Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1974 DAGBÓK I DAG er þriðjudagurinn 19. marz, sem er 78. dagur ársins 1974. Ardegisflóð *• í Reykjavfk kl. 03.47, síðdegisflóð kl. 16.18. Sólarupprás í Reykjavfk 07.33, sólarlag kl. 19.40. Sólarupprás á Akureyri er kl. 07.18, sólarlag kl. 19.24. (Heimild íslandsalmanakið). Gleðjizt með Jerúsalem og fagnið yfir henni, allir þér, sem elskið hana! Kætist með henni, allir þér, sem nú hryggizt yfir henni, svo að þér megiðsjúga og saddir verða við hugsvalandi brjóst hennar, svo að þér megið teyga og gæða ykkur við dýrðargnótt hennar. (Jesaja66. 10—11). 20. janúar gaf séra Þorsteinn Björnsson saman í hjónaband í Fríkirkjunni Jóhönnu B. Jóns- dóttur og Magnús R. Kjartansson. Heimili þeirra er að Smiðjustig 11. (Nýja myndastofan). 9. febrúar gaf séra Oskar J. Þorláksson saman í hjónaband i Dómkrikjunni Elnu Sigrúnu Sig- urðardóttur og Guðjón Má Gfsla- son. Heimili þeirra verður að Hraunbæ 60, Reykjavík. (Ljós- myndast.Gunnars Ingimarss.). 27. febrúar gaf séra Garðar Svavarsson saman í hjónaband í Laugarneskirkju Elinu Aspelund og Þorkel (í uðmundsson. Heimili þeirra verður að Borgarvegi 9, Ytri-Njarðvík. (Ljósmyndast. Gunnars Ingimarss.). Nýlega gaf séra Olafur Skúla- son saman í hjónaband í Bústaða- kirkju Margréti Sigurðardóttur og Elías Krist jánsson. Heimili þeirra verður að Hrísateigi 29, Reykjavík. (Ljósmyndast. Gunn- ars Ingimarss.). EFTIRFARANDI spil er frá Evrópukeppni fyrir nokkrum ár- um og sjáum við ftölsku spilar- ana, Messina og Bianchi leika list- ir sinar. Norður S. K-10-7 H. A-K T. Á-8-4 L. K-D-G-7-3 Vestur S. G-9-5-4 H. D-8-4-3-2 T. 6-5 L.5-4 Austur S. D-6-2 H. G-7 T. K-D-G-10-3-2 L. 6-2 Suður S. Á-8-3 H. 10-9-6-5 T. 9-7 L. A-10-9-8 Þeir Messina og Bianchi sátu N-S og sögðu þannig: Suður Norður P lt 2h 31 4t 61 Opnun á 1 tígli þýðir sterk spil og með 2 hjörtum segist suður eiga 4 háspil (ás = 2 háspii, kóng- ur = 1 háspil). Með þessu svari fékk norður að vita, að suður átti 2 ása, því að sjálfur átti norður 3 kónga. 3ja laufa sögnin er spurn- arsögn og með fjórum tíglum seg- ist suður eiga að minnsta kosti 4 lauf með háspili. Eftir þetta taldi norður sjálfsagt að reyna slemmu. Austur lét út tígul, sagnhafi drap með ási, lét aftur tígul, aust- ur drap, lét enn tigul qg sagnhafi trompaði í borði. Nú voru teknir slagír á ás og kóng í hjarta, siðan voru teknir 2 slagir á tromp og hjarta 10 látin út. Vestur gaf og sama gerði sagnhafi og kastaði spaða og þar með var spilið unnið. UM HELGINA var opnuð málverkasýning Önnu Sigríðar Björnsdóttur í kjallara Norræna hússins. Anna Sigrfður sýnir um fimmtíu myndir, — teikn- ingar.grafíkmyndir og málverk. Þetta er önnur einkasýning listakonunnar, en hún hefur tekið þátt f samsýningum bæði hérlend- is og erlendis. Sýningin verður opin daglega kl. 3—10. FYRIR réttri viku tapaðist þessi högni frá Skaftahlfð 13. Hann heitir Palli, er ársgamall, — hvftur og svartur að lit. Hafi einhver orðið hans var, er sá hinn sami vinsaml. beðinn að hringja f síma 20123. SÖFNIN Landsbókasafnið er opið kl. 9— Borgarbókasafnið Aðalsafnið er opið mánud. — föstud. kl. 9—22, laugard. kl. 9—18, sunnud, kl. 14—18. Bústaðaútibú er opið mánud. — föstud, kl. 14—21. Hofsvallaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 16—19. Sólheimadtibú er opið mánud. — föstud. kl. 14—21. Laugard. kl. 14—17. Landsbókasafnið er opið kl. 9—19 alia virka daga. Ameríska bókasafnið, Nes- haga 16, er opið kl. 1—7 alla virka daga. Bókasafnið í Norræna húsinu er opið kl. 14—19, mánud. — föstud., en kl. 14.00—17.00 laugard. og sunnud. Árbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga kl. 14—16. Einungsi Árbær, kirk'an og skrúðhúsið eru til sýnis. (Leið 10 frá Hlemmi). Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnud., þriðjud. og fimmtud. kl. 13.30—16.00. Íslenzka dýrasafnið er opið kl. 13—18 alla daga. Listasafn Einars Jónssonar er opið á sunnudögum og mið- vikudögum kl. 13.30—16. Listasafn tslands er opið kl. 13.30—16 sunnud., þriðjud. fimmtud. og laugard. Náttúrugripasafnið, Hverfis- götu 115, er opið sunnud., þriðjud., fimmtu. og laugard. kl. 13.30—16. Sædýrasafnið er opið alla daga kl. 10—17. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.30—16 sunnud., þriðjud., fimmtud., laugard. Kjarvalsstaðir Kjarvalssýningin er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 16—22, og laugardaga og sunnudaga kl. 14—22. ást er . . . CTOTZ> að skrifa skila boð til hans á bað- herbergisspegilinn Vikuna 15.—21. marz verður kvöld-, helgar- og næturþjónusta apóteka í Reykjavík í Apóteki Austurbæjar, en auk þess verður Lyfjabúðin Iðunn opin utan venju- legs afgreiðslutíma til kl. 22 alla daga vaktvik- unnar nema sunnudag. KROSSGÁTA 1 Lárétt: 1. missa fótanna 6. tré 8. galdurinn 11. klið 12. líks 13. timabil 15. tónn 16. skel 18. vesa- lingur Lóðrétt: 2. vond 3. ósamstæðir 4. birta 5. dýrin 7. svaraði 9. málmur 10. þinni 14. vitskerti 16. kindum 17. fyrir utan Lausn á síðustu krössgátu. Lárétt: 1. skora 5. tár 7. rauð 9. ÖT 10. kurraði 12. úr 13. iðan 14. aka 15. kanna Lóðrétt: 1. serkur 2. otur 3. ráð- ríka 4. ár 6. stinna 8. aur 9. óða 11. aðan 14. AK. Mæðrastyrksnefnd Lögfræðingur Mæðrastyrks- nefndar er til viðtals að Njálsgötu 3miðvikudaga kl. 10—12. ÁRISIAO HEILLA Blöð og tímarit SKÁTABLAÐIÐ, 1. tbl. 40. árg., er komið út. I blaðinu er hið fjöl- breyttasta efni, viðtal er við for- mann Landssambands hjálpar- sveitar skáta, Tryggva Pál Frið- riksson, viðtal er við ráðherra um skátahreyfinguna og viðhorf þeirra til hennar, mikið er af fræðslu- og skemmtiefni i blað- inu, auk frétta af félagsstarfinu. HLYNUR, blað um samvinnumál, 2. tbl. 22. árg., er kominn út. í blaðinu er m.a. viðtal við Harry Frederiksen í tilefni af 25 ára afmæli iðnaðardeildar Sambands- ins, Reynir Ingibjartsson segirfrá ferð um Vestur- og Norðurland, en auk þess eru i balaðinu fréttir af félagsstarfi samvinnuhreyfing- arinnar. i-hé i nn ALMENNUR fundur verður 1 Fé- lagi einstæðra foreldra fimmtu- dagskvöldið 21. marz að Hallveig- arstöðum. Hefst fundurinn kl. 21. Dröfn Farestveit húsmæðrakenn- ari kynnir kryddvörur, Andar- ungakór FEF syngur, fundanefnd sýnir margs konar föndur og fljót- unna handavinnu. Frjálsar um- ræður. Kaffi verður á boðstólum að venju, á vægu verði. Nýir fé- lagar og styrktarfélagar eru vel- komnir á fundinn. | SÁ MÆSTBESTI ) Dómarinn: Ég ræð yður til að meðganga það að hafa stolið þess- um frakka. Það eru að minnsta kosti tíu vitni að stuldinum. Ákærði: Það sannar ekkert. Ég get útvegað mörg hundruð vitni, sem sáu mig ekki stela neinum frakka. Pennavinir Jamaíka Olga Anderson 11(4 Golding Road Kingston 5 Jamaica W.I. Hún er 28 ára og vill skrifast á við íslending 28—30 ára. tsland Anna Matthildur Hjálmarsdóttir Bólstað Mýrdal Vestur-Skaftafellssýslu Hún vill skrifast á við krakka á aldrinum 14—15 ára. lsland Hrafnhildur Siguróladóttir, Völvufelli 36, Reykjavík. Hún er 13 ára og vill skrifast á við krakka úti á landi. Frakkland Maurice Gehin 46RueEdouard Pailleron 75019 Paris Hann er ákafur frímerkjasafn- ari og vill komast í samband við íslending með sama áhugamál. Skotland Sveinn Sigurðsson Sihawthorn Road Abranhill Cumberland Scotland. Sveinn er 15 ára og langar til að skrifast á við íslenzka unglinga á aldrinum 13—18 ára. ÁHEIT OG C3JAFIR | Gjafir til Barnaspítala Ilringsins Kristín Þorkelsdóttir, Hvassaleiti 20, kr. 10.000,— Frá bróður kr. 100.— Til minningar um Magnús Má Héðinsson kr. 2.000,— fráS.S. | BRIPC3E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.