Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 Halldór Blöndal um skattafrumvarp: „Alþingi setur úrslitakosti en ekki ríkisstjórnin” FRUMVARP til laga um skatt- kerfisbreytingu var til umræðu í efri deild Alþingis sl. föstudag. Fóru þann dag fram 2. ug 3. um- ræða um frumvarpið og stóðu um- ræður í deildinni þar til u.þ.b. 11.30 um kvöldið. Þegar málið kom til atkvæðagreiðslu við 2. uinræðu bre.vtti stjórnarmeiri- hlutinn því 1 sama horf og það var f, þegar það var upphaflega lagt fram f neðri deild, en eins og kunnugt er hafði stjórnarandstað- an í neðri deild gert á frumvarp- inu breytingar með stuðningi Björns Pálssonar (F) og forsætis- ráðherra Olafs Jóhannessonar. Þega>' málið kom ti 13. umræðu í efri deíld var klukkan orðin 8 og virtist vera uin það samkomulag að hefja ekki umræður um það að nýju. og hafði veríð boðaður fund- ur í neðri deild kl. 9, þar sem frumvarpiðskyldi koma til einnar umræðu. en slíkt er nauðs.vnlegt, þar sem brevtingar hafa verið gerðar á því í hinni deildinni. Þá kvaddi Ragnar Arnalds (Ab) sér hljóðs og mælti fyrir tillögu frá meirihluta fjárhags- og viðskipta- nefndar um að frumvarpið gílti aðeins til næstu áramóta. Var þessi tillaga borin fram að sögn Ragnars til að fá Alþýðuflokkinn til að samþykkja frumvarpið. Hóf hann upp miklar heitingar á AI- þýðuflokkinn um að styðja nú málið og varð það til þess, að umræður upphófust aftur og stóðu til kl. 11.30 eins og áður segir. Varð að fresta fundinum í neðri deild. Stóð til að hann yrði haldinn í gær, en ekki varð af því (sjá frétt á baksíðu). Við atkvæðagreiðslu í efri deild i gær var breytingartillaga þeirra Ragnars samþykkt með 11 sam- hljóða atkvæðum stjórnarþing- manna, og frumvarpið síðan sam- þykkt með 11 atkvæðum gegn 9. Ekki er unnt að rekja allar um- ræðurnar, sem urðu í efri deild sl. föstudag um þetta mál. Hér verða einungis rakin helztu atriðin úr ræðu Halldórs Blöndal (S), er hann mælti fyrir áliti minnihluta sjálfstæðismanna í nefndinni, en auk hans á Geir Hallgrimsson sæti i fjárhags- og viðskiptanefnd af hálfu Sjálfstæðisflokksins. 1 upphafi ræðu sinnar vék Hall- dór að meginstefnu Sjálfstæðis- flokksins um, að almennar launa- tekjur skuli vera skattfrjálsar. Þessa stefnu hefði viðreisnar- stjórnin framkvæmt árið 1960. Það væri eðlilegt að skattleggja fremur eyðsluna en verðmæta- sköpunina, þar sem slíkt stuðlaði fremur að heilbrigðu frumkvæði og vinnuvilja manna. Þessi ríkisstjórn hefði tekið við góðu búi 1971, þegar hún tók við. Þrátt fyrir það hefði þenslustefna hennar verið svo mikil, að hún hefði séð sig knúna til að ger- breyta skattalögum þegar í árslok 1971, til að afla meiri tekna. Við þessa skattalagabreytingu hefði ekkert samráð verið haft við Sam- band íslenzkra sveitarfélaga né aðila vinnumarkaðarins, eins og ríkisstjórnin hrósaði sér svo mjög af nú. Þegar frá leið hefði þessi skattalagabreyting vakið mikla óánægju hjá launþegum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefði haldið uppi mikilli gagnrýni á þessar breytingar og aðvarað rikisstjórn- ina. M.a. hefði verið af hálfu flokksins bent á, hversu mjög hefði verið farið illa með ellilíf- eyrisþega og öryrkja. Staðfesting á réttmæti þessarar gagnrýni sjálfstæðismanná hefði komið f Ijós strax næsta vor, þegar þessir aðilar hefðu fengið skattseðla sina i hendur. Fram hefði komið mikil óánægja hjá þeim í blöðum. Hefði ríkisstjórnin neyðzt til að setja bráðabirgðalög til að