Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 23 ekki alltaf á lau.su, voru þær ákveðnar og fastmótaðar. Ilver sá sem ætlaði að hnika þeim eitthvað um set, átti við ramman reip að draga, enda voru þær byggðar á bjargi þekkingarinnar. Þær voru ekki byggðar á ummælum annarra heldur þeim upplýsingum sem hann sjálfur gat aflað sér og a.m.k. ekki látnar í ljós, fyrr en þrauthugsaðar. Hann var vel gáf- um búinn og hefði vafalítið geng- ið skólagötur hefðu efni leyft það, en vakandi áhugi hans fyrir öllum andans málum, svo og því sem gerðist i veröldinni, bætti próf- skírteinaskort að mestu leyti. Einkum átti þetta við um bók- menntir, en þar var hann ákaf- lega vel heima, hvort heldur um var að ræða gamalt eða nýtt, höfund eða stefnu, skaut hann oft þeim er yngri voru ref fyrir rass, þekkti jafnvel á stundum betur til ýmissa dægurmála og tískufyrir- brigða en friskustu táningar. Seg- ir mér hugur um að margur lang- skólagenginn maðurinn geti ekki státað af meiri þekkingu en hann bjó yfir. Andlegri heilsu hélt hann til hins síðasta, var aftur á bjó yfir. Andlegri heilsu. hélt hann til hins síðasta, var aftur á móti farin að daprast svo sjón að síðustu mánuðina gat hann ekki notið þess að lesa. Hefur það ver- ið honum þungt — hann hafði þó ekki mörg orð þar um. Svo mörg eru þau orð. Þessum greinarstúf var ekki ætlað hlut- verk lofgjörðar um látinn mann. Samt er nú svo, að finni maður ekki afgerandi galla i fari ein- hvers í lifanda lífi, sýna þeir sig trauðla eftir andlát^ hans. Matthías leit sjálfur á dauðann sem þröskuld í dyrum annars lífs, talaði gjarnan um að „fara heim", í stað þess „að deyja“. Þetta er því heldur ekki kveðja. Von mín er sú að fá að hitta hann á ný, þvf menn af hans tagi eru og vandfundnir. Hann var á sinn hátt mikilmenni, með því að hver sem kynntist honum, varð meiri maður af. H.K.V. Hólmfríður Kristjánsdóttir Fædd 5. júlí 1929 Dáin 3. mars 1974 Hér eru fáeinar línur ritaðar til minningar um mikla sómakonu, Hölmfríði Kristjánsdóttur, sem var til moldar borin 12. þm. eftir stuttan ævidag. Ég get með sanni sagt, að ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tækifæri til að kynnast Friðu, (en svo var hún nefnd daglega af vin- um og vandamönnum,) i æsku og eins og miklu fremur þegar við vorum bæði komin til vits og ára, en hún hafði þá nýlega flust aftur til Hafnarfjarðar ásamt eigin- manni sínum, Valdimar Ingimars- syni. Hjá því gat ekki farið, að hver sá, sem kynntist Fríðu tæki eftir þeim eiginleikum og mannkost- um, sem hana prýddu, sem hver og einn í dag teldi sig heiður af að hafa til að bera, og gerði það að verkum að af henni sópaði hvar sem hún var. Vinnusemi einkenndi hennar daglega líf, hún var sívinnandi frá morgni til kvölds, og það lék allt í höndum hennar, sama hvert verkefnið var, og aldrei var staðið upp fyrr en verkefnið var full- unnið og fór réttilega saman áhugi fyrir vinnunni og vand- virkni. Þetta gat engum dulist, er til hennar leituðu og þeir voru margir og aldrei var neitað. Heimili þeirra var mótað af hlýju og góðvild og þó að það hafi stundum ekki verið i samræmi við það prjál og fburð, sem einkennir heimilishald nútímans, þá var alltaf rúm fyrir aðkomufólk, þangað voru allir velkomnir, hvenær sem var og ekkert var til sparað að móttökurnar yrðu sem ánægjulegastar. Þar varsannkall- aður höfðingjabragur á öllu, sem aldrei mun líða þeim úr minni, sem þess naut. Fríða var óvenju barngóð kona enda hændust öll börn mjög að Minning — Guðný Hildur Haraldsdóttir Fædd 15. mai 1894 Dáin 11. marz 1974. Mig langar með þessum fáu orð- um, að minnast elskulegrar ömmu minnar sem nú er horfin héðan frá okkur. Alltaf var hún reiðu- búin að veita okkur systkinum ást sína og umhyggju og gæta okkar. henni. Glaðværð hennar og jafn- framt ákveðni gerðu hana sér- staklega færa um að umgangast börn, hún kom til þeirra eins og barn. Börnin áttu þess vegna ekki i neinum erfiðleikum með að skilja hana og mætti margur full- orðinn taka hana sér til fyrir- myndar og tileinka sér þá fram- komu og þau áhrif, sem hún hafði á börn. Ég get