Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 21 Jón Arason — leik- rit Matthíasar Jochumssonar frum- sýnt bráðlega Æfingar hafa staðið yfir á þriðja mánuð í Þjóðleikhúsinu á Jóni Arasyni eftir Matthías Joch- umsson, en leikurinn verður frumsýndur eftir nokkra daga i Þjóðleikhúsinu. Þetta er mjög fjölmenn sýning, um 75—80 leik- arar og aukaleikarar taka þátt i henni. Leikstjóri er Gunnar Eyj- ólfsson, Sigurjón Jóhannsson ger- ir leikmyndir og Þorkell Sigur- björnsson hefur samiðtónlist með verkinu. Rúrik Haraldsson leikur hið stóra og veigamikla titilhlutverk, biskupinn sjálfan. Segja má, að þetta verði fjölmennasta og ein viðamesta sýning Þjóðleikhússins á þessu leikári. Myndin er tekin á æfingu fyrir tveimur dögum og er af Rúrik í hlutverki sínu. MYND- OG HLJOÐMIÐLARAR STOFNA ALÞJÓÐASAMTÖK Frá stofnfundi hinna alþjóðlegu samtaka manna.er vinna við f jölmiðlun á mynd og hljóði. MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá Félagi kvik- myndagerðarmanna, þar sem seg- ir frá stofnfundi alþjóðiegra sam- taka, er nefnast International Federation of Audio-Visual Workers Union (IFAWU). Fund- urinn var haldinn I London dag- ana 19.—20. febrúar, en til stofn- fundarins voru boðaðir allir þeir, sem vinna við fjölmiðlun á mvnd- um og hljóði, s.s. kvikmyndagerð- armenn, sjónvarps- og útvarps- starfsmenn. Stofnfundinn sóttu fulltrúar 18 þjóða, þar af voru fulitrúar frá 16 löndum Evrópu. Af tslands hálfu sóttu fundinn fyrir hönd Félags kvikmynda- gerðarmanna þeir Gfsli Gestsson og Sigurður Sverrir Pálsson. Markmið ráðstefnunnar var fyrst og fremst stofnun þessara alþjóðlegu samtaka og að ákveða, á hvaða grundvelii samtökin ættu að starfa. Verða alþjóðlegir fund- ir haldnir á þriggja ára fresti, en á milli þessara funda starfar framkvæmdanefnd samtakanna skipuð sjö mönnum (í framtíðinni 9) frá jafnmörgum löndum. Ástæðan til stofnunar samtak- anna er hin aukna fjölmiðlun á myndum og hljóði með fjarskipt- um og framtíðarþróun þessarar miðlunar. Eru samtökin stofnuð til þess að sporna við þeirri þróun, að einstakar menningarheildir glati séreinkennum sinum í þeim myndflaumi, sem flæðir yfir öll lönd án takmarkana. í ályktun þingsins eru sett fram helztu markmið samtakanna en þau eru: 1. Að verja atvinnuréttindi þeirra, sem vinna við mynd- og tónmiðlun. 2. Að berjast fyrir bættri vinnu- aðstöðu og bættum kjörum. 3. Að verja þjóðlega menningu hvers lands f samræmi við samþykkt UNESCO frá 4. 11.1966. 4. Að stuðla að frjálsri listtúlkun (hverrar einstakrar þjóðar). Fyrir utan þessi grundvallar- atriði munu samtökin beita sér fyrir upplýsingamiðlun milli hinna mismunandi fagfélaga, en þau geta síðan snúið sér til fram- kvæmdanefndar samtakanna hverju sinni með vandamál, sem þautelja að heyri undir samtökin. Þess er vænzt, að fagfélög fleiri landa gerist aðilar að samtökun- um, en þau starfa á svipuðum' grundvelli og alþjóðasamtök leik- ara (FIA) og tónlistarmanna (FIM). Bæði þessi samtök telja nú milli 30 og 40 