laga þetta, þó þar hefði alls ekki verið nóg að gert. Innan launþegahreyfingarinn- ar hefðu stöðugt heyrzt háværari raddir um nauðsynina á lækkun tekjuskattanna. Hefðu á sl. ári verið gerðar af hálfu launþega- samtakanna ákveðnar hröfur um lagfæringar. Þó hefðu forystu- menn B.S.R.B. gengið til samn- inga við rikisvaldið án þess að rtl nokkra leiðréttingu í skatta- málunum eða húsnæðismálum. Að gerðum þeim samningum hefði verið skapaður grundvöllur fyrir ríkisstjórnina að Iáta til sin taka í samningsgerðinni á hinum almenna vinnumarkaði. Hún hefði þó ekki hafizt handa fyrr en í febrúar sl., eftir að verkföll höfðu verið boðuð og hvorki hafði gengið né rekið í samningunum. Halldór rakti nú i ítarlegu máli, hvernig verðlagsþróunin hefði verið á landinu í tíð þessarar rikisstjórnar og þau áhrif sem ný- gerðir kjarasamningar hefðu i verðbólguátt. Gat hann m.a. um ákvæði málefnasamningsins um að hér skyldi verðbölga ekki vera meiri en f helztu nágranna- og viðskiptalöndum. í raun og veru væri hún þrisvar sinnum meiri og einungis 1/5 hluti hennar inn- fluttur. Halldór vék nú að útreikning- um á tekjutapi ríkissjóðs, ef frumvarpið næði fram að ganga. Skv. nýjum upplýsingum frá sér- fræðingum rikisstjórnarinnar myndu tekjuskattar verða 4,1 milljarður á yfirstandandi ári. í fjárlögunum, sem afgreidd hefðu verið fyrir jól hefði verið gert ráð fyrir 5,8 mi lljörðum i tekjuskatt á árinu. Tekjutapið væri því 1,7 milljarður, og þó 550 milljónum vegna skattaafsláttarkerfis væri bætt við, fengizt með engu móti meira en 2,3 milljarðar. Síðan ætti að afla, það sem eftir væri ársins, 3,4 milljarða í hækkuðum söluskatti. Augljóst væri, að rikis- stjórnin ætlaði sér að afla aukreit- is tekna með þessu. Slíkt væri að sjálfsögðu algerlega óaðgengilegt fyrirþingmenn aðsamþykkja. Þá gerði þingmaðurinn grein fyrir tillögum sjálfstæðismanna í málinu, en frá þvi hefur verið greint hér í blaðinu áður. Undir lok ræðu sinnar sagði Halldór Blöndal, að það væru sér vonbrigði, að meiri hluti fjárhags- og viðskiptanefndar vildi ekki standa að baki forsætisráðherra um niðurskurð á fjárlögum. Þegar hann sýndi þannig viðleitni til að draga úr þenslunni í þjóð- félaginu, nyti hann ekki stuðn- ings stjórnarmeirihlutans. Stjórnarþingmenn segðu það komið undir stjórnarandstöðunni, hvort við samninga við launþega yrði staðið. í fyrsta lagi hlyti ríkisstjórnin að verða að tryggja stefnu sinni fylgi meirihluta á Alþingi, áður en hún gerði samn- inga. I annan stað hefði hún vitað, að stjórnandstaðan vildi ekki styðja auknar álögur á þjóðina og því hefði hún við sjálfa sig að sakast, ef frumvarp hennar yrði ekki samþykkt. Eina ástæðan fyrir því, að A.S.l. hefði sætt sig við 5% söluskattshækkunina, hefði verið sú, að sambandið hefði ekki getað komið meiru fram. Loks sagði þingmaðurinn, að útilokað væri, að ríkisstjórnin gæti setið áfram, eftir að slíkt frumvarp hefði verið fellt á Al- þingi. Slíkar væru þær þingræðis- reglur, sem við byggjum við. Skv. þeim væri það einnig svo, að það væri Alþingi, sem setti rikis- stjórninni úrslitakosti en ekki öf ugt. Ellert B. Schram um grunnskólafrumvarp: Sveitarfélögin sjálf annist skyldunámsstigið FRAM hefur verið lagt I neðri deild Alþingis nefndarálit menntamálanefndar. deildarinn- ar um frumvarp til laga um grunnskóla. Ellert B. Schram (S) gerði f nefndinni sérstaka bókun um, að sveitarfélögum og samtök- Frumvarp um samein- ingu banka lagt fram FRAM hefur