 13,30 leika í Höllinni IMA — Laugdælir og kl. 15,30 í Vogaskólanum UMSE — UMFB. Á sunnudagskvöldið verða sið- an þrír leikir í Höllinni Laugdæl- ir — UMSE, ÍS — Vikingur og UMFB — ÍMA. Leikirnir hefjast kl. 19,00 og lýkur um 23,00 með verðlaunaveitingu og mótsslitum. Verður vissulega mikið um að vera hjá blakunnendum um helg- ina. Staðan i mótinu er nú þessi: 1. UMFBisk. 3 9-3 162:135 6 2. UMF Laugd. 3 7-5 169:144 4 3. IS 4 8-8 199:200 '4 4. Víkingur 4 8-9 201:206 4 5. ÍMA 3 7-7 177:181 2 6. UMSE 3 2-9 116:158 0 Yngsta dómara parið NORÐURLANDAMÓT kvenna, 23ja ára og yngri, fer fram 1 Noregi í lok þessa mán- aðar með þátttöku liða frá öll- um Norðurlöndunum. Einnig munu dómarar frá iillum þátt- tökuþjóðunum dæma ámótinu og hefur nú verið ákveðið að Víkingarnir Gunnar Gunnars- son og Sigurður Hannesson verði íslenzku dómararnir á þessu móti. Hafa þeir félagar vakið mikla athygli fyrir dóm- gæzlu sína á leikjum vetrarins og eru án efa með þeim betri i íslenzkri dómarastétt þó ekki séu þeir aldnir að árum. Þeir eru yngsta dómaraparið, sem fengið hefur verkefni sem þetta, Sigurður er 22ja ára, en Gunnar nokkrum árum eldri. Leikið í kvöld í 1. deild Sjá einnig íþróttir á bls. 33 í KVÖLD fara fram tveir leikir í 1. deildar keppni Islandsmótsins í handknattleik. Eru það leikir FH og Armanns og Víkings og Hauka og hefjast þeir í iþróttahúsinu í Hafnarfirði kl. 20.15. Leikir þessir áttu að vera á sunnudagskviildið, samkvæmt mótabók, en þann dag verður hins vegar iþróttahátíð skólanna f Hafnarfirði og forráðamenn keppninnar treysta ekki á að komast nægjanlega snemma inn f húsið. Fram Aðalfundur Handknattleiks- deildar Fram verður haldinn í Glæsibæ, uppi, á morgun og hefst fundurinn klukkan 14.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.