sérstaklega borið vitni um það, vegna þess að mín börn voru heimagangur á heimili þeirra hjóna frá þvi að þau mundu fyrst eftir sér, sú hlýja og umhyggja, sem þau nutu * á heimili þeirra hjóna verður aldrei metin til fjár. Skuggahliðin á ævibrautinni voru veikindi hennar, heilsuleys- ið og miklu meira en vinir hennr og vandamenn höfðu nánast hug- mynd um, vegna þess að Fríða hafði það ekki fyrir sið að bera veikindi sín á stræti og torg. Bar- átta hennar við heilsuleysið var bæði löng og ströng, hvað eftir annað varð hún að leita á náðir sjúkrahúsa til að reyna að komast yfir veikindi sín, sen samt sem áður lét hún það ekki hindra sig í því að gegna skyldustörfum sin- um af ekki minni áhuga og vand- virkni, sem hún hefði alheilbrigð verið og mérerekki grunlaust um að margur hefði fyrir löngu gefist upp í hennar sporum, en þrátt fyrir veikindin minnkaði ekki umhyggjusemin fyrir öðrum. Þá má best sjá á því að fyrir rúmu ári tók hún i fóstur litla telpu, sem hjálpar þurfti við og reyndist Friða henni í alla staði hin besta móðir en trúlega hefði hún aldrei getað þetta ef ekki hefði komið til dygg aðstoð og hjálp- semi eiginmanns hennr. Hann var henni sannkölluð stoð og stytta í veikindum hennr og sýndi þá hversu mikill drengskaparmaður hann er, enda var það samdóma álit allra þeirra, sem til þekktu að ekki hefði fyrirfundist samrýmd- ari hjón en þau Fríða og Valdi voru. Blessuð sé minning þessarar góðu konu. Sigurbergur Þórarinnsson. Þorsteinn Ingvars- son —Minningarorð HANN Steini er dáinn. Óvænt og skyndilega lést hann að heimili sínu að morgni mánudagsins 11. mars, eða daginn áður en hann hefði orðið 66 ára. Hann var við vinnu sína fyrir sem við áttum með henni, um leið og við minnumst góðrar og hjarta- hlýrrar ömmu og biðjum góðan Guð að geyma hana. Ruth Árandóttir í gær var til moldar borin, Guðný Hildur Haraldsdóttir frá Norðfirði. Eg minnist hennar góðu vin- áttu, er við áttum saman og sendi henni kveðju fjölskyldu minnar og barna sem kölluðu hana alltaf ömmu. Alltaf var gott þegar ein- hver lítill átti bágt að hlaupa til ömmu og láta hana hugga sig. Þegar Guðný kom til okkar var hún alltaf glöð og kát og í góðu skapi og alltaf sá hún bjartari hliðarnar á tilverunni. Hún var góð móðir og barnabörnum sínum og þeirra börnum var hún mikil og góð amma. Eg veit að nú er hún komin til Arna litla sem hún var svo mikið með og hlakkaði svo til að sjá aftur og litlu systur hans, og ég veit að þá verða fagn- aðarfundir. Veri hún Guði falin og hafi þökk fyrir allt og allt. Ragna Björnsdóttir. aði að Langholtsvegi 152 hér í Reykjavík. En fyrir átta árum sagði hann skilið við bakaraiðn- ina og hætti rekstri bakarísins.en tók að starfa hjá Húsgagnavinnu- stofu Ingvars og Gylfa, en Ingvar er elstur fjögurra sona hans. I fyrstu vann hann ýmis algeng störf, sem til féllu á vinnustof- unni, en tók siðan smám saman að sér mestöll skrifstofustörf fyrir- tækisins og stundaði þau af sér- stakri alúð og skyldurækni. Steini var árrisull maður og byrjaði hvern dag með því að fara f Sundlaugarnar, og þangað var hann að leggja af stað, þegar hannhneig niður örendur. Tónlist var eitt helsta áhugamál hans frá unga aldri, einkum hafði hann yndi af söng og söng mikið sjálfur. Ilann var einn af stofn- endum Karlakórs Reykjavíkur og söng með kórnum óslitið frá stofnun hans og allt fram á sið- ustu ár. Þorsteinn var kvæntur Berg- ljótu Helgadóttur, en hún lést fyr- ir rúmum tíu árum. Þau eignuð- ust fjóra syni: Ingvar, húsgagna- smiðameistara, sem áður er getið, Viðar, bókbindara, Kristin Björg- vin, bankámann og Þorstein, kennara. Það er skarð fyrir skildi þar sem Þorsteinn er fallinn frá. Sagt er að maður komi í manns stað, en oft á tíðum verður manni á að efast um það og þannig er okkur nú farið. En við geymum minninguna um góðan dreng, sem hvergi mátti vamm sitt vita. Vinnufélagar. helgina, hress og kátur eins og ævinlega og skrapp svo á verk- stæðið á sunnudagsmorguninn til að leggja síðustu hönd á verk, sem honum hafði ekki unnist timi til að ljúka daginn áður. Daginn eft- ir var hann allur. Þannig