Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 25 fclk f fréttum Sammy utan sviðsins SAMMY Davis jr., banda- ríski skemmtikrafturinn, sem birtist mönnum oft- ast sem gríðarlega atorkumikill og úthalds- göður listamaður með eilíft risabros á þeldökku andlitinu, er raunar í einkalífi sínu rólegur og hugsandi maður og legg- ur mikla vinnu í að við- halda vinsældum sínum. — Ég er nefbrotinn, með glerauga, er Gyðingur og meira að segja negri, svo- leiðis að ég er einfaldlega tilneyddur að vinna meira en aðrir, hefur hann sjálfur sagt. Og hann hefur unnið af krafti í skemmtikrafta- starfinu frá tveggja ára aldri, er hann byrjaði sem hjálparkokkur hjá karli föður sínum. En hann hefur aldrei iðrazt þess að hafa valið sér þetta starf, þrátt fyrir alla vinnuna. „KYNBOMBAN" er nafn á nýrri sjónvarpskvikmynd, sem verið er að gera með leikkonunni Connie Stevens f aðalhiutverki. Myndin fjallar um Ijóshærða, kynþokkafulla kvikmyndadrottningu sjötta áratugarins, sem fyrst giftist frægum íþróttamanni, en fær síðan ást á þekktum rithöfundi — en heldur allan tímann við einn af kunnustu stjórnmálamönnum þess tíma. Myndin endar á því, að stjarnan deyr af völdum og stórs skammts af áfengi og lyfjum. Hvergi f myndinni er Marilyn Monroe nefnd á nafn, en hún var sem kunnugt er fyrst gift íþróttastjörnunni Joe DiMaggio og síðan rithöfundinum Arthur Miller og er sögð hafa haldið við John F. Kennedy, Bandaríkjaforseta. En það vita allir við hverja er átt. — Ég geri allt, sem ég get, til að líkjast Marilyn Monroe, segir Connie, sem eitt sinn var eiginkona Eddie Fisher. — En ég þekkti hana aðeins af litlu atviki. Marlyn átti að afhendai kvikmyndaverð- laun. en þegar hún kom, var hún svo ölvuð. að hún datt. Eg hjálpaði henni á fætur, en hún hefur örugglega ekki skynjað neitt hvað var að gerast. Útvarp Reykjavík # ÞRIÐJUDAGUR 19. ma rz 7.00 Morgunú I varp Veðurfrof’nir kl. 7.00, 8.15 oj* 10.10. Morj'unléikf imi kl. 7.20. Fréttir kl. 7. .‘10, 8.15 (og forustuj»r. da«- bl.). 9.00o« 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þor- loifur Hauksson heldur áf ram að lesa söguna „Klsku Mió minn“ eftir Astrid Lindgren (16). Morgunleikf imi kl. 9.20. Ti Ikynmngar kl. 9.30. Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög á milli liða. Fg man þá tíð kl. 10.25: Tryggvi Tryggvason sér um þátt með frásögum og tónlist frá liðnum árum. Tónleikar kl. 11.25: Walter Klien leik- ur á pfanó verk eftir Mozart. 12.00 Dagskráin Tónleikar. Tilkynning* ar. 12.25 LYéttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Efti r hádegið Jón B. (lunnlaugsson leikur lét? lög og spjallarvið hlustendur. 14.30 Flokkað eftiraldri k\rsti þáttur um málefni aldraðra: Umsjón: Sigrún Júlíusdóttir og Sig- mundur Örn Arngrimsson. 15.00 Miðdegistónleikar Islenzk tónlist a. Lög eftir Sigvalda Kaldak'ms. Þórar- in Guðmundsson. Arna Thorsteinson og Jóhann Ó. Haraldsson Sigurveig Hjaltested syngur; Guðrún Kristinsdóttir leikur á pían<). b. Sónata fyrir klarinettu <)g píanó eftir Jón Þórarinsson. Egill Jónsson og Gutknundur Jónsson leika. c. Sónata fvrir fiðluog pfanc) eftir Jón Nordal. Björn Ölafsson og höfundur leika. d. „Ymur", hljómsveitarverk eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Si nfóníuhljómsveit íslands leikur; Páll P. Pálsson. 16.00 LYéttir. Tilkynningar. 16. lSVeður- fregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Tónlistarti'mi harnanna Ólafur Þtirðarson sér um ti'mann 17.30 FYamburðarkennsla I frönsku 17.40 Tónleikar. 18.00 Á vett vangi dómsmálanna Björn Helgason hæstari'ttarntan talar. 18.20 Tónleikar.TiIkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Tilkynnirigar. 19.25 Fréttaspegill 19.40 Tónleikakynning Gunnar Guðmundsson framkvæmda- stjöri segir frá tijnleikum Sinfóníu- hlj<)msveitar ísland í nkunni. 