Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 17 Sovézkt geim- far lenti á Mars Moskvu, 14. marz, AP—NTB. TASS-FRÉTTASTOFAN sovézka skýrði svo frá í dag, að geimfarið IVIars 6. hefði lent á reikistjörn- unni Mars sl. þriðjudag og sendi nú upplýsingar til jarðar. Geim- farið var sent á braut 5. ágúst sl., eitt af fjórum Mars-förum sem Sovétmenn sendu á loft í fyrra- sumar. Hið fyrsta, Mars 4., komst ekki á braut umhverfis reikistjörnuna vegna bilunar í hemlum, Mars 5., fór á braut umhverfis stjörnuna 12. febrúar sl. og það siðasta, Mars 7., er sagt hafa komizt í námunda við Mars sl. laugardag, en ekkert hefur verið upplýst, hvað síðan hefur orðið um það, en vestrænir sérfræðingar geta sér þess til, að það hafi átt að fara á braut og gegna hlutverki endur- varpsstöðvar fyrir geimfarið, sem lenti. Yfirmaður sovézku geim- vísindastofnunarinnar, Roald Sagdejev, sagði, þegar geimförun- um var skotið á loft, að a.m.k. eitt þeirra ætti að lenda á Mars til að rannsaka yfirborðið og taka myndir, er sjónvarpað yrði til jarðar. Sovétmenn lentu geimfari á Mars í fyrsta sinn 2. desember 1971. Það var Mars 3. Mars 1., sem skotið var á loft 1962, týndist, en Mars 2, sem skotið var upp 19. maí 1971, fór á braut umhverfis stjörnuna og sendi ljósmyndir þaðan til jarðar. „LEÐJUMENNIRNIR" eru mjög hátt skrifaðir f Nýju-Guineu. Þeir halda uppi aga og reglu með því að setja á sig hræðilegar grfmur og hræða líftóruna úr þeim vesalingum, sem hafa á einhvern hátt gerzt brotlegir. I sfðustu viku fklæddust þeir þó búningi sfnum einungis til hátfðabrigða og skokkuðu tii Goroka til að taka á móti „No. 1 Bilong All“, sem útleggja má Yfirmaður allra. Og þegar „No. 1 Bilong all“ sá þá í skrúðanum varð hún yfir sig hrifin og þreif fram myndavél sfna til að festa þá á filmu. Elfsabet Englandsdrottning er nefnilega ágætis áhugaljósmyndari. Málamiðlun eftir 15 mánaða samningaþóf A- og V-Þýzkaland skiptast á sendimönnum 36 fórust í flugslysi í Kaliforníu í gær Bishop, Kaliforníu, 14. marz, AP. Bonn, 14. marz, AP. í DAG var undirritað samkomu- lag milli stjórna Austur- og Vest- ur-Þýzkalands um að skiptast á opinberum sendimönnum. Hefur verið ákveðið, að Gunter Gaus ráðuneytisstjóri verði fyrsti sendimaður V-Þýzkalandi í Aust- ur-Berlin og Michael Kohl starfs- Ný upp- reisn Kprda ílrak bróðir hans frá AusturÞýzka- landi verði fyrsti sendimaður lands síns í Bonn. Samkomulagið undirrituðu Gúnter Gaus og Kurt Nier aðstoðarutanríkisráðherra A-Þýzkalands og skáluðu f kampa- vín áeftir. Austur-Þjóðverjar munu kalla sinn fulltrúa sendiherra, en V- Þjóðverjar, sem ekki viðurkenna, að A-Þýzkaland sé erlent ríki, kalla sinn mann ,,fastafullti'úa“. Tekið hefur fimmtán mánuði að finna málamiðlun milli sjónar- miða stjórnarinnar. Hún er m.a. fólgin i því, að þótt Michael Kohl afhendi forseta V-Þýzkalands sendiherraskilríki sín samkvæml venju, munu samskipti hans við v-þýzka embættismenn fara fram með milligöngu forsætisráðu- neytisins en ekki utanrfkisráðu- neytisins. Gaus mun