aðildarfélög. Félagi kvikmyndagerðarmanna er mikill styrkur að því, að vera aðili að slíkum samtökum, ekki sízt þegar á það er litið, að hér á landi er ekki til nein kvikmynda- löggjöf og enginn lagabókstafur um innlenda kvikmyndagerð yfir- leitt. Félag kvikmyndagerðarmanna. E. Th. Mathiesen h.f., Hafnarfirði opnaði nýiega nýtt verzlunar- og skrifstofuhúsnæði að Strandgötu 4. E. Th. Mathiesen h.f. er eina fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi, sem um árabil hefir sérhæft sig f vörum til öryggis fyrir fyrirtæki og stofnanir, svo sem peninga- skápum, eldtraustum skápum, bankahólfum og hurðum, stál skrif- stofuhúsgögnum, mynttalnings- og sundurgreiningarvélum ofl. A myndinni er Einar Þ. Mathiesen framkvæmdastjóri ásamt ýmsum tegundum peningaskápa, sem fyrirtækið hefur uppá aðbjóða. Endaraðhus — Garðahreppur Vorum að fá í einkasölu glæsilegt endaraðhús á einum bezta stað á Flötunum. Stór tvöfaldur bilskúr Stór og góð nær fullgerð hornlóð og gott útsýni. Mjög góð eign Útb. 4,5 — 5 milljónir HÖFUM GÓÐA KAUPENDUR að 2ja og 3ja herb. ibúSum á Reykjavikursvseðinu. Sérstaklega vantar okkur 4—5 herb. sérhæðiri Kópavogi Vesturbæ. Eignaþjónustan, simi 26650. Fræðsiufundur Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagsins Óðins. Miðvikudaginn 20 marz kl 30:30 heldur Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins og Málfundafélagið Óðinn, sameiginlegan fund i Miðbæ við Háaleitisbraut (norðurendi). Dagskrá: Húsnæði smál. Framsögumaður: Magnús L. Sveinsson, skrifstofustjóri Allt sjálfstæðisfólk velkomið á meðan húsrúm leyfir. Austurbær - Norðurmýrt Almennur útbreiðslufundur verður í Templarahöllinni miðvikudaginn 20. marz n.k . kl 20 30 Ræðumenn verða Albert Guðmundsson borgarráðsmaður, Jóhannes Zoega hitaveitustjóri og Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri Sjálfstæðisfólk I hverfinu fjölmennið og ræðið málefni hverfisins við ofangreinda ræðumenn Féiag siálfstæðlsmanna í Nes- og Melahverfi BINGÓ verður haldið að Hótel Sögu, Átthagasal, þriðjudaginn 19. marz kl. 20.30. Fjöldi glæsilegra vinninga. Allir velkomnir. Stjómin. Félag sjálfstæðlsmanna í Langhoitshverfl Skrifstofa félagsins að Langholtsvegi 1 24 verður fyrst um sinn opin daglega frá kl. 1 7:00 og 1 9:00 eftir hádegi. Umdæmafulltrúar eru vinsamlzgast beðnir að hafa samband við skrifstofuna. Sími 34814. Stjórnin. Landsmálafélaglð Vörður - viðtaistfmi Ragnar Júlíusson, formaður Varðar, verð- ur til viðtals á skrifstofu félagsins á Lauf- ásvegi 46, i dag. þriðjudaginn 19. marz, kl. 5—7 síðdegis. Starfshðnur SUS um samelnuðu hlúðlrnar og hlut íslands í startl belrra Fimmti fundur starfshópsins verður haldinn miðvikudaginn 20 marz kl 20. 30 I Galtafell i við Laufásveg Dr. Gunnar Thoroddsen prófessor ræðir um sögulegan aðdraganda að inngöngu íslands í SÞ, umræður um island á Yalla-ráðstefnunni og á Alþingi 1 945 og 1 946 Stjórnandi hópsins er Guðmundur S. Alfreðsson stud.jur s.u.s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.