verið lagt á Alþingi frumvarp til laga frá ríkisstjórn- inni um viðskiptabanka f eigu ríkisins. Er í frumvgrpinu lagt til, að Búnaðarbanki íslands og Útvegsbanki tslands verði sam- einaðir i einn hanka, Búnaðar- og Útvegsbanka tslands. I athugasemdum, sem fylgja frumvarpinu, er sagt, að 29. maí 1972 hafi viðskiptaráðuneytið skipað nefnd til að undirbúa framkvæmd á því atriði í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, er varði endurskoðun bankakerfis- ins. í nefndina hafi verið skipaðir: Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri, formaður, Annann Jakobsson bankastjöri, Björgvin Vilmundarson bankastjóri, Guð- inundur Hjartarson seðlabanka- stjóri, Jóhannes Elíasson banka- stjóri og Magnús Jónsson banka- stjóri. Ritari nefndarinnar hafi verið ráðinn Sveinn Jónsson for- stöðumaður bankaeftirlits Seðla- bankans. Þá segir f athugasemdunum: „Nefndin skilaði áliti, dagsettu hinn 19. jantíar 1973. Er þar rakin i’róun bankamála hér á landi, gerð grein fyrir núverandi skipu- lagi tíí starfsháttuin bankakerfis- itis og rætt mn ýmis almenn sjtinarmið. sem nefndin telur nauðsynlegt að hafa i huga við inótun opinberrar stefnu í þess- ttin málutn. Setur nefndin síðan á þessum grundvelli fram marg- háttaðar tillögur og hugmyndir um breytingar á bankakerfinu og einstökum þáttum þess. Meginniðurstöður nefndar- innar eru þær, að peninga- og lánastofnanir hérlendis séu miklu fleiri en hagkvæmt getur talizt, auk þess sem margar þeirra séu of smáar til að geta uppfyllt nútímakröfur um alhliöa þjón- ustu við víðskiptaaðila sína og öryggi fyrir innstæðueigendur og aðra kröfuhafa. Leggur nefndin jafnframt áherzlu á nauðsyn þess, að löggjöf, sem varðar starfsemi þessara stofnana, sé endurskoðuð og færð í nútímalegt horf. Telur nefndin allt benda til víðtæks samkomulags um meginmark- miðin, sem stefna beri að f þess- um efnum, þ.e.a.s. samruna pen- inga- og lánastofnana í stærri og virkari heildir, og einföldun bankakerfisins innan ramma heil- steyptrar löggjafar. Umfangsmesti kaflinn 1 tillögu- gerð nefndarinnar fjallar um við- skiptabanka f eigu ríkisins, enda er þáttur rikisviðskiptabankanna þriggja, Landsbanka. Utvegs- banka og Búnaðarbanka, mjög stór i heildarstarfsemi banka- kerfisins. Til viðmiðunar um þetta má nefna, að starfsmanna fjöldi þessari þriggja banka er um 65% af heildarstarfsmannafjölda þeirra peninga- og lánastofnana, sem tillögugerð nefndarinnar nær til. Einnig ber i þessu sam- bandi að hafa í huga þá stað- reynd, sem minnzt er á i nefndar- álitinu, að endurskipulagning rikisvíðskiptabankakerfisins getur eðli málsins samkvæmt komið fyrr til framkvæmda og með einfaldari hætti en endur- skipulagning ýmissa annarra þátta bankakerfisins. Tillögur nefndarinnar um breytingar á ríkisviðskiptabanka- kerfinu eru settar fram í nánu samhengi við hliðstæðar tillögur varðandi hlutafélagsbankana. Meginniðurstaðan um viðskipta- bankana er þessi: „Nefndin telur rétt að stefna að þvf, að viðskipta bönkum hér á landi fækki f þrjá eða fjóra. Miðað við núverandi aðstæður f bankamálum virðist eðlilegast að ná því markmiði með fækkun hlutafélagsbankanna í einn eða tvo, og ríkisbankanna í tvo." Eftir að fjallað hefur verið um ýmsar leiðir, sem til greina koma til að ná fram þessari fækk- un ríkisviðskiptabankanna, kemst nefndin að þeirri niðurstöðu, að lfklegasta leiðin til að skapa hag- kvæmt ríkisviðskiptabankakerfi sé að sameina Búnaðarbankann og