hinsvegar hafa samband við a-þýzka embættismenn með milligöngu a- þýzka utanríkisráðuneytisins. Tekið er fram í samkomulaginu, að v-þýzka skrifstofan í Berlín fari einnig með málefni Vestur- Berlínar. Brussel, 14. marz, NTB. FULLTRÚ AR 15 aðildarrfkja NATO ákvaðu í dag að vfsa á bug tillögu frá Sovétríkjunum um að halda toppfund um öryggismál Evrópu. Sendiherrar og aðrir háttsettir embættismenn NATO- ríkjanna ákváðu að styðja Pompi- dou Frakklandsforseta í svari hans til Sovétleiðtoganna. 1 lok heimsóknar sinnar til Sov- étríkjanna síðastliðinn miðviku- dag, skýrði Pompidou frá því, að hann hefði hafnað tillögu frá Leonid Brezhnev þess efnis, að haldinn yrði toppfundur um ör- yggismálin með þátttöku þeirra 36 manns biðu bana, þegar tveggja hreyfla flugvél af gerð- inni Convair 440 rakst á fjall í Kaliforniu, skammt austur af Bishop. Ahöfn vélarinnar var fimm manns, en farþegarnir 31 talsins voru frá Wolper kvikmyndafram- leiðslufyrirtækinu i Los Angeles, sem hafði tekið vélina á leigu. Voru leikarar, tæknimenn og kvikmyndastjóri að fara upp i snæviþakin fjöll til að kvikmynda þar eitt atriði sjónvarpsmynda- seriunnar „Primal Man“, sem átti að hefja sýningar á i maí nk. Ekki er til þess vitað, að nafnkunnir ríkja, sem eiga fulltrúa á öryggis- málaráðstefnu Evrópu. Embættismennirnir í Brússel lýstu þeirri skoðun sinni, að ekki yrði hægt að fá viðunandi lausn á toppfundi allra ríkjanna um ör- yggisinál meðan Sovétríkin fengj- ust ekki til að efla mannleg sam- skipti við Vesturlönd. Þessi fundur i Brússel var hald- inn að tillögu Henry Kissingers utanríkisráðherra Bandaríkjanna til að fjalla um þá ósamstöðu, sem um tíma ríkti milli NATO-rikj anna í kjölfar októberstríðsins i Miðausturlöndum. leikarar hafi verið meðal þeirra, sem förust. Björgunarmenn áttu langa leið og erfiða fyrir höndum til að komast að flakinu, sem að sögn þyrluflugmanna, er flugu yf- ir slysstaðinn, var Ula brunnið. í Mozambique? Dar Es Salaam, Tanzaniu, 14. marz AP. I SKÝRSLU, sem FRELIMO — frelsishreyfing blökkumanna í portúgölsku nýlendunum í Afríku — hefur birt um hernað- araðgerðir í héraðinu Manico e Sofala í Mozambiqui, á tímabii- inu sept. 1973 — jan. 1974, er staðhæft, að portúgalskir her- menn hafi hinn 13. janúar sl. myrt 28 óbre.vtta borgara í smá- þorpinu Chimara í námunda við Tampara, og áður verið búnir að evðileggja alla uppskeru á svæð- inu. Hafi þetta verið liður í aukn- um hernaðaraðgerður Portúgala gegn þeim, sem grunaðir voru um stuðning við FRELIMO á þessu svæði. Þá segir i skýrslunni. að á sama tíma hafi 30 portúgalskir her- menn verið felldir í héraðinu, sex járnbrautarlestir verið settar af sporum, auk annarra skemmdar- verka, sem sveitir FRELIMO hafi unnið þar. Enginn toppfundur um öryggismálin Fjöldamoi Portúgala Ankara, 14. marz, NTB. KOMIÐ hefur til bardaga milli stjórnarhersveita í írak og uppreisnarsveita Kúrda, að því er tyrkneska stjórnin upplýsir í dag. Hefur hún lokað landa- mærum Tyrklands og íraks þessa vegna, en fregnir, sem borizt hafa