Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.03.1974, Blaðsíða 40
Söguleg at- kvæðagreiðsla: Forsætisráðherra með st j órnar andstö ðunni! Eins og skýrt var frá í MbL í fyrradag hefur sovézkum flugvélum enn á ný ver- ift veitl lendingarleyfi vegna flutninga milli Kúbu og Sovétríkjanna. Sóttu sovézk yfirvöld um lendingar- leyfi eins og fyrr og fengu leyfL Myndin er tekin f gær og sý'nir hinar sovézku risavélar á Kef lavíkurf lugvelll □ Tillaga ríkisstjórnarinnar um 5% hækkun á söluskatti var felld á fundi neðri deildar aðfararnótt fimmtudags. Féll tillagan á jöfnum atkvæðum, 20:20. Þá voru tvær af breytingartillögum sjálfstæðis- manna við frumvarpið samþykktar. 1 fyrsta lagi var tillaga um, að 1!4% launaskattur, sem lagður hefur verið á frá verðstöðvun 1970 og runnið hefur f ríkissjóð, verði felldur niður. Greiddi Björn Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins tillögu þessari atkvæði auk stjórnar- andstöðunnar, og var hún þvf samþykkt með 21 atkvæði gegn 19. t öðru lagi var tillaga sjálfstæðismanna um niðurskurð útgjalda f járlaganna um 1500 milljónir samþykkt með 22 atkvæðum gegn 18 og voru það Björn Pálsson og forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson, sem þar komu til liðs við stjórnarandstöðuna. Óhætt er að segja, að fundur neðri deildar aðfararnótt fimmtu- dagsins sé einhver sögulegasti þingfundur, sem sögur fara af. Var svo að sjá sem stjórnarand- staðan hefði heldur meiri þing- styrk í deildinni en ríkisstjórnin, þar sem Björn Pálsson reyndist rfkisstjórninni en óþægur ljár í þúfu. Þá vakti mikla athygli að forsætisráðherrann greiddi at- kvæði með stjórnarandstöðunni Hækkar pylsan í 65 krónur? PVLSUR með tómat og sinnepi í söluturnum borgar- innar hafa verið seldar á 50 krónur undanfarið. Nú hefur verið auglýst hækkun á unn- um kjötvörum og hafa pylsurnar hækkað um 22%. Mbl. spurði í gær einn af pylsusölueigendum borgarinn- ar, Jón Hjaltason, að því, hve mikið ein pylsa myndi kosta eftir hækkunina og sagðist hann telja, að hún yrði á bil- inu frá 60 til 65 krónur. Þó munu pylsusölueigendur ekki ætla að hækka fyrr en Ijóst er, hver söluskatturinn verður og hækka þá í einu lagi — í stað þess að hafa tvær hækkanir með fárra daga millibili. Jón sagði, að verð veitingahúsanna væri nú einnig allt að hækka um 20%, eða þar um bil. Nefndi hann sem dæmi, að hamhorgari, sem kostað hefði 130 krónur, kostaði nú um 160 krónur. um þá tillögu, sem að framan get- ur. Verður hér rakinn gangur at- kvæðagreiðslna. Fyrst var borin undir atkvæði tillaga sjáfstæðismanna um sér- sköttun hjóna. Var hún felld með jöfnum atkvæðum, 20:20. Svo fór einnig, um ýmsar aðrar tillögur sjálfstæðismanna, svo sem tillög- ur um aukinn frádrátt vegna heimilisstofnunar og hækkanir á öðrum frádráttarliðum. Eins fór um tillögur flokksins um hækkun persónufrádráttar, lækkun álagn- ingarprósentu og hækkun skatt- stiga, svo og tillaga um, að skatt- vísitala skuli ákveðin af kauplags- nefnd ár hvert í samræmi við breytingar á almennum launa- tekjum. Að felldum þessum breytingar- tillögum voru tillögur ríkisstjórn- arinnar um lækkun tekjuskatts- ins og skattaafsláttarkerfi sam- þykktar. Greiddu tveir þingmenn Framhald á bls. 39 Skipaður umboðs- dómari Dómsmálaráðuneytið skipaði i gær Harald Henrysson sakadóm- ara í Reykjavík til að vera umboðsdómari í máli fjögurra manna, sem voru útgefendur og/eða framseljendur að inn- stæðulausum ávisunum að upp- hæð 10 milljónir króna, sem fram komu við skyndikönnun Seðla- bankans á innstæðulausum ávís- unum í síðustu viku. ' v. ' ° ~~ yp jjv . ö "A" - : ' o • ..... . . — Útflutningsuppbætur teknar upp að nýiu RlKISSTJÓRNIN mun verðbæta útflutning á lagmeti og ullar- og prjónavörum til Sovétríkjanna samkvæmt nýgerðum sölusamn- ingum Sölustofnunar lagmetis- iðnaðarins og Sambandsins við Sovétríkin. Nema þessar útflutn- ingsbætur tugum milljóna króna, eða milli 15 og 20% af samnings- upphæðinni. Samningurinn milli lagmetis- iðnaðarins og Sovétmanna hijóðar upp á 110 milljónir króna, miðað við núverandi gengi. Hins vegar hafa verkmiðjur lagmetisiðnaðar- ins talið 128 milljón króna samn- ingsupphæð lágmarksforsendu þess, að þær sjái sér fært að