Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.03.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. MARZ 1974 19 Finnbjörn /1 "■ • l !ís==í!í! ijiour, (jrlistrup og sigurvegararnir Kosningar til danska þingsins fóru fram á si. hausti eins og öllum er kunnugt. Sjónvarpið sendi fréttamann til að fylgjast með því. Eiður Guðnason varð fyrir valinu og ræddi hann við nokkra menn, þá eðlilega einnig við „Spútnik" þeirra dönsku þ.e.a.s. Glistrup. Ekkert hefði verið eftirminni- legt við það viðtal ef Eiður hefði ekki borið með sér séríslenzk- an og landlægan misskilning á hugtakinu „sigurvegari“. En end- ir viðtalsins var á þessa leið: E3ður: Hvemig finnst þér nú að vera sigurvegari dönsku kosning- anna? Glistrup: Ég er ekki sigurvegari kosninganna. Eiður: Ja, en þú varst annar. Gl.: Já, þá er ég heldur ekki sigurvegari. Glistrup svaraði með augljósri undrun og var nokkuð snúðugur, svo E3ður sá þann kost vænstan að slíta samtalinu. Vel er hægt að skilja að frétta- menn geti hlaupið á sig, ekki sízt þegar það er haft í huga, að þessi skilningur á hugtakinu „sigurveg- ari“ i kosningum riður húsum í dagblöðum landsins og einnig i útvarpi og sjónvarpi, og i þeim flokki og málgögnum hans, sem bar sigur úr bytum i síðustu kosn- ingum hér, Sjálfstæðisflokknum, og þeir taka vitleysunni þegjandi og hljóðalaust. Aðeins einn frammámaður Sjálfstæðisflokks- ins mótmælti, Jóhann Hafstein. Sagðist hann ekki vera viss um að þetta væri rétt og átti hann þar við það óréttlæti að fela ekki stærsta flokknum, myndun stjórnar. En hann talaði hreint og klárt út i tómið, ekki aðeins fyrir andstæðingana, sem eðlilega þyk- ir þetta góður skilningur, meðan þeir eru minnihlutaflokkur, held- ur einnig til stuðningsmanna sinna í Sjálfstil., og er það ægi- legast. Þessi umræddi skilningur á hugtakinu „sigurvegari" eða mis- skilningur, er lfklega kominn vegna óvænts fylgis Frjálslyndra og vinstri manna. Eftir síðustu alþingiskosningar sagði Gylfi Þ. Gislason að úrslitin væru krafa um vinstri stjórn. Hvernig hann fékk þá útkomu er ekki nokkur leið að koma auga á. 80—90% Framsóknarflokksins eru hægri sinnað fólk og náttúr- lega Sjálfstæðisflokkurinn. Það gerir samanlagt um 70% atkvæða- magns. Ef þeir, sem tóku úrslit kosn- inganna þannig, að einhverjir minnihlutaf lokkar, sem fengu óvænt fleiri atkvæði en búizt hafði verið við væru „sigurveg- arar, hvernig gátu þeir þá sætt sig við, að Framsóknarflokknum var faiin stjórnarmyndun? Ef fara ætti eftir skilningi flestra um „sigurvegara", þá er ekki nokkur leið að koma auga á, hvernig Framsóknarflokkurinn ætti að standa fyrir myndun stjórnar. Hann tapaði langmestu fylgi og hefði ekki átt að koma þar nærri, samkvæmt þeirra eigin túlkun. Og svo tekið sé þá, sem réttara var, eins og ætlast er til, I lýðræð- isríki, þá var hann númer tvö en ekki eitt og átti þar af leiðandi annan rétt en ekki fyrsta. Eftir siðustu kosningar hefur Framsóknarflokkurinn, liklega ekki um árabil, verið jafn hreinn hægri flokkur. En eins og áður er sagt tapaði hann