Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 Iðunn Eylands Reyk- dal — Minninyarorð ARIÐ 1938 útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík stú- denlahópur, sem var að því leyti óvenjulegur, að þar voru 19 stúlk- ur. en slíkt hafði ekki gerzt áður í sögu skólans. A síðustu fimm ár- um hafa fjórar þeirra horfið úr þessu lífi. Allar áttu þær við hörmulegan sjúkdóm að stríða.en hiirðust með hetjulund þar til yfir lauk. Nú stöldrum við bekkjarsyst- urnar víð og kveðjum Iðunni Ey- lands Reykdal, sem andaðist f Hafnarfirði þann 9. þ.m. Iðunn fasldist í Noregi þann 22. janúar il'19, dóttir hjónanna Margit og Arria Evlands. Var hún einkadótt- ir þeirra. en bróðir hennar, Erik. i‘t' húsettur hér i Re.vkjavík. Hún lók ínntökupróf í menntaskólann árið 1932 og eins og áður segir stúdentspróf þaðan 1938. Síðan fór hún til Noregs og hugðist stunda þar nám f lyfjafræði, en vegna heimsstyrjaldarinnar síð- ari kom llún heim aftur, en fór seinna til náms í sama fagi til Bandaríkjanna. Þar giftist hún eftirlifandi manni sínum, Þórarni Reykdal, sem einnig var þar við nám. Þau komu svo hingað til lands og settust að í Garðahreppi. Síðar reistu þau sitt heimili að Móbergi við Hafnarfjörð. Börn þeirra eru Jóhannes, Margrét, Þórunn, Iðunn og Árni. Iðunn og Þórarinn voru mjög samhent og sást það bezt, er þau unnu að byggingu húss síns. Iðunn var mjög listræn og fór það ekki al- faraleiðir. í skóla minnumst við teikninga hennar og handavinnu. Hún stundaði ferðalög alla tíð. Við munum eftir henni í göngu- og skíðaferðalögum, sem farin voru hvenær, sem færi gafst. Við eigum ljúfar minningar um sunnudagsferðirnar með Pálma Hannessyni, Einari Magnússyni, og Valdemar Sveinbjörnssyni, sem alltaf voru reiðubúnir að fara með hópinn i ferðalög i gamla Grána. Þá var gaman að Iifa. Þeg- t SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Kverngrjóti, andaðist að Hrafnistu 1 7 þ.m. Vandamenn. Maðurinn minn t SIGUROUR J. THORODDSEN Jökulgrunni 1 andaðist 1 8. þm. Emma Guðjónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, SVERRIR ÓLAFSSON, Hæðargarði 22, lézt á Landakotsspítala laugardaginn 1 6. marz. Sofffa Kristjánsdóttir, Björg Sverrisdóttir, Guðmundur Hervinsson, Björn Sverrisson, Sólveig Indriðadóttir. Eiginkona mín t lézt þann 1 1. ÞÓRHALLA EINARSDÓTTIR LUND, þ.m. Jarðarför hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Grímur Lund, börn og tengdabörn. Eiginkona mín, GUÐFINNA MAGNÚSDÓTTIR, Skjólbraut 7, Kópavogi, er lést í Landspítalanum 1 3. marz, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. marz kl. 1 5 Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Kristmundur Arnason. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir ÁRMANN BJARNASON, Vallartúni 1, Keflavlk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 20. marz kl. 2. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Gunnhildur Oddsdóttir, Guðrún Ármannsdóttir, Ásgeir Sigurðsson. Minning: t Bróðir minn, MARKÚS KARLSSON, lézt í Landakotsspítala að morgni 1 8 marz. Bertha Karlsdóttir. Ma tth ías Lýðsson ar prófunum úr fimmta bekk var lokið, var farið í vikuferðalag norður í Skagafjörð. Pálmi rektor og Valdimar voru fararstjórar. Meðal annars fórum við þá í Drangey. Drífa Viðar skrifaði ferðasöguna, en Iðunn gerði káp- una á bókinni. Síðan eru mörg vötn til sjávar runnin. Hópurinn frá 1938 hefur alla tíð haldið vel saman og við höfum fylgzt hvert með öðru, og margar eru gleði- stundirnar, sem við höfum átt saman. En sorgin og gleðin eru systur og nú munum við hittast á sorgarstund er við kveðjum eina úr hópnum, eina þá kjarkmestu og duglegustu, sem nú er horfin fyrir aldur fram. Við þökkum samveruna og sendum eiginmanni, börnum, for- eldrum og bróður samúðarkveðj- ur og biðjum guð að styrkja þau í sorg þeírra. Bekkjarsystur. Fæddur 23. apríl 1891. Dáinn 11. marz 1974. Um síðustu aldamót bjuggu að Hjallanesi f Landsveit hjónin Sigríður Sigurðardóttir og Lýður Arnason. Bæði voru þau af traustu bergi brotin, Lýður af Keldnaætt, Sigríður af ætt séra Jóns Steingrímssonar, sem oft er nefndur eldprestur. Svo sem löng- um hefir verið með íslenskt bændafólk, voru þau hjónin ekki auðug í veraldlegum skilningi, höfðu sjaldnast nokkuð fram yfir brýnustu nauðsynjar. En