Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 Erlendar bækur Byltingar- maðurinn Stalín KOMIN er út nýlega bók á brezka forlaginu Chatto&Wind- us eftir Robert Tueker. sem heitir ..Staiin as Revolutionary 1879—1929". Hefur bókinvakið aimenna atltygli. Engum bland- ast hugur um, að Stalín var í hópi alræmdustu einræðis- herra allra tíma. en þrátt fyrir allt, sem unt hann hefur verið skrifað. hefur samt sem áður verið einhver dularhjúpur ver- ið um persónu hans. Það er líkast þvf, að ekki hafi tekizt að finna sannferðugar forsendur fyrir öllu hans athæfi. kannski alveg sérstaklega á síðari ártim hans. 1 þessari bók Tuekers er at- hvglinni beint aðStalín ungum, eins og titillinn gefur til kynna og starfi hans á fyrstu áruin Stalín á unga aldri. neðanjarðarhreyfingar bolsé- vikka i Rússlandi. Tueker álftur ekki að Stalín hafi ætlað sér frá byrjun að verða sá grimmlyndi og óvægni harðstjóri, sem hann reyndist síðar. Ilelzta hugsjón hans sem ungs manns var að verða bylt- ingarhetja á borð við Lenin. Það var Lenin, sem var fyrir- mynd -hans frá því hann var ungur drengur f Grúsíu og áhrif Lenins á unga manninn voru frá því hið fyrsta mikil. Tucker hefur kannað að því er virðist allar finnanlegar heimildir um Stalín á þessum árum og rekur feril hans allt til þess að flokkurinn samþykkti hann sem eftirmann Lenins ár- ið 1929. Þrátt fyrir aðdáun þá, sem Stalín hafði á Lenin á fyrstu árunum, í byltingunni 1917 og kannski alla tíð, þá kom engu að síður upp ágreiningur milli þeirra, ekki hvað sizt, þeg- ar umræður um eftirmann Len- ins fóru að verða tímabærar og valdatogstreitan hófst fyrir al- vöru milli Trotskys og Stalíns. í bók Tuckers er varpað nýju ljósi, ekki aðeins á Stalín, held- ur einnig á Lenin og hreyfíngu Bolsévikka og sögu Sovétrikj- anna. Hann reynir einnig að kafa f persónuleika Stalins og að minnsta kosti fyrir leik- mann, sem ekki er því fróðari um þessa tíma, hlýtur bókin að teljast verulegur fengur, enda þótt hún sé seinlesin og marg- slungin. Tueker mun ætla sér að skrifa a.m.k. tvö bindi til viðbótar um Stalín og halda þá sjálfsagt áfram að rekja starfs- og æviferil hans fram til and- láts hans. og Jung Bréf askipti Freud I bókinni ,,The Freud — Jung Letters" sem komin er út f útgáfu Williams McGuire hjá The Hogarth Press, birtast sennílega öll bréf, sem fiiru á milli Sigmundar Freud og C.C. Jung á árunum 1906 til 1914. Þarna eru 163 bréf frá Freud og 197 bréf frá Jung. í frétt um bökina er þess getið, að fjólskyldur beggja hafi lagt lið við útvegun bréfanna. Engum bréfum mun hafa verið stung- ið undir stói, en nokkur munu hafa glatazt gegnum árin. Bréfin eru birt, eins og þau koma fyrir, en skýringar fylgja með á þeim persónum, sem minnzt er á í bréfunum og er að sjálfsögðu mikill fengur í þei:n skýringum. Enda þótt meginefni bréf- anna séu skiljanlega skoðana- skipti Freuds og Jungs, þá er óhætt að segja að bréfm séu merkilegt heimildarrit um upphaf kenningarinnar um psyeho-analýsuna. Sömuleiðis víkja báðir að fjölskyldumál- um sínum hér og hvar í bréf- unum, fjalla um samtimavið- burði og smáhneykslismál. Er bókin fróðleg, en býsna torskil- in við fyrsta lestur. Sigmund Freud. NÝ BÓK EFTIR DORIS LESSING Sommeren för mörket Er eftir skáldkonuna Doris Lessing, og er nýkomin út á dönsku hjá Gyldendal. Eg veit ekki hver er titill hennar á frummálinu, en hún nýtur sín mæta vel i þýðingu Merete Ries. Söguþráðurinn er í örstuttu máli á þessa leið: yfir þægilegt líf sitt og skilur, að hún var ekki reiðubúin að horfast í augu við vonzku heimsins, illkvittni, afstöðuna til konunnar sem kynveru eingöngu. Eftir að hafa gert upp sakírnar, fyrst og fremst við sjálfa sig, snýr heim í sitt fyrra umhverfi, og viðurkennir að „valkostir hennar tak- markast við það, hvernig hún greiðir sér.