flestum atvkæð- um, ásamt Alþýðuflokknum. Það voru þeir, sem töpuðu kosningun- um. Og ef eitthvað er hægt að fullyrða um það hvert atkvæði fara, þá er það aldrei hægt, ef ekki i síðustu kosningum. Fram- sókn missti mest allt vinstra fylgi sitt til Hannibalista, og eftir stendur þögull meiri hluti hægri sinnaðs framsóknarfólks (svona fólks, sem ekkert mark á að taka á eða taka tiltit til, samkv. fram- komu misviturrar forystu fram- sóknarmanna og allskonar minni- hlutahópa.) Sem dæmi um málaflokk sem nokkuð skýrt kallar fram hvort flokkur er hægri eða vinstri flokkur er frumvarp Alþýðu- flokksins um eignaupptöku vatna og lands. Framsóknarflokkurinn losnaði að vísu við að taka afstöðu til hans, meðal annars vegna skýrrar afstöðu Sjálfstæðisflokks- ins, og svo líka vegna þess, að kommúnistar sátu þegjandi hjá. Vildu einfaldlega ekki að það kæmi berlega i ljós, að í grúnd- vallaratriðum átti Framsóknar- flokkurinn samstöðu með Sjálf- stæðisflokknum, en ekki með kommúnistum. Og forustu fram- sóknarmanna, svo að segja ein- göngu með hægra fólk á bak við sig, er falið að mynda stjórn og þeir, trúir vitleysunni, elta þessa vinstri menn, til að mynda með þeim vinstri stjórn, sem voru þó að enda við að segja skilið við flokkinn. Þeir voru nú ekki að hafa fyrir þvi að tala við sjálf- stæðismenn eða kanna vilja meirihluta Framsóknarflokksins. Og er það ekki alltaf svo, að þegar grunnurinn er skakkur, eykst skekkjan því meir er frá lfður, og hefur það sannast áþreifanlega i sumum málum, eins og varnar- málunum og frumvarpi Alþýðufl., sem áður er getið. Þetta er því augljósara eftir því sem á kjör- timabilið liður. En hvernig stendur þá á því, að framsóknarmönnum, sem eftir þessu brenglaða, landlæga mati eru þeir einu, sem ásamt Alþýðu- flokknum, tapa kosningunum, er falið að mynda stjórn? Svarið er auðvitað, að með öðr- um hætti er ekki hægt, án þess að misbjóða lýðræðinu enn meir og breiða yfir óréttlætið, að ná til „SIGURVEGARANNA", þ.e. frjálslyndra og vinstri manna, því þeir hafa svo lítið fylgi, og trúr vitleysunni gengur Ölafur Jó- hannesson framhjá megin þorra atkvæða eða kjósenda, til að semja við „sigurvegarana". En þeir voru „sigurvegarar", þ.e. samtök frjálslyndra og vinstri manna að mati blaða- og frétta- manna, sem líklega hafa komið þessum misskilningi fyrst á fram- færi. Nú er varla hægt að tala við nokkurn mann, sem segir ekki að fólkið hafi kosið þannig, þ.e. að fólkið hafi viljað vinstri stjórn. En þetta er ekki rétt. Fólkið kaus ekki þannig. Það er einfaldlega búið, með brenglaðri hugsun, að gera þau atkvæði, sem eftir eru, þannig að smáflokkur stendur sem „sigurvegari" gegn margfalt stærri flokkum, en þau eiga auð- vitað að vera jafnrétthá. Þannig að þeir eiga að ráða, sem flest atkvæði hafa, hvort sem meiri hluti er eitthvað breytilegur milli kjörtímabila, eða ekki og megin þorri kjósenda fylgir flokki sín- um áfram. Tökum dæmi: Ef flokkur hefði haft 70% fylgi á bak við sig, en annar 30%. Siðan eru kosningar og nýr flokkur kemur fram. Minni