Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 t Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir ÁRMANN BJARNASON, frá Neskaupstað, Vallartúni 1, Keflavtk, lézt í Landakotsspítala 1 3. þ.m Gunnhildur Oddsdóttir, Guðrún Ármannsdóttir, Ásgeir Sigurðsson t Systir mín, GEIRLAUG SKYTTE fædd INGVARSDÓTTIR, andaðist í Kaupmannahöfn 11. marz. Útförin fer fram laugardaginn 1 6. marz Fyrir hönd systkina og annarra ættingja Guðrún Ingvarsdóttir. t Eiginmaður minn, JENS SVEINSSON skósmiður, Háteigsvegi 22, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 13. marz. Fyrir hönd aðstandenda, Laufey Líndal. Eiginmaður minn t ALEXANDER KÁRASON, húsasmiður, Bugðulæk 13, andaðist miðvikudag nn 1 3. marz. Ingveldur Jónatansdóttir. t FRIÐJÓN JÓNSSON, frá Þórshöfn, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju, Mosfellssveit, laugardaginn 1 6 marz kl. 2 e h Fyrir hönd aðstandenda, Una Guðjónsdóttir. t ÞÓRARINN JÓNSSON. tónskáld, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 1 6. marz kl. 1 0.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á Minningarsjóð tónskálda Ingibjörg Stefánsdóttir og vandamenn t Útför JÓNÍNU SVEINSDÓTTUR, Austurbyggð 4. Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 16. marz n.k. kl. 13:30. Þeim, sem vildu minnast hínnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Bergur Pálsson og börnin. t Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi GÍSLI GUÐMUNDSSON. Hellu. Hafnarfirði verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 15. marz kl. 14 Þeir, sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag íslands. Anna Hannesdóttir, Hanna Gísladóttir, Ólafur Óskarsson, Geir Gíslason. Erna Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurður E. Stein- dórsson — Minning ar- og kveðjuorð Fæddur 7. maí 1910. Dáinn 4. marz 1974. Síðastliðinn laugardag þann 9. marz, var til moldar lagður frá Dómkirkjunni í Reykjavík Sig- urður Einar Steindórsson, fram- kvæmdarstjóri Bifreiðastöðvar- innar Steindór s/f., hér í borg, eftir langvarandi veikindi. Menn- irnir hverfa einn og einn, en minningin um þá lifir í huga sam- ferðamanna þeirra, minningar sem ekki munu gleymast heldur geymast í hugum okkar, sem störfum á Bifreiðastöð Steindórs s/f í dag, sem Sigurður rak um árabil með Kristjáni bróður sín-' um. Minningar um mann sem ekki var aðeins húsbóndi okkar, heldur líka vinur og félagi, hús- bóndi sem var mildur i agaveldi sínu, ráðhollur og skilningsríkur ef við leituðum til hans í erfið- leikum okkar. Sigurður var ávallt reiðubúinn að leysa vandamál okkar á þann hátt að gefa okkur trúna á lífið og gildi þess aftur, þó oft væri dimmt framundan, um leið og hann taldi i okkur kjark til að berjast áfram í lífsbaráttunni og gefast ekki upp, þvi uppgjöf þekkti Sigurður ekki. Sigurður var maður atorku og dugnaðar, maður sem bjó yfir nægri lifs- reynslu og umburðarlyndi fyrir breyskleika hins mannlega lífs. Þú varst og ert drengur í leik og starfi. Því vaknar sú spurning í huga okkar: hví ertu kallaður á braut aðeins 63 ára að aldri, drengurinn sem við dáðum svo mikið og treystum svo mikið á? Hví er hinn hávaxni og glæsilegi drengur sem kom svo oft niður stigann frá skrifstofu sinni, er við vorum nokkrir saman komnir inn á stöð, kom niður með æskufjör í augum og glettnisbrosið lék um leið og hann sagði: „Hvað er þetta strákar? Er síminn bilaður eða hvað?