Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. MARZ 1974 31 Sjúkraþjálfari kenndi talningarmönnunum Eins og við höfum áður getið um í þessum dálkum, var kjörseðillinn í borgarstjórnarkosningun- um i Kaupmannahöfn á dögunum risastór og erfiður i meðförum. Enda fór það svo, að talningar- mennirnir, sem fengust við seðlastaflana, urðu sárþreyttir á svipstundu og varð að fá sjúkraþjálfara til að leiðbeina þeim og hjálpa út úr raununum. Á myndinni sjáum við hvernig talið var: Tveir talningamenn voru saman um hvern bunka og hjálpuðust að. Skrítinn fugl atarna! Rétt er það, það er ekkert fólk á þessari mynd — en hins vegar finnst okkur hún vel eiga heima i „Fólki i fréttunum“ á þeirri forsendu að ljósmyndar- inn, sem tók hana, sé dálítið fréttnæmur fyrir hvað hann var fundvís á myndefnið. Þetta er einkennilegur fugl, sem grýlukertið og ljósastaurinn hafa skapað, en þó ágætlega viðkunnanlegur. — En spyrja mætti: Hvers vegna var ljós- myndarinn að góna þetta upp i loftið? Listrænn bóndi Rétt er það, það er ekkert fólk á þessari mynd (annars erum við búin að leita vand- lega), en samt teljum við mynd- ina eiga heima í „Fólk i fréttun- um“, þvi að bóndinn, sem fyrir þessari myndrænu jarðrækt stendur er svo sannarlega frétt- næmur. — En spyrja má hvort hann hafi gert þetta ai ásettu ráði — eða hvort um slys eða jafnvel klaufaskap hafi verið að ræða! Allar línur uppteknar! Rétt er það, það er ekkert fólk á þessari mynd — en hún minnir okkur á fólksfjölgunar- vandamálið og fær því inni í þessum dálkum fyrir vikið. Ein dúfa virðist ekki finna sér lend- ingarstað á þéttsetnum simalin- um og símastaurum við járn- brautarstöð eina i Kanada, en þar niðri á teinunum er oft að finna mikið af korni, sem hrun- ið hefur af járnbrautarvögnun- um. Er þetta því einn vin- sælasti matstaður dúfnanna — þótt matseðillinn sé kannski dálítið einhæfur að okkar mati. En hvað um það, þarna hlýtur að vera haldin dag hvern sann- kölluð „Dúfnaveisla“! Útvarp Reykjavík FÖSTUDAGUR 15. marz 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfini kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kL 8.45: Þorleifur Hauksson les framhald sög- unnar „Elsku Mió minn" eftir Astrid Lindgren (13). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10 2S: The Electric Light Orchestra leikur og syngur. Morguntónleikar kL 11.00: I Musici kammersveitin leikur Konsert op. 8 nr. 9 í e-moll eftir Torelli. / Enrico Mainardi og hátíðarhljómsveitin í Luceme leika Sellókonsert í A-dúr eftir Tartini. / St. Marin-in-the-Fields hljómsveitin leikur Concerto Grosso op. 6 nr. 1 eftir Corelli / Fjórir sembal- leikarar og Virtuosi di Roma leika Konsert í a-moll eftir Vivaldi i útsetn- ingu Bachs. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sídegissagan: „Föstuhald Rabbíans" eftirHarry Kamelman Séra Rögnvaldur Finnbogason les (6). 15.00 Miðdegistönleikar: Milan Bauer og Michael Karin leika Sónötu fyrir fiðlu og pianó nr. 6 i E-dúr eftir Hánde I. Nicanor Zabaleta leikur Hörpusónötu í B-dúreftir Viotti. Jaqueline du Pré og Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leika Sellókonsert í g- moll eftirMonn; Sir Barbirollistj. 15.45 Lesin dagskránæstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15Veður- fregnir. Á skjánum FOSTUDAGUR 15. mars 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Að lleðargarði Bandariskur kúrekamyndaflokkur. Blika á lofti Þj’ðand i Kristmann Eiðsson. 21.25 Landshorn Fréttaíkýringaþáttur um innlend mál- efnl Umsjcnarmaður Guðjón Einarsson. 16.20 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Óli og Maggi meðgullleitarmönnum Höfundurinn Armann Kr. Einarsson les (4). 17.30 Framburðarkennsla í dönsku. 17.40 Umferðarskólinn „Ungir vegfar • endur" Margrét Sæmundsdðttir fóstra flytur stuttan f ræðsluþátt 17.50 Tónleikar. Tilkynmngar. 