fram- leiða upp í þessa samninga. Ríkis- stjórnin mun nú hafa gefið fyrir- heit um að greiða það, sem á vantar, til að þessari lágmarks- upphæð verði náð, eða samtals um 18 milljónir króna. Rikisstjórnin mun hafa gefið Sambandi Isl. samvinnufélaga áþekk fyrirheit vegna sölusamn- inga þess við Sovétríkin á ullar- og prjónavörum. Eins og greint var frá í blaðinu í gær var f fyrra- dag undirritaður hér samningur um sölu á 140 þúsund Heklupeys- um og 60 þúsund Gefjunartepp- um til Rússlands og er verðmæti samninganna rúmar 160 milljónir króna. HinS vegar tókst Morgun- blaðinu ekki að afla upplýsinga um, hversu miklar verðbætur iðn- aðardeild SÍS telur sig þufa til að geta framleitt upp i þessa samn- inga, en þær munu þó vera sízt lægri en innan lagmetísiðnaðar- ins. Eftirvmnubann Útseld vinna bílaverk- stæða hækkar um 42% EINS OG fram hefur komið í fréttum er nú hafin mikil verð- hækkunarskriða, sem enginn sér fyrir endann á. I gær var þess getið, að verðlagsnefnd hefði I fyrradag samþykkt hækkanir til hinna ýmsu smiðja og verkstæða. Lætur nærri, að þessi hækkun sé um 42% á útseldri vinnu flestra smiðja og verkstæða, t.d. bifreiða- verkstæða, og verður hver vinnu- stund nú hátt á áttunda hundrað krónur. Hækkunin er þó minni eða tæp- lega 30% í þeim járnsmiðjum, þar sem eingöngu er unnið við ný- smíði. Stafar þetta af því, að járn- iðnaðarmenn fengu 10% álag fyrir viðgerða- og þungavinnu, en talíð er, að um 80% járniðnaðar- manna séu í þeim hópi sem þetta álag fær. Þá má og gera ráð fyrir því, að hlutfallið 80% hækki, er fram líða stundir. Verðlagsstjóri, Kristján Gísla- son, gat ekki gefið Mbl. upp i gær einstakar hækkanir útseldrar vínnu meðal hinna ýmsu smiðja og verkstæða, þar sem útreikning- um var enn ekki að fullu lokið. Þó sagði Kristján, að 42% hækkun væri mjög nærri lagi hjá þeim flestum. Þá ber og að geta þess, að nokkur hluti þessara hækkana stafar af hækkun visitölu kaup- gjalds, en meginhækkunin er þó vegna kjarasamninganna, sem ný- lega voru undirritaðir, en þar fengu iðnaðarmenn að meðaltali um 38% kauphækkun eins og áð- ur hefur komið fram. 0 Ekki nægileg hækkun fyrir kaupmenn Þá hefur álagningarhækkun heildsala og smásala, sem var einnig heimiluð í fyrradag, áhrif á allt verðlag í landinu, þótt það sé raunar ekki eins verulegt Taka má dæmi um hlut.sem kost ar í innkaupi 100 krónur, í heild sölu var álagning 10%, en í smásölu 20%, og kostaði hluturinn 132 krónur áður en hækkunin fékkst fram. Verðlags- nefnd leyfði 7% hækkun i heild- sölu og 10% hækkun í smásölu. Er álagningin þá í heildsölu Framhald á bls. 39 GRAFlSKA sveinafélagið, félag offsetprentara og prentmynda- smiða, hefur boðað eftirvinnu- bann frá og með deginum í dag. Jafnframt fer nú fram allsherjar- atkvæðagreiðsla innan félagsins um boðun vinnustöðvunar og stendur hún yfir til klukkan 16 í dag. Grafíska sveinafélagið hefur haft lausa samninga frá 1. nóvem- ber síðastliðnum og hafa síðan þá verið haldnir allmargir samninga- fundir, en án árangurs. Síðasti samningafundur deiluaðila var haldinn á þriðjudag. Grafiska sveinafélagið hafnaði boði Félags islenzka prentiðnaðarins á siðasta samningafundi. Þá má geta þess að Hið íslenzka prentarafélag hefur boðað til félagsfundar í dag, þar sem rætt verður um tilboð Félags prent- smiðjueigenda um kauphækkuri. Þessi tvö félög bokagerðarmanna voru ekki með í heildarkjara- samningunum, sem undirritaðir voru hinn 26. febrúar síðastlið- inn, enda er Grafiska sveinafélag- ið ekki aðili að Alþýðusambandi íslands. Samþykktu samningana SMASÖLUKAUPMENN og heildsalar samþykktu í gær- kvöldi kjarasmaningana, en áður höfðu þeir frestað ákvörðun um samþykkt þeirra á grundvelli þess, að þeir vildu fyrst sjá, hvað efnt yrði af lof- orðum stjórnvalda um að velta kostnaðarhækkunum af kjara- bótunum út f verðlagið. Á fundi Kaupmannasamtakanna urðu miklar umræður um að draga úr reksturskostnaði verzlana, t.d. með þvi að loka þeim á laugardögum. Stór- kaupmenn samþykktu samningana á fundi sinum með 32 atkvæðum gegn 6. Á eftir var haldinn aðalfundur Félags íslenzkra stórkaup- manna, en af þeim fundi tókst Mbl. ekki að afla frótta í gær- kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.