“ Um leið fékk einhver okk- ar úr hópnum kannski smá stríðnisorð, svo afgreiðslusal- urinn ómaði af léttum hlátri, því öll okkar axarsköft vissi Sigurður og leit á þau mild- um og skilningsríkum augum. Og starfsdagurinn varð bjartur sem um hásumar væri, og þótt kólgubakkar sigldu um vetr- arþrunginn himininn þá ríkti birta og glaðværð inni á stöð. Um leið og við starfsfólkið í af- greiðslu, á skrifstofu og svo öku- menn sendum konu þinni, frú Petrínu, börnum þínum og barna- börnum, systkinum þínum ogfjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur, þá spyrjum við: Hví varstu kallaður á braut? En því einu getur sá svarað, sem al- valdur er, sá sem veit allt og skit ur leyndardóma lifsins. Sá alvaldi og réttláti sem dómsvaldið hefur, en dæmir þó ekki sem blindur um liti. Hann einn veit svarið. En þótt þú sért farinn úr veröld okkar hér, þá vitum við að þú bíður þinnar, í höfn friðar og kærleika, að loknum starfsdegi. Og í huga okkar eru myndir og minningar um gimstein þann er þú hafðir að geyma og við kynntumst á sam- leið með þér; glit hans og kraftur skal verða okkur leiðarstjarna um ókomin æviár. Starfsfólk Bifreiðastöðvar Steindórs s/f. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM VIÐ höfum lifað svo um efni fram, að lífið er orðið okkur óbærilegt. Við fáum okkur allt, sem við sjáum, að okkur vantar, því að við njótum mikils lánstrausts. En þetta kaup- æði verður að taka enda áður en ég missi vitið. Hvað á ég að taka til bragðs? VANDAMÁL yðar er bæði andlegt og fjárhagslegt, og ég er ekki hagfræðingur. Konan mín sér að mestu um innkaup okkar, því að hún samþykkti fyrir mörgum árum að losa mig við þá byrði. Mörgum fjölskyldum nú á dögum er íþyngt sakir skulda og skuldbindinga vegna afborgana — svo mjög, að þetta er að verða andlegt vandamál. Hvað kemur fólki til að lifa um efni fram? Ég held, að svarið sé fólgið í litla orðinu „öfund“. Nágrannar okkar eignast nýjan bíl. Við megum ekki hrapa í þjóðfélagsstiganum, og þess vegna finnst okkur, að við verðum að fá nýjan bíl. Nágrannarnir fá sér ýmiss konar ný tæki. Þeir vita, hve okkar tæki eru orðin gömul, svo að við hlaupum upp til handa og fóta og birgjum okkur upp. Grannarnir eignast nýjan bát, og við sjáum, að við verðum að eignast bát. Nú er unnt að fá þetta allt skrifað á reikning, og því er auðvelt að eignast þetta. Þarna eru rætur fjárhagsörðugleikanna á heimilum okkar. Hagfræð- ingur nokkur telur, að fjórar af hverjum fimm fjölskyldum hafi bundið sig slíkum böggum skulda og afborgana, að kallast megi drápsklyfjar. Jafnvel stjórnarvöldin taka lán til þess að halda öllu gang- andi. Þetta tekur aldrei enda fyrr en við hættum að ágirnast alla mögulega hluti og förum að lifa skyn- samlega. Jesús sagði, að líf mannsins væri ekki tryggt með eigum hans. Sumt hamingjusamasta fólkið, sem ég þekki, er í hópi þeirra, sem minnst eiga. Kannski er rót hamingju þeirra sú, að þau eru skuldlaus. t Eiginmaður minn KRISTJÁN ÁSGRÍMSSON skipstjóri Suðurgötu 49, SiglufirSi sem lézt að heimili sínu 7. marz, verður jarðsunginn frá Siglufjarðar- kirkju laugardaginn 1 6. marz kl 2 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Fyrir hönd vandamanna Guðrún Sigurðardóttir. t Ástkær eiginmaður minn AÐALSTEINN LÁRUSSON, Gnoðarvogi 30, lézt á Borgarsjúkrahúsinu, fimmtudaginn 1 4 marz.Fyrir hönd barna og systkina, Kristfn Magnúsdóttir. t Þökkum öllum, sem sýndu okkur og fjölskyldum andlát og jarðarför, ÓLAFS R. HJARTAR okkar samúð við járnsmiðs frá Þingeyri. Sigrfður E. Hjartar, Hjörtur Hjartar, Guðrún Hjartar, Magrét Hjartar, Eiríkur P. Ólafsson. t Elskulegur faðir okkar, sonur og bróðir, JÓN ÞORBERG STEINDÓRSSON, Karfavogi 31, Reykjavík, lézt þriðjudaginn 1 2. marz. Bryndís Jónsdóttir, Smári Jónsson, Anna Guðjónsdóttir, Steindór Steindórsson, Ellert Steindórsson, Steindór Steindórsson. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, EINARS ÖGMUNDSSONAR, vélstjóra. Sigrfður Hafliðadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.