Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 TROPICANA® sólargeislinn frá Florida Loðnuveiðin hefur verið góð undanfarna daga og mikill afii borizt á land. Þessi mynd var tekin, er verið var að landa úr Vfði frá Neskaupstað f Reykjavfkurhöfn, en um leið var loðnunótin tekin f land til viðgerðar, þvf að hún hafði rifnað tvfvegis, er skipið fékk of stór köst. — Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Ráðuneytið kærir Sam- einuðu efnasmiðjurnar heilbrigðisraðuneytið kærði í gær Sameinuðu efna- smiðjurnar hf. til sýslumannsins f Arnessýslu fyrir brot á 4. grein reglugerðar nr. 164 frá 1972 um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna. Fjórða greinin hljóðar svo: „Ef reisa á verksmiðju eða iðjuver, sem ætla má að falli undir ákvæði 1. greinar, má eigi ákveða stað- setningu hennar, gerð né búnað fyrr en að fengnu leyfi heil- brigðismálaráðuneytisins.“ Telur ráðuneytið, að kfttisverksmiðja sú, sem Sameinuðu efnasmiðj- urnar hyggjast reisa f Hvera- gerði, falli undir 1. grein reglu- gerðarinnar. Ingimar Sigurðsson, lögfræðingur ráðuneytisins, sagði f samtali við Mbl. f gær, að þessu yrði fylgt eftir með lögbanni, ef þurfa þætti. Ölafur Þorgrímsson hrl., stjórnarformaður Sameinuðu efnasmiðjanna hf., sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að þessi kæra hlyti að vera fyrir hug- renningarsyndir, því að stjórn S.E. hefði lýst þvi yfir, að engar framkvæmdir yrðu hafnar fyrr en úr því hefði verið skorið, hvort um mengunarhættu væri að ræða frá kíttisverksmiðjunni. Ölafur bætti því við, að úr því að ráðu- neytið hefði kært til sýslumanns- ins, yrði það að sanna fyrir dómi, að kíttisframleiðsla væri hættu- legur atvinnuvegur. Prentarar boða verkfall Trúnaðarmannaráðsfundur f Hinu fslenzka prentarafélagi samþykkti f gær, að verkfall prentara skuli hef jast aðfararnótt miðvikudagsins 27. marz nk, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tfma við Félag fslenzka prentiðn- aðarins og rfkisprentsmiðjuna Gutenberg. Nú er vika sfðan sfðasti samn- ingafundur þessara aðila undir stjórn sáttasemjara var haldinn og nýr fundur hafði í gærkvöldi ekki verið boðaður. Ríkisstjórnin lætur undan síga: Leitar samninga við stjórnarandstöðuna • RÍ KISSTJÓRNIN hefur nú látið undan sfga f átökum þeim, sem staðið hafa síðustu daga um skattafrumvarp hennar og í gær leitaði forsætisráðherra eftir samningum við stjórnarandstöðu- flokkana um málið. Hreyfði for- sætisráðherra þeirri hugmynd, að sú breyting ein yrði gerð á skatta- frumvarpinu, að söluskatts- hækkunin yrði 4%, en ekki 5%. Eftir því sem næst verður komizt 60—70 þús. kr. þjófnað- ur upplýstur RANNSÖKNARLÖGREGLAN upplýsti um helgina þjófnað á um 60—70 þús. kr. í peningum úr verzlun menntaskólanema í ný- byggingu M.R., sem Casa Nova nefnist. Voru þar að verki þrír 12—14 ára piltar. Tveir þeirra hafa komið oft áður við sögu hjá lögreglunni. Fénu höfðu piltarnir þrír skipt á milli sín og einnig lofað einum kunningja sínum að njóta góðs af. Voru þeir búnir að eyða öllu nema um átta þús. krón- um. Bessi með yfir 800 tonn Súðavfk, 18. marz. SKUTTOGARINN Bessi landaði tvivegis í sl. viku, fyrst 115 tonn- um og sl. laugardag 130 tonnum. Togarinn hefur aflað yfir 800 tonn, það sem af er vertíðinni, miðað við slægðan fisk. Hér er nóg atvinna, enda er allur afli af Bessa unninn hér. — Sp. Þ. hefur þó ekki náðst full samstaða innan rfkisstjórnarinnar sjálfrar um slfka breytingu, þar sem Alþýðubandalagið gerir tilraun til að tengja saman hugsanlegar breytingar á skattafrumvarpinu, væntanlegar ráðstafanir f efna- hagsmálum og afgreiðslu varnar- málanna. # Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ekki tekið afstöðu til þessarar hugmyndar forsætisráð- herra. Mikil fundahöld voru f öllum þingflokkunum f gærdag og gera má ráð fyrir frekari fundum og viðræðum f dag. Söluskattsfrumvarp ríkisstjórn- arinnar var tekið til endanlegrar atkvæðagreiðslu við þriðju um- ræðu í efri deild í gær. Þar var fyrst borin upp breytingartillaga við frumvarpið frá meirihluta- fjárhags- og viðskiptanefndar um að frumvarpið gilti aðeins til ára- móta. Var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum, þar eð þingmenn stjórnar- andstöðunnar sátu hjá. Þá var frumvarpið borið upp i heild og var samþykkt með 11 atkvæðum stjórnarþingmanna gegn 9 atkvæðum stjórnarand- stöðu. Ekki hefur verið boðaður fundur um málið í neðri deild i dag. Morgunblaðið sneri sér í gær til leiðtoga stjórnmálaflokkanna að þessu tilefni. Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kvað for- sætisráðherra hafa átt fund með sér og Gunnari Thoroddsen um málið i gær um hugsanlega sam- komulagsleið til lausnar málinu. Hann kvað þingflokk Sjálfstæðis- flokksins síðan hafa komið saman til fundar og er ákveðið að ræða málið aftur við forsætisráðherra i Framhald á bls. 31 Strætisvagna- miðum stolið BROTIZT var inn f Höfðaskóla aðfararnótt sunnudags, brotnar rúður og skemmdar hurðir, og stolið gftar og miklu magni af strætisvagnamiðum, að verðmæti allt að 60 þús. kr. Rannsóknarlög- reglan handtók á sunnudag tvo 14 ára pilta, sem grunaðir voru um verknaðinn, og hjá öðrum þeirra fannst mikið magn af strætis- vagnamiðum, sem hann gat enga viðhlftandi grein gert fyrir. Pilt- arnir hafa ekki viðurkennt þjófn- aðinn. Egilsstaðasamkomulag- ið fellt á Seyðisfirði SAMKOMULAG náðist milli Alþýðusambands Austurlands og vinnuveitenda á Austurlandi um helgina og var það undirritað með fyrirvara um samþykki félags- funda. Var samkomulagið algjör- lega hliðstætt samkomulaginu, sem gert var I Reykjavík á milli Kauphækkun iðnaðar- er allt að 54% manna IÐNAÐARMANNAFÉLÖG eru nú sem óðast að auglýsa taxta slna eftir heildarkjarasamning- ana. Morgunblaðið kannaði í gær, hve mikil hækkun væri á töxtum hinna ýmsu félaga og kom I ljós að laun iðnaðarmanna hækka um allt að 54% og er þá vísitala kaup- gjalds, 6,18 talin með. Samkvæmt könnun Mbl. eru það húsgagna- smiðir, sem mesta prósentutölu fengu 1 kauphækkun við hina ný- gerðu kjarasamninga. Meðal þeirra, sem Mbl. ræddi við í gær var Kristbjörn Arnason, húsgangasmiður. Kristbjörn sagði að grunnkaup húsgagnasmiða hefði hækkað um 44 ti!45% og er ASl og VSÍ. Var verkfalli, sem átti að hefjast á miðnætti á laugardagskvöld, því frestað, nema á Eskifirði. En síðar sam- þykkti félagsfundur á Eskifirði samkomulagið og var verkfalli þá aflýst. Félagsfundur á Seyðisfirði felldi hins vegar samkomulagið og kom því til verkfalls þar. I gærkvöldi mun hafa átt að halda þar félagsfund að nýju til að fjalla um þetta mál, en fyrri fundurinn mun ekki hafa verið fjölsóttur. Vegna slæmra sam- gangna gekk erfiðlega að koma samkomulagsskjölunum á alla staði á Austurlandi, frá Horna- firði og norður úr, en samninga- fundirnir höfðu farið fram á Egilsstöðum. sú hækkun án vísitölu. Sé hins vegar reiknað með vísitölu verður hækkunin 53,96% eða sem næst 54%. Inn í þetta dæmi er þá ekki reiknað með orlofslengingu, sem húsgagnasmiðir fengu, en einnig fengu þeir veikindadögum fjölgað f 33 úr 28 dögum. Þessa lengingu fengu smiðirnir með því að afsala sér fyrsta veikindadeg- inum, ef viðkomandi yrði veikur skemur en 5 daga. Sagðist Krist- björn ekki vita, hve mikið þessar breytingar vægju í breytingu á taxta húsgagnasmiða. Utborgað kaup í hinum almenna taxta hús- gagnasmiða er nú á viku 12.720 krónur og er það hæsta kaup, en 10% álag kemur á þetta kaup, ef um vélavinnu er að ræða. Þá skal þess getið að meistarar í hús- gagnaiðn eru ekki aðilar að Vinnuveitendasambandi íslands. Fyrir vélavinnu fær því sveinn i húsgagnaiðn 13.992 krónur á viku. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær er hækkunin hjá trésmiðum á almennu kaupi 34%. Dagvinna hjá múrurum á fyrsta ári hækkar um 27%, en sé um viðgerða- og breytingavinnu eru hækkunin um 28% og er hér miðað við mánaðarkaup, en Mbl. er ekki kunnugt um hve mikið Framhald á bls. 31 Auglýsend- ur athugið! Vegna hugsanlegs verkfalls Grafíska sveinafélagsins n.k. föstudag, verða auglýsingar, sem birtast eiga í sunnudags- blaði 24. marz, að berast aug- lýsingadeildinni fyrir kl. 18.00 fimmtudaginn 21. marz. JítoruwnFIa&ifc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.