annan og verðmætari auð áttu þau þó þar sem var stór og myndarlegur barnahópur þeirra og fádæma styrk trú þeirra á Guð og lífið. Þau eignuðust tólf börn, tvær dætur og tíu syni, sem öll komust til fullorðinsára og hefir farnast vel. Gott vegnesti fengu þau líka úr föðurhúsum, lífsviðhorf þess er treystir Guði og sjálfum sér og trúir þvf að það sem öðrum er gott gert, skili sér margfalt til baka. Síðastliðinn mánudagsmorgun lést í Landspítalanum einn sona þeirra Sigríðar og Lýðs, Matthías, eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann var fimmti í röð þeirra systkina, fæddur á sumardaginn fyrsta, 23ja apríl 1891. Eftir standa nú fimm af öllum hópnum, þrír bræðranna og systurnar báðar. Fyrstu ár ævinnar naut Matthías handleiðslu foreldra sinna og félagsskapar systkina. Þröngur kostur sveitaheimilisins skikkaði hann þó ungan, svo sem og bræður hans, til að sjá sér sjálfur farborða. Innan fermingaraldurs lá leið hans að Fellsmúla f Landsveit til þeirra prófastshjóna séra Ófeigs Vigfús- sonar og frú Ólafiu Ölafsdóttur. Hjá þeim átti hann heimili fram um tvítugt og minntist æ síðar þeirra og Fellsmúlaheimilisins með mikilli hlýju. Ur heimasveit sinni hélt hann svo krókalítið til Reykjavíkur, laust fyrir 1920. Þar stofnaði hann heimili ásamt eftir- lifandi eiginkonu sinni, Kristinu II. Stefánsdóttur, ættaðri úr Mývatnssveit. Þau hjónin voru alla tíð mjög samhent og bjuggu börnum sínum þremur, Elínu. Huldu og Gunnari, svo og móður Kristínar, Elínu Þorsteinsdóttur, frábært heimili. Síðustu tuttugu og átta árin hafa þau búið að t Eiginmaður minn dr. phil. ÞÓRÐUR ÞORBJARNARSON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 20 marz kl. 10.30 Sigríður Cl. Þorbjarnarson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, JÓHANNS GUNNARS KRISTJÁNSSONAR. Vandamenn Grenimel 26 og þar hafa börn þeirra, tengdabörn, og barnabörn og barna-barnabarn lifað margar góðar stundir, sem þau nú minn- ast með þakklæti. Vmis tímabundin störf vann Matthías fyrst eftir komuna til Reykjavíkur. Fljótlega gekk hann þó i raðir starfsmanna Lýsis- samlagsins og vann þar meðan hon um entist heilsa, lengst af sem verkstjóri. Árið 1956 veiktist hann og mátti þar eftir ekki stunda reglubundna vinnu. Ekki féll honum það vel, hafði alla tíð verið starfssamur og litið á vinn- una sem eina af meginstoðum lífs hvers manns, þá bjargaði stilling- in og sálarþrekið sem hann bjó yfir. Matthfas Lýðsson var einstak- lega dagfarsprúður maður. Hvort heldur hann var staddur á manna- mótum, við glens og gaman, eða á alvörustundum lífsins, fylgdi hon- um alltaf stök rósemi og stilling. Jafnt þegar hann gerði að gamni sínu, sem þegar hann ræddi þau málefni sem honum voru helgust, var það alla tfð með sömu hægð- inni gert, hávaðalaust, en komst þó allt til skila. Æðrulaust gekk hann líka gegnum öll sin veikindi og lét aldrei heyra frá sér kvart- anir um hlutskipti sitt, hvað sem yfir kom. Honum fylgdi traust og öryggi sem vandamenn hans koma lengi enn til með að njóta góðs af. Matthfas var heimilisrækinn maður og lét sér ákaflega annt um að treysta öll bönd innan fjölskyldunnar. Hann var einnig vinfastur og góður heim að sækja. Reglumaður var hann, byrjaði þö að reykja upp úr áttræðu og skemmti séroft prýðilega yfir við- brögðum sinna nánustu við þvf. Annars hafði hann óbeit ó mikilli neyslu tóbaks og áfengis, einkum hjá ungu fólki, sem hann taldi taka mestan skaða af slíku. Þótt skoðanir Matthíasar læg.ju t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir GUÐMUNDUR HANNESSON frá Móhúsum, Stokkseyri andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 1 7. marz. Stefania Sigurðardóttir börn og barnabörn. t Faðirokkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, ÞORSTEINN INGVARSSON, bakarameistari, Dalbraut 1, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 19. marz kl. 13.30 Ingvar Þorsteinsson, Steinunn Geirsdóttir, Viðar Þorsteinsson, Lilja Eiríksdóttir, Kristinn B. Þorsteinsson, Hulda Eiríksdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Edda Guðmundsdóttir, Jóhanna Norðfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. S. Helgason hf. STEINIÐJA llnholti 4 Slmar 24677 og 14254

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.