‘‘ Þessi bók Doris Lessing er 20. bók hennar, en hún er talin f hópi betri rithöfunda. Lesa má þessa bók sem afþreyingarbók, en hana má einnig túlka sem þjóðfélagslega sögu um konuna í samfélaginu í dag, sem kannski á alls ekki allra þeirra kosta völ, sem gumað er af. h.k. Kate Brovvn, sem er hálf- fimmtug að aldrí og hefur alla tíð lifað mjög „vernduðu" lffi, stendur í upphafi béikarinnar andspænis því að verða að sjá um sig sjálf i nokkra mánuði. Eiginmaður hennar sem er frægur læknir fer í fyrirlestra- ferð til Bandarfkjanna og upp- komin börn hennar hafa nóg með síg og sitt nám. Ilún gerist túlkur fyrir alþjöðasamtökin Globe Food og sækir ýmsar ráð- stefnur, starfa síns vegna, víðs vegar um heiminn. Meðan hún dvelur f Istanbul, hittir hún ungan Bandarfkjamann, mun yngri en hún er, og takast með þeim náin kynni. Þau fara saman til Spánar, en þar veikist hann alvarlega og leiðir þeirra skilja og sjálf fer hún veik heim til London. Hún verður að búa á gistihúsi, þar sem hún hafði leigt hús sitt. Eftirerfiðar vikur á gistihúsinu fiyzt hún til hippastúlkunnar Maureen og gengur þar í gegnum mikla sálarkreppu áður en hún viður- kennir, hver og hvar staða honnar sé. Hún lítur til baka Doris Lessing Kirkjukór Akraneskirkju 1 tilefni heimsóknar kirkjukórs Akraneskirkju væri ekki úr vegi að varpa fram þeirri hugmynd, að sóknarnefndir um land allt tækju til athugunar þátt tónlistar í kirkjulegum athöfnum og reyndu að gera sér grein fyrir áhrifa- mætti fagurrar kirkjutónlistar og félagslegum ávinningi blómlegs tónlistarlífs innan vébanda kirkj- unnar. Það er, að því er ég bezt veit, sorglega lítill áhugi fyrir slíkri starfsemi og litlu til hennar kost- að, umfram það allra nauðsynleg- asta. Framtakssemi einstaklinga, aðallega organista og söngglaðra kórfélaga hefur mætt ótrúlegu skilningsleysi, og hafa tilraunir þeirra til að auka þátt tónlistar í kirkjulegum athöfnum oft verið hindraðar, svo starfsemi þeirra hefur meira og minna verið unnin utan ramma kirkjulegra athafna. Má vera, að féleysi valdi nokkru, en væri ekki hugsanlegt, að kirkjusókn yrði önnur ef von væri góðrar tónlistar við trúarat- hafnir? í þeim efnum er engin stofnun þessa heims jafn rík og kristin kirkja, er engin stofnun þessa heims jafn rík og kristin kirkja, því að segja má, að meiri hluti tónlistar sé trúarlegs eðlis. Kirkjan hefur þó harla lítið nýtt þessa fjársjóði og látið áhugafólk utan kirkjunnar um að flytja þessa gimsteina. Það sýndi sig sl. sunnudag, er kirkjukór Akranes- kirkju heimsótti okkur Reykvík- inga, að áhugi fyrir fagurri og velfluttri kirkjutónlist er mikill og vettvangur trúartónlistar er innan veggja kirkjunnar. Kirkju- kór Akraneskirkju, undir stjórn Hauks Guðlaugssonar organista hefur um árabil haldið tónleika víðs vegar um landið og er meðal beztu kóra landsins. Það sannar okkur, að ef vel er unnið ættu kirkjukórar, rétt eins og aðrir kórar, að vera þess megnugir að standa fyrir góðum söng. Það Tónlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON eina, sem finna mætti að þessum tónleikum, var lagavalið, sem var að meginhluta stutt tónverk, svo tónleikarnir voru fremur losara- legir. Slíkt skiptir þó minna máli en söngurinn sjálfur, sem á köfl- um var sérlega fagur. 