flokkurinn, sem hafði 30% atkvæði heldur sfnu fylgi, en sá nýi fær 18% og þykir auðvitað gott hjá nýjum flokki. En stærsti flokkurinn hefur enn 52% at- kvæða. Hver á að fara með stjórn? Auðvitað sá, sem mest fylgi hefur meðal kjósenda. Nú segja ein- hverjir: „Þetta er nú svo auðskil- ið, að ekki ætti að bjóða fólki uppá slík skrif." En hvað á að halda? um leið og dæmið liggur ekki eins ljóst fyrir, er gengið á lagið og allar lýðræðis- reglur brotnar og búnir til „sigur- vegarar", sem eru þó minnstir allra. Sem sagt, gengið framhjá megin þorra allra íslendinga, en starblínt á flokk, sem fékk meira fylgi en búizt hafði verið við. Það var það eina. Þó að einn eða tveir menn skjóti óvænt upp kolli, eiga þeir ekki að ráða ferðinni fyrir alla hina. Kommúnistar og ýmsir at- kvæðalausir einstaklingar, sem kalla sig vinstri menn voru fljótir að koma auga á möguleika þessa skilnings á hugtakinu „sig- urvegari". T.d. til framdráttar burtvísun hers úr landi og um leið þessum skilningi á þungu at- kvæði. Tökum dæmi um þungt atkvæði: Helgi Sæmundsson og 38 ungir kratar, sem sagt mjög þung og veigamikil 39 atkvæði. 17 starfsmenn Árna Magnússonar- stofnunarinnar og hópur nem- enda i Hamrahlíðarskóla um 40 talsins og enginn yfir tvitugt. En létt atkvæði eru auðvitað öll á hægri væng, svo sem: Sjálfstæðis- flokkurinn allur og, að áliti Ölafs R. Grímssonar, er ekkert að marka 42.500 atkvæði, sem safnað var á fyrstu vikum söfnunarinnar „Varið land“. Þetta getur sá skjá- hrafn tekið upp í sig, þrátt fyrir 10 ára baráttu til að ná á sitt vald Fél. ungra framsóknarmanna i Reykjavik, en til þess þyrfti hann um 50—60 atkvæði en þeim hefir honum ekki tekizt að af la. Og svo við höldum áfram með samanburðinn, þá er Alþýðu- flokkurinn allur auðvitað miklu léttari en þessir 39 hugsuðir með Helga Sæm. Um kommúnistana í Alþýðu- bandalaginu þarf ekki að ræða. Þeir eru svo „ákaflega" og „fjarskalega" gáfaðir og snjallir þess vegna þyngstir allra og sam- kv. eigin mati ættu þeir fyrir löngu að vera búnir að taka, einir, við stjórnartaumum álslandi. En því er ekki að leyna, að með nýtilkominni aðstöðu sinni i rfkis- fjölmiðlunum tveim eru þeir iðn- ir við að nota þessa einfeldninga, málum sínum til framdráttar, og þá fyrst og fremst f varnarmáiun- um. Og er þá þessum „atkvæða- rniklu" mönnum komið á fram- færi útvarps og sjónvarps, gegn mönnum, sem hafa lang mest fylgi á bak við sig eða eru fulltrú- ar atkvæðamagns svo skiptir tug- um þúsunda. MENNTAMÁLARAÐ tslands hefur samkvæmt fjárlögum tæp- ar 10 milljónir kr. til ráðstöfunar á árinu 1974. Fjárhagsáætlun ráðsins liggur nú fyrir og hefur það sent frá sér fréttatilkynn- ingu, þar sem greínt er frá þvf, hvernig fyrirhugað er að verja þessu fé: Bókaútgáfa Menningarsjóðs fær 3 millj. kr. til sinnar starf- semi. Bókaútgáfunni er ætlað það hlutverk að gefa út ýmis rit, sem nauðsynleg eru, en seljast ef til vill ekki hratt, og nægir til skýr- ingar að benda á orðabækur og sérfræðirit. Utgáfustefna Menningarsjóðs birtist f Ars- skýrslu Menntamálaráðs