Utvegsbankann, ef jafnframt eru gerðar ráðstafanir til að styrkja eiginfjárstöðu og lausa- fjárstöðu hins sameinaða banka." um þeirra verði falið að annast fræðslumálin á skólaskyIdustigi, að öðru leyti en þvf, er varðaði ákvörðun námsefnis og námseft- irlit. Taldi meiri hluti nefndar- innar vonlaust, að hægt yrði að afgreiða frumvarpið á þessu þingi ef breytingar f þessa átt væru á því gerðar. Hér er á eftir álit nefndarinnar: „Nefndin hefur rætt frumvarp- ið á 20 fundum og kynnt sér fjöldamargar umsagnir, sem bor- ist höfðu frá ýmsum aðilum. Þá kvaddi nefndin á sinn fund fram- kvæmdastjóra Sambands fs- lenskra sveitarfélaga, Magnús E. Guðjónsson, og ræddi við hann um þá hlið málsins, sem einkum snýr að sveitarfélögunum. Einnig kvaddi nefndin á sinn fund Indriða Þorláksson deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu og ræddi við hann um kostnaðarhlið- ina við framkvæmd grunnskóla- frumvarpsins. Og loks ræddi nefndin hina kennslufræðilegu hlið málsins við Andra Isaksson prófessor á tveimur fundum. í upphafi nefndarstarfs óskaði Ellert B. Schram að bóka eftirfar- andi: „Undirritaður hefur gert að tillögu sinni, að við meðferð menntamálanefndar á frumvarpi til laga um grunnskóla verði gengið út frá þeirri forsendu, að sveitarfélögin og samtök þeirra annist fræðslumálin á skóla- skyldustigi að öðru leyti en því, er varðar ákvörðun námsefnis og námseftirlit. Sveitarfélögin standi undir stofnkostnaði og rekstri skóla á grunnskólastiginu, en rfkissjóður greiði kennara- laun. Frumvarpinu verði breytt í samræmi við ofannefnt grund- vallarsjónarmið. Að sjálfsögðu er þó gert ráð fyrir, að tekjustofnalögum sveitarfélaga verði breytt í fram- haldi hér af, svo og að landshluta- samtök sveitarfélaga verði viður- kennd að lögum. Verði hvort tveggja liður í þeirri tillögugerð um breytta verkefnaskiptingu rikis og sveitarfélaga, sem boðuð hefur verið af stjórnvöldum á þessu þingi. Nú er ljóst, að þetta sjónarmið nýtur ekki stuðnings annarra nefndarmanna. Um leið og ég undirritaður harma þá niðurstöðu, mun ég að sjálfsögðu taka þátt f störfum nefndarinnar um frv, en bera fram tillögur með þeim fyrirvara, sem að ofan er getið.“ Meiri hluti nefndarmanna taldi vonlaust, að hægt yrði að afgreiða grunnskólamálið á þessu þingi, ef bylta ætti því um skv, framan- skráðu og m.a. bfða eftir breyt- ingu á tekjustofnalögum sveitar- félaga og lagasetningu um lands- hlutasamtök sveitarfélaga. Nefndin leggur til, að frum- varpið verði samþykkt. En breyt- ingartillögur eru fluttar á sér- stöku þingskjali. Þó hafa nefndar- menn fyrirvara um einstakar til- lögur á þingskjalinu og áskilja sér enn fremur rétt til að flytja breyt- ingartillögur eða fylgja öðrum, sem fram kunna að koma.“ Erlent lán vegna lín- unnar norður GEIR Hallgrfmsson (S) og Hall- dór Blöndal (S) hafa lagt fram í efri deiid breytingartillögu við stjórnarfrumvarp um lántöku- heimildir erlendis. 1 frumvarp- inu er ákvæði um, að fjármálaráð- herra verði heimilað að taka er- lent lán að upphæð 100 milljónir kr. til flutningslfnu raforku um Suður-, Vestur- og Norðurland. Geir og Halldór leggja til að þessi heimild verði bundin því skilyrði, að lögð verði fram á Alþingi greinargerð um fram- kvæmda- og kostnaðaráætlun um byggingu flutningslfnu raforku um framangreind landssvæði, svo og hagkvæmnissamanburður mis- munandi valkosta til að leysa orkuþörf Norðurlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.