Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 7 A& THE OBSERVER Eftir Roland Huntford Karl Gustav Svíakonungur Karl Gustav er vinsœll Eftir margra ára undirbúning og umræður, staSfesti sænska þingið um síðustu mánaðamót nýja stjórnarskrá fyrir landið. Ekki var stjórnarskráin samþykkt mótatkvæða- laust, því nokkrir þingmenn töldu, að hún fæli í sér minnkandi tryggingu fyrir einstaklingsfrelsi. En helzta og umdeildasta breytingin varðaði stöðu konungs. Samkvæmt fyrri stjórnarskrá, sem var frá árinu 1809, hafði konungur ákveðin völd. Þannig skipaði hann til dæmis ríkisstjórnir og rauf þing. í nýju stjórnarskránni er konungur gerður alveg valdalaus. Hann er leiðtogi aðeins að nafninu til, og starf hans fólgið í því að koma fram fyrir ríkisins hönd við hátíðleg tækifæri. „Svíþjóð er nú lýðveldi, þar sem svo vill til, að forsetinn er konungur," sagði einn þingmanna jafnaðarmanna eftir að stjórnarskráin hafði verið samþykkt. „Við getum afnumið konungdóminn með einu penna- striki," sagði Olof Palme forsætisráðherra við sama tæki- færi. Ólíklegt er, að Palme gripi til pennastriksins i næstu framtiS. Það er ekkert leyndarmál, að nýja stjórnarskráin var samin með lýð- veldi i huga. Breytingin á stöðu konungs var gerð til að geta siðar lagt konungdóminn niður átaka- laust. Það hefur verið stefna jafnaðarmanna (sem undanfarin 42 ár hafa farið með stjórn i Svi- þjóð) að koma á lýðveldi i landinu. Meðan Gústav heitinn Adolf var enn konungur. var öllum breyting- um skotið á frest. f augum þjóðar- innar hafði hann tekið á sig nokkurs konar föðurmynd; hann var svo vinsæll. að þjóðin hefði ekki liðið neina árás á stöðu hans. Breyting á stöðu konungs hefði verið túlkuð sem árás á manninn. Stjórnmálamennirnir hefðu átt erfitt með að verja það gagnvart kjósendum sínum. Hugmyndin var sú (að minnsta kosti hjá lýðveldissinnum meðal jafnaðarmanna), að þegar Gustav Adolf sæti ekki lengur i hásæti, færi áhuginn á konungdóminum minnkandi. Var litið svo á — og ekki að ástæðulausu — að al- menningur i Sviþjóð mæti mann- inn frekar en embættið. Karl Gustav prins, þáverandi ríkisarfi, var talinn of ungur og ekki nógu vinsæll til að viðhalda þeirri virð- ingu fyrir konungsembættinu. sem Gustav konungur Adolf afi hans hafði áunnið þvi. í raun hafa þessar tilgátur ekki staðizt. Þegar Gustav konungur Adolf lézt í september i fyrra, 91 árs gamall, kom i Ijós, að Karl Gustav naut meiri samúðar meðal almennings. en gert hafði verið ráð fyrir. Ef til vill hefur hugmynd- in um að hann skorti vinsældir aðeins verið órar sænskra fjöl- miðla, sem kusu að lýsa honum sem fávisum glaumgosa. Þegar hann svo settist i hásæti öðlaðist hann almenna virðingu fyrir það hvernig hann axlaði ábyrgðina. Siðan hafa vinsældir hans farið vaxandi. Talið hafði verið, að aldur nýja konungsins yrði honum fjötur um fót eftir föðurlega imynd fyrir- rennara hans i hásæti, en sú hefur siður en svo orðið raunin. Eldri borgurum finnst ánægjulegt að sjá æskuna á toppnum; fyrir yngri kynslóðina hefur það einnig sína kosti. Karl Gustav hefur reynzt sérstaklega vinsæll hjá þeim yngri — sem annars ættu venju sam- kvæmt að vera uppspretta lýð- veldishugsjónarinnar. Konungurinn hefur vaxið ört i áliti hjá almenningi. Hann stundar vel embætti sitt. f blaðaviðtölum hefur hann lýst þvi yfir, að sem konungur hafi hann verk að vinna — og hann vilji vinna það vel. Fellur þetta i góðan jarðveg hjá þjóð, sem virðir vinnuna og metur jafnrétti. Við fyrstu sýn er erfitt að hugsa sér, að unnt sé að samrýma stuðning við konungsembættið og eindregna jafnréttishugsjón þjóð- arinnar. En þrátt fyrir jafnréttis- trúna rikir í Sviþjóð stéttaþjóð- félag. Það má alls staðar sjá: i viðskiptalífinu. i verkalýðs- félögunum, i einkalifinu. Ef til vill er nauðsynlegt að hafa einhvern efst uppi á pýramidanum. Og konunginum fylgir þægileg til- finning um stöðugleika. Þar sem konungsembættið er arfgengt. virðist það á vissan hátt vega á móti nefnda- og skriff innsku- valdinu, sem er mjög öflugt i Svíþjóð. Karl Gustav konungur nýtur þess nú að hann settist i hásæti á sama tíma og fylgi miðflokkanna var að aukast á kostnað þeirra vinstri. Skoðanakönnun sýndi, að 76% þjóðarinnar vildu halda völd- um konungs óskertum, sem er nokkurn veginn stefna stjórnar- andstöðunnar. Þetta notuðu þing- menn hægriflokkanna sér og mót- mæitu nýju stjórnarskránni. en án árangurs. Áf ramhaldandi seta konungs virðist þó tryggð enn um skeið. VANIR FLAKARAR óskast í frystihús. Faxavik h.f., Súðarvogi 1. simi 35450. STÝRIMANN OG HASETA vantar strax á 75 lesta bát, sem rær með þorskanet frá Grindavík Vanir menn, hærra kaup. Simi 35450 og 86758. PÍANÓ Óska að kaupa litið og vel með farið pianó. Upplýsingar í síma 17011 til kl 16 i dag og á morgun CHEVROLET VEGA GT. Nýinnfluttur/ rauður. Ekinn 26 þús/ mil. Árgerð 1972 Upplýs- ingar 13285, 34376. LANDROVERÓSKAST árg '73 til '74 Simi 92-7474 <4> |8or0unþlö!>il> í^mBRCfBLDnR 1 mBRKBfl V0BR RammagerÖ Höfum opnað innrömmunarverkstæði í Stór- holti 1, (áður Næturafgreiðsla apóteka). Vönd- uð og góð vinna. Gjörið svo vel að reyna viðskiptin. Söluþjónustan s.f. Tann ENSKIR PENINGASKÁPAR eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiðsla. j E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGOTU 4, HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919. er úrvals stækkari fyrir 6x6cm og 35 mm. Afgreiddur með 75mm og 50 mm linsum, auka safngleri fyrir 35mm, litfilteraskúffu, glerlausum möskum fyrir 6x6cm. og 35 mm, rykhettu og straumbreyti. Athugið verðlækkun vegna tollabreytinga úr 50% í 7%. Verður til sýnis þessa viku. Komið og skoðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.