Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 VilíB liía Stódentaráð helga sig íagsmnnnm liskólans? A -Listi Listi VÖKU SKIPIN FYI.I.A SIG vm ÖNDVERÐARNES Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Islands og I sæti stúdenta f Háskólaráði fara fram á morgun og verður kosið í anddyri Félagsstofnunar stúdenta kl. 09—18. Nú er sú breyting gerð á tilhögun kosninganna, að ekki eru kosnir fulltrúar fyrir deildirnar, heldur er kosið milli tveggja lista hlutfallskosningu. Listarnir eru A-listi Vöku, lýðræðissinnaðra stúdenta, og B-Iisti vinstri manna. — Myndin er af tveimur auglýsingaspjöldum Vöku. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. MJÖG mikil loðnuveiði hefur ver- ið úti af Öndverðarnesi undan- farna sólarhringa. Frá miðnætti fram til kl. 21 í gær tilkynntu alls 32 skip um afla, yfirleitt full- fermi, samtals 8.840 lestir. Héldu þau langflest með hann til Vest- mannaeyja, en þar var nóg þróar- rými. Hins vegar var þróarrými þrotið í Faxaflóahöfnum. Mestan afla I gær hafði Faxaborg, 570 lestir. Mikið af loðnunni var til- valið til frystingar. A laugardag var tilkynnt um 12.100 lesta afla og á sunnudag um 11.885 lestir. Með stærstu farma á sunnudag voru Sigurður, með 910 lestir, og Börkur, með 850 lestir. Börkur hélt með af lann til Bolungarvíkur, en tók niðri þar í innsiglingunni i gær, þar sem hann risti svo djúpt með farminn. Skipið losnaði þó fljót- lega aftur og hélt þá út aftur, áleiðis til hafnar á SV-landi. Ekki var vitað hversu miklar skemmd- ir höfðu orðið, en að lfkindum þarf Börkur að fara i slipp, þegar Samnínganefnd launþega hjá ISAL var trú stefnu ASI... HERMANN Guðmundsson, for- maður Verkamannafélagsins Hiífar í Hafnarfirði, er formaður samninganefndar verkalýðsfélag- anna, sem samið hefur við Is- lenzka álfélagið. t viðtali við Mbl. fyrir nokkrum dögum sagði Eðvarð Sigurðsson, að m.a. samn- ingarnir við tSAL hefðu haft það í för með sér, að ekki var unnt að setja þak f vfsitöluna. Mbl. spurði Hermann hvað hann vildi segja f tilefni þessara ummæla Eðvarðs. Hermann sagði, að hann sæi ekki hvaða tilgangi það þjónaði, að tengja samningana í Straums- vfk við orsakir þess, að fallið var frá yfirlýstri stefnu Alþýðusam- Prófkjör á Eskifirði A LAUGARDAG fór fram á Eskifirði prófkjör um skipan framboðslista sjálfstæðismanna við komandi sveitarstjórnarkosn- ingar. 62 greiddu atkvæði 1 próf- kjörinu, eða um 50% miðað við kjörfylgi lista sjálfstæðismanna 1 sfðustu kosningum, en þá fékk listinn 122 atkvæði. í fimm efstu sætunum urðu: atkvæði. 1. Guðmundur A. Auðbjörnsson málarameistari 53. 2. Gísli Einarsson fulltrúi 49. 3. Georg Halldórsson tollvörður 37. 4. H iörvar Ó. Jensson bankamaður 26. 5. Herdís Hermóðsdóttir húsmóðir 25. bandsins, sem mörkuð var á kjaramálaráðstefnu ASt 1 Reyk- holti. Hermann sagði það vera Ijóst, að vfsitalan hefði valdið misrétti f launum. Þá vissu það allir, að ekki var möguleiki á samstöðu innan 30—manna- nefndar ASt um þak á vfsi- töluna. Hins vegar kvað hann öllum Ijóst, að eftir að 30 manna nefnd ASt hafði samþykkt tilboðið 8% + 1.200 krónurn- ar, hafi komið afturkippur f samningagerðina, sem m.a. olli því, að undirskrift samninganna tafðist í 12 klukkustundir. Var þá samið við iðnaðarmenn um auka- kröfur og fengu