til Ankara, benta til þess, að uppreisnarsveitir Kúrd- anna hafi landamærasvæð- in írakmegin á sínu valdi. Hafa þeir, að sögn, lokað þjóðveginum milli íraks og Kuwaits um bæinn Zaho. Kúrdar eru herská hirðingja- þjóð, sem býr í norðurhluta íraks, þar sem eru einn auðugustu olíu- svæði í landinu. Hefur hvað eftir annað komið til átaka miili þeirra og stjórnarhersveita á umliðnum árum og kröfur þeirra um aukna sjálfstjórn verið sterkar. Sömu- leiðis búa Kúrdar í hlutum Irans og Tyrklands. Pólskar f allhlífasveitir æf ð- ar í að leika danska hermenn EINN liður í uppfræðslu og þjálfun 6. fallhlífasveitar pólska hersins, sem aðsetur hefur í námunda við Krakau, er dönskukennsla, að því er danska blaðið Berlingske Tid- ende skýrir frá 9. marz sl. og kveðst hafa eftir v-þýzkuin heiinildum. Þar segir, að dönskukennsla fallhlífarher- manna hafi staðið yfir í nokkra mánuði og kennarar þeirra séu ungir Pölverjar, sem stundað hafi dönskunám sem styrkþeg- ar við háskólana í Kaupmanna- höfn og Arósum. Sömu heim- ildir herma, að 5. deild a- þýzkra fallhlífahermanna, sem bækistöð hefur á Rúgen, gang- ist undir þjálfun í neðanjarðar- starfsemi í aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Forystumönnum danskra varnarmála hefur verið frá þessu skýrt og hafa þeir fyrir- skipað rannsókn málsins, en þar til niðurstöður hennar liggja fyrir, er af þeirra hálfu litið á v-þýzku upplýsingarnar sem óstaðfestar fréttir, að því er Berlingske Tidende segir. Ofangreindar heimildir herma.að* falihlífa- og foringja- sveitum í Póllandi og Austur- Þýzkalandi séu menn þjálfaðir með það fyrir augum, að hægt sé að senda þá á vettvang í Danmörku eða V-Þýzkalandi, skapist þar tiitekið spennu- eða stríðshættuástand. Sveitirnar eru þjálfaðar í að tala tungumál þessara landa og þeim er einnig kennt, hvernig fylgja ber dönskum og v-þýzkum herregl- um og hvernig nota ber ein- kennisbúninga herjanna i þess- um löndum. Fræðslan miðast að því, að þeir geti leyst ýmis sérverkefni i aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins áður en til styrj- aldar kemur. Meðal annars er þeim ætlað að ráðast á her- stöðvar, styðja skæruliðahreyf- ingar, ræna einstökum forystu- mönnum á sviði stjórnmála eða hermála — eða drepa þá, — ná fótfestu á vissum herfræðilega mikilvægum stöðum og koma á ringulreið í stærri bæjum og öðrum lykilstöðum með undir- róðursstarfsemi og storkunar- aðgerðum. Samkvæmt þessum upplýs- inguin er sovézk fallhlífasveit með a-þýzku sveitunum, sem þessa uppfræðsiu fá, í Neuruppin í Austur-Þýzkalandi og tékknesk sveit tekur þátt i þjálfuninní við Holsejev. Það fylgir sögunni, að verði sveitum þessum beitt í ofangreindum markmiðum, gerist það eftir sérstakri tilskipan frá Moskvu. Stjórn þessa starfs er sögð í höndum nýstofnaðrar deildar, er gengur undir nafninu Deild W og heyrir undir KGB, sov- ézku leyniþjónustuna. Sú deild mun sérstaklega fjalla um und- irróðursstarfsemi í aðildarríkj- um Atlantshafsbandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.