18.45 Veðurfmgnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkj nningar. 19.25 Fréttaspegill. 19.40 Þingsjá Ævar Kjartansson sér um þáttinn. 20.05 Aukatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Háskólabiói kvöldið áður. Stjórnandi: Richard Kapp frá Banda- rlkjunum Eiasöngvarar: Nancy Dt'ering og Robert Moslev.einnig bandarísk a. Kúbanskur forleikur eftir George Gershwin. b. „Nóttí hitabelti nu" eftir Gottschalk c „Plógur brjlur land", leikhústónlist ef ti r Vi rg i I Thomson. d „Porgy og Bess", svita éftir George Gershwin. — Jón MúliÁrnason kynnirtónleikana 21.30 Útvarpssagan: „Glsla saga Súrv sonar*4 Silja Aðalsteinsdótti r les (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Lestur Passíusálma (29). 22.25 Ummyndanir Sex goðsögur í búningi rómverska skáldsins Óvíds mc‘ð tónllst eftir Benja- min Britten. 1 fjórða þætti Ies Erlingur Gíslason söguna um Bakkus i þýðingu Kristjáns Árnasonar. Kristján Þ. Stephensen leikurá óbó. 22.50 Draumvfsur Sveinn Árnason og Sveinn Magnússon kynna lög úrýmsum áttum. 23.50 Fréttirí stuttu máli Dagskrárlok. 22.05 Lftið skákmót I sjónvarpssal Fj orða skák. Tringov. hvitt. Guðmundur Sigurjíxisson. svart. Skákskýringar Guðmundur Árnlaugv son. 22.40 Rósamálning f Þelamörk Norsk nx> nd um sérkenn ilega, málaðar skreytingar á stofuþiljum gamalla bændabýla á Þelamörk. Þ>'ðandi þulur Ellert Sigurbjörns- son. (Nordvision — Norska sjtmvarpið) 23.05 Dagskrárlok ít lk í fjclmiélum 'rfjr p-« Tvö verk eftir Gershwin George Gershwin I kvöld kl. 20.05 verður út- varpið frá aukatónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands, sem voru í Háskólabfói i gær- kvöldi. A verkefnaskránni eru verk eftir bandaríska höfunda, og stjórnandinn og einsöngvararn- ir tveir eru einnig bandariskir. Tvö verkanna, Kúbanskur forleikur og svíta úr Porgy og Bess, eru eftir George Gersh- win. Hann fæddist í New York árið 1898 og voru foreldrar hans rússneskir innflytjendur. Snemma fór hann að læra á píanó og fást við tónsmíðar, og var hann ekki orðinn tvítugur þegar dægurlög hans voru á allra vörum í Bandaríkjunum og víðar. Þekktust verka hans eru Amerikumaður i Paris, Píanó- konsertinn f F-dúr, Rhapsody in Blue og Porgy og Bess. Jazz-áhrifa gætir mjög i tón- list Gershwins. Ilann samdi mikið af kvikmyndatónlist. Kúbanska forleikinn samdi hann eftir stutta ferð til Iiav- anna á Kúbu. Þar hafði hann kynnzt nýjum og sérkennileg- um hljóðfærum, sem hann not- aði við tónsmfðina. Öperan Porgy og Bess var frumsýnd i New York árið 1935. Öperunni var f fyrstu fagnað með hófsemd, en þrem- ur árum síðar hlaut hún al- menna viðurkenningu, en þá voru sýningar hafnar að nýju vegna andláts tónskáldsins, sem lézt aðeins 39 ára að aldri, og eftir það fór óperan sigurför um heiminn, og hefur hún m.a. verið kvikmynduð. Operan fjallar um negra og kjör þeirra i fátækrahverfi i Charleston. Landshorn I kvöld kl. 21.25 verður Landshorn á dagskrá sjón- varpsins, og er það i umsjá Guðjóns Kinarssonar. Ætlunin er að fjalla um skattafrumvarp ríkisstjórnar- innar, en þegar við höfðum samband við Guðjón, var það samt ekki fullvíst. Þá mun Vilborg Harðardóttir tala um endurnýjum gömlu hverfanna í Reykjavik og ræða við Hilmar Olafsson, forstöðu- inann Þróunarstofnunar Reykjavfkurborgar í því sam- bandi. Verður þá einkum rætt um þá staðreynd, að ungt fólk sýnir nú aukinn áhuga á því að setjast að í gömlu hverfunum, en ýmsir þröskuldar eru þó i veginum —, sérstaklega i sam- bandi við lánamál. Þá mun Vilmundur Gylfason fjalla um „uppmælingaaðal- inn", sem svo er stundum nefndur, — hvort hann sé raun- verulega til, og í hverju hans mikla veldi sé þá einkum fólg- ið. Vilmundur fær þá Ililmar Guðlaugsson múrara og Jön Snorra Þorleifsson, formann Trésmiðafélags Reykjavíkur til viðræðu við sig um þelta efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.