þeir þá sérstakt álag, sem misjafnt var eftir félög- um, en þó hvergi minna en 10%. Hermann Guðmundsson benti á, að hvergi á íslandi væri jafnlít- ill launamismunur milli verka- manna og iðnaðarmanna og ein- mitt hjá ISAL, enda hefði mark- visst verið unnið að því, að jafna þau kjör, sem þar væru hjá starfs- fólki álversins. Þegar samningar við álfélagið voru fyrst gerðir, var bilið milli þeirra hæstlaunuðustu og þeirra lægstlaunuðustu um 100%. í næstu samningum, sem gerðir voru, varbilþetta minnkað í 73% og við samningana 1972 fór þessi mismunur f 53%. Sagði Hermann, að samninganefnd verkalýðsfélaganna, sem samið hefði við ISAL, hefði verið eina samninganefndin, sem hefði á Framhald á bls. 31 Úrslitin voru ekki bindandi. 1 síðustu kosningum fengu sjálf- stæðismenn tvo menn kjörna af sjö, Guðmund Auðbjörnsson og Herdísi Hermóðsdóttur. Bindandi úrslit próf- kjörs 1 Hveragerði Engin ný raforku ver í þrjú ár A SUNNUDAG fór fram 1 Hvera- gerði prófkjör um skipan fram- boðslista sjálfstæðismanna við komandi sveitarstjórnarkosning- ar og urðu úrslit prófkjörsins bindandi varðandi fimm efstu sæti iistans. Hafði verið ákveðið, að þau yrðu bindandi, ef atkvæði greiddu fleiri en sem næmi 30% af kjörfylgi sjálfstæðismanna í sfðustu sveitarstjórnarkosning- um í Hveragerði. Þá fékk listinn 164 atkvæði, en f prófkjörinu greiddu atkvæði 79 manns, eða 48,1%. Ellefu efstu menn í prófkjörinu urðu. stig. 1. Hafsteinn Kristinsson, 207 2. Hans Christiansen 129. 3. Friðgei r Kristjánsson 126. 4. Svavar Hauksson 95. 5. Sveinbjörg Steinþórsdóttir 65. 6. Oddgei r Ottesen 54. 7. Sigurður Pálsson 50. 8. Hallgrímur Egilsson 49. 9. Ingólfur Pálsson 46. 10-11. Bragi Einarsson og Jóna Einarsdóttir 45. Sjálfstæðismenn fengu í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum þrjá menn kjörna af fimm, en enginn þeirra þriggja gaf kost á sér að þessu sinní. Ólafur Steins- son, oddviti, hafði setið í sveitar- stjórn í 12 ár, þar af sem oddviti í átta ár, og Stefán Magnússon og Georg Miehelsen höfðu setið I sveitarstjórn í átta ár. 1 SKVRSLU rafmagnseftirlits rfkisins, sem er nýkomin út, segir Jón A. Bjarnason, f formála: Skýrsla sú, sem hér birtist um rafveitur á íslandi og miðast við árslok 1972, er í sama formi og síðasta skýrsla, sem miðaðist við 1969. Engin ný raforkuver hafa bætzt við á þessu þriggja ára tímabili, og ef undan er skilin Búrfellsvirkjun, eru breytingar á vélaafli f orkuverum naumast teljandi. I undirbúningi eru tvær meiri Allmörg tilboð 1 Viðlagasjóðshús KLUKKAN 17 á föstudaginn rann út frestur til að skila tilboð- um í þau 48 timburhús, sem Við- lagasjóður hafði auglýst til sölu á ýmsum stöðum sunnan- og suð- vestanlands. Að sögn Hallgríms Sigurðssonar, skrifstofustjóra sjóðsins, voru komin þó nokkuð mörg tilboð í gær, en ákveðið hafði verið að taka gild þau tilboð, sem póstlögð hefðu verið fyrir kl. 17 á föstudag, þótt þau væru enn ekki komin til sjóðsins í gær. Var heildarfjöldi tilboðanna því enn óljós. Kvaðst Hallgrímur ekki telja rétt að skýra frá tilboðafjöld anum fyrr en stjórn Viðlagasjóðs hefði fjallað um þau, en næsti stjórnarfundur verður væntan- lega haldinn í þessari viku eða í síðasta lagi þriðjudaginn 26. marz nk. Helgi Bergs, formaður stjórnarinnar, hefur verið erlendis að