1 lagi Páls ísólfssonar, Ég kveiki á kertum mínum, söng kórinn mjög vel og breytingar söngstjórans á blæ- brigðum og venjubundnum styrk- leikahlutföllum einkar vel út- færðar. Lag Þorkels Sigurbjörns- sonar, Heyr, himnasmiður, var vel flutt, enda sérlega fallegt lag. Af þeim verkum, sem báru af, voru þrír þættir úr kantötu nr. 4 og dúett úr kantötu nr. 78 eftir Bach. Kórnum, söngstjóra og þeim, sem aðstoðuðu, ber að þakka fyrir ánægjulega tónleika. Arkitektar átelja byggingar- framkvæmdir á Þingvöllum Stjórn Arkitektafélags íslands hefur sent Alþingi eftirfarandi bréf: Reykjavík 14. febrúar 1974. Vegna þess sess, sem Þingvellir skipa í huga þjóðarinnar og þar eð brýna nauðsyn ber til, að sem bezt verði staðið þar að öllum framkvæmdum, tók félagsfundur Arkitektafélags íslands bygginga- mál á Þingvallasvæðinu til með- ferðar 29.1. 1974. Var það ein- róma álit fundarins, að mjög óæskilega hefði verið staðið að framkvæmdum þar að undan- förnu. Ennfremur hefur alls ekki ver- ið unnið að mannvirkjagerð á svæðinu samkvæmt þeim mark- miðum, sem lögð voru til grund- vallar i samkeppni, sem efnt var úl árið 1972 af skipulagsstjórn ríkisins í samráði við Þingvalla- nefnd og Arkitektafélag Íslands um svæði ð. Var eftirfarandi tillaga sam- þykkt samhljóða: „Almennur félagsfundur í Arkitektafélagi islands haldínn 29.1. 1974 átelur harðlega, að ráð- izt hafi verið í byggingafram- kvæmdir innan þjóðgarðsins á Þingvöllum og þinghelginnar fornu í algeru ósamræmi við nið- urstöður samkeppninnar um skípulag Þingvallasvæðisins, sem efnt var tíl af skipulagsstjórn ríkisins I samráði við Þingvalla- nefnd og Arkitektafélag Íslands." í útboðsgögnum samkeppninn- ar segir m.a.: „Til samkeppninnar er efnt vegna brýnnar nayðsynjar á að móta hið fyrsta framtíðarstefnu um hlutverk Þingvalla og Þing- vallasvæðisins i lífi íslenzku þjóð- arinnar við vaxandi umferð og þéttbýli." Ljóst er nú að undirbúningur að fyrrgreindum byggingafram- kvæmdum var hafinn áðuren nið- urstöður dómnefndar Þingvalla- samkeppninnar lágu fyrir, en for- maður Þingvallanefndar var þ<> á sama tíma formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri Þingvalla- nefndar átti einnig sæti í dóm- nefndinni. Fundurinn skorar á háttvirt Alþingi að sjá til þess, að komið verði i veg fyrir enn eina viðbygg- inguna við Valhöll, framkvæmdir þar stöðvaðar og fylgt verði í reynd þeirri stefnu, sem mötuð var i dómsniðurstöðum Þingvalla- samkeppninnar. Þörungavinnslan hf. stofnuð Þörungavinnslan h.f., fyrirtæki um vinnslu þörunga á Reykhól- um við Breiðafjörð hefur nú ver- ið stofnuð og er hlutafé hennar 68 millj. kr. Iieimili Þörungavinnsl- unnar er í Reykhólahreppi í Aust- ur-Barðastrandarsýslu. Stofnendur hlutafélagsins telj- ast allir þeir, sem skráð höfðu sig fyrir hlutafé, og reyndust þeir aðilar 71 auk ríkissjóðs. Stærstu hluthafar eru iðnaðarráðherra f.h. ríkisins, hlutafé 60 millj., Sjávaryrkjan h.f., 2,5 millj., Geiradalshreppur, 2,5 millj., og Gufudalshreppur, 1 millj. Hluta- fjárframlög annarra aðila mena minnst kr. 10.000.—. Á stofnfundinum var ákveðið, að hlutafé félagsins skyldi vera kr. 68.470 þús. Ennfremur að stjórn féiagsins væri heimilt að ákveða að hækka hlutafé félags- ins um kr. 31.530 þús. upp í krón- um 100 millj. og að stjórn félags- ins væri jafnframt heimilt að bjóðaþað nýjum hluthöfum. Á stofnfundi voru kosnir í stjórn félagsins til aðalfundar árs- ins 1975: Aðalmenn: Gunnar Eydal, Reykjavík, Ingi Garðar Sigurðsson, Reykhól- um, Ölafur E. Ólafsson, Króksfjarðar- nesi, Steingrímur Hermannsson, Garðahreppi, Vilhjálmur Lúðvíksson, Reykja- vík. Varamenn: Þorsteinn Vilhjálmsson, Reykja- vík, Grímur Arnórsson, Geiradals- hreppi, Eiríkur Asmundsson, Króksfjarð- arnesi, Jakob Pétursson, Reykhólum, Davíð Sch. Thorsteinsson, Garða- hreppi. Endurskoðendur voru kosnir til aðalfundar 1975: Halldór V. Sigurðsson rfkisendur- skoðandi og Vikar Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.