19.50 Ljíið eftir sænska skáldið Harry Martinsson; — annar lestur Jón skáld úr Vörleseigin þýðingar. 20.00 Lög unga fólksins Hagnheiður Drifa Steinþorsdóttir kynnir. 21.00 Hæf ilegur skammt ur Gfsli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjáns- son sjá um þátt meðléttblönduðu efni. 21.30 Áhvitum reitum og svörtum Ingvar Asmundsson sér um skákþátt 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma ( 32) 22.25 Kvöldsagan: „\’öggu\ ísa" eftir F]li- as Mar Höfundur les (10) 22.45 Harmonikulög Dick Contino leikurásamt hljómsveit 23.00 Áhljóðbergi Peter Ustinov les „Einhyminginn f garðinum"og aðrargrátiegardæmisög- ur fyrir nútímamenn eftir James Thu r- lx*r. 23.35 Fréttirí stuttu máli. Dagskrárlok. * A skjánum * Þriðjudagur 19. mars 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lítið skákmót isjónvarpssal Fimmta skák. Hvitt: Friðrik Ólafsson. Svart: Forintos. Skýringar flytur Guðmundur Arn- laugsson. 21.00 Mósambikk Þáttur úr flokki sænskra fréttamynda um ungu kynslóðina i Mósambikk og starfsemi frelsishreyfingarinnar. F're- limo. Þýðandi og þulur Gylfi Gröndal. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.30 Va Idatafl Bresk framhaldsmynd. 6. þáttur. Útsýnið Þýðandi Jón O. Edwald. Efni 5. þáttar: B1 igh-fyrirtækið hefur gert samninga við hollenska og italska aðila um sam- vinnu við stórfelldar vega- og bygg- ingaframkvæmdirá ítalíu. í ljós kemur, að einhverjir hafa komist á snoðir um fyrirhugaðar framkvæmd- ir. þvi lóðir eru þar keyptar i stórum stíl af aðvifandi kaupahéðnum. Grunur fellur á Wilder. en honum tekst að sanna, að háttsettir italskir aðilar eigi þar mestan hlut að máli. og þannig lx*inist athyglin frá Pamelu Wilder og Don Henderson. sem einnig höfðu verið viðriðinlóðabraskið. 22.20 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnús- son. Dagskrárlok rvv fclk 1 [ fjclmiélum jj Valdatafl KL. 21.30er6 þáttur Valda- tafls á dagskrá, og er óhætt að segja, að atburðarásin sé nú tekin að gerast allflókin og ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera umsvifa- mikill- kaupsýslumaður með áhrif í opinberum stofnunum í Bretlandi. Atburðirnir, sem greint er frá, eru ein samfelld svikamylla, og má mikið vera ef Wilder og hyski hans á ekki eftir að fá makleg mála- gjöld. En spyrjum að leikslokum — margt á eftir að gerast, og meira að segja gæti hugsazt, að blessað fólkið ætti eftir að sjá að sér og verða siðprúðarog heiðvirðar manneskjur, en nú hefur ver- ið sýndur tæpur helmingur þessa framhaldsmynda- flokks. Portúgal — Kúrd- ar — Gullæðið AÐ loknu Valdatafli verður Heimshorn á dagskrá, og er stjórnandinn að þessu sinni Jón Hákon Magnússon. Við höfðum samband við hann til að forvitnast um efni þátt- arins. Haraldur Ólafsson mun ræða um stjórnmálaástand ! Portúgal, en nýlega er komið upp missætti hersins og stjórnarinnar þar í landi vegna stefnunnar í málefn- um nýlendna. Þá segir Árni Bergmann frá Kúrdum í landamæra- héruðum íraks, írans og Tyrklands, og loks ætlar Jón Hákon að fjalla um ,,gull- æðið'', ástæður þess og afleiðingar, en gullverð í heiminum hefur hækkað gífurlega undanfarna mán- uði. PETER USTIN0V LES ÚR VERKUM JAMES THURBER KL 23.00 les Peter Ustinov úr verkum eftir James Thurber. James Thurber var uppi á árunum 1894—1961. Hann hóf feril sinn sem blaðamaður og starfaði lengst af við The New Yorker. Hann var kunn- ur húmoristi og gerði góðlát- legt gríh að samborgurum sínum með frásögnum og teikningum. Sú saga varð fræg af Thurber, þegar hann átti að fara að horfa á bruha, sem hann átti síðan að skrifa um i blað sitt. Hann fann aldrei eldinn, en skrifaði þess í stað sprenghlægilega lýs- ingu af leit sinni að bruna- staðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.