var Þorsteinn Ingvars- son eins og hann hét fullu nafni, reglusamur, duglegur og traustur starfsmaður, allt fram á siðustu stundu, að hverju sem hann gekk, reglusemin og snyrtimennskan var honum i blóð borin. Þar að auki var hann jafnlyndur og ávallt í góðu skapi og þvi hvers manns hugljúfi, bæði á vinnustað og utan og hrókur alls fagnaðar á gleðistundum i hópi vina. Lát hans kom sem reiðarslag yfir fjöl- skyldu hans, vini og samstarfs- menn, hann hafði ekki kennt sér neins meins og ekki var annað að sjá en hann gengi heill til skógar. Þorsteinn var bakari að iðn og rak um árabil mjög þekkt og vandað bakari af alkunnum dugn- SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM VIÐ höfum verið gift f stuttan tíma, og maðurinn minn er að berjast við að koma undir sig fótunum. Hvernig get ég hjálpað honum að komast áfram? MIKLU fremur ættuð þér að létta honum byrðarnar en reyna að taka beinan þátt í baráttu hans. Fáar konur geta átt beinan hlut í verkefni og vandamál- um eiginmanna sinna. En þær geta gert heimilið að griðastað, athvarfi, þar sem þeim veitist hvíld og uppörvun. Ég dreg þá ályktun af spurningu yðar, að heimili yðar hljóti að vera látlaust. Samt getið þér gert það að sönnu heimili. Það getur verið óaðfinnanlegt og aðlaðandi. Þér getið hlustað með ástúð og umhyggju, þegar maður yðar óskar að ræða við yður um vanda- mál sín. Þegar hann nær einhverjum áfanga, getið þér, á yðar hátt, samfagnað honum. Minnizt þess, að eiginkona getur eflt eða eyðilagt frama manns síns. Ef þér hjálpið honum eins og i yðar valdi stendur, eruð þér komnar langt á leið með að taka fullan þátt í glímu hans. Alltaf var hún til taks þegar ein- hver þurfti hennar með. Aldrei hugsaði hún um sjálfa sig eða hlfðfði sér, allt sitt b'f fórnaði hún sér fyrir aðra, fyrst fyrir mömmu og svo okkur barnabörnin og síð- ast voru það barnabarnabörnin. Sérstakt þakklæti á hún skilið fyrir hvernig hún gætti og annað- ist hann Arna litla Signar fyrir mig. Eg man þegar hún sat með hann og söng, og kenndi honum vísur og vers, eins og hún gerði fyrir okkur þegar vtð vorum lítil. Nú þegar hún er komin til nýrra heimkynna veit ég að litli dreng- urinn okkar sem farinn var á und- an tekur á móti ömmu sinni, og þá tekur hún við þar sem frá var horfið og heldur áfram að gæta hans fyrir mig þangað til við hitt- umst öll aftur. Við þökkum af heilum hug þær samverustundir, Jón Sveinsson — Minningarorð Kynni mín af Jóni Sveinssyni voru ekki löng miðað við heilan mannsaldur, en þau voru traust og góð. Finnst mér þegar ég hugsa til baka sem hafi þekkt hann óra- lengi, þó að ekki væru árin nema rúmlega fjögur. Ég fluttist til Patreksfjarðar, öllum ókunn, en ekki leið langur tími þar til ég eignaðist góða og trúfasta vini í þeim hjónum Jóni og eftirlifandi konu hans, Fjólu Arnadóttur. Stóð heimili þeirra fjölskyldu minni ávallt opið, og voru þau alltaf boðin og búin til hjálpar ef á þurfti að halda. Jón var hæglátur og rólyndur að eðlisfari og aldrei sá ég hann skipta skapi. Hafði góðlyndi hans alltaf áhrif á okkur, sem hann umgengumst. En fyndinn var hann og gamansamur, og Ættum við hjónin margar góðar og skemmtilegar stundir saman, þar sem glatt var á hjalla, og lét Jón sitt ekki eftir liggja. Síðast sá ég Jón, þegar hann lá veikur heima hjá sér. Hafði hann átt við vanheilsu að stríða síðustu árin. Settist ég hjá honum og fór- um við að grínast og gera að gamni okkar, að venju. Ekkí hvarflaði að mér, að þetta væri f siðasta sinn, sem ég hitti þennan trygga og góða vin. — Kveðju- stundin. Sjálfur vissi hann gjörla, hvert stefndi, en lét ekki á neinu bera heldur tók þátt i öllu gamni. Þessi fátæklegu orð mín segja litið, en þakklát er ég Guði fyrir að hafa fengið að kynnast honum, þó að kynnin væru allt of stutt. Drottin blessi minningu hans. Votta ég eftirlifandi konu hans, sem mikið hefur misst, mína iítni- legustu samúð. Einnig dóltur hans, tengdasyni og barnabörn- um, sem misst hafa góðan föður og afa. Megi góður Guð styrkja þau og styðja. Fjóla Guðleifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.