undanförnu. háttar vatnsvirkjanir, Sigöldu- virkjun 150 mw og Lagarfoss- virkjun 7,5 mw. Áætlað er, að Sigölduvirkjun verði tekin i notk- un síðari hluta árs 1976 og Lagar- fossvirkjun 1975. Veigamestu breytingar á að- flutningslínum (háspennulínum) hafa orðið þær, að ný 220 kw lfna var lögð frá Búrfellsvirkjun að Hvolsvelli og 30 kw lína var lögð frá Laxárvatnsvirkjun í Húna- vatnssýslu að nýjum greinivirkj- um f Vatnsdal og 19 kw línur þaðan um Austur- og Vestur- Húnavatnssýslu. En meiri og minni breytingar hafa orðið á háspennudreifikerfum ýmissa rafveitna. Aframhaldandi rafvæðing dreifbýlisins frá almenningsveit- um hefur haft i för með sér veru- lega fækkun einkarafstöðva fyrir sveitabýli og er sá kafli skýrsl- unnar því töluvert fyrirferðar- minni en áður. Myndavél stolið UM helgina var brotizt inn í ibúðarherbergi við Brautarholt og stolið svartri og krómlitaðri Konica-myndavél og einnig rak- vél og fleira. A myndavélina vant- aði neðri hluta af leðurhulstrinu. landað hefur verið úr honum. — Heildarloðnuaflinn er nú yfir 423 þús. lestir. ísfirðingar samþykktu FÉLAGSFUNDUR í Verka- lýðsfélaginu Baldri á ísa- firði á laugardag samþykkti samningana, sem gerðir voru fyrir þremur vikum milli ASI og vinnuveitenda. Var þar með afboðað verkfall það, sem hafði staðið í tvo daga í febrúar, en síðan verið frestað um óákveðinn tíma. Opnar Sigtún um helgina? „ÉG hafði ætlað mér að opna nú um næstu helgi, en hins vegar eiga ýmsar nefndir enn- þá eftir að gefa samþykki sitt fyrir opnun skemmtistaðarins, þannig að ég veit ekki hvort af þessu getur orðið,“ sagði Sig- mar Pétursson veitingamaður, er Mbl. spurði hann ( gær, hvenær hann hyggðist opna hinn nýja skemmtistað sinn við Suðurlandsbraut. Staður- inn, sem heita mun Sigtún eins og sá skemmtistaður, sem Sigmar rak lengi við Austur- völl, hefur þó verið notaður að undanförnu fyrir árshátfðir ýmiss konar og félagsskemmt- anir. 8 SLASAST NOKKUR umferðarslys urðu I borginni um helgina og þurftu alls 8 manns að fara á slysa- deild Borgarspítalans til að láta gera að sárum sínum. Eng- inn mun þó hafa slasazt alvar- lega. Þrír meiddust, er bifreið stórskemmdist í veltu á Norð- urfelli í Breiðholti aðfararnótt laugardags. Þrír meiddust, er strætisvagn lenti aftan á bil- aðri bifreið á Suðurlandsbraut við Kringlumýrarbraut eftir hádegi á laugardag. Stúlka meiddist, er bifreið hennar lenti á annarri á mótum Bú- staðavegar og Grensásvegar á sunnudagskvöldið og unglings- stúlka meiddist, er hún varð fyrir bifreið á Kleppsvegi, neð- an Laugarásbíós, seint á sunnudagskvöldið. Varðarfundur landsmAlafélagið Vörður heldur fund í Súlnasal Hótel Sögu I kvöld kl. 20:30. Jónas Haralz bankastjóri flyt- ur þar ræðu um horfurnar í efnahagsmálunum. RÆÐISMAÐUR í HIRTSHALS SKIPAÐUR hefur verið kjör- ræðismaður fyrir Island í bæn- um Hirtshals á Jótlandi. Hann er Niels Jensen og ber stig vararæðismanns. Þrjú innbrot á sama stað BROTIZT var inn í hús Globus h.f. við Lágmúla aðfararnótt mánudags og stolið einhverju af vindlingum. Nóttina á undan hafði verið brotin rúða í húsinu, sem bendir til þess, að gerð hafi verið tilraun til inn- brots f húsið. Helgina á undan hafði einnig verið brotizt inn I húsið. M* l, *.»•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.