hverju sinni. -- Til kvikmyndagerðar skal verja 1 millj. kr. Þetta er í þriðja sinn, sem auglýst er fé til styrktar kvik- myndagerð: Fyrst voru 500 þús. kr. veittar í því skyni, þá 650 þús. kr. og nú reyndist unnt á hækka upphæðina í 1 millj. kr. vegna sérstakrar fjárveitingar Alþingis f þvf skyni. Alltaf hafa stjórnendur þátta lag á því að kynna og fjalla um varnarmál, þó annar þátttakand- inn hafi ekkert umboð eða ekki eitt einasta atkvæði á bak við sig, þannig að eiginlega muni þarna sáralitlu og sigurinn sé svo gott sem f höfn fyrir hernámsandstæð- inga. Tvö ágæt dæmi um þessa upp- stiltingu var að heyra f útvarps- þáttum nýverið, þar mættust þeir Ölafur Ragnar Grimssdn, Styrmir Gunnarsson, Hörður Einarsson og Dagur Þorleifsson. Hörður Hnarsson, einn þeirra manna, sem á örskömmum tíma hafa safnað yfir 50 þús. undir- skriftum fyrir „Varið land,“ og Dagur Þorleifsson, blaðrari á sorpblaði, atkvæðalaus með öllu. Styrmir Gunnarsson, ritstj. Morgunblaðsins fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins, og Ólafur Ragnar Grfmsson, sem eins og áður sagði hefur innan við 50 atkvæði á bak við sig, ef hann hefur þá nokkuð. Ég ætla að sleppa því að ræða um þá fyrri. En það er fróðlegt að rifja upp feril Ólafs og vinnubrögð hans og þeirra örfáu atkvæða, sem hann á, (en ætli þau séu fleiri en 40—50) og baráttu þeirra við að ná völd- um í F.U.F. og koma málum sin- um á framfæri. En svo ólíklegt sem það er, kast- ar sú hávaðasama barátta ljósi á það, hvers vegna Framsóknar- flokkurinn stendur eins ráðþrota og ábyrgðarlaus í varnarmálun- um eins og öllum lfðum er ljóst. „Opnar og heiðarlegar umræður hefur skort.“ Þessa fjálglegu setningu lét Ölafur R. Grimsson sér um munn fara í útvarpsþætti. Það vantar ekki vandlætinguna, og sperringinn. En hvernig væri að Ólafur lýsti heiðarlega vinnubrögðum sínum við að korn^ ályktun um varnar- málin f gegn um þing Framsókn- arflokksins. Hafði hann upp há- værar kröfur þar um opin og heið- arleg vinnubrögð? Eða læddi han málinu í gegn um þingið íkrafti þess, að hann samdi tillögur, sem lagðar voru fyrir þingið, sem starfsmaður þingsins og Fram- sóknarflokksins og fylgdi því allt til þess að lesa prófarkir í prent- smiðju. Og tillögurnar um varnar- Dvalarstyrkir listamanna verða 10 talsins, hver að upphæð 96 þús. kr. Þessir styrkir hafa verið mjög eftirsóttir og komið að góðum not- um fyrir listamenn, sem fara til útlanda að efla sig í andanum. Til „Listar um landið“ skal verja 700 þús. kr. Trúlega er það þó of lágt áætlað samanborið við siðasta ár, en þá var varið i sam- vinnu við félagsheimilasjóð u.þ.b. 1400 þús. kr. Von er til þess á þessu ári, að „List um landið" standi undir sér að verulegu leyti vegna fenginnar reynslu. Tónlist- armenn hafa sýnt þeirri menning- arstarfsemi aukinn áhuga undan- farið. Er nú unnið að ýmiss konar hljómleikahaldi vfðs vegar um landið. Tónlist með plötuútgáfu að markmiði tekur til sfn 400 þús. kr. þetta árið. Það verður þá þriðja platan í hljómplötuútgáfu Menningarsjóðs. Því fé verður út- hlutað seinna á árinu. Samkvæmt lögum ber Mennta- málaráði að úthluta fé til fræði- málin voru svo orðfáar, að furðu gegnir um svo alvarlegt mál. En Ölafur beið síns tima. Fyrst átti að samþykkja og svo átti að taka málið fyrir og blása það upp i krafti þess, að auðvitað getur eng- inn ábyrgur frammámaður Fram- sóknarflokksins viðurkennt að hafa ekki hugsað um hvað þeir voru að gjalda jáyrði við, og sitja svo f þessu svikaneti Ol. R. Grims- sonar. Ólafur Ragnar sagði f áður- nefndum útvarpsþætti, að hann tryði þvi ekki, að Framsóknar- flokkurinn sviki þá yfirlýsmgu ÞINGS framsóknarmanna um, að herinn færi á kjörtimabilinu. Hann tekur sérstaklega fram, að yfirlýsingin sé fram komin á þingi framsóknarmanna og lætur það sjaldan í ljós eða knýr ekki eins fast á um, að rikisstjórnin standi við stefnuyfirlýsingu sfna um sama mál, sem er svo til orð- rétt, samhljóða yfirlýsingu, sem .samþykkt var á þinginu. Menn taki eftir þessu. Hann nýr forust- unni um nasir svik við þingið f krafti þess og i vissu fyrir því, að forustan getur ekki viðurkennt fyrir alþjóð, að hún hafi sofið á verðinum í því máli, sem varðar öryggismál landsins, af mönnum, sem ekkert fylgi hafa innan fram- sóknarflokksins. Eru einungis starfsmenn vegna fyrirgangs og hávaða, en hafa ekki verið kosnir til neinna trúnaðarstarfa af hin- um almenna kjósanda i Fram- sóknarflokknum. Alþjóð hefur heyrt hvernig framsóknarmenn deila nú, um orðalag tillögunnar um brottför varnarliðsins. Ólafur Jóhannes- son heldur dauðahaldi í hálmstrá útúrsnúninga, þó að allir, sem á annað borð skilja fslenzku, geti ekki fengið annað út en að varn- arliðið eigi að fara á kjörtímabil- inu. En Ólafur R. Grímsson er ósköp sár yfir að hafa ekki orðað tillöguna enn skýrar og er argur sjálfum sér. Ferill núverandi rikisstjórnar sýnir, að hægri menn mega ekki sýna neinn undanslátt. Það er ekki nóg að vinna vel fyrir kosn- ingar. Þeir verða af fullri einurð að krefjast réttar sins eftir hverj- ar kosningar eins og þeim ber hverju sinni. Annað er ábyrgðar- leysi, það hafa varnarmálin kast- að skýru ljósi á manna og náttúruvísindamanna. A fjárlögum er nú um að ræða 800 þús. kr. fjárveitingu. Til annarrar menningarstarf- semi er áætlað að verja 800 þús. kr. og koma þar til ýmsar ófyrir- sjáanlegar fjárþarfir einstaklinga og/eða hópa. Bókamarkaður Menningarsjóðs fer þessa dagana út um land og verður á Ráðhústorginu á Akur- eyri dagana 16.—17. marz. Helg- ina þar á eftir verður bókamark- aður á Egilsstöðum, Höfn á Hornafirði og Neskaupstað. Um mánaðamótin er fyrirhugaður markaður á Isafirði, Sauðárkróki og Blönduósi. Þar verða mættir forsvarsmenn útgáfunnar til þess að kynna starfsemi fyrirtækisins. Sumar eldri bækur eru nú senn á þrotum. I vor kemur Arsskýrsla ráðsins fyrir árið 1973 út, en þar verður gerð ítarleg grein fyrir starfsemi Menntamálaráðs það árið og sagt frá hugmyndum, sem eru í deigl- unni. Fjárhagsáætlun Menntamálaráðs 1974: TÆPAR10 MILL